Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 15.10.2006, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, BORGHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR, áður til heimilis í Blikahólum 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 17. október kl. 13.00. Reynir Ásgeirsson, Björg Rósa Thomassen, Baldur Gunnarsson, Gunnhildur Gunnarsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær frændi minn, AÐALSTEINN EIRÍKSSON bóndi frá Villinganesi í Skagafirði, sem lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks mánudaginn 2. október, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju þriðjudaginn 17. október kl. 14.00. Fyrir hönd vina og vandamanna, Sigurjón Valgarðsson. Við þökkum öllum þeim sem sýndu fjölskyldum okkar vinsemd og hlýhug vegna andláts og útfarar ÖLMU PÁLMADÓTTUR, Kjartansgötu 9, Reykjavík. Ólafur Jónsson, Þórir Ólafsson, Linda Ólafsdóttir. ✝ Vigdís Ein-arsdóttir fæddist í Reykjavík 24. sept- ember 1953. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut laug- ardaginn 7. október síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Hulda Mar- inósdóttir, snyrti- fræðingur og hús- móðir, f. að Steðja í Þelamörk í Eyjafirði 19. desember 1924, og Einar Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum hf., f. á Leifsstöðum í Selárdal í Vopnafirði 9. ágúst 1925. Móð- urforeldrar Vigdísar voru Aðal- björg Snorradóttir (1896–1995) og Jón Marinó Sigtryggsson (1896– 1933) og föðurforeldrar Vigdís Magnea Grímsdóttir (1903–1995) og Helgi Kristinn Einarsson (1894– 1970). Bróðir Vigdísar er Marinó Einarsson, viðskiptafræðingur hjá Icelandair ehf., f. 25. nóvember 1950, kvæntur Margréti Hans- dóttur snyrtifræðingi, f. 20. sept- ember 1954. Þeirra synir eru Einar Helgi (1980) og Birkir (1988). Stjúpsonur Marinós og sonur Mar- grétar er Hans Steinar Bjarnason (1973). Vigdís fluttist með foreldrum sínum og bróður til Glasgow í Skot- síðast fyrir Nexus Media Comm- unications. Eftirlifandi eiginmaður Vigdísar er Árni Vilhjálmsson, lögmaður, f. í Reykjavík 4. nóvember 1952. Þau kynntust í Menntaskólanum við Hamrahlíð, hófu sambúð 1974 og gengu í hjónaband 26. nóvember 1977. Foreldrar Árna eru Sigríður Ingimarsdóttir, húsmóðir og fyrr- verandi stjórnarmaður í Styrkt- arfélagi vangefinna, f. í Reykjavík 1. október 1923, og Vilhjálmur Árnason, lögmaður, fæddur á Skálanesi við Seyðisfjörð 15. sept- ember 1917, d. 8. mars 2006. Systk- ini Árna eru Sólveig (1947–1995), Guðrún (1949), maki Pétur Björns- son, Guðbjörg (1956), maki Torfi H. Tulinius, Arinbjörn (1963), maki Margrét Þorsteinsdóttir og Þór- hallur (1963), maki Glen Barkan. Dætur Vigdísar og Árna eru: 1) Hulda Árnadóttir, lögmaður, f. í Reykjavík 25. september 1974. Eig- inmaður hennar er Atli Björn Þor- björnsson, lögmaður, fæddur á Sauðárkróki 20. desember 1976. Foreldrar hans eru Þórdís Þor- móðsdóttir, meinatæknir, f. 22. september 1949, og Þorbjörn Árna- son, lögmaður, fæddur 25. júlí 1948, d. 17. nóvember 2003. Þeirra dætur og ömmustelpur Vigdísar eru: Þórdís Huld, f. 30. nóvember 2001, og Vigdís Helga f. 8. maí 2005. 2) Sólveig Árnadóttir, guð- fræðinemi, fædd í Reykjavík 8. jan- úar 1981. Útför Vigdísar var gerð hinn 13. október – í kyrrþey að hennar eigin ósk. landi árið 1957 þar sem faðir hennar veitti forstöðu skrif- stofu Flugfélags Ís- lands hf. Þar gekk hún í barnaskóla til ársins 1964 er þau sneru heim til Íslands á ný. Þá tók við nám í Langholtsskóla, Vogaskóla og síðan í Menntaskólanum við Hamrahlíð þar sem hún lauk stúdents- prófi vorið 1973. Hún lauk líffræðiprófi (B.Sc.) frá Háskóla Íslands 1977 og stundaði nám í vistfræði við York University í Toronto í Kanada vet- urinn 1981–1982. Hún starfaði sem líffræðingur við Blóðbankann í Reykjavík með hléum frá árinu 1977 til ársins 2001. Hún var stundakennari við Grunnskólann á Seyðisfirði 1980 til 1981 og sér- fræðingur í hlutastarfi hjá Síld- arverksmiðju ríksins á Seyðisfirði 1979 til 1981. Þá starfaði hún á ár- unum 1986 til 1988 við frumurann- sóknir á Landspítalanum og bjó í Brussel á árunum 1992 til 1995. Hún lét af störfum í Blóðbankanum á miðju ári 2001 vegna alvarlegra veikinda yngri dóttur sinnar og var með henni í endurhæfingu um tveggja ára skeið. Þá kom Vigdís að skipulagningu Íslensku sjáv- arútvegssýninganna frá 1986, nú Aðeins örfá orð. Reyndar aðeins eitt orð. Tengda- móðir. Þú sýndir mér af hverju heitið yfir þau tengsl sem eru okkar á milli eru skrýdd orðinu móðir. Þakka þér fyrir það. Ávallt þinn Atli Björn. Minningabrot hrannast upp og rað- ast svo í tímaröð. Yfir öllu er hlýja, kapp og kæti. Margir ánægjulegir án- ingarstaðir á sameiginlegri vegferð fjölskyldunnar, sem spannar hátt í fjóra áratugi. Vigdís mágkona mín hafði yfir sér heimsborgaralegt yfir- bragð, hafði alist upp að hluta í Glas- gow og mátti raunar, að réttu, aldrei heyra neitt misjafnt um þá góðu borg. Ég man enn í dag hvernig kjól hún var í þegar ég hitti hana fyrst á balli, ég hafði aldrei fyrr séð svona glæsi- legan kjól. Þetta var kærastan hans Árna bróður. En spennandi, hugsaði ég og fylltist stolti yfir því að Árni ætti svona flotta kærustu, með þessi líka tindrandi brúnu augu. Þau voru ástfangið og fallegt, ungt par, eignuðust hana Huldu og elskuðu hana svo að unun var að sjá og það hefur gilt um dæturnar báðar alla tíð. Umhyggjan sem Vigdís sýndi Sól- veigu dóttur sinni í alvarlegum veik- indum átti vafalaust stóran þátt í bata Sólveigar og endurhæfingu. Vigdís hló alltaf að bröndurunum hans Árna og ég man að mamma tal- aði um að það væri merki um að sam- bandið væri gott. Það fylgdu Vigdísi hlátrar og glettni, hún lá ekki á skoð- unum sínum, t.d. um kvenréttinda- mál, hún var greind og hún hafði metnað fyrir sig og Árna bróður minn. Hún var hans stoð og stytta. Hann var hennar stoð og stytta. Og nú grúfir sorgin yfir fjölskyldunni, en minningin um mæta konu lifir. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir. Ég man ekki mikið eftir mér áður en Vigdís Einarsdóttir, Vidda, mætti á leiksvið lífs míns. Ég og Arinbjörn tvíburabróðir minn vorum varla meira en átta eða níu ára þegar Árni stóri bróðir mætti heim með þessa mjög svo spennandi stúlku. Vidda var frekar feimin þegar hún kom í þessa stóru fjölskyldu þar sem allir töluðu hátt og kornfleks og Seríós var keypt í kippum. Ekki bætti úr skák þegar við tvíburarnir komumst að því hversu auðvelt var að fá hana til þess að flissa og hlæja. Við gerðum henni erfitt fyrir með geiflum og grettum þegar hún sat við matarborðið í sunnudagssteikinni og reyndi að láta sem minnst á sér bera. Þannig kom Vidda inn í líf okkar og minningu mína, ávallt hlæjandi, létt í lund og fljót að finna kómísku hlið- arnar á tilverunni. Með Viddu fylgdu yndislegir for- eldrar, Einar og Hulda, Marinó bróð- ir, Magga og síðast en ekki síst besta vinkonan Hjödda sem flissaði ekki minna en Vidda. Við bræðurnir sáum ekki sólina fyrir þessari mágkonu okkar og milli fjölskyldna okkar myndaðist vinskap- ur sem aldrei hefur borið skugga á. Ekki voru þau hjónakornin búin að vera lengi saman þegar frumburður allra tíma, Hulda Árnadóttir, fæddist sem við bræður fengum að passa og gera tilraunir á okkur til ómældrar ánægju. Þegar þau Vigdís og Árni luku háskólanámi bjuggu þau á Seyð- isfirði í tvö ár þar sem Árni vann sem sýslumannsfulltrúi. Sumarið 1980 fékk undirritaður að koma til þeirra austur, honum reddað vinnu í loðnubræðslu og Vidda tók til við að dekra við hann eins og hún hef- ur gert alla tíð síðan þegar hann hefur verið á þeirra heimili. Besta minningin frá þessu sumri er þegar dóttir númer tvö, Sólveig, boð- aði komu sína en hún fæddist síðan eftir áramót, sólargeisli ekki síður en eldri systir hennar. Árin liðu og alltaf var Vidda hluti af tilverunni, hluti af Árna, hluti af okk- ur. Aldrei hef ég séð ástfangnari hjón og hún bjó þeim fallegt heimili þar sem alltaf var gott að koma. Vidda var falleg kona með dökkt hár og brún augu, kvenleg, alltaf vel til fara og henni fylgdi þessi góði, mildi ilmur sem ég vona að ég gleymi aldrei. Hún var frábær námsmaður, líffræði var hennar fag og ekki veit ég til þess að hún hafi tekið próf eða unnið verkefni án bestu einkunnar. Hvað segir maður við bróður sinn, bróðurdætur, foreldra hennar og bróður þegar gersemi eins og Vidda hverfur á braut svona snemma? Svo ótímabært. Mér finnst engin orð geta lýst þeim tilfinningum sem í mér bær- ast. Skarðið verður aldrei fyllt en við lærum að lifa með því. Einnig kveður núna ákaflega sam- heldinn og tryggur vinahópur þeirra Árna og Viddu kæra vinkonu. Ég hef aldrei kynnst vinahópi sem er í lík- ingu við þennan því væntumþykjan og tryggð þeirra hvers við annað gerði hópinn að einhverju meira en bara vinahópi. Þau eru fjölskylda sem ég veit að bróðir minn sækir nú styrk í sem aldrei fyrr. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Viddu, þakka henni fyrir allt sem hún var mér og er mér, mágkona og vinur. Ég vil ekki kveðja hana heldur segja, „sjáumst“. Ég veit að hún hefur það gott þar sem hún er, örugglega í hvítri Dolce & Gabbanadragt. Þórhallur Vilhjálmsson. Í gegnum nótt napurkalda ná til okkar brosið hlýja og brúnu augun. Við brosum til baka og biðjum að heilsa með þakklæti til sólheima. Arinbjörn. Með kveðju til elsku hjartans frænku og vinkonu Á blævængjum sveifstu rós af rós í rafskyggðum kveldsólareldi, og kringum þig tendruðust ljósaljós sem ljómar frá kærleikans veldi. – Þú hvarfst yfir dauðans dökkva ós, því dagurinn leið að kveldi. (Þórbergur Þórðarson) Hvíl í friði, elsku Vidda. Elsku fjölskylda og kærir vinir, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi góður guð styrkja ykkur. Ragna Marinósdóttir og fjölskyldur. „Hún Vidda litla er dáin.“ Þannig sagði bróðir hennar okkur frá andláti systur sinnar. En Vidda var ekki lítil – fyrir mér var hún bara mikil mann- eskja sem hafði upplifað meira en flestir gera á helmingi lengri ævi. En hún var litla systir hans Marinós og sambandið þeirra á milli alveg ein- stakt. Vidda var alltaf svo glaðleg, svo notaleg, sagði svo skemmtilega frá – var hrókur alls fagnaðar. Vel lesin og vel að sér í flestu. Þau hjón líka með þeim skemmtilegri bæði heim að sækja og að vera með. Heimili þeirra með þeim hlýlegri og fallegri, hvort sem var á Seyðisfirði, Toronto, Bruss- el eða hér í Reykjavík enda Vidda mikill fagurkeri og með eindæmum smekkleg. Fjölskyldan er ekki stór, svo stórt skarð er höggvið. Mína dýpstu samúð. Margrét mágkona. Við Vigdís áttum það sameiginlegt að vera báðar giftar mönnum af Há- nefsstaðakyni, náfrændum, það leiddi okkur saman fyrir margt löngu. Við vorum í sömu aðstöðunni; við skildum hvor aðra og áttum hvor aðra að inn- an hinnar táp- og fjörmiklu stórfjöl- skyldu. Við gátum oft hlegið dátt og það var ætíð tilhlökkunarefni að eiga von á að hitta Viddu og Árna; þau voru einstaklega skemmtileg hjón og notalegt að vera samvistum við þau, hvort sem var hér heima eða á er- lendri grund. Vigdís bar þess merki að vera heimskona, enda hafði hún dvalið langdvölum erlendis, á sínum yngri árum í Skotlandi og síðar í Kanada og Belgíu með Árna sínum og dætrunum tveimur, Huldu og Sólveigu. Hún var hógvær, falleg kona, sem bar glæsi- leikann með sér hvar sem hún fór og eftir var tekið. Fagurkeri var hún og skopskynið hafði hún í ríkum mæli. Núna er þessi yndislega manneskja horfin okkur, en hún skilur eftir sig dýrmætan fjársjóð í dætrum þeirra Árna og litlu dótturdætrunum. Ég kveð þig að sinni, kæra Vigdís, og hafðu þökk fyrir öll skemmtileg- heitin. Þín er sárt saknað. Ég sendi ástvinum Vigdísar hug- heilar samúðarkveðjur. Þórhildur Líndal. Ég man það svo vel þegar ég sá hana fyrst. Fyrsti dagurinn í mennta- skóla. Við vorum þarna nokkur sem komum úr Hlíðunum og héldum hóp- inn, svo tvístruðumst við í nokkra bekki og litum forvitin á væntanlega meðnemendur. Hún Vidda kom úr Laugarásnum ásamt nokkrum öðrum sem ég kynntist síðar náið. Hún var grönn og nett, brúnhærð með tagl og falleg brún augu. Þarna á fyrstu dög- um menntaskólaáranna urðu til vin- áttubönd sem vöruðu til hennar hinsta dags. Hún Vidda var einhvern veginn þannig að allir vildu kynnast henni. Hún hafði skemmtilega kímni- gáfu, var einstaklega hláturmild, já, hún hafði þennan dásamlega eigin- leika að geta flissað í tíma og ótíma og smitaði alla í kringum sig. Svo var hún alltaf svo smart í tauinu. Hún var töluvert meira sigld heldur en ég, sem kom úr sveit. Pabbi hennar Viddu gegndi ábyrgðarstöðu hjá Flugfélagi Íslands og hún hafði þess vegna ferðast meira en þá var títt meðal flestra menntaskólanema, hún hafði aukin heldur búið í Skotlandi. Á þessum árum var hippatískan í algleymingi, flestir gengu í mussum og fótlaga skóm, létu hár og skegg vaxa, höfðu písmerki um hálsinn, stelpur máluðu sig ekki og það þótti ekki fínt að klæðast sparifötum, eins og það hét þá. Vidda kærði sig að mestu kollótta um hippatískuna, hún var alltaf miklu smartari og betur til höfð en við flestar hinar stelpurnar og þannig var það æ síðan. Hún var tískudrós í jákvæðasta skilningi þess orðs. Þegar ég heimsótti hana þar sem hún sat í stól á krabbameins- deildinni í lyfjameðferð, leit hún út eins og hún væri að fara í fínt síðdeg- isboð. Hún var eiginlega hefðarkona. Hún var líka hefðarkona í öðrum skilningi, hún bar ekki vandamál sín á torg og vildi lítið ræða um veikindi sín, ekki einu sinni þegar hún var orð- in helsjúk. Hún var eins og margar af hetjum hvunndagsins, háði sína bar- áttu af æðruleysi, rósemi og dálitlum húmor. Það stoðar lítt að ásaka forsjónina eða hin æðri máttarvöld um óréttlæti. Maður getur aðeins þakkað hinni sömu forsjón fyrir samferðamenn sína og víst er að margt kemur upp í hugann þegar litið er yfir farinn veg. Stofnun saumaklúbbsins, lexíu- Vigdís Einarsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.