Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 28
gleðigjafi
28 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
etta kom mér svoleiðis á
óvart að … ammm …
þetta var bara ekkert
venjulegt,“ segir Laddi,
hristir höfuðið og á nán-
ast í erfiðleikum með að ná utan um
þetta ótrúlega ár. Þessi mikla vel-
gengni hefur greinilega komið hon-
um í opna skjöldu.
„Þetta var bara lítil hugmynd upp-
runalega. Ég átti sextugsafmæli og
datt svona í hug að gera eitthvað af
tilefninu. Fá vini mína með mér í
skemmtun eina helgi. Ég ætlaði ekki
að hafa neitt fyrir þessu, enda nóg að
gera, og ætlaði bara að draga fram
gamla vinsæla sketsa. Ég hringdi í
Bjögga Halldórs og Gísla Rúnar og
bar þetta undir þá. Þeir fóru nátt-
úrlega í mikinn ham og vildu setja
þetta upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði
þar sem maður ólst upp við kábója-
myndirnar. Við áttum kost á að fá
bíóið en það reyndist of lítið. Úr því
að við ætluðum bara að hafa örfáar
skemmtanir langaði okkur til að taka
þetta upp á mynd í leiðinni og sá
mannskapur hefði tekið upp of mikið
pláss. Við fórum því til Senu og báð-
um þá að sinna þessu. Borgarleik-
húsið kom þá sterklega til greina, ég
var mikið að vinna þar en leikhúsið
var yfirfullt og erfitt að koma þessu
fyrir. Austurbær var þá kominn inn í
myndina en svo stigu Borgarleik-
húsmenn fram og vildu ólmir reyna
að troða inn nokkrum sýningum
(hlær). Svo fór allt á annan endann í
leikhúsinu þegar sýningin varð svona
vinsæl. Það var ekkert planið að
tjalda svona til frambúðar. Það seld-
ist upp á þessar fjórar sýningar sam-
dægurs. Maður tók andköf og velti
fyrir sér hvað bæri nú að taka til
bragðs. Jú jú, það yrði að bæta við
sýningum og menn voru á því að við
næðum jafnvel tíu sýningum. Vá
hugsaði ég, það yrði rosalegt ef við
næðum því, þá fengju menn jafnvel
einhver laun fyrir þetta (hlær)!“
Laddi segist ekkert botna í þessu.
„Ég skil þetta ekki. Svona mikil
læti hafa aldrei verið í kringum þess-
ar sýningar sem ég hef t.d. staðið að
undanfarin ár. Kannski röðuðust
stjörnurnar eitthvað heppilega sam-
an þetta árið.“
Glens er ekkert grín
Endurútgáfurnar á plötunum lágu
þannig ekkert fyrir í upphafi ársins.
„Ég ætlaði að fara að byrja á nýrri
sólóplötu í upphafi árs en allur þessi
hamagangur setti strik í þann reikn-
ing. Það var því ákveðið að fylgja
sýningunni eftir með safnplötunni.“
Umrædd safnplata er tvöföld, kall-
ast „Hver er sinnar kæfu smiður“ og
inniheldur nálega fimmtíu lög frá
löngum ferli Ladda. Reyndar var
orðið löngu tímabært að leggja í slíka
útgáfu, síðasta yfirlitsplata, „Bestu
vinir aðal“, kom út 1990 og er sjald-
séð í búðum auk þess sem lagavalið
er ekki eins breitt.
„Góða salan á plötunum kom mér
líka mjög mikið á óvart,“ segir Laddi
og dæsir. „Ég átti ekki von á því að
það myndi virka jafn vel.“
Sólóplötur Ladda voru þá endur-
útgefnar en engin, utan „Of feit fyrir
mig“, hefur verið til á geisladiski
fram að þessu.
„Það var mjög ánægjulegt að sjá
að þær væru loksins orðnar aðgengi-
legar. „Hlunkur er þetta“, plata okk-
ar Halla, kom þá líka út og þá er allt
klabbið komið á disk. Það er svo mik-
ið hringt í mig og ég spurður hvar
hægt sé að ná í þessi lög. Nú fer þeim
hringingum væntanlega að linna
(hlær). Það er búið að leysa málið.“
Sólóplötuferill Ladda hófst árið
1981 með plötunni „Deió“, plötu sem
tók nokkuð aðra stefnu en lagt var
upp með upphaflega.
„Ég tók mig mjög alvarlega fyrst.
Ég ætlaði bara að gera plötu með
lögum, og sleppa öllum fíflalátum ef
svo má segja. Ég átti einhver lög á
lager en fór að semja mark-
miðsbundið fyrir plötuna. Þessum
lögum á lagernum hafði ég bara hald-
ið fyrir sjálfan mig, datt ekki í hug að
nokkur maður hefði áhuga á að heyra
þau, hélt að það væri ekkert varið í
þetta. En Gunni Þórðar, sem vann
plötuna með mér, vildi fá að heyra
lögin. Þau voru hins vegar dæmd of
alvarleg og þá var snúið af leið. En
þetta var hugmyndin, mig langaði
bara til að reyna mig sem tónlist-
armaður.“
Sú pæling er reyndar enn að velt-
ast um í kollinum á Ladda.
„Já … ég er svona að spekúlera í
þessu. Ég er svona að sjá þessa plötu
sem ég talaði um áðan sem mína síð-
ustu plötu. Þá var ég að pæla hvort
ég ætti jafnvel að gefa út tvo diska;
einn með gríni og einn með alvarlegu
efni. Eins og smáskífurnar í gamla
daga. Á a-hliðinni var „alvarlega“
lagið en á b-hliðinni leyfðu menn sér
oft að flippa. En ég veit það ekki …
ég hugsa jafnvel að ég fari milliveg-
inn eins og ég hef gert í sumum lög-
um. Eins og lagið „Milljarðamæring-
urinn“ sem ég gerði með
Milljónamæringunum. Þar er alvöru-
lag með skemmtilegum texta. Það er
smágrín í honum en þetta er ekki al-
gjört grín. En svo kemur alltaf upp
þetta, „ég verð að hafa smágrín
með“. En eins og ég segi, þetta er allt
á algjöru frumstigi. En fólk er að
þrýsta á mig með að gera plötu. Og
það er ekki slæm tilfinning að vita af
því að einhver hefur áhuga á þessu.“
Hvar er Heilsubælið?
Laddi segir að hann setjist af og til
niður og glamri á gítarinn.
„Þetta er ekki reglulegt. Þegar ég
næ ró á ég það til að seilast eftir gít-
arnum. Ég þarf að vera mjög af-
slappaður til að geta spilað. Og þá
kemur alltaf eitthvað, einhver lag-
lína. Og þetta geymi ég. Einstaka
sinnum spretta lögin alsköpuð fram,
stundum veltast hugmyndabrot um í
lengri tíma. T.d. „Milljarðamæring-
urinn“, það var hugmynd sem ég átti
en svo þegar talað var við mig fór ég
bara og kláraði lagið. Stundum vant-
ar bara smáspark og þá klárar mað-
ur. Svoleiðis er best að vinna, að
manni sé nánast stillt upp við vegg.
Þá gerir maður hlutina, og betur en
ef maður er að lufsast eitthvað. Allar
flóðgáttir opnast einhvern veginn,
annars er þetta bara hálfopið og hlut-
irnir vætla út.“
Talandi um að koma gömlu efni yf-
ir á stafrænt form, þá eru margir
farnir að hvísla sín á milli að tíma-
bært sé að koma Heilsubælinu yfir á
mynddiska, en þættirnir voru fram-
leiddir fyrir Stöð 2 á sokkabands-
árum stöðvarinnar, árið 1987. Þar
fara Laddi, Gísli Rúnar, Edda Björg-
vins, Pálmi Gestsson og Júlíus
Brjánsson miklum hamförum í stór-
kostlegu gríni sem er nett gróteskt á
köflum. Persónur eins og Olli, Hall-
grímur Ormur, séra Svavar og Saxi
læknir fara mikinn og Laddi er þarna
í miklu stuði sem og leikaragengið
allt. Eitt af mergjaðri atriðunum
snýst um geðveikislegan, sjálfvirkan
heimsækjanda, atriði sem er reyndar
sloppið út á youtube-vefinn („krakk-
ar voru mjög hræddir við hann,“ rifj-
ar Laddi upp, „þeir hágrétu“).
„Við tókum bara upp eina þáttaröð
og það var alveg rosalega skemmti-
legt að vinna hana. Ég og Gísli skrif-
uðum handritið og tókum þetta svo
upp á Stöð 2 á mánaðartímabili.
Þetta var ekki tekið upp á Korpúlfs-
stöðum eins og svo margir halda. Við
súmmuðum hins vegar upp að bygg-
ingunni til að gefa þá mynd og tókum
upp nokkrar senur í porti sem þar er.
Ég veit ekki hvernig mynddiska-
málin standa en ég veit til þess að
það eru einhverjar þreifingar í
gangi.“
Laddi segist afskaplega ánægður
með þessa þætti.
„Það er ekki langt síðan ég kíkti á
þetta og ég er alveg hissa á því
hversu vel þetta stenst tímans tönn.
Það náðust einhverjir töfrar þarna.
En við unnum þetta alveg í botn frá
upphafi. Gísli Rúnar tekur hlutina
alla leið þegar hann tekur sig til.
Hann slugsar ekki. Þetta var gíf-
urleg vinna og svakalegar tarnir. Það
fór ekkert frá okkur nema það væri
100%.“
Laddi og Gísli Rúnar hafa verið
vinir og samstarfsmenn frá því Laddi
var að vinna í Sjónvarpinu í upphafi
áttunda áratugarins. Þannig unnu
þeir handritið að sýningunum nýju
saman.
„Og Gísli tók auðvitað ekki annað í
mál en að það yrði „gert eitthvað
meira úr þessu“ og það var sem við
manninn mælt; þetta varð alveg
rosaleg vinna (hlær). Ég ætlaði að
taka svona nett „best of“ en áður en
ég vissi af vorum við Gísli farnir að
grúfa okkur yfir handritið. En þetta
skilar sér. Þegar ég kynntist Gísla
voru hann og Júlíus að fara af stað
með Kaffibrúsakarlana í Sjónvarpinu
og þá vorum við Halli að vinna þar.
Við kynntumst þá í gegnum hóp-
vinnu sem Egill Eðvarðsson stýrði,
vorum í svona handritateymi mætti
segja. Við höfum verið vinir allar göt-
ur síðan og okkur fer afskaplega vel
að vinna saman. Við erum með sömu
kímnigáfu og þurfum því ekkert að
ræða þá hluti mikið; það nægir að
kinka kolli og þá vita menn hvert ver-
ið er að fara. Gísli er úti í Ameríku
núna þannig að við höfum verið að
vinna saman með hjálp Skype-
forritsins góða.“
Laddi segir að hann væri til í að
sjá alvöru mynddiskaútgáfu af þátt-
unum, þá með aukaefni og jafnvel
viðtölum við leikarana þar sem þeir
myndu horfa um öxl.
Tuttugu Strumpar
Aldrei hefur Laddi sýnt jafn
glögglega fram á raddsnilli sína og
þegar hann talaði inn á Strumpana,
þar sem hann var einn með um tutt-
ugu raddir. Ótrúlegt afrek, á hvaða
mælikvarða sem er. Og þeim þáttum
mætti alveg henda inn á mynddiska
líka.
„Það má alveg segja að þetta hafi
verið afrek á þessum tíma. Þarna um
og eftir miðbik níunda áratugarins
var tæknin ekki upp á eins marga
fiska og hún er í dag. Ef ég væri að
gera Strumpana í dag væri það létt
verk; ég gæti talað fyrir hvern og
einn inn á mismunandi rásir og þess
vegna hætt í miðju orði til að fá mér
kaffi. Þetta var ekki hægt þá. Ég
þurfti stundum að taka fleiri en einn
og fleiri en tvo í hverju rennsli og ef
eitthvað mistókst þurfti að byrja upp
á nýtt. Þetta gat verið mjög erfitt en
svo komst þetta upp í þjálfun og und-
ir restina vorum við orðnir mjög
snöggir að þessu. Ég fór ekki eftir
Morgunblaðið/Sverrir
Árið hans Ladda Þórhallur Sigurðsson, Laddi, er farinn að hlakka til jólafrísins, enda hefur árið verið erilsamt.
Meistari grínsins glaður
Laddi, Þórhallur Sigurðsson, ætlaði að marka sextugsafmæli sitt í upphafi árs með fjórum litlum grínsýningum. Þær eru nú að
verða 80 og uppselt var á þær allar. Þá er búið að endurútgefa allar plötur Ladda og flunkuný safnplata ásamt jólaplötu eru
komnar út. Salan er komin yfir 13 þúsund eintök. Niðurstaðan er skýr: Íslendingar elska Ladda. Og það ofurheitt. Arnar Egg-
ert Thoroddsen hitti fyndnasta mann Íslandssögunnar á Færeyska sjómannaheimilinu og fór með honum yfir afdrifaríkt ár.
» „Það er mjög gaman að finna fyrir þess-um mikla áhuga. Sjálfur fannst mér ég
vera kominn á aldur, ný kynslóð væri að taka
við í gríninu o.s.frv. En að fá þessi viðbrögð
varð til þess að maður rétti úr hryggnum.“