Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 04.02.2007, Qupperneq 52
Norðurbrún 4 - 104 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:30-15:30 5-6 herb. efri sérhæð ásamt bílskúr í Laugarneshverfi Íbúðin er 130 fm, bílskúr 24,1 fm og geymsla 12 fm. Samtals 166,1 fm. 4 svefnherbergi, 2 stofur. Allar innréttingar og parket eru úr dökkum við, sem gerir heildarsvip íbúðarinar mjög fallega. Útsýni til norðus. Skemmtilegir garður sem snýr í suður, nýlega búið að setja mikin trépall og gert ráð fyrir heitum potti í garði. Verð eignar 37,8 millj. VERIÐ VELKOMIN - Reynir s. 820-2145 tekur á móti áhugasömum. Seljavegur 17 – 101 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-14:30 3ja herb. íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur 57,7 fm rishæð í 3ja hæða húsi. íbúðin er undir súð að hluta til. Búið er að endurbæta íbúð verulega á smekklegan hátt, bæði innréttingar, tæki og rafmagnshönnun. Eldhús, nýleg eikarinnrétting og tæki úr burstuðu stáli, snyrtileg íbúð og hlýleg. Verð eignar 17,3 millj. VERIÐ VELKOMIN – Anna s. 820-2146 tekur á móti áhugasömum. Grundarstígur 11 – 101 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14:00-14:30 2ja herb. íbúð í Þingholtunum 65,9 fm 2ja herb. íbúð. 2. hæð t.h. Mjög rúmgott andyri, með miklu skápaplássi Stofan er rúmgóð, eldhús m/eldri innréttingu og borðkrók, svefnherbergi snýr út að bakgarði. Þvottatengi innan íbúðar, einnig þvottahús í sameign. Falleg viðargólf/fjalir sem gefur íbúð hlýlegt yfirbragð. Rúmgóð íbúð í hjarta borgarinar. Verð eignar 17,4 VERIÐ VELKOMIN – Páll tekur á móti áhugasömum. LAUGAVEGUR 82 - 101 Reykjavík OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13:30-14:00 2ja herb. 54 fm íbúð í hjarta Reykjavíkur 54 fm íbúð, rishæð í 3ja hæða húsi. íbúðin er undir súð að hluta til. Íbúðin þarfnast standsetningar. Eitt svefnherbergi, stofa, baðherbergi. Eldhús með eldri innréttingu. Húsið þarfnast endurbóta að utan, úttekt hefur farið fram. Verð eignar 14,3 millj. VERIÐ VELKOMIN – Bergur s. 860-9906 tekur á móti áhugasömum. Opið hús Opið hús Opið hús Opið hús 52 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Gott einbýli á 2 hæðum, samtals um 138,5 fm, vel staðsett í hjarta Hfj. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan hátt ásamt því að lóð hefur verið endurskipurlögð. Glæsilegur garður m/sólpöllum og tilheyrandi. V. 35 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Öldugata - Hf. Glæsilegt, mikið endurnýjað einbýli á 1 hæð m/bílskúr, samtals um 168,3 fm á frábærum útsýnisstað við Sævang í Hfj. Mikið endurnýjuð á mjög smekklegan hátt, þar með talið innréttingar og gólfefni. Skemmtileg aðkoma er að húsinu, hellulagðar stéttar og plan. Glæsileg hraunlóð m/hraunpollum. Einstök stað- setning. V. 51 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, s. 896 0058. Sævangur - Hf. ODDUR Þ. Vilhelmsson, dósent í líftækni við Háskólann á Ak- ureyri, skrifar grein í Morg- unblaðið 9. janúar sl. um „námsleti nem- enda og kennara“. Þessi löstur birtist, að mati Odds, einkum í „metnaðarleysi stúd- enta“, sem hann telur reglu (með kærkomn- um undantekningum þó) og kröfuleysi skólakerfisins (náms- leti kennara?) þar sem „allt virðist snú- ast um að koma sem flestum nemendum í gegnum skólakerfið sem hraðast og með sem minnstri fyrirhöfn … [og] ekki má á það minnast að nemandi falli á prófi“. Þetta ófremdarástand telur Oddur meðal annars afleiðingu af röngu skipulagi kennaramenntunar, einkum skertri „faggreinamenntun kennara á flestum skólastigum“. Grein Odds er vafalaust að ein- hverju leyti sprottin upp úr þeirri deiglu sem kennaramenntun á Ís- landi er í um þessar mundir. Fyrir dyrum stendur sameining Kenn- araháskóla Íslands við Háskóla Ís- lands og í Háskólanum á Akureyri sameining kennaradeildar við fé- lagsvísinda- og lagadeild. Mér virðist greinin líka öðrum þræði sprottin af lífseigri bábilju um kennslu og kennaranám. Þessi bábilja nærist á ein- hvers konar „pól- ariseringu“ milli þess sem kallað er fag- greinamenntun kenn- ara og þess sem Odd- ur kallar „obbeldisfræði“. Fag- greinaþekkingin vísar til þekkingar kennara á fræðasviðum náms- greina og „ofbeldis- fræðin“ (sem ég kýs að stafsetja án tæpitungu) fjallar um það hvernig kennarar haga kennslu sinni og námi nemenda. Undir því að upphefja fag- greinaþekkingu en gengisfella kennslufræði lúrir sú hugmynd að kennsla sé ekki fag (profession) sem þarf að læra og að kennarar þurfi ekki að vera sérfræðingar í kennslu heldur sé sérþekking á fræðasviðum námsgreina skólans þeim nægilegt veganesti. Þessi „pólarisering“ er að mínu viti ákaflega hæpinn grundvöllur undir viti borna umræðu um kenn- aramenntun. Í mínum huga þarf að byggja kennaramenntun á grunni einhvers konar sammælis um hvaða þarfir nemendur og skólar hafi og hvers konar mennt- un fyrir kennara sé best fallin til að uppfylla þær. Út frá því er hægt að skapa sýn á það hvernig menntun við viljum að fari fram í kennaraskólum. Grunnur að slíkri sýn getur til dæmis verið hlutverk og markmið grunnskóla, eins og þau eru skilgreind í almennum hluta Aðalnámskrár grunnskóla og markmiðsgrein (2. gr.)grunn- skólalaga. Að minni hyggju er mikilvægast að kennaramenntun taki mið af því sem kalla má kennslufræðilega fagþekkingu (Pedagogical Content Knowledge). Samkvæmt skilgrein- ingu bandaríska fræðimannsins Lee Shulman er kennslufræðileg fagþekking hið sérstaka fræðasvið kennarans sem verður til við sam- runa þekkingar á fræðasviðum námsgreinar eða -greina og kennslufræðilegrar þekkingar og færni. Þessi samruni er grunn- urinn að þeirri kunnáttu og starfs- hæfni sem kennurum er nauðsyn- leg til að geta kennt nemendum með fjölbreytt áhugasvið og náms- þarfir og skilur sérfræðinginn í faggreininni frá kennaranum sem hefur þekkingu og hæfni til að kenna greinina (sjá t.d: http:// www.intime.uni.edu/model/ teacher/teac2.html#Definition). Kennaramenntun sem hefur kennslufræðilega fagþekkingu að leiðarljósi þarf að byggjast á breiðum grunni þekkingar og rannsókna. Þar þurfa margir að leggja af mörkum, bæði sérfræð- ingar á fræðasviðum námsgrein- anna og sérfæðingar á öðrum fræðasviðum sem kennurum eru nauðsynleg til að geta sinnt starfi sínu vel. Grein Odds styrkir hins vegar þá sannfæringu, sem ég hef reyndar lengi haft, að kenn- aramenntun sem stendur undir nafni verði að vera á forræði og á ábyrgð kennaraskóla og skipulögð frá grunni á forsendum kennslu og náms en ekki einstakra fræði- greina. Í slíkri kennaramenntun er ekki rúm fyrir hallærislegar klisjur um „obbeldisfræði“ né við- horf sem telja það „ankannaleg[a] hundalógík“ að kennarar líti í eig- in barm til að leita skýringa á slöku námsgengi nemenda. Þar getur heldur ekki átt upp á pall- borðið sú skoðun, sem ég leyfi mér að lesa milli línanna í grein Odds, um að áhersla kennara á fræðin sem eru grunnur fag- mennsku þeirra stafi af námsleti. Vafalaust deilum við Oddur áhuga á góðri menntun íslenskra ungmenna. Ég held samt að fram- tíðarsýn hans um kennara- menntun á forræði annarra deilda háskóla en kennaradeilda yrði skólastarfi á Íslandi síst til fram- dráttar og vona að hún verði aldr- ei að veruleika; hvorki í Háskól- anum á Akureyri né við sameiningu Kennaraháskóla Ís- lands og Háskóla Íslands. Kennaramenntun á kaldri slóð Rúnar Sigþórsson fjallar um kennaramenntun og svarar grein Odds Þ. Vilhelmssonar »Kennaramenntunsem hefur kennslu- fræðilega fagþekkingu að leiðarljósi þarf að byggjast á breiðum grunni þekkingar og rannsókna. Rúnar Sigþórsson Höfundur er dósent í mennt- unarfræði við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.