Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 25
Morgunblaðið/Sigríður Víðis MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 25 H vað verður um tónlistarlífið í New Orleans þegar fram líða stundir? Tónlistarmennirnir sem komu saman í ágúst síðastliðnum voru uggandi um sinn hag. Þeir minntu á að það var tónlistin sem lagði grunninn að ferða- þjónustunni í borginni – aðalatvinnugrein- inni á svæðinu í dag. Engin tónlist var leik- in við mótmælin en tónlistarmennirnir báru hljóðfæri sín sem tákn um hvernig verið væri að „þagga“ niður í þeim. Bent var á að þeir væru undirborgaðir og atvinnu- tækifæri takmörkuð eftir fellibylinn Katr- ínu. Margir hefðu því neyðst til að yfirgefa borgina. Sweet Home New Orleans samtökin áætla raunar að af um það bil 4.500 tónlist- armönnum, sem áður voru starfandi í New Orleans, sé um einn þriðji snúinn aftur og farnist sæmilega, þriðjungur búi við ótryggar aðstæður í borginni en þriðjungur sé enn utan New Orleans. Fellibylurinn gerði þannig bága stöðu þeirra enn erfiðari en áætlað er að fyrir hann hafi um 90% tónlistarmanna í borginni lifað við eða und- ir fátæktarmörkum. Ónýt heimili eða tvöföld húsaleiga Hjá New Orleans Musicians’ Clinic er mér bent á að mánuðirnir eftir fellibylinn hafi komið einstaklega illa við tónlistarfólk. „Þegar borgin nánast eyðilagðist komu engir ferðamenn hingað. Tónlistarmenn- irnir fundu mikið fyrir þessu. Eftir Katrínu voru heimili þeirra annaðhvort ónýt eða húsaleigan búin að tvöfaldast. Hvar áttu þeir þá að búa og hvar áttu þeir að koma fram? Enginn spáði í tónlist fyrst eftir felli- bylinn,“ segir James Morris, félagsráðgjafi og starfsmaður samtakanna. Til að bregðast við þessu komu samtökin á fót sérstökum tónleikasjóði sem hafði að markmiði að halda tónlistinni lifandi og hjálpa tónlistarmönnunum yfir erfiðasta hjallann. Þeir komu fram hér og þar um borgina og fengu greitt fyrir úr sjóðnum. Morris útskýrir að samtökin hafi að miklu leyti gert þetta fyrir tilstilli fjárframlaga sem þeim bárust frá fólki og hjálp- arsamtökum í ýmsum Evrópulöndum. „Margir þar voru greinilega hræddir um hvað yrði um tónlistararfinn hérna,“ segir hann. Frá kynslóð til kynslóðar Sjálfur er hann uggandi um framtíð tón- listarlífsins í New Orleans. „Eftir fellibylinn þurftu allir að yfirgefa borgina og ekki allir hafa haft tækifæri til að koma aftur – hverfin sem þeir bjuggu í eru kannski að mestu leyti auð eða hús- næði vantar. Margir tónlistarmenn eru í millitíðinni búnir að koma sér fyrir annars staðar. Þeir spyrja mig núna af hverju þeir ættu eiginlega að koma aftur hingað – skólarnir í Houston og Atlanta séu til dæm- is miklu betri og þar séu líka fleiri atvinnu- tækifæri. Tónlistarlífið hérna er að miklu leyti þannig að það gengur frá kynslóð til kyn- slóðar. Börn þeirra sem ákveða að yfirgefa borgina fyrir fullt og allt munu ekki alast upp í New Orleans-tónlistarmenningunni. Ég sé þau ekki snúa hingað seinna. Það er það sem við óttumst og maður getur ekki annað en velt fyrir sér hvort tónlistarlífið muni mögulega missa þau einkenni sem það hefur haft hingað til.“ Morris útskýrir að þegar fram líði stund- ir sé hætt við að það verði eingöngu sölu- vara sem beinist að ferðamönnum. „En við vonum náttúrlega að tónlistarlífið muni vera áfram eins og það hefur verið, að krakkarnir alist upp við að spila á hljóð- færi, séu í hljómsveitum, spili úti á götu og svo framvegis.“ TÓNLIST EFTIR FELLIBYL AP Þögn Þann 26. ágúst síðastliðinn kom tónlistarfólk í New Orleans saman til að vekja athygli á erfiðri stöðu sinni eftir fellibylinn Katrínu. Hljóðfærin voru með í för en engin tónlist leikin. er að undirgangast allsherjar einkavæðingu. Verið er að einkavæða skólakerfið. Einkavæða félagslega kerfið. Einkavæða heilsugæsluna.“ Kanadíski blaðamaðurinn og rithöfundurinn Naomi Klein fullyrðir í nýjustu bók sinni The Shock Doctrine að yfirvöld hafi notfært sér áfall íbúa New Orleans til að einkavæða heilsu- gæsluna og skólakerfið. Hún segir það hafa verið gert meðan fólk var enn í áfalli eftir felli- bylinn – og meðan íbúar voru enn almennt utan borgarinnar. Þetta er raunar hluti af kenningu hennar um áfalla-kapítalisma – disaster capi- talism – sem hún sér sem einkavæðingu í kjöl- far hörmunga, blandaða við hugmyndina um hörmungar sem spennandi markaðstækifæri. Krókódílahöfuð til sölu Ferðamennska skapar flest störf í New Or- leans og gengi hennar eftir fellibylinn hlýtur að skipta töluverðu máli fyrir þróunina í borginni. Verður New Orleans áfram ferðamannaborg? Afgreiðslufólk og leigubílstjórar segja mér að ferðamenn séu færri en áður, en samkvæmt upplýsingamiðstöð ferðamanna er þetta allt að koma til. Að sögn fjölmiðlafulltrúans Mary Beth Romig er fjöldi flugferða til borgarinnar orðinn 78% af því sem hann var fyrir fellibylinn, og eykst stöðugt. Mér er vinsamlega bent á margvíslega titla sem New Orleans státar af: Á NBC-sjónvarpsstöðinni um daginn var borgin valin næstfallegasti staðurinn í Bandaríkjunum og áður hafði The Los Angeles Times valið hana sem einn af þeim áfangastöðum í heim- inum sem „ekki ætti að missa af“. Ferðamennirnir á Bourbon street, einni að- algötunni í franska hverfinu, hafa augljóslega ákveðið að missa ekki af New Orleans. Djass- tónlist hljómar út á götu, sem er full af fólki. „Viltu krókódíla?“ spyr sölumaður í minja- gripabúð þar sem ég stari á uppstoppuð krókó- dílahöfuð í kassa. Þau eru frá fenjunum í kring. Ég afþakka pent, segist vera blaðamaður frá Íslandi og spyr út í söluna eftir fellibylinn. „Hún er minni en fyrir Katrínu, við finnum vel fyrir því. Enda færra fólk hérna en áður til að selja minjagripi,“ segir hann. Ég spyr hann af hverju hann haldi að það stafi. Þótt íbúa í New Orleans skorti sárlega margvíslega þjón- ustu er búið að kippa í liðinn flestu því sem ferðamenn leita að. Og hið fræga franska hverfi slapp við flóðin. „Já, en raunveruleikinn skiptir ekki máli heldur ímyndin. New Orleans eftir Katrínu hef- ur ekki gott orð á sér,“ svarar hann. „Þetta er allt spurning um hvernig fólk upplifir hlutina. skýra að þar hafi heimilislaust fólk reyndar hafst við fyrir fellibylinn. „En tjöldin eru frá því eftir Katrínu. Fólk er heimilislaust, maður.“ Sjálf segja þau glottandi að vel sé hægt að sofa á dýnu úti undir berum himni. En þegar fari að kólna meira ætli þau hins vegar að kaupa sér tjald. Breytingar á skólakerfinu Eins og fram kom í fyrrihluta greinaflokks- ins, síðastliðinn sunnudag, vantar mikið upp á til að margvísleg grunnþjónusta nái því sem hún var fyrir fellibylinn. Enn eru 40% almenn- ingsskóla lokuð. Einkareknum almennings- skólum (e. charter schools) hefur hins vegar fjölgað mjög. Hvergi eru raunar fleiri slíkir skólar í Bandaríkjunum í dag en í New Orleans. Fyrir fellibylinn voru þeir fimm en eru í dag 41. Hvort það er gott eða vont fer eftir því hvern þú spyrð. „Þetta gefur skólunum meira sjálfstæði og eykur frumkvæði þeirra,“ segir einn. „Meiri skilvirkni,“ segir annar. „Það varð að gera eitt- hvað við skólakerfið hérna og ef þetta hjálpar þá er það fínt,“ segir sá þriðji. Margir benda raunar á að eitthvað hafi orðið að gera við skólakerfið í borginni. Aðrir sjá þetta sem hluta af víðtækri einka- væðingu sem þeim finnst varhugaverð. „Borgin fundin lausn áður en þeir þurfi að fara“. Þeir vakta þyrpingu af húsvögnum á bílastæði nærri miðborginni. „Ég get ekki tjáð mig um þetta að öðru leyti en því að enginn verður settur á götuna,“ segir enn einn vörður sem kemur aðvífandi. Annars staðar í borginni tekur eldri kona ummælunum með fyrirvara. „Hvert íbúarnir munu fara er enn óljóst. Kannski þeir endi bara á túninu fyrir utan ráðhúsið,“ segir hún og glottir. Sofið í tjöldum Á flötinni fyrir framan ráðhúsið í New Or- leans kúra raunar tugir tjalda. Þetta er í fjár- málahverfinu og tjöldin mynda athyglisverða andstæðu við Holiday Inn-hótelið og háhýsin í kring. Melvin, Victoria, Daniel og Robert sofa á stórri dýnu á milli tjaldanna og hafa gert í nokkra mánuði. Þau eru öll 18 ára nema Daniel sem er tvítugur. Ég fæ að heyra að Victoria sé ófrísk og að Melvin sé að leita sér að vinnu, og spyr hvort vera þeirra þarna tengist fellibyln- um Katrínu. – „Ha? Já, maður.“ – „En tjöldin í kring, tengjast þau fellibyln- um?“ – „Auðvitað. Allt tengist Katrínu.“ Þau benda á opið skýli á miðri flötinni og út- Tsunami var árið 2004 en ég fer ekki ennþá til Taílands!“ Maðurinn hlær. Kveður síðan skyndilega upp úr með að íslenska sé afar erfitt tungumál. Ha? „Já, vinur minn reyndi að læra hana. Hann er dálítið skrýtinn. Hann langaði að flytja á friðsælan og öruggan stað og ákvað að Ísland væri staðurinn.“ Íslenskar tengingar eru raunar allt um kring í dvöl minni í New Orleans. „Ísland? Æði!“ seg- ir Jackie frá Flórída, sem komin er til borg- arinnar til að taka þátt í bókastefnu. Hún ljóm- ar öll upp. „Múm! Sigur Rós! Amiina!“ Með yfirgefin hverfi og ónýt hús fyrir hug- skotssjónum mér sit ég um kvöldið og ræði ís- lenska tónlist. Hvaða börn? Í New Orleans get ég ekki annað en spurt sjálfa mig að því hvernig borgin muni líta út í framtíðinni. Varnargarðarnir hafa verið lagaðir þar sem þeir brustu en enn á eftir að end- urbæta kerfið í heild til að tryggja að það sama gerist ekki aftur. Slíkar aðgerðir eru í kort- unum. Tveimur árum og þremur mánuðum eft- ir fellibylinn standa mörg hverfi hins vegar enn nánast auð og andstæðan við fjörið í franska hverfinu er algjör. Hver vill verða fyrstur til að koma aftur og búa í hálfyfirgefnu hverfi? Hvað verður um þessi hverfi? Orð ungu konunnar Keishu Price sitja í þessu samhengi fast í mér. Hún býr í austur- hlutanum og vann áður við að taka á móti börn- um úr skóla, fara með þau heim og sjá um þau þangað til foreldrarnir kæmu heim. „En ég geri það ekki lengur,“ segir hún og horfir á mig eins og ég eigi að vita af hverju. Það kemur hik á mig. Bíddu, af hverju ekki? „Hvaða börnum ætti ég að taka á móti og úr hvaða skólum? Það eru engin börn í þessu hverfi.“ Að gleyma Það er alltaf jafnskrýtið að sjá liðið fréttaefni öðlast líf. Í New Orleans fæ ég hroll yfir því hvað tveggja ára gamall fellibylur getur verið áþreifanlegur. Þar sem ég virði fyrir mér brotnar rúður og börn að leik hljóma í eyrum mér orð Michele Louviere sem aðstoðar fólk við að takast á við áfallið sem fellibylurinn olli. „Það mun taka gríðarlegan tíma fyrir fólk hérna að jafna sig og læra að lifa með því sem gerðist,“ segir hún. „Og það gerist ekki fyrr en löngu eftir að umheimurinn er búinn að gleyma.“ Einhver heima? Yfirgefin heilsugæsla, með opnar dyr. Engin starfsemi þar í dag. Hjálp! Skilaboð frá húseiganda til yfirvalda um að rífa vinsamlega ekki niður húsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.