Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á NÆSTU dögum munu Minjasafn- inu á Akureyri berast um 50 ljós- myndir og önnur skjöl úr fórum skip- herrans á spítalaskipinu Leinster, sem lá við bryggju á Akureyri á ár- unum 1940 til 1941. Fullorðinn sonur skipherrans, sem búsettur er í Kan- ada, frétti af því á dögunum, að ná- granni hans væri á leið til Íslands. Hann fékk grannanum nokkrar myndanna til að sýna hér á landi, með það í huga að hér ættu þær helst að vera. Og sú varð raunin; myndirnar eru á leiðinni til landsins, hátt í 70 ár- um eftir að þær voru teknar. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út var Leinster farþegaskip í áætlunarsiglingum milli Liverpool og Dyflinnar. Þar sem bandamenn ótt- uðust innrás Þjóðverja á Ísland og töldu að ekki væru nægilega stór sjúkrahús á landinu ef til átaka kæmi, var Leinster breytt í spítalaskip og sent norður í höf. Var því komið fyrir á Akureyri, þar sem fjörðurinn væri tiltölulega auðvarinn og öll þjónusta til staðar. Young skipherra, sem hafði um skeið stjórnað skipinu, sigldi því til Íslands. Meðan hann dvaldi hér á landi tók hann talsvert af ljós- myndum af lífinu við höfnina, af her- mönnum og bænum. Meðal annars myndaði hann Leinster frosið inni á pollinum og skipverjar voru að moka snjó af ísnum til að hann yrði enn þykkari. Það var gert til að flugvélar gætu lent á honum ef á þyrfti að halda. Eftir vetursetuna hélt Young skip- herra heim til Skotlands en var síðan sendur til Bandaríkjanna að kaupa skip og stýra skipalestum yfir hafið. Í einum leiðangrinum, ári síðar, fórst hann er tundurskeyti sökkti skipinu. Skipti sköpum fyrir úrslit styrjaldarinnar Peter Young, sonur skipherrans, flutti eftir stríðið til Kanada; mynd- irnar frá Akureyri fylgdu honum. Þegar nágranni hans var á leið til Ís- lands til að taka þátt í kynningu á ferðaþjónustu á Nýfundnalandi og Labrador, sem var í Perlunni á dög- unum, bað Young hann að sýna ein- hverjum þessar myndir. Hann er mjög ánægður með að þær eignist samastað í bænum þar sem þær voru teknar. „Mér finnst að Íslendingar eigi að sjá þessar myndir,“ segir Young þeg- ar haft er samband við hann. „Ég er viss um að mörg börn sem sjást á þessum myndum, og eru fullorðin í dag, muna eftir þessum tímum.“ Hann segir að hernám Íslands hafi ekki verið stór frétt úti í heimi en hafi skipt sköpum fyrir úrslit styrjald- arinnar. „Ef Þjóðverjar hefðu hertekið landið og notað það sem heimahöfn kafbáta og flugvéla, þá hefðu þeir haft fulla stjórn á Norður-Atlantshaf- inu. Bretar hefðu ekki getað nálgast nauðsynlegar vistir og hergögn og Þjóðverjar hefðu haft sigur.“ Hér má sjá nokkrar ljósmyndanna sem Young skipherra og aðstoð- armaður hans tóku á Akureyri. Forvitnilegar heimild- ir frá stríðsárunum Gönguferð Bjartur vetrardagur og fólk á göngu eftir Eyrarlandsvegi. Kalt Friðsæl vetrarstemning við höfnina. Báturinn Rúna er með íslenska fánann málaðan á stýrishúsið. Höfnin Kolareykur stígur upp af skipum í Akureyrarhöfn. Ljósmyndir/Young Akureyri Lækjargil í innbænum. Þar eru enn kartöflugarðar og súm húsanna standa enn. Ljósmyndir sem breskur skipherra tók á Akureyri eru á leið norður Merkilegt Breskir hermenn marsera um Akureyri og fólk drífur að. Innritun í kvöldskóla Iðnskólans í Reykjavík stendur yfir á netinu, www.ir.is (Námsframboð – Kvöldnám) Aðstoð við innritun verður í matsal skólans, miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. janúar frá kl. 17:00–18:30. Allar nánari upplýsingar á www.ir.is Kennsla hefst miðvikudaginn 9. janúar. Kvöldskóli Iðnskólans í Reykjavík – vorönn 2008 LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur heldur árlega jólaskemmtun sína í Þjóðleik- húskjallaranum í kvöld, sunnudaginn 9. desember, og þriðjudaginn 11. des- ember. Dagskráin hefur yfirskriftina Aftansöngur jóla. Alls verða fluttir þrír nýir leik- þættir eftir félagsmenn, sem meira eða minna tengjast jólunum. Verkin sem sýnd verða eru: Á í messunni eft- ir Árna Friðriksson, Nýjar bomsur eftir Sigurð H. Pálsson og Þykist þú eiga veski? eftir Fríðu Bonnie And- ersen. Auk leikþáttanna verða flutt ósköpin öll af jólalegri tónlist. Fram koma einsöngvarar úr röðum Hug- leikara, kammerkórinn Hjárómur lætur sig ekki vanta, og á þriðjudags- kvöldið stígur hljómsveitin Hraun á stokk. Loks má gera ráð fyrir að gestum gefist kostur á að spreyta sig á föndri. Húsið opnar kl. 20:30, en dagskráin hefst kl. 21:00 bæði kvöld- in. Almennt miðaverð er 1000 kr. Hugleikur í Þjóðleikhús- kjallaranum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.