Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 70
„Þið skuluð ekki
hætta fyrr en
þið finnið handa mér prins-
essu …“ 79
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞEIR eru ansi ólíkir í skaphöfn og
að upplagi, meistararnir tveir sem
ég hitti á heimili Gunnars á föstu-
daginn. Gunnar er stóískur að upp-
lagi; rólyndismaður sem veit að
ræðan er silfur en þögnin gull. Það
veður hins vegar á Ragnari Bjarna-
syni, hann segist eiga fjögur djobb
eftir í dag auk einhvers meira til
og áður en ég og Gunnar komum
upp orði er hann búinn að árita
diskinn minn, spila jólalag á píanó-
ið og segja okkur sprenghlægilega
sögu af Ómari Ragnarssyni. Ég
verð síðan hálfhissa þegar hann
rukkar Gunna um kaffi. Ég hefði
haldið að hann væri búinn með
a.m.k. sex, sjö bolla, slík eru lætin.
Allt nýtt
„Málið er að ég var alltaf að
biðja Gunna um rokklag. „Komdu
nú með rokklag handa mér,“ sagði
ég við hann,“ segir Ragnar en
skiptir síðan skyndilega um um-
ræðuefni. „Veistu hvernig ég veit
þegar Gunni er ánægður í stúd-
íóinu. Þá hallar hann hausnum
svona til vinstri og setur svona í
bringuna,“ segir hann, leikur þetta
og hlær. Ég og Gunnar getum ekki
annað en hlegið með. Raggi er í
banastuði.
„Ég bjó svo sjálfur til svona vit-
leysingalag um jólastressið og fékk
frábæran texta frá Kristjáni
Hreinssyni. Ég ætlaði að koma aft-
an að Gunna af því að hann var
ekki búinn með rokklagið (Gunni
hlær). Svo ætlaði ég að láta henda
laginu út en hann tók það ekki í
mál!“
Ragnar segir tildrög verkefnisins
liggja í því að hann og Gunnar hafi
farið að velta fyrir sér jólaplötu og
snemma hafi sú stefna verið tekin
að gera alíslenska jólaplötu með
nýjum lögum.
„Það var mjög góð hugmynd, það
er endalaust verið að hjakka á
þessum gömlu. Svo hallaði Gunni
bara hausnum til vinstri og lögin
hrundu úr honum.“
Gunnar hlær við og segir að
Raggi hafi komið til sín og sagt að
það væri ekki búið að gera al-
mennilega jólaplötu síðan 1980.
Þeir félagar vísa þar í plötuna Í há-
tíðarskapi sem Gunnar vann og
Raggi söng á ásamt fleirum en þar
er m.a. lagið „Er líða fer að jólum“
sem er mikið spilað um hver jól.
Þessi plata seldist í bílförmum á
sínum tíma.
Hangikjötslykt
Ragnar samdi tvö lög á plötunni,
Þorgeir Ástvaldsson á eitt en
Gunnar rest. Góðir gestir koma við
sögu; hinn kornungi Árni Þór Lár-
usson, Þú og ég, Hulda Björk
Garðarsdóttir, Diddú, stúlkna- og
kirkjukór auk þess sem nokkrir vel
valdir jólaveinar gera sig heima-
komna.
„Maður samdi svona inn í söng-
stílinn hans Ragga,“ segir Gunnar.
„Og það er ekki auðvelt að syngja
sum laganna. Ég passaði mig að-
allega að hafa eitthvað gott upp í
kjaftinn á honum!“ segir hann og
þeir skellihlæja báðir.
Gunnar rifjar upp að bransaorðið
yfir það hvort jólaplata virki eða
ekki sé hvort það sé hangikjötslykt
af henni eða ekki. Blaðamaður spyr
hver galdurinn sé og þeir félagar
verða hljóðir í smástund.
„Tjaa … það þarf að vera þægi-
leg stemning. Hljómurinn þarf að
vera hlýr,“ segir Gunni. „Einhvern
veginn að reyna að dýrka upp
þessa jólastemningu. Ég kemst nú
ekki nær þessu.“
Ragnar og Gunnar eru að fara
að flytja efnið á nokkrum jóla-
tónleikum og verða einir slíkir í
Keflavíkurkirkju í dag kl. 17.00.
Aðrir verða þá haldnir í Skálholti
hinn 15. desember og verður það í
fyrsta skipti sem Ragnar syngur
þar segir Gunnar.
Við kveðjumst í stigaganginum
og Gunnar biður Ragnar lengstra
orða að fara nú varlega í vinnu
næstu daga svo hann standi nú í
lappirnar á væntanlegum tón-
leikum þeirra félaganna.
„Ja þú verður bara að halda mér
uppi ef ég er kominn að fótum
fram,“ segir Ragnar hlæjandi.
„Þetta er bara svona … the show
must go on!“
Morgunblaðið/Eggert
Jólastemning „Þeir eru ansi ólíkir í skaphöfn og að upplagi,“ segir Arnar Eggert um þá Gunnar Þórðarson og Ragnar Bjarnason.
JÓLALEGT, SKEMMTILEGT …
OG ÍSLENSKT ALLA LEIÐ
RAGGI BJARNA GEFUR ÚT JÓLA-
PLÖTUNA GLEÐILEG JÓL MEÐ RAGGA
BJARNA SEM INNIHELDUR NÝ LÖG
EFTIR GUNNAR ÞÓRÐARSON
Raggi
»Ragnar Bjarnason fæddist 22.september 1934 í lítilli risíbúð í
Lækjargötu 12a í Reykjavík.
»Ragnar, eða Raggi Bjarna einsog hann er gjarnan þekktur, hóf
ferilinn í sveit föður síns, hins vin-
sæla hljómsveitarstjóra Bjarna Bö.,
en þá sem trommuleikari.
»Hann hefur sungið inn á ótelj-andi plötur og þá í alls konar
formi, 78 sn., 45 sn., LP og CD.
Þekktasta lag hans er án efa „Vertu
ekki að horfa svona alltaf á mig“.
»Raggi söng lag Nirvana „SmellsLike Teen Spirit“ með Millj-
ónamæringunum í kokkteilútgáfu
árið 2001. Aðspurður þvertók hann
fyrir að hafa heyrt lagið áður.
»Alltaf er hann jafn iðinn við kol-ann, sísyngjandi og alltaf jafn-
vinsæll en breiðskífa hans frá 2004
náði platínusölu.
» Ragnar var valinn borg-arlistamaður Reykjavíkur í ár.
Við afhendinguna fullyrti Ragnar að
öll sín tónlist væri komin úr harm-
ónikku föður síns, en Árni Scheving,
fyrrverandi liðsmaður KK-
sextettsins, lék undir á umrædda
harmónikku við afhendinguna.
» Raggi hefur alltaf þótt „kúl“;segja má að hann og Rúni Júl.
séu ósnertanlegir í svalheitum.
Raggi er reyndar svo kúl að hann
rekur myspace-síðu. Þar kemur
fram að hann er „unsigned“ og „in-
die“.
Gunni
» Fæddist í Hólmavík 4. janúar1945.
» Sambýliskona Gunnars er TobyS. Herman og eiga þau tvo syni,
Karl og Zakarías.
» Hann er einn af stofnendumhljómsveitarinnar Hljóma sem
var stofnuð árið 1963 og varð fljót-
lega vinsælasta hljómsveit Íslands.
» Gunnar hefur stýrt upptökum ámiklum fjölda hljómplatna og ár-
ið 1982 varð hann hljómsveitarstjóri
á Broadway og hefur verið það nær
óslitið síðan og sett upp fjölmargar
sýningar þar ásamt Agli Eðvarðs-
syni.
» Hann fór að gefa klassískri tón-list aukinn gaum við lok níunda
áratugarins. Hann er mikill aðdá-
andi Mahlers og hefur samið nokkur
klassísk tónverk.
» Árið 1998 stofnaði Gunnarásamt Birni Thoroddsen og Jóni
Rafnssyni tríóið Guitar Islancio.
Hafa þeir félagar sent frá sér fjóra
geisladiska með útsetningum sínum
á íslenskri þjóðlagatónlist.
» Gunnar hefur samið yfir 500 lögá ferli sínum. Hann er hiklaust
einn allra afkastamesti laga- og tón-
verkasmiður landsins og hlaut hann
fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu ís-
lenskrar tónlistar árið 2001.
Ragnar og
Gunnar í tíma
og rúmi