Morgunblaðið - 04.02.2007, Page 38
vísindi
38 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
!
" #$$ % &" '' ( ! )*$$ ( +*,$
- *
! "# $ % & ' % ! ( )&
*& "+& , -,
! ( %, . /,- .'
+, 0 &, 1
, 2+ &, ! (
3444#1#5 , 36'75 88 9
! 2+
,
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
Stjarneðlisfræðingar eru ekki margir hér á landi, en nú ber
svo við að tveir ungir menn hafa nýlokið doktorsprófi í faginu,
annar frá Háskóla Íslands og hinn frá Háskólanum í Kaup-
mannahöfn. Í þeirri borg er ung íslensk kona að vinna að dokt-
orsrannsóknum sínum í faginu í þessum rituðum orðum. Karl-
arnir tveir hafa heillast af gammablossum, en konan einbeitir
sér fyrst og fremst að þyngdarlinsum.
Þessi orð, gammablossar og þyngdarlinsur, segja leik-
mönnum fátt. Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur og
vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, lýsti
gammablossum svo í samtali við Morgunblaðið árið 1999 að
þeir væru öflugar sprengingar sem yrðu langt úti í alheimi og
sæjust einstaka sinnum frá jörðu. „Fyrstu vísbendingar um
þessi fyrirbæri komu í kalda stríðinu rétt fyrir 1970,“ sagði
Gunnlaugur. „Þá sendu Bandaríkjamenn á braut gervitungl til
að fylgjast með gammageislun sem verður samfara tilraunum
með kjarnorkuvopn, en gammageislar eru líkir röntgen-
geislum, bara mun orkumeiri. Tilgangurinn var að fylgjast
með því hvort slíkar tilraunir færu fram á jörðinni í trássi við
sáttmála. Mælingar sem þessi gervitungl gerðu bentu til til-
vistar slíkrar gammageislunar en þegar betur var að gáð kom
geislunin úr öfugri átt – utan úr geimnum.“
Gunnlaugur er einn þeirra íslensku stjarneðlisfræðinga sem
notið hafa leiðsagnar fyrsta og eina prófessorsins í stjarneðl-
isfræði við Háskóla Íslands, Einars H. Guðmundssonar. Einar
ritaði grein í Morgunblaðið árið 1997, ásamt Örnólfi E. Rögn-
valdssyni, þar sem þyngdarlinsum var lýst. „Samkvæmt al-
mennu afstæðiskenningunni hefur allt efni áhrif á ljós með
þyngd sinni. Þannig geta til dæmis stjörnur, svarthol, vetr-
arbrautir og hópar vetrarbrauta sveigt ljósgeisla af upp-
haflegri braut og bjagað, magnað og klofið myndir af fjarlæg-
ari ljósuppsprettum, rétt eins og um venjulegar linsur væri að
ræða. Slík fyrirbæri eru því nefnd þyngdarlinsur. Hópur vetr-
arbrauta getur til dæmis mótað og magnað tvær eða fleiri
myndir af daufri vetrarbraut, sem er handan við hópinn. Mynd-
irnar eru venjulega ílangar og stundum bogadregnar.“
Ungu íslensku stjarneðlisfræðingarnir, Árdís Elíasdóttir,
Guðlaugur Jóhannesson og Páll Jakobsson, hafa greinilega val-
ið sér verkefni sem eru ekki á allra færi. Þau eru sammála um
að rannsóknir þeirra séu grunnrannsóknir og hagnýt not séu
ekki í sjónmáli. En enginn sér framtíðina fyrir, ekki einu sinni
þeir sem rýna til stjarnanna.
Horft upp í himinhvolfið
Ég hef verið hugfanginn afhimingeiminum frá því aðég man eftir mér. Með
fyrstu bernskuminningum eru sam-
ræður við afa um norðurljósin,
tunglið, flóð og fjöru. Ég hef líklega
fæðst með þetta gen. Það var aldrei
nein spurning hvað ég vildi fást við
þegar ég yrði stór,“ segir Páll Jak-
obsson, sem lauk doktorsprófi í fag-
inu frá Kaupmannahafnarháskóla
sumarið 2005.
Þegar hann hóf námið var hann
stundum spurður hvort hann væri
virkilega að læra þetta í háskóla.
„Sumir rugluðu þessu saman við
stjörnuspeki. Mér finnst raunar
synd að vísindin skuli ekki hafa náð
að halda því heiti, því það hljómar
ekki sem verst.“
Páll, sem stendur á þrítugu, lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík og lagði því næst stund á
eðlisfræði við Háskóla Íslands. Að
loknu BS-prófi hélt hann til Kaup-
mannahafnar. „Við háskólann í
Kaupmannahöfn er einn fremsti
rannsóknarhópur heims á þessu
sviði,“ segir hann.
Hasar í mælingum
Þótt Páll hafi í bernsku rýnt upp
í himininn þá beinast rannsóknir
hans núna langt út fyrir okkar
vetrarbraut. „Ég fæst aðallega við
mælingar á gammablossum og síð-
astliðið vor fékk ég 3½ árs stöðu
sem sérfræðingur við háskólann í
Hertfordshire á Englandi.“
Gervitungl á braut um jörðu
nema geislun frá gammablossum og
senda skilaboð til jarðar. „Ég fæ
skilaboð í gemsann minn um leið og
gervitunglin nema geislunina,“ seg-
ir Páll. „Það getur auðvitað gerst
hvenær sem er, að nóttu eða degi.
Að meðaltali eru blossarnir tveir á
viku, en stundum þrír á dag. Það
fyrsta sem ég geri er að kanna hvar
á himinhvolfinu blossinn er og
hvaða sjónauka sé heppilegast að
nota til að gera athuganir á honum.
Norræni stjörnusjónaukinn á Kan-
aríeyjum spannar til dæmis norð-
urhvelið, en þyrping fjögurra 8
metra sjónauka í Chile suð-
urhvelið.“
Stundum rýkur Páll á fætur um
miðjar nætur eftir sms frá gervi-
tunglum, fer inn á heimasíður sjón-
aukanna og fyllir út beiðni um að
beina þeim að blossunum. „Ég verð
að hafa hraðar hendur, því stundum
hafa fleiri rannsóknarhópar fengið
úthlutað sama tíma í sjónaukanum
og þá er sá afgreiddur fyrst sem er
fljótari að koma beiðninni á fram-
færi. Það er því oft mikill hasar í
þessu. Blossarnir ráða auðvitað
vinnutímanum, enda ómögulegt að
spá fyrir um hvenær þeir eiga sér
stað.“
Þegar gögnin berast frá sjónauk-
anum mælir Páll m.a. birtustigið.
„Við rannsökum glæður, sem eru í
sýnilegu ljósi og með því að mæla
ljósdofnun glæðanna yfir ákveðið
tímabil getum við sagt til um nán-
asta umhverfið gammablossans, eða
öllu heldur risastjörnunnar sem
sprakk. Við fylgjum þessum glæð-
um venjulega eftir í u.þ.b. viku til
mánuð, eftir því hversu bjartar þær
eru. Við mælum líka litróf, sem ger-
ir okkur kleift að ákvarða fjarlægð-
ina til blossans. Að lokum berum
við mæliniðurstöðurnar saman við
hin ýmsu líkön og getum þannig
hafnað eða rennt stoðum undir
kenningar annarra sem vinna í fag-
inu.“
Páll á ekki von á að skreppa út í
geim, þótt hann myndi ekki slá
hendinni á móti ferð til Mars. „Slík-
ar ferðir verða áreiðanlega eftir
mína tíð, kannski eftir 30 ár í fyrsta
lagi. Kannski að sonurinn fari.“
Sonurinn er reyndar nýfæddur,
svo hann hefur tímann fyrir sér. Og
þegar hann fæddist reyndist fað-
irinn ágætlega í stakk búinn til að
sinna honum, eftir vöktunina á
gammablossunum. „Ég er vanur að
spretta upp úr rúminu þegar ég fæ
sms, núna geri ég það ef heyrist
grátur.“
Þyngdarbylgjur heilla
Hann hyggst starfa við rann-
sóknir alla ævi. „Ég get ekki hugs-
að mér annað. Núna eru rannsóknir
á gammablossum mjög spennandi,
en ég get alveg ímyndað mér að ég
snúi mér að einhverju öðru eftir 5–
10 ár. Ætli þyngdarbylgjur verði
ekki mest spennandi þá?“
Talið er að miklar hamfarir, eins
og til dæmis árekstur og samruni
tveggja svarthola, myndi truflun
sem breiðist út með þyngdarhraða
líkt og gárur á vatni. Þessar bylgj-
ur kallast þyngdarbylgjur. Þær
hafa aldrei greinst í tilraunum, en
núna er verið að byggja þyngd-
arnema víða um heim. „Eftir um
áratug verða einnig þrjú mjög næm
gervitungl send á loft og verður að
telja líklegast að þau nái að greina
bylgjurnar, ef þær eru á annað
borð til.“
Stjarneðlisfræði er ekki þurr vís-
indi, langt í frá, segir Páll. Að-
spurður segir hann myndir af hin-
um ýmsu fyrirbærum alheimsins
vera ægifagrar og mestu listaverk
sem hægt er að hugsa sér. „Svo
þarf ekki annað en að vippa sér út
fyrir bæjarmörkin á stjörnubjartri
nótt til að njóta norðurljósanna eða
dást að slæðu Vetrarbrautarinnar.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Hugfanginn Páll Jakobsson stjarneðlisfræðingur hefur verið hugfanginn af himingeiminum frá því að hann man eftir sér.
Vakinn með sms frá gervitungli
ÞAKRENNUKERFI
á öll hús – allsstaðar
BLIKKÁS –
Smiðjuvegi 74
Sími 515 8700