Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 36
myndlist 36 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Blessaður vertu, þetta gekkeins og í sögu. Það varsumarfæri, hvergi hálku-blettur,“ segir Óli G. Jó- hannsson þegar fundum okkar ber saman í Studio Stafni hjá Viktori Smára Sæmundssyni forverði í Ing- ólfsstrætinu þetta eftirmiðdegi. Listmálarinn var að koma frá Akur- eyri, þar sem hann býr og starfar, og er á leið til New York, þar sem opnuð verður einkasýning á verkum hans í Opera-galleríinu 1. maí næst- komandi. „Ég ætla aðeins að líta á veggina þarna úti en þeir hafa beðið um stór verk. Ætli ég verði ekki með á bilinu 20 til 25 ný málverk. Ég er reyndar ekki búinn með þau öll, þannig að það er betra að láta hendur standa fram úr ermum,“ segir Óli og glottir þessu kumpánlega eyfirska glotti. Varla þarf að taka fram að hér er um stórt tækifæri fyrir hann að ræða. Það er ekki á hverjum degi að íslenskir listamenn halda einkasýn- ingu í New York. „Ég get ekki neit- að því að ég er spenntur. Það verður gaman að sjá hvernig viðtökur mað- ur fær í henni Ameríku.“ Sýning í Studio Stafni Vilji menn kynna sér hvað Óli er að fást við um þessar mundir er þeim bent á sýningu sem hann opn- aði á föstudag í Studio Stafni. Þar hanga uppi fjögur stór málverk á striga og nokkrar litaðar teikningar, eins og Óli og Viktor koma sér sam- an um að kalla smærri verkin. Hér er bara um „snöggt bað“ að ræða en sýningunni lýkur um næstu helgi. Þess má geta að Viktor Smári og menn honum tengdir eru með fullt umboð fyrir verk Óla á Íslandi. List- málarinn kveðst alltaf hafa verið heppinn með eftirspurn hér heima en neitar því ekki aðspurður að verð á verkum hans sé stígandi í kjölfar landvinninga á erlendri grundu. Það er í mörg horn að líta hjá Óla. Um þessar mundir á hann verk á tveimur samsýningum á vegum Opera-gallerísins, annarri í Singa- púr en hinni í Seúl. Yfirskrift beggja sýninga er Meistaraverk samtímans (e Masterpiece Contemporary) og er þar blandað saman verkum goð- sögulegra listamanna á borð við Pi- casso, Míró, Renoir, Chagall og Matisse og núlifandi málara frá ýmsum löndum. Óli segir kínverska málara, sem getið hafa sér gott orð víða um heim á undanförnum árum og misserum, áberandi á sýning- unum, svo sem Liu Fei. Þá eigi Frakkar þar nokkra fulltrúa. Norð- urlandabúarnir eru tveir, Óli og Erró. Sýningarnar eru sölusýningar og er sá háttur hafður á að seljist mynd kemur strax ný mynd eftir viðkomandi listamann upp í staðinn. Þegar Óli er spurður hvað margar myndir hafi selst eftir hann þarna eystra svarar hann fyrst með óræðu brosi en segir svo: „Eigum við ekki að segja að það sé drjúgt.“ Við hlið Míró og Chagall Hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig hjá Óla á þessu ári. Boltinn byrj- aði að rúlla í upphafi þess þegar Ingvar J. Karlsson og Guðmundur A. Birgisson skildu bók sína um listamanninn eftir hjá Opera- galleríinu í Lundúnum. Í framhald- inu var Óla boðið að halda einkasýn- ingu í galleríinu í júní og seldust öll verkin á sýningunni, fjórtán að tölu, strax á opnunardaginn, líkt og greint var frá hér í blaðinu. Óli kveðst í fyrstu hafa verið til reynslu hjá galleríinu en eftir við- tökurnar á sýningunum í Lund- únum, Seúl og Singapúr sé hann kominn inn í hlýjuna. Nú sé Opera- galleríið formlega orðið umboðsaðili hans. Auk þriggja fyrrnefndra staða hanga verk eftir hann uppi í Opera- galleríinu í París. „Blessaður vertu, hraðinn er svo mikill að það er með ólíkindum,“ segir Óli þegar hann er spurður hvort hlutirnir hafi ekki gengið hratt fyrir sig. „Auðvitað batt ég vonir við þetta en ég væri að skrökva ef ég segði að mig hefði ór- að fyrir þessum ósköpum. Þetta hef- ur gengið vonum framar og þegar maður sér myndirnar sínar hanga við hliðina á Míró og Chagall veltir maður því fyrir sér hvern andskot- ann maður sé kominn út í. Þú afsak- ar orðbragðið.“ Útspekúleraðir markaðsmenn „Það eru ekki margir sem sleppa gegnum nálaraugað hjá Opera- galleríinu og það er fyrst þegar maður er kominn inn fyrir þröskuld- inn að það byrjar að hnoðast utan á þetta,“ heldur Óli áfram. „Það er ekki á hverjum degi að íslenskur málari fær svona tækifæri en þeir hjá Opera-galleríinu eru útspekúler- aðir markaðsfræðingar. Það er því eins gott að halda haus og standa sig.“ Þegar Óli er spurður hvort hann finni fyrir pressunni svarar hann því játandi en bætir svo við: „En sem betur fer hef ég alltaf unnið best undir pressu.“ Það er vitaskuld tómt mál að tala við listamenn um peninga en Óli er eigi að síður spurður hvort hann sé ekki farinn að hafa eitthvað upp úr þessu. „Þú segir nokkuð,“ segir hann og eyfirska glottið er aftur komið á sinn stað. „Jú, jú, vissulega Ég er ekki peningamaður – ég er Morgunblaðið/Jón Svavarsson Málarinn „Þetta hefur gengið vonum framar og þegar maður sér myndirnar sínar hanga við hliðina á Míró og Chagall veltir maður því fyrir sér hvern andskotann maður sé kominn út í,“ segir Óli G. Jóhannsson. New York, Singapúr, Seúl, Lundúnir. Málverk Óla G. Jóhannssonar gera víðreist um þessar mundir eftir að hann komst á mála hjá Opera-galleríinu. Orri Páll Ormarsson ræddi við listamanninn um þessa hröðu breytingu á hans högum. „Það er mjög góður árangur hjá þessum sjálfmenntaða listamanni frá Ak- ureyri að vera kominn inn fyrir dyr hjá þessu umsvifamikla galleríi, Opera, sem er þekkt fyrir að leggja rækt við listamenn sem þykja söluvænlegir. Það er alveg óhætt að nota orðið ævintýri í þessu sambandi,“ segir Að- alsteinn Ingólfsson listfræðingur um samstarf Óla G. Jóhannssonar og Opera-gallerísins. „Þetta eru mjög duglegir sölumenn sem vilja frá mikla framleiðslu frá sínum listamönnum en gera vel við þá á móti. Ég sé ekki betur en þetta mali báðum gull.“ Aðalsteinn þekkir ekki mikið til Opera-gallerísins sjálfur en segir lista þeirra listamanna sem þar eru á mála segja sína sögu. „Það eru mörg stór nöfn þarna og svo á galleríið talsvert af verkum eftir gamla meistara sem fallnir eru frá. Óli er í prýðilegum félagsskap.“ Aðalsteinn segir nokkuð mikla breidd í hópnum en Opera-galleríið virð- ist leggja mesta áherslu á traust og hefðbundið en þó nútímalegt málverk. Þess má geta að sá sem nú sýnir í Opera-galleríinu í New York, þar sem Óli opnar sýningu í maí á næsta ári, er popplistamaðurinn Ron English. „Það verður gaman að sjá hvernig Óla verður tekið þar,“ segir Aðalsteinn. Malar báðum gull Shadow Light Design by Tord Boontje LÆKJARGATA 2a SÍMI 511-5001 OPIÐ 9-22 ALLA DAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.