Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 23 á Íslandi. Um það skal ég ekki segja. Við á Kumbaravogi komum að sjálfsögðu ekki að slíkum ákvörð- unum barnaverndaryfirvalda á neinn hátt. En fósturbörn okkar fengu heimili að Kumbaravogi vegna beiðni félagsmálayfirvalda og að sjálfsögðu starfaði heimilið undir eftirliti barnaverndaryfirvalda. Traust og gott samstarf var við slík yfirvöld, sérstaklega í Reykjavík og réttum yfirvöldum líkaði stefnan og framkvæmdin. Mjög var þrýst á okkur forstöðuhjónin að taka fleiri börn að okkur. Þjónustan þótti mik- il framför og eftirspurn eftir vistun mikil. Þegar elstu börnin fóru í heimavistarskóla féllumst við á nokkra fjölgun eftir því sem hin krefjandi „föður- og móður“- hlutverk leyfðu. Hafa ber í huga að þeir samtímamenn sem best þekktu reksturinn hefðu ekki sífellt þrýst á okkur um að taka fleiri börn að okk- ur nema vegna þess að starfið þótti skila góðum árangri. Margir fag- aðilar unnu með okkur og veittu góða aðstoð og leiðbeiningar. Bæði sálfræðingar og sérkennarar veittu slíka aðstoð. Þessir sérhæfðu aðilar leiðbeindu um uppeldi og fylgdust vel með börnunum. Þá nutu börnin skólagöngu í grunnskóla Stokks- eyrar þar sem kennaramenntað fólk stýrði kennslu. Aðför að heimili okkar Greinarhöfundur ræðir um að gestkomandi maður hafi leitað á einhver barnanna á Kumbaravogi. Þegar grunur kom upp um athæfi þessa manns á sínum tíma var hon- um umsvifalaust vikið af heimilinu, og bundinn endir á öll samskipti við hann. Þetta staðfesta fósturbörnin sem birtu yfirlýsinguna í helg- arblaði DV þann 16.-18. mars sl. Í ljósi þessa er sorglegt að grein- arhöfundur skuli láta í það skína að viðkomandi maður hafi fengið að leika lausum hala á heimili okkar svo árum skipti eftir að grunur vaknaði. Þvert á móti var brugðist við þessu umsvifalaust. Hafa ber í huga að á þessum tíma var um grunsemdir að ræða og því brugðist við eins hart og við töldum mögu- legt. Staðreyndin er sú að erfitt get- ur reynst að sjá við slíkum mönnum nú í dag en það var erfiðara fyrir fjörutíu árum áður en kastljósi fræðimanna og fjölmiðla var beint að þessum mikilvæga málaflokki. Við reyndum ávallt að tryggja ör- yggi barna okkar og fósturbarna eins og kostur var. Hugsjón okkar með starfinu Um hugsjón okkar Hönnu, sem lá að baki ævistarfi okkar á Kumb- aravogi, segir greinarhöfundur: „Fósturforeldrarnir brugðust hug- sjóninni − en fósturheimili af þess- ari stærðargráðu, með þennan barnafjölda, var dæmt til að mistak- ast.“ Hér er mikið fullyrt án rök- stuðnings. Engin tilraun er gerð til að meta hve vel starf okkar tókst sé miðað við hefðbundna mælikvarða sem lagðir eru á störf uppeldisheim- ila. Fjölmargir hafa hins vegar bent á hve vel barnahópurinn sem ólst upp á Kumbaravogi hefur spjarað sig í lífinu. Þau hafa, eins og áður sagði, flest hlotið iðn- eða háskóla- menntun og haslað sér völl á fjöl- mörgum sviðum þjóðlífsins. Þau hafa líka langflest myndað sínar eigin fjölskyldur og staðið sig vel í því hlutverki. Jafnvel þeir sem gagnrýnt hafa starf okkar hjónanna hafa haft orð á þessu. „Þótt und- arlegt megi virðast rættist ágæt- lega úr okkur flestum sem vorum á Kumbaravogi,“ segir til dæmis í einu viðtali, þar sem dregin er upp frekar neikvæð mynd af starfi okk- ar og greinarhöfundur vitnar til. Hugsjónin sem við höfðum ætíð að leiðarljósi í starfi okkar var sú að skapa börnum sem komu úr erf- iðum fjölskylduaðstæðum eðlilegt fjölskyldulíf þar sem móðir og faðir voru ávallt til staðar og börnin mynduðu systkinahóp. Forsagan að baki ákvörðun okkar um stofnun fjölskylduheimilis að Kumbaravogi var sú að ég starfaði að fé- lagsmálum árin 1963-1964 og fyrir fangahjálpina Vernd á sama tíma- bili. Þetta starf innti ég af hendi í framhaldi af því að ég sótti nám- skeið í félagsþjónustu í Danmörku árin 1961-1963. Rannsóknir sýndu mikla fylgni milli vistunarúrræða sem voru ópersónuleg og stofn- anakennd á þessum tíma og síðari vandamála í einkalífi þ.m.t. afbrota. Nokkrar stofnanir voru reknar á þessum tíma sem megin-vistunar- úrræði, t.d. Silungapollur. Allmargir einstaklingar hafa lýst þeim mikla mun sem var á því að dveljast á fjöl- skylduheimili eins og við hjónin rák- um og slíkum stofnunum. Ég kynntist í þessum störfum einnig erfiðum aðstæðum fjöl- skyldna. Að fenginni þeirri reynslu taldi ég brýnt að bæta þjónustu fyrir börn í slíkum aðstæðum. Ég komst að þeirri niðurstöðu að stofnun fjöl- skylduheimilis væri mikilvæg og í raun afar brýn breyting á þjónustu fyrir þessi börn. Það þarf ekki dokt- orspróf til að skilja þessa fjölskyldu- hugsjón og áhrifamátt hennar. Hún nýtur ólíkt meira fylgis í dag en þeg- ar við lögðum hana til grundvallar starfi okkar fyrir rúmum fjörutíu ár- um. Hvernig rættist úr hugsjón okkar? Ég tel að staðreyndirnar tali sínu máli og staðfesti árangur okkar. Ég hef átt mjög góð tengsl við langflest af fósturbörnum mínum, og þau hafa alla tíð sýnt mér mikla ræktarsemi og ég hef fengið að taka þátt í gleði þeirra og sorgum. Við höfum átt góð- ar stundir saman á jólum og hátíð- arstundum, mér hefur verið boðið í afmæli og útskriftarveislur fóstur- barna minna, í fermingarveislur þeirra eigin barna og þannig mætti lengi telja. Hanna lést um aldur fram aðeins 61 árs í mars 1992 og voru eftirmæli eftir hana af hálfu þeirra mörgu sem best þekktu til okkar á afar já- kvæðan veg. Hún var einstök mann- eskja, fórnfús og umhyggjusöm. Allt heimilishaldið á Kumbaravogi mótaðist af henni. Stoltur af fósturbörnunum Mér hefur sárnað mjög óréttmæt gagnrýni á fjölskylduheimili okkar að Kumbaravogi. Kumbaravogur var opið heimili sem laut eftirliti barnaverndaryfirvalda. Foreldrar voru hvattir til að heimsækja börnin fyrsta sunnudag hvers mánaðar og vel var tekið á móti öðrum ætt- ingjum eins og greinarhöfundur bendir á. Fósturbörn okkar stund- uðu nám við barnaskóla Stokkseyrar ásamt öðrum börnum úr þorpinu, lærðu með þeim til sunds á Selfossi og unnu sum utan heimilis, t.d. í Hraðfrystihúsi Stokkseyrar eftir að þau komust á unglingsárin. Fóst- urbörnin voru, eins og jafnaldrar þeirra á þeim tíma og nú, áhugasöm um slíka sumarvinnu til þess að afla eigin peninga. Okkar börn voru mörg meðal dugmestu einstakling- anna og gátu keypt sér hesta, mót- orhjól, og bíla þegar þau komust á þann aldur. Allt var þetta til að auka samskipti þeirra við önnur börn og unglinga. Ég var og er stoltur af fósturbörn- unum sem eru dugmikið fólk og hafa reynst hinir mætustu þjóðfélags- þegnar. Þau gildi sem þau lærðu m.a. hjá okkur voru þeim vonandi gott veganesti út í lífið. » Viðhorf okkar til náms og mennt- unar hefur skilað sér í því að flest hafa börnin okkar lokið háskóla og/ eða sérhæfðu iðnnámi. Höfundur er fyrrverandi forstöðumaður Kumbaravogs. Skráningargjald fyrir vormisseri 2008 er kr. 22.500 (fyrir skólaárið 2007-2008 kr. 45.000) Umsóknarfrestur er 2. janúar 2008 Stjórnun innan heilbrigðisþjónustunnar er ný námsleið í diplómu- og meistaranámi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Að námsleiðinni standa heilbrigðisdeild og viðskipta- og raunvísindadeild. Möguleiki er á að ljúka 15 eða 30 eininga diplómunámi og 60 eininga meistaranámi í heilbrigðisvísindum á sviði stjórnunar innan heilbrigðisþjónustunnar. Markmið námsins er að þeir sem brautskrást verði gagnrýnir greinendur, ígrundandi fagmenn, breytingarliðar og víðsýnir og skapandi leiðtogar. Í öllum námskeiðum verður lögð áhersla á mikilvægi rannsókna. Námskeið verða m.a.: Kennt verður að jafnaði í fjórum lotum á misseri, einn og hálfur dagur í senn. Þess á milli fara samskipti fram í gegnum netið. Námið hefst á vorönn 2008 með námskeiðinu stjórnun, rekstur og ígrundun. Lotur verða sem hér segir: Umsækjendur þurfa að hafa lokið B.S. námi við viðurkennda háskóla að jafnaði með fyrstu einkunn. Einnig verður litið til starfsreynslu við val á nemendum inn í námið. Umsóknareyðublað og handbók um námið er að finna á heimasíðu HA, www.unak.is, einnig veita Sigríður Halldórsdóttir prófessor í heilbrigðisdeild, sigridur@unak.is; og Lára Garðarsdóttir, skrifstofustjóri heilbrigðisdeildar, larag@unak.is, s: 460 8036, frekari upplýsingar. Stjórnun, rekstur og ígrundun Alþjóðleg mannauðs- og þekkingarstjórnun Heilbrigði og heilbrigðisþjónustan Forysta og árangur 1. lota: 16. – 17. janúar 2. lota: 20. – 21. febrúar 3. lota: 10. – 11. mars 4. lota: 23. – 24. apríl STJÓRNUN INNAN HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.