Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 61

Morgunblaðið - 15.10.2006, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 61 FRÉTTIR BORGARFULLTRÚAR Vinstri grænna gerðu eftirfarandi bókun á fundi borgarráðs Reykjavíkur sl. fimmtudag: Niðurstöður úttektar KPMG á vegum Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks eru í samræmi við þann leiðangur sem flokkarnir lögðu upp í með gamaldags og fyr- irsjáanlegri pólitík sem felst í því að leitast við að gera stöðu borg- arinnar eins tortryggilega og unnt er áður en ráðist verður í umfangs- mikinn niðurskurð, einkavæðingu og eignasölu. Ljóst er af úttektinni að reynt er að draga sérstaklega fram það sem er neikvætt en lítið gert með hið jákvæða í rekstri borgarinnar. Lítil athygli er vakin á því að rekstrarniðurstaða fyrstu sex mánuði ársins 2006 er jákvæð um 8,6 milljarða króna og að heild- areignir borgarinnar hafa aukist meira en heildarskuldir á því tíma- bili sem var til skoðunar. Fram kemur að eiginfjárhlutfall borgar- innar er yfir 40% sem telst býsna gott í öllum samanburði. Á hinn bóginn er reynt að draga fram frá- vik milli ársreikninga og áforma í 3ja ára áætlunum en ekki miðað við raunverulegar fjárhagsáætlanir hvers árs í samanburði við árs- reikning eins og eðlilegt er að gera. Þá kemur nefnilega í ljós að frávikin eru sáralítil sem ber vott um trausta fjármálastjórn. Enn- fremur virðist sem hluti af tekjum borgarinnar sé ekki alltaf talinn með í úttektinni en með því móti er unnt að halda því fram að tekjur dugi ekki fyrir útgjöldum. Staða Reykjavíkurborgar við upphaf kjörtímabilsins er traust, öndvert við það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks halda fram. Í samanburði við önnur sveitarfélög stendur borgin vel að vígi. Traust fjár- málastjórn hefur gert borginni kleift að bjóða góða velferðarþjón- ustu og ryðja brautina hér á landi, m.a. á sviði leikskóla- og grunn- skólamála og umhverfismála. Það vekur hins vegar athygli að Fram- sóknarflokkurinn er á harða hlaup- um frá þátttöku sinni í Reykjavík- urlistanum undanfarin 12 ár. Nú hentar þeim flokki að taka undir bölmóðinn sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur haldið uppi mörg und- anfarin ár og klifa á bágri stöðu borgarinnar, og snýst eins og vind- hani í veðurofsa. Sé þessi söngur á rökum reistur verður fróðlegt að sjá hvað verður um loforðaflaum meirihlutaflokkanna frá því fyrir kosningar, s.s. um lækkun leik- skólagjalda, frístundakort, niður- fellingu strætófargjalda og stór- aukningu til listaverkakaupa svo fátt eitt sé nefnt. Hér er fyrst og fremst um að ræða sérdeilis gam- alkunnugt pólitískt bragð þar sem fyrri meirihluta er kennt um óstjórn til að nýr meirihluti þurfi ekki að standa við gefin kosninga- loforð. Segja fjármála- stjórn borgarinnar hafa verið trausta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.