Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 336. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is
SUNNUDAGUR
SKÁLD-
RÓSA
SAGA LJÓÐMÆLTU
LJÓSMÓÐURINNAR
ÁSTIR OG STRÍÐ KYNJA >> 34
VIÐ ELSK-
UM HANN
FYNDNASTI MAÐUR
ÍSLANDSSÖGUNNAR
ANDLIT LADDA >> 28
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
ÞAÐ er barnalegt að ætla að hér á landi sé ekki að
finna vörur í verslunum sem framleiddar hafa ver-
ið við óviðunandi skilyrði og mannréttindi jafnvel
brotin á starfsfólki. Þetta er skoðun Elíasar Þor-
varðarsonar, framkvæmdastjóra leikfangaversl-
ananna Leikbæjar og Just 4 Kids. Hann segir það
eigi að síður skýra stefnu síns fyrirtækis að segja
upp viðskiptum vakni grunsemdir um mannrétt-
indabrot við framleiðslu vöru.
Í sama streng taka Jóhanna Waagfjörd hjá
tækið lagaði sig að kröfunum og við höfum tekið
vörur þess aftur í sölu. Hitt fyrirtækið gerði það
ekki og vörur þess hafa ekki farið aftur upp í
hillu.“
Aðilar frá Just 4 Kids, NTC og Högum hafa sótt
heim verksmiðjur erlendis og hefur ekkert mis-
jafnt komið í ljós. Elías bendir þó á að eftirfylgni
sé erfið. „Markaðurinn á Íslandi er svo lítill að fyr-
irtæki hafa almennt ekki bolmagn til eftirfylgni.
Sú eftirfylgni yrði líka alltaf yfirborðskennd. Okk-
ur er bara sýnt það sem menn vilja að við sjáum.“
Varhugaverðar vörur
Eru seldar vörur í íslenskum verslunum sem framleiddar eru við nöturleg skilyrði? Íslensk
fyrirtæki segja upp viðskiptum komi eitthvað misjafnt í ljós Eftirfylgni erfið vegna smæðarinnar
Snúum við kápunni | 10
Högum, Magnús Kjartan Sigurðsson hjá Rúm-
fatalagernum og Svava Johansen hjá NTC. Öll
hafa þessi fyrirtæki markað þá stefnu að ekki sé
skipt við aðila sem grunaðir eru um mannréttinda-
brot. Magnús segir að í einu tilviki hafi vaknað
grunur um að vörur sem seldar voru í Rúmfata-
lagernum væru framleiddar við óviðunandi skil-
yrði úti í heimi. „Í því tilviki tókum við vörurnar úr
sölu meðan við rannsökuðum málið. Alþjóðlegt og
óháð rannsóknarfyrirtæki var fengið til að skoða
þau tvö fyrirtæki sem um var að ræða, án viðvör-
unar. Í framhaldi af athugasemdum þess var þeim
gefinn ákveðinn frestur til úrbóta. Annað fyrir-
Óvissa Vitum við við hvaða að-
stæður fötin okkar eru framleidd?
Á Spáni hafa verið sett lög um að
ekki megi heiðra einræðisstjórn
Franciscos Francos, en hvaða gagn
gera slík lög og hvað gerist þegar
frelsi til að hampa pólitískum skoð-
unum er skert?
Löggjafinn glímir
við söguna
Rokkhljómsveitin Led Zeppelin
hafði ótrúleg áhrif á sínum tíma.
Nú snýr hún aftur og reyndu millj-
ónir manna að kaupa miða á tón-
leika sveitarinnar annað kvöld.
Led Zeppelin
stígur aftur á svið
Í sumar hugsuðu áhangendur Tott-
enham sér gott til glóðarinnar og
gerðu ráð fyrir toppsæti í ensku
deildinni. Nú lónar liðið handan
góðs og ills í neðri hluta hennar.
Tottenham bregst
björtum vonum
„MÉR finnst að Íslendingar eigi að
sjá þessar myndir. Ég er viss um að
mörg barnanna á myndunum, sem
eru fullorðin í dag, muna eftir þess-
um tímum,“ segir Kanadamaðurinn
Peter Young en hann hefur ákveðið
að gefa Minjasafninu á Akureyri
ljósmyndir sem faðir hans tók á Ak-
ureyri á stríðsárunum.
Faðir Youngs var skipherra á
spítalaskipinu Leinster, sem var
komið fyrir á Akureyri árið 1940.
Var tilgangur þess að annast særða
hermenn ef Þjóðverjar gerðu árás á
Ísland. Skipherrann tók myndir af
Akureyrarbæ, lífinu við höfnina og
hermönnum, meðal annars þar sem
þeir marsera um bæinn og eru að
hreinsa snjó af Pollinum á Akureyri.
Þegar nágranni Youngs hélt hing-
að til lands á dögunum bað Young
hann að taka nokkrar myndir með
til að sýna, hann vildi koma þeim á
safn. Young er sannfærður um að
vera Breta hér hafi skipt sköpum; ef
Þjóðverjar hefðu lagt Ísland undir
sig hefðu þeir sigrað. | 44
Akureyrarmyndir frá stríðsárunum á leiðinni heim
Margir muna eftir
þessum tímum
Breskur skipherra tók myndir af bænum og mannlífinu
Ljósmynd/Young
Vetrarverk Breskir hermenn hreinsa snjó af ísnum á Pollinum veturinn 1940 til 1941, við spítalaskipið Leinster.
VIKUSPEGILL
TVÖFALT fleiri eru taldir búa á
götunni í New Orleans en fyrir felli-
bylinn Katrínu. Samsetning hópsins
hefur auk þess breyst. „Meira er um
eldra fólk og fatlaða en áður,“ segir
Lucinda Flowers hjá Unity of Great-
er New Orleans. Samtökin benda á
að nú finnist allt að 88 ára gamalt
fólk við slíkar aðstæður. Fólkið býr
ýmist úti undir berum himni, í bílum,
í tjöldum, í yfirgefnum byggingum
eða í skýlum fyrir heimilislausa.
Þetta er fyrir utan þær tugþús-
undir sem enn hafast við í hús-
vögnum síðan eftir fellibylinn. | 28
Heimilislausum
fjölgar stöðugt
AP
Úti Kona í tjaldi í New Orleans.
Leikhúsin í landinu
Ertu kominn með miða
í leikhúsið >> 68
www.glitnir.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
7
–
2
0
2
9