Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 71

Morgunblaðið - 15.10.2006, Page 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 71 menning ENGLAR & FÓLK ENGLAR OG FÓLK VAL LÁ , K J A LARNE S I 1 1 6 R EYK JAV Í K S . 5 6 6 - 6 4 5 6 HAFÐU JÓLIN FALLEG! ÆVINTÝRALEGT ÚRVAL AF JÓLAVÖRUM OPIÐ FRÁ MÁNUDEIGI – FIMMTUDAGS KL. 18.00 - 22.00 UTAN ÞESS OPNUNARTÍMA AÐEINS FYRIR BÓKAÐA HÓPA NORRÆNIR músíkdagar teygðu sig inn í Loftkastalann á laugardagskvöldið en þar heyrðust hinir undarlegustu tónar megnið af kvöldinu. Það sem sást var þó enn undarlegra og var fyrsta atriðið sennilega skrýtnast. Langur píanóstrengur hékk úr bita í loftinu, en á hvorn endann var fest ístað. Maður að nafni Johannes Bergmark steig í ístöðin, en á brjóstinu á honum var kassi sem magnaði upp titringinn í strengnum. Svo byrjaði gerning- urinn, en hann fólst í því að Bergmark plokk- aði eða sló strenginn með ýmsum bareflum og varð tónlistin sífellt brjálæðislegri. Í sjálfu sér voru hljóðin ekki sérlega áheyrileg en að sjá manninn hanga í örgrönnum vír töluvert hátt í loftinu skapar furðulega mikla spennu og varð atriðið af þeim sökum eftirminnilegt. „Caecilia“ eftir Irmu Gunnarsdóttur var líka að mörgu leyti skemmtilegt, sérstaklega voru myndir sem varpað var á vegg fyrir aftan þrjá hvítklædda dansara áhrifaríkar. „A Circle“ eftir Höllu Ólafsdóttur var hins- vegar ekki nógu gott, það var tilgerðarlegt og skorti stígandi. Um tónlistina við þessi tvö atriði, sem í fyrra tilvikinu var eftir Jean-Francois Laporte en í því síðara eftir Hildi Guðnadóttur, er lítið að segja. Hún einkenndist fyrst og fremst af löngum tónum sem áttu að skapa stemningu og í síðara tilfellinu hefði það örugglega tekist ef dansinn hefði verið bitastæðari. Langbesta atriði kvöldsins var „Piece of Me“ eftir Jóhann F. Björgvinsson, sem var flutt af dönsurunum Guðrúnu Óskarsdóttur, Þórdísi Schram, Ingu Maren Rúnarsdóttur, auk Jóhanns. Rautt hlaup á mörgum diskum víðsvegar um salinn og matarborð í miðjunni með hvítklæddu fólki í (að því er virtist) ann- arlegu ástandi skapaði martraðarkennt and- rúmsloft sem hefði sómt sér ágætlega í kvik- mynd eftir David Lynch. Og hljóðin sem Laporte skapaði undirstrikuðu stemninguna fullkomlega. Nákvæmlega HVAÐ allskonar tilburðir fólksins fjölluðu um skipti litlu máli, aðal- atriðið var að myndmálið talaði beint til dulvit- undar áhorfandans og gaf honum innsýn í veruleika á einhverju öðru plani en því hvers- dagslega; það opnaði glugga inn í annan heim. Að mínu mati er það einkenni á sannri list. Hékk í píanóstreng DANS Norrænir músíkdagar – Loftkastalinn Dansverk eftir Johannes Bergmark, Irmu Gunn- arsdóttur, Höllu Ólafsdóttur og Jóhann F. Björg- vinsson. Tónlist eftir Johannes Bergmark, Jean- Francois Laporte og Hildi Guðnadóttur. Laugardagur 7. október. Dansverk og tónlist Morgunblaðið/Árni Sæberg Dans „Langbesta atriði kvöldsins var „Piece of M“ eftir Jóhann F. Björgvinsson,“ segir Jónas Sen m.a. í dómnum. Jónas Sen ÞRJÚ orgelverk af nærri níutíu smíðum á Norrænu tónlistardög- unum í Reykjavík 2006 virðist í fljótu bragði furðusnautlegt hlutfall. En auðvitað getur það ráðizt af ýmsu og þarf ekki endilega að tákna hversu lítinn gaum norræn nútímatónskáld gefa konungi hljóðfæra. Engu að síð- ur hvarflaði að mér eftir orgelkons- ertinn í Hallgrímskirkju hvort nor- ræn orgeltónsköpun gæti hugsanlega verið í lægð um þessar mundir ef marka mátti hugmyndafátæktina sem við blasti í einkum seinni tveim atriðum kvöldsins. Passacaglía Jens Hørsvings, „Can- tor’s mind“ [14:05] fór að mestu fram á neðsta pedaltónsviði með í fyrstu forvitnilegum interferens-effektum líkt og úr risavaxinni gyðingahörpu. Hins vegar hélzt ferlið löturhægt út í gegn og hafði áður en lauk varla færzt spönn frá rassi. Né heldur gerðist aftaka mikið í „Orbis Terrae et Veneris“ [14:15] eft- ir Jukka Koskinen. Gróft til tekið sama púlslausa kyrrstöðumókhyggj- an. Hér birtist hún í hvíldarlaust teygðum hljómaklösum og féll verkið, þrátt fyrir örstutt uppbrot eftir fyrsta þriðjung með skaraðri slembi- röddun, síðan í fyrra farið, er lét í mínum eyrum sem sambland af tinn- ítísku eyrna- og farþegaþotusuði. Í báðum tilvikum var megininntakið komið fram löngu áður en verkið var hálfnað. Þá var meira kjöt á beinum í dönsku verki landa Hørsvings, „...and sank in tumult to a lifeless ocean“ [17’], eftir Ivar Frounberg. Þrátt fyr- ir drjúga lengd hélt það mun betri at- hygli en eftirrennararnir, enda víða áheyrilegt og m.a.s. ekki laust við andstæðufleti, jafnvel þótt hvasst hakkandi stakkatóhljómasláttur á við kokk að saxa grænmeti væri e.t.v. fulláberandi í fyrri hluta, að við- bættum ropum og fretum úr hljóm- gerðri grameðlu með magakveisu. Rafhljóð hófu leikinn áður en org- elspilið kom inn og blönduðust síðar nokkuð skemmtilega við pípusönginn líkt og púki úr neðra að skemma and- aktuga orgelíhugun. Rétt undir lokin tók talrödd að deklamera eitthvað á Valby-ensku þó orðaskil heyrðust varla. Ekki sá ég betur en að flest væri vel og fagmannlega leikið. En í raun réttri hefði Frounbergverkið átt að vera síðast, í stað þess að láta tón- leikana lognast út á svæfandi andhá- punkti. Það eina sem illkvittnum hlustanda dytti í hug að gæti skýrt þessa uppröðun var að hún myndi kannski síður hvetja hlustendur til að læðast út eftir fyrsta verk. Framsækin magakveisa TÓNLIST Hallgrímskirkja – Norrænir tónlistardagar Orgelverk eftir Ivar Frounberg, Jens Hørsving og Jukka Koskinen. Christian Præstholm orgel. Miðvikudaginn 11. október kl. 20. Orgel Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.