Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 43 Kitaen hefur vafið mörgum rokk- aranum um fingur sér gegnum tíð- ina og þegar Blender bað hana að gefa rokkþyrstum konum ráð í þeim efnum sagði hún: „Ég lét David Coverdale bíða í þrjá mánuði og Tommy Lee í fjórar vikur. Það er stuttur tími hjá mér. Sjáðu til, ef þú vilt krækja í þessa gaura skaltu ekki hoppa upp í rúm til þeirra. Konur sem láta það snemma eru kallaðar grúppíur.“ Næsta ást í lífi Tawny Kitaen var hafnaboltahetjan Chuck Finley en kynni tókust með þeim snemma á tíunda áratugnum. Þau gengu í það heilaga 1997 og eiga saman tvær dætur, Wynter (f. 1993) og Raine (f. 1998). Lengi vel lék allt í lyndi og grein um hjónin í Sports Illustrated vakti mikla athygli árið 1999. Finley þótti hafa gert hið ómögulega – tamið ótemjuna. Lögbrot og líkamsárás En ekki var allt sem sýndist. Síðla árs 2001 var Kitaen hand- tekin í Newport Beach, Kaliforníu, sökuð um að hafa unnið skemmdir á bifreið ónefndrar konu. Hún var ekki kærð. Nokkrum mánuðum síðar var Kitaen tekin höndum á ný fyrir að ganga í skrokk á Finley í bíl á leið til heimilis þeirra í Newport Beach. Mun hún hafa sparkað ítrekað í hann með hælaskóm og snúið svo heiftarlega upp á eyrað á honum að enn sér á því. Þess má geta að Kitaen er 170 sm á hæð en Finley 195 og þrekinn eftir því. En hvað gerðist í raun og veru? Kitaen gerir grein fyrir sinni hlið á málinu í viðtalinu við Blender. „Við vorum í bílnum og hann byrjaði. Eina leiðin til sleppa var að sparka í hann. Ég komst að lok- um út úr bílnum og hringdi á Neyðarlínuna. Átta lögreglubílar mættu á svæðið. Þar sem ég sat í aftursæti lögreglubílsins og hann stóð á veröndinni birtust mér leift- ur frá lífi okkar. Ég gerði því lítið úr aðstæðum, hann gerði mikið úr þeim. Því næst var ég færð í járn fyrir framan augun á átta ára dótt- ur minni þar sem hún stóð við hlið föður síns. Þetta var skelfilegt.“ Kitaen var flutt á lögreglustöðina þar sem hún notaði símtalið sitt til að hringja í Finley. „Hann bað mig að hringja aftur eftir tíu mínútur, hann myndi útvega tryggingarfé. Ég hringdi aftur en þá svaraði hann ekki. Við töluðum ekki saman í sex mánuði á eftir. Í fjóra sólar- hringa var ég í 22 tíma einangrun, engir gluggar, ekkert. Í dag skil ég hvers vegna ég var ekki höfð með hinum föngunum. Lögreglan vissi að þeir myndu lemja mig í strimla.“ Svo mörg voru þau orð. Eitthvað hefur Finley upplifað þetta með öðrum hætti því hann sótti um skilnað þremur dögum eft- ir atvikið. Hann fékk nálgunarbann á Kitaen og tímabundið forræði yf- ir dætrum þeirra. „Ég er smeykur um að hún geti skaðað sjálfa sig og aðra, meðal annarra mig og börnin mín,“ sagði Finley fyrir dómi. Kitaen kom fyrir dóminn nokkr- um dögum síðar og lýsti því þar yf- ir að ekkert væri henni mikilvæg- ara en fjölskyldan og að hún lifði fyrir dætur sínar. Við sama tæki- færi viðurkenndi hún að vera háð lyfseðilsskyldum lyfjum sem hún hafði tekið um tveggja ára skeið við þunglyndi og mígreni. Kitaen var ákærð fyrir heimilis- ofbeldi en sátt tókst í málinu gegn því skilyrði að hún færi í áfeng- ismeðferð og sækti námskeið í reiðistjórnun. Þá var henni gert að láta 500 dollara af hendi rakna til kvennaathvarfsins á staðnum. Kaldhæðið. Ári síðar baðst Kitaen opin- berlega afsökunar á framkomu sinni í útvarpsþætti Howards Sterns. Eftir nokkurt hlé frá sviðsljósinu skaut Kitaen aftur upp kollinum í veruleikaþættinum Hið súrrealíska líf á sjónvarpsstöðinni VH1 snemma á síðasta ári. Var þar teflt saman hópi (fyrrverandi) frægs fólks. Naut okkar manneskja þar takmarkaðra vinsælda og end- urtekin æðisköst mæltust illa fyrir hjá þátttakendum og áhorfendum. Ljóst var að konan var í litlu jafn- vægi og líklega á einhverju sterk- ara en koffeini. Sættir og skaufastífla Þrátt fyrir ósköpin er Finley ennþá besti vinur Kitaen, að því er hún upplýsir í Blender. „Eftir að við byrjuðum að tala saman aftur höfum við byggt upp frábært sam- band. Ef ég er í tygjum við mann sem getur ekki sætt sig við það að Chuck sé hluti af lífi mínu vísa ég þeim manni umsvifalaust á dyr.“ Hún gerir þó ekki ráð fyrir að þau taki saman á ný. „Kynferð- islegi þátturinn er að baki en veistu hvað, hann hefur ekki verið í neinu sambandi í fjögur og hálft ár.“ Þegar blaðamaðurinn spyr hvað muni gerast þegar af því verður svarar Kitaen: „Það verður ekki af því. Hann hefur sagt mér það. „Ef ég giftist aftur, giftist ég þér.“ Hann veit líka að byrji hann aftur að slá sér upp mun ég drepa kon- una. Svo eru börn líka besta skaufastífla (e. cockblocker) í heimi. Stelpurnar munu aldrei hleypa annarri konu inn í sitt líf. Þannig að þetta er eins og best verður á kosið. Ég get farið út með hverjum sem er. Hver segir svo að skilnaður geti ekki fengið farsælan endi?“ Þessi orð voru látin falla í júní 2006 en fimm mánuðum síðar var Kitaen ekki alveg jafn hress þegar lögreglan ruddist inn í samkvæmi á heimili hennar og fann fimmtán grömm af kókaíni. Dæturnar munu hafa verið heima þegar leitin fór fram. Lyktir málsins urðu þær að fallið var frá ákæru gegn því að Kitaen færi í sex mánaða áfeng- ismeðferð. Engum sögum fer af okkar konu síðan en vonandi tekst henni loksins að snúa við blaðinu. Lífsreynd Nýleg mynd af Kitaen. Hún hefur marga fjöruna sopið. »Enda þótt samband Coverdale og Kitaen hafiverið ástríkt var það líka stormasamt og árið 1991 var ballið búið. Parinu varð ekki barna auðið og hörmuðu gárungarnir það. Voru sannfærðir um að þau hefðu orðið fjallmyndarleg – og loðin. Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni Krókhálsi 5 - Sími 517 8050 - Sportbudin.is - Síðumúla 8 - Sími 568 8410 - Veidihornid.is - Hafnarstræti 5 - Sími 551 6760 - Veidimadurinn.is - Munið vinsælu gjafabréfin okkar Ron Thompson Aquasafe vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 28.990. Jólatilboð aðeins 19.995 Simms Classic Guide Gore-tex veiðijakki. Fullt verð 35.900. Jólatilboð aðeins 29.900. Simms Freestone veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Verð aðeins 19.900 Ron Thompson veiðijakki. Vatnsheldur með útöndun. Fullt verð 12.900. Jólatilboð aðeins 9.995. Nýtt – NRS flotveiðivesti. Sérhönnuð flotvesti fyrir veiðimenn. Örugg vesti í alla veiði. Verð aðeins 12.980. Sage fluguveiðipakki. Fli og Launch 4ra hluta stöng í hólk. Gott LA hjól og RIO flugulína. Lífstíðarábyrgð frá framleiðanda á stöng. Frábært verð á alvöru fluguveiðipakka. Aðeins frá 34.900. Veiðiflugur Íslands. Biblía fluguhnýtarans. Bók sem allir áhugamenn um fluguveiði verða að eiga. Verð aðeins 3.995. The Scandinavian Speycast. Nýjasta myndin frá íslandsvininum Henrik Mortensen. Jólamynd veiðimannsins í ár. Eigum allar eldri myndirnar á DVD. Verð aðeins 3.990. Ron Thompson vöðlutaska. Nauðsynleg taska fyrir alla veiðimenn sem eiga vöðlur. Vatnsheldur botn. Motta til að standa á þegar farið er í og úr. Verð aðeins 3.995. Scierra Explorer veiðitaska. Afar vönduð og sterk veiðitaska undir allan veiðibúnaðinn. Vatnsheldur botn. Verð aðeins 6.995. Infac byssuskápar. Öruggir og traustir byssuskápar í mörgum stærðum. Rúmgóður og fallegur skápur fyrir 7 byssur. Aðeins 35.900. Atlas snjóþrúgur. Sterkbyggðar þrúgur sem henta vel íslenskum aðstæðum. 2 stillanlegir göngustafir og góð taska fylgir. Verð aðeins 19.980. Gerviandasett. 12 stokkendur; sofandi, vakandi og kafandi. Góður bakpoki, bönd og blýsökkur fylgja. Frábært verð. Aðeins 8.995 fyrir allt þetta. ProLogic skotveiðijakki. Vatnsheldur og hlýr jakki með útöndun. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 23.900 ProLogic skotveiðibuxur. Vatnsheldar og hlýjar smekkbuxur. Áralöng góð reynsla á Íslandi. Verð aðeins 17.900. ProLogic Thermo skotveiðihanskar. Vatnsheldir og hlýir. Verð aðeins 2.995. Einnig úr neopren. Verð aðeins 2.295. ProLogic skór. Vatnsheldir og hlýir skór með góðri útöndun. 3 gerðir. Bæjarins besta verð. Aðeins frá 9.995. Ameristep rúllubaggi. Vinsælasta felubirgið á markaðnum. Hvergi betra verð. Aðeins 16.880. Vandað hreinsisett fyrir haglabyssur. Burstar, stöng, olía og fleira í góðum kassa. Verð aðeins 4.880. Simms Freestone vöðlupakki. Góðar öndunarvöðlur og skór. Fullt verð 32.800. Jólatilboð aðeins 25.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.