Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 58

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 58
58 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR L öngum hafa ævintýr- in verið órjúf- anlegur hluti af arf- leifð Þjóðverja. Þar sem siðurinn um jólatréð er upprunninn í Þýska- landi á jólatrésskrautið einnig rætur sínar að rekja þangað. Vagga glerjólatrésskrautsins er í Suður–Þýskalandi og þar hefur skrautið verið munnblásið og handmálað í meira en heila öld. Glerkúlurnar eru til í ótrúlega mörgum gerðum en það er ekki á allra vitorði að allar hafa þær sína ákveðnu merkingu. Bjalla: Táknar gleði jólanna. Með þeim eru jólin hringd inn og sagt er að bjöllur hafi hringt þegar Jesús fæddist. Harmonikka: Margir gömlu glerblástursmannanna spiluðu á harmonikku. Þeir lærðu að spila eftir eyranu og hljóðfærin gengu síðan mann fram af manni, oft innan sömu fjöl- skyldu. Kaffikönnur: Merki gestrisni og hefðbundin gjöf til gestgjafa. Matarkörfur: Ímynd þeirrar gnægtar og kærleiks sem við óskum hvert öðru um jólin. Kanínur: Kanínur eru stygg og viðkvæm dýr og eru ekki vel búnar frá náttúrunnar hendi til að verja sig. Þær tákna mann- inn og trú hans á miskunn Guðs og traust hans á öðrum, ósk um leiðsögn, vernd og kærleik. Fiskur: Hefðbundinn jólamat- ur Þjóðverja og tákn krist- indóms. Fuglar: Tákn hamingju og gleði og talin nauðsynleg á jóla- tréð. Fuglshreiður: Lukkutákn. Sagan segir að sá sem finnur fuglshreiður í jólatré sínu verði gæfumaður. Hús: Glerblásturmenn sóttu stundum fyrirmyndir í sitt dag- lega líf. Húsin eru gott dæmi um það, sennilega endurgerðir af þeirra eigin húsum sem stóðu langt inn í skógi vöxnum dölum Þýskalands. Sveppir: Sveppir tákna dul- armátt náttúrunnar og það þótti gæfumerki að finna svepp í skóginum. Og ennþá betra að finna tvo samvaxna. Þeir sem hengja sveppakúlur á tré sitt votta með því náttúrunni og leyndardómur hennar virðingu sína. Maríuhænur: Eitt sinn áttu vínbændur í vandræðum með lirfur sem átu vínviðinn þeirra. Þeir báðu Maríu mey um hjálp og allt í einu fylltust akrarnir af rauðum bjöllum sem átu lirf- urnar. Bændurnir trúðu því að María mey hefði sent bjöllurnar og létu þær heita í höfuðið á henni. Maríuhænukúlur eru lukkugripir. Sótarar: Snerting sótarans er gæfumerki. Kúlan færir þeim lán og velgengni sem hengir hana á tré sitt. Stjarna: Tákn trúar og leið- sagnar og hinna sönnu töfra himnanna. Englar: Milliliðir Guðs og mannkyns. Merkja hreinleika, frið og kærleik. Trúðar: Tákn gleði og skemmtunar. … Gulrót: Var eitt sinn gefin hverri brúði. Gulrótin átti að færa henni lán og létta henni verkin í eldhúsinu. Vínberjaklasi: Tákn vináttu. Gúrkan: Sérstök skreyting- arhefð. Jólatréð var skreytt í stássstofunni og gúrkan hengd á það. Þegar börnunum var hleypt inn í stofuna kepptust þau um að vera fyrst til að koma auga á hana og sá heppni fékk aukagjöf frá heilögum Nikulási. Eikartrésakarn: Tákn umönn- unar og þess hve lítil sál getur orðið að stórri ef hún vex upp í ást og kærleika. Líka tákn um endurfæðingu lífsins eins og hún birtist í komu Jesúbarnsins. Könglar: Þar sem könglar vaxa á furu- og grenitrjám eru þeir sjálfsagt jólatrésskraut. Í Þýskalandi eru þeir líka tákn frjósemi og móðurkærleika. Túlípanar: Gæfi ungi mað- urinn ástinni sinni rauðan túl- ípana var það til merkis um hina fullkomnu ást sem hann bar til hennar. Tákn vonar, ástríðu og kærleiks. Rósir: Tjá ást og kærleik og eru líka tákn fegurðarinnar. Heilagur Nikulás: Nikulás var góður og örlátur maður og sag- an segir að hann hafi komið fólki til bjargar með kraftaverk- um. Hann hafði sérstakt dálæti á börnum og ameríski jólasvein- inn „Santa Claus“ er í raun Nikulás í rauðum klæðum. Hnetubrjótar: Venjulega í einkennisbúningum hermanna. Notaðir til að kenna börnum að ekkert í lífinu fæst án fyr- irhafnar. Þýskt máltæki segir „Gott gibt die Nüsse aber knac- ken müss man sie selbst“, eða „Guð gefur okkur hneturnar en við verðum að brjóta þær sjálf.“ … Englahár: Rúmensk þjóðsaga segir að fátæk bændahjón hafi sett upp jólatré í húsi sínu en ekki haft efni á að skreyta það. Á jólanótt spann könguló vef um allt tréð og þegar heimilisfólkið vaknaði morguninn eftir stirndi fallega á það. Jólatré: Máttur sígrænna trjáa þótti mikill. Að þau skyldu ekki fella barrið þegar allt ann- að í skóginum lagðist í dvala var yfirnáttúrulegt. Sigur náttúr- unnar yfir myrkri og kulda var óumdeilanlegur. Skrautið á jólatrénu sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í augum kristinna er bara ein ljóss- ins hátíð, en venj- ur þess tíma eru afar ólíkar frá einu landi til ann- ars og áhugavert getur verið að skoða þá hluti og bera saman við okkar. Sigurður Ægisson leit inn á www.jola- husid.is og þar gaf t.d. að líta eftirfarandi fróð- leik um jólatrésskraut. HUGVEKJA ✝ Elísabet Guð-mundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 8. mars 1929. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 22. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Jónasson, útvegsbóndi í Útibæ í Flatey, f. 12.10. 1886, d. 13.9. 1958, og kona hans, Þur- íður Elísa Páls- dóttir, húsmóðir frá Brettings- stöðum, f. 26.2. 1889, d. 8.1. 1943. Börn þeirra og systkini Elísabetar eru: Gunnar, f. 10.10. 1912, d. 5.2. 1989, Emilía, f. 7.10. 1913, d. 12.2. 1999, Sigurbjörg, f. 12.11. 1914, Ólöf, f. 10.3. 1918, d. 5.9. 2002, Páll Bernharð, f. 30.12. 1919, Hallgrímur, f. 6.2. 1921, Júlíana, f. 30.8. 1923, Örn, f. 3.10. 1924, d. 31.7. 2007, Jónas, f. 6.2. 1926, Þor- steinn, f. 15.12. 1927, Gísli, f. 17.11. 1930, og Vilhjálmur, f. 27.11. 1932, d. 17.8. 2002. Fjögur börn Guðmundar og Þuríðar Elísu dóu í frumbernsku 1917 til 1922. Elísabet giftist 15.9. 1953 Vig- fúsi Björnssyni, bókbandsmeist- ara og rithöfundi, f. 20.1. 1927. Foreldrar hans voru séra Björn O. Björnsson, f. 21.1. 1895, d. 29.9. 1975, og kona hans, Guðríður Vig- Una Guðríður og Ása Elísabet. 7) María Björg, f. 14.1. 1966. Maki Guðmundur Magnússon. Börn þeirra eru tvíburarnir Pétur og Guðmundur Karl og dóttirin El- ísabet. Elísabet ólst upp hjá foreldrum sínum og 12 systkinum í Útibæ í Flatey. Árið 1943 dó móðir henn- ar Þuríður Elísa og urðu þá breyt- ingar á högum Elísabetar. Fjöl- skyldan fluttist til Húsavíkur þar sem Guðmundur faðir hennar reisti þeim hús þar sem þá hét Hringbraut 7. Frá 1945 til ’47 stundaði Elísabet nám við Alþýðu- skóla Þingeyinga á Laugum. Eftir Laugadvölina lá leiðin til Reykja- víkur áður en hún hélt aftur norð- ur og innritaðist í Húsmæðraskól- ann á Akureyri 1949. Þaðan í frá varð Akureyri heimabær Elísabet- ar, þar kynntist hún manni sínum, Vigfúsi Björnssyni. Að frátöldum tveimur elstu börnunum eru öll börn Elísabetar og Vigfúsar fædd á Akureyri, þar ólust þau öll upp, þar reistu þau hjón sér einbýlis- hús í Ásabyggð 10 og þar áttu þau og börn þeirra sér heimili í 40 ár. Þegar um hægðist í Ásabyggðinni um miðjan 8. áratuginn hóf El- ísabet störf við Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri og seinna við Dvalarheimilið Hlíð. Eftir að heilsu Elísabetar hrakaði á fyrstu árum nýrrar aldar lá leið hennar aftur á Dvalarheimilið Hlíð. Þar andaðist hún aðfaranótt 22. nóv- ember síðastliðinn. Útför Elísabetar Guðmunds- dóttur var gerð frá Höfðakapellu 29. nóvember, í kyrrþey að henn- ar ósk. fúsdóttir húsmóðir frá Flögu í Skaft- ártungu, f. 2.6. 1901, d. 12.4. 1973. El- ísabet og Vigfús eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Ingibjörg Ragnheiður, f. 15.9. 1952. Maki Sófus Guðjónsson. Börn þeirra eru Guð- mundur Björn og Ás- gerður Arna, unnusti Einar Árnason. 2) Björn, f. 28.5. 1955. Maki Guðrún María Kristinsdóttir. Börn þeirra eru a) Vigfús, sambýliskona Guðlaug Þóra Stefánsdóttir, sonur þeirra Stefán Björn, b) Kristinn og c) Sigurbjörg. 3) Guðríður Elísa, f. 9.9. 1956. Maki Jón Þór Sverr- isson. Börn þeirra eru: a) Elísabet, sambýlismaður Bjarni Gaukur Sigurðsson, börn þeirra eru Bríet og Þór Óli. b) Sverrir, sambýlis- kona Kristín Inga Pálsdóttir, dæt- ur þeirra Guðríður og Anna Lóa. c) Hrafnhildur Aðalheiður, unn- usti Óli Þór Birgisson. 4) Hrafn- hildur, f. 31.7. 1958. Maki Daníel Þorsteinsson. Börn þeirra eru María Hjelm, Þorgerður og Odd- ur. 5) Arna Emilía, f. 1.10. 1961. Maki Kristján Árnason, dóttir þeirra Nanna. 6.) Sigríður Rann- veig, f. 12.5. 1963. Maki Guð- mundur Sigþórsson. Dætur þeirra Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Ég ætla að minnast tengdamóður minnar með fáeinum orðum, en hún kvaddi þennan heim 22. nóvember sl. eftir erfið veikindi. Það eru liðin 35 ár síðan ég kom í fyrsta skipti inn á heimili þeirra El- ísabetar og Vigfúsar í Ásabyggðinni fyrir norðan með Ingibjörgu Ragn- heiði um það leyti sem við fórum að stinga saman nefjum. Tóku þau mér með opnum örmum og hefur hlýja og vinátta þeirra verið mér ómetanleg og fyrir það er ég þakklátur. Elísa- bet var mjög lifandi persóna, glað- lynd og hafði sterka réttlætiskennd og var heil í sínum skoðunum. Hún var orðheppin með eindæmum og skemmtileg. Ekki hef ég hitt aðra manneskju sem kunni eins mikið af ljóðum og lausavísum og kunni vel með þær að fara. Ekki má gleyma fagurbókmenntunum sem Elísabet las alla tíð og vitnaði í við mörg tæki- færi, en þó einna helst við stóra eld- húsborðið í Ásabyggðinni, þar sem hún var umkringd börnum sínum, en með þeim átti hún sínar bestu stund- ir. Elísabet og Vigfús voru samheldin í uppeldi barna sinna og barnalán þeirra er einstakt. Elísabet var ekki að gera veður út af hlutunum, heldur hafði allt sinn eðlilega og fallega gang. Einstakt var að fylgjast með hrifnæmi hennar. Hún stökk oft léttum sporum út á tröppur í Ásabyggðinni, og til að gera hvað? Jú, það var himinninn, tákn alls þess sem fagurt var í huga Elísabetar. Það voru litbrigðin, sólin, stjörnurnar og síðast en ekki síst tunglið, sem áttu hug hennar. Einu skemmtilegu verð ég að segja frá. Ferð var farin út í Flatey á Skjálf- anda fyrir nokkrum árum síðan á fal- legum sumardegi. Hún hafði ekki komið í eyjuna í sennilega ein 53 ár. Siglt var frá Húsavík með Gunnari frænda hennar. Þegar komið var á áfangastað vildi hún fara beint upp í Útibæ, en þar fæddist Elísabet. Þar tók á móti henni Hólmdís, mágkona hennar, og annað frændfólk. Fóru þau inn í eldhús og settust niður til að spjalla og fá sér kaffisopa. Að heim- sókn lokinni mátti skynja á tali henn- ar að hún hefði verið í eyjunni fyrir örstuttu síðan en ekki 53 árum. Þetta þótti mér fallegt. Síðustu ár hafa verið Elísabetu erfið. Það átti ekki við þessa spor- léttu konu að vera á sjúkraheimili rúmliggjandi. Ég þakka tengdamóð- ur minni fyrir samfylgdina og votta Vigfúsi og fjölskyldu samúð mína. Sófus Guðjónsson. Ég kynntist Elísabetu fyrst þegar hún var hálffimmtug og ég á átjánda ári. Elísabet stóð þá fyrir níu manna heimili og gott betur, eftir að tengda- börn fóru að venja komur sínar í Ása- byggðina. Ég var vinkona einkason- arins á heimilinu. Milli þeirra mæðgina ríkti mikill kærleikur og umburðarlyndi. Eins og að líkum lætur bar hún mikla umhyggju fyrir syninum og velferð hans. Reyndar átti Elísabet mjög sérstakt samband við börn sín öll, sem mest líktist vin- áttu í jafningjahópi. Mér er minnisstætt þegar ég kom á heimilið í fyrsta skipti. Mér var boðið til stofu, yngri systurnar komu og heilsuðu mér með handabandi, gott ef Sigga og Maja hneigðu sig ekki fyrir þessari vinkonu bróður síns. Ég hafði varla séð alúðlegri börn, ef nokkurn tíma. Elísabet bauð upp á kaffi og smá- kökur eins og ég væri alvörugestur. Húsbóndinn spurði mig eins og ann- ars, svo vandræðalegar þagnir urðu færri en ella hefði orðið vegna al- mennrar feimni. Ekki veit ég hvað Elísabetu þótti um að sonurinn byndist svo snemma. Hitt er víst að ekki varð aftur snúið og á næstu árum kynntumst við El- ísabet vel. Hún var þá hraust, hnarreist og létt á fæti. Það kom sér vel að vera sporlétt því snúningarnir voru marg- ir. Störfum sínum í þágu fjölskyld- unnar sinnti hún af alúð og með léttri lund, því hláturmild var hún og átti auðvelt með að sjá það spaugilega í amstri dagsins. Yfir flestar uppá- komur átti hún vel valið orðtak, sumt af þeim áreiðanlega lært í uppvext- inum í Flatey. Oft greip hún til þess að hafa yfir stöku, kvæði, eða fara með kvæðabálk sem hæfði atvikinu. Elísabet var margfróð kona, minnug á fyrri tíðar verklag og daglegt líf við sjávarsíðuna, vel lesin og gangandi ljóðabók að auki. Þegar um hægðist hjá henni hafði hún gaman af að rifja upp minning- arnar frá æskuárunum. Eða að minnsta kosti þótti okkur Birni gam- an að heyra hana segja frá, og spurð- um hana margs þegar tækifæri var til. Seinni árin, meðan heilsan entist, greip Elísabet oft í handavinnu. Það var reyndar ekki nýtt, því hún var húsmæðraskólagengin og kunni margt fyrir sér í höndunum. En á efri árum prjónaði hún sokka á litla og stóra fætur, afkomendurnir voru orðnir margir og á ýmsum aldri og Elísabet var veglynd og vildi gleðja sína. Hún saumaði líka út litlar krosssaumsmyndir beint úr hug- skotinu, án fyrirmynda. Í okkar eigu er lítil mynd af burstabæ, og önnur af rauðu hjarta. Það minnir okkur á óendanlega væntumþykju sem hún sýndi afkomendum sínum og tengda- börnum. Ég þakka Elísabetu fyrir sanna vináttu sem hún sýndi mér þau ár sem við höfum átt sameið. Börnin mín eru þakklát fyrir að hafa átt svo góða ömmu. Sigurbjörg dóttir okkar Björns fékk að kynnast ömmu sinni og eiga með henni góða daga áður en vanheilsa tók að sækja á Elísabetu. Hún minnist þeirra daga með bros á vör, því þær náðu vel saman stelp- urnar þótt önnur væri sex en hin vel á sjötugsaldri. Minningin um Elísabetu verður til þess að vekja bros og hlýju, þegar fram líða stundir. Guðrún María Kristinsdóttir. Sortnar þú, ský suðrinu í og síga brúnir lætur. Eitthvað að þér eins og að mér amar, ég sé þú grætur. Þetta brot úr ljóði Jóns Thorodd- sens leið af vörum Elísabetar, tengdamóður minnar, fyrir nokkrum misserum, er hún horfði út um glugga Dvalarheimilisins Hlíðar þar sem hún dvaldi síðustu árin og horfði á óveðursský hrannast upp á norð- urhimni á björtum og fögrum vetr- ardegi. Í þessari samlíkingu lýsir hún líðan sinni, sem hafði farið versnandi, sem sortnandi skýi. Slík- ar stemningslýsingar voru svo ein- kennandi fyrir Betu, rétt ljóð á rétt- um stað, á réttri stund og allir skildu allt. Nú á kveðjustund langar mig að minnast tengdamóður minnar með nokkrum orðum. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu árum, þegar ég kom í fyrsta sinn á heimili þeirra hjóna, Betu og Vidda eins og þau voru kölluð af fjölskyldu og vinum. Mér var strax tekið af alúð og hlýju og með okkur tókst vinátta sem aldr- ei hefur borið skugga á. Eftir að Beta og Viddi giftust helg- aði hún sig sínum stóra barnahópi og heimili. Það hefur verið mikið verk og oft vanþakklátt. Ekki var spurt á þessum tíma um aðra framtíðar- Elísabet Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.