Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 55 Við bíðum ekki lengur! Hanza afnemur stimpilgjöldin af húsnæðisláninu þínu við íbúðarkaup á Arnarneshæð í desember. Við endurgreiðum gjöld af allt að 20 millj. kr. láni á íbúð og 30 millj. kr. láni fyrir raðhús. Þaulvant starfsfólk Húsakaupa liðsinnir þér af alúð og vandvirkni enda býr Húsakaup að 20 ára reynslu af farsælli miðlun fasteigna. Þeir sem þurfa að selja eða kaupa fasteignir geta treyst því að þjónustan er fagleg, skjót og skilvirk. Við seljum eignina þína. Sími 530 1500 | Suðurlandsbraut 52 | Guðrún Árnadóttir löggiltur fasteignasali | www.arnarnes.is www.atvinnueignir.is 534 1020 Veit ingastaður við Laugarveg, 101 Rvk Til leigu. Húsnæði við Laugarveg innréttað sem veitingastaður. Til afhendingar strax. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur, löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali Hótel í miðbæ Reykjavíkur, 101 Rvk Til leigu eða sölu. Húsnæði í byggingu sem verður innréttað sem 42 herbergja fjögurra stjörnu hótel. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 Byggingarrétt ir í miðbæ Reykjavíkur, 101 Rvk Til sölu. Byggingaréttir, leigutekjur. Uppl. gefa Helgi 663-2411 og Ólafur 824-6703 ÞAÐ vill brenna við þegar Vetur konungur heldur innreið sína að Íslendingar séu svolítið óviðbúnir. Þá reynir gjarnan á aksturshæfi- leikana en því miður duga þeir ekki alltaf til. Vegagerðin kannar ástand vega og kemur þeim upplýsingum til al- mennings, þ.e.a.s. hvort greiðfært sé, hálkublettir eða flughálka svo dæmi séu tekin. Þetta þekkja flestir en hins vegar vita ef til vill færri að þjónustustig Vegagerð- arinnar eru mörg og mismunandi. Það fer eftir eðli vega en mest eft- ir umferðinni hvaða þjónusta er veitt. Suma vegi stefnir Vegagerðin að aðhálkuverja alltaf, annars staðar er ef til vill einungis mokað tvisvar í viku, eða það er brugðist við flug- hálku en ekki hálku, samkvæmt ákveðnum skilgreiningum. Það getur verið gott fyrir veg- farendur að kynna sér hver þjón- ustan er á hverjum stað áður en ferð hefst. Á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is má finna þetta allt saman auk upplýsinga um veð- ur og færð. Ef farið er í flipann „Umferð og færð“ getur notandinn skoðað hvernig „snjómokstri“ er háttað og hver önnur þjónusta er á veturna. Með því að kynna sér „vinnureglur“ má sjá hvernig mis- munandi kaflar vegakerfisins eru þjónustaðir, flokkar segja til um hvort vegir séu eingöngu hálkuv- arðir vegna flughálku eða bæði í hálku og flughálku. Vegagerðin hefur sett upp þétt net veðurmæla um allt land. Þá er einnig að finna á vef Vegagerð- arinnar, líka undir flipanum um „Umferð og færð“: „Veð- urstöðvar“. En ef til vill er samt þægileg- asta lausnin fyrir vegfaranda sem vill kynna sér ástandið á þeirri leið sem hann er að fara að opna vef- myndavél sem sýnir ástandið á veginum og veðrið, með reglulegu millibili. Myndavélar hafa verið settar upp á ríflega 20 stöðum, oft- ast á fjallvegum og má nefna Hellisheiðina hér fyrir sunnan og Holtavörðuheiði. Þrjár myndavélar eru á hverjum stað sem sýna veginn í báðar áttir og einnig beint niður á veginn. Með því að bregða sér á vefinn geta menn í sviphendingu séð út í hvað menn eru að leggja. Að sjálfsögðu er einnig hægt að hringja í upplýs- ingasíma Vegagerð- arinnar 1777 frá 6.30 til 22.00 á veturna eða í símsvarann 1779. Aðalatriði er þó að keyra eftir aðstæðum hverju sinni, kynna sér færð og veður og vera á bíl útbúnum fyrir það sem að höndum getur borið. Flughálka eða hálkublettir G. Pétur Matthíasson stiklar á mismunandi þjónustu Vega- gerðarinnar »En ef til vill er samtþægilegasta lausnin fyrir vegfaranda, sem vill kynna sér ástandið á þeirri leið sem hann er að fara, að opna vef- myndavél G.Pétur Matthíasson Höfundur er upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fréttir í tölvupósti smáauglýsingar mbl.is Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.