Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Hvatningar-verðlaun Örykja-bandalags Íslands (ÖBÍ) voru af-hent í fyrsta sinn á mánu-daginn. Veitt voru verð-laun í 3 flokkum og alls 6 til-nefndir í hverjum flokki. Freyja Haraldsdóttir var verð-launuð í flokki ein-staklinga fyrir áhrif sín í því að breyta við-horfi fólks til fatlaðra og fyrir að vera frum-kvöðull í að koma á fót notenda-stýrðri þjón-ustu. Starfs-endurhæfing Norður-lands fékk verð-launin í flokki stofnana og Móðir náttúra í flokki fyrir-tækja. Verndari verð-launanna er Ólafur Ragnar Grímsson, for-seti Íslands, og af-henti hann öllum vinnings-höfum viður-kenningar-skjal og lista-verk eftir Þórunni Árnadóttur. Freyja segir að þótt samfélagið verði sé sífellt að verða opnara fyrir fötluðum þá sé það enn mjög lokað. „Fólk gleymir því að við höfum áhuga, vilja og getu til að gera svo margt. Við erum líka mann-auður,“ sagði Freyja. „Við erum líka mann-auður“ Morgunblaðið/Ómar Freyja ásamt fjöl-skyldu sinni. Markaðs-verðmæti félaganna sem skipa úrvals-vísitölu kaup-hallarinnar hrundi um 176 milljarða króna í vikunni. FL Group lækkaði mest í verði, um 22% eða 42 milljarða. Hlutafé í FL Group verður á næstunni aukið um 49% eða um rúma 4,5 milljarða hluta. Baugur Group verður stærsti hlut-hafinn í FL Group. Baugur greiðir fyrir hluta-féð með eignum sem metnar eru á 53,8 milljarða króna. Um er að ræða allar eignir Baugs í fasteigna-félögum. Hannes Smárason hættir sem for-stjóri FL group og tekur sæti í stjórn. Jón Sigurðsson tekur við forstjóra-stólnum. Hluta-fé FL group lækkar Jón Sigurðsson Chavez tapaði Hugo Chavez, forseti Venesúela, efndi fyrir viku til þjóðar-atkvæða-greiðslu um breytingar á stjórnar-skrá landsins. Þær hefðu m.a.gert honum kleift að bjóða sig fram til for-seta eins lengi og hann lystir. 51% voru á móti en 49% með. Chavez hefur unnið allar kosn-ingar frá því hann fyrst var kjörinn for-seti 1999. Í fyrra var hann endur-kjörinn með 63% at-kvæða. Ný íslensk barna-mynd Fjölskyldu-myndin Duggholu-fólkið, eftir Ara Kristinsson, var frum-sýnd á föstu-daginn. Hún fjallar um ævintýra-lega hættu-för þar sem draugar koma við sögu. Brynhildur Guðjónsdóttir og Steinn Ármann Magnússon leika m.a. í myndinni en aðal-hlutverkin leika tveir ungir leikarar, Bergþór Þorvaldsson og Þórdís Hulda Árnadóttir. Mengunar-slys í Varmá Um 800 lítrar af klór láku í Varmá þegar tappi í klór-geymi við Sund-laugina í Lauga-skarði gaf sig. Þetta er mesta mengunar-slys sem orðið hefur í Varmá, og óttast er að það verði líf-ríki árinnar áfall. Þegar hefur orðið vart við dauðan fisk. Alvarlegt þykir hversu mikill fiskur var í ánni Stutt Í vikunni sem leið var ekið á dreng við Vestur-götu í Reykjanes-bæ. Öku-maðurinn flúði af vett-vangi. Drengurinn lést á gjörgæslu-deild Land-spítalans daginn eftir. Hann hét Kristinn Veigar Sigurðsson og var 4 ára. Karl-maður á fertugs-aldri var í Héraðs-dómi Reykja-ness úr-skurðaður í gæslu-varðhald til fimmtu-dags, grunaður um að vera valdur að bana-slysinu. Maðurinn verður áfram í gæslu-varðhaldi til þriðju-dags. Hann neitar sök. Íbúar í bænum eru slegnir óhug yfir þessum at-burði, og margir hafa minnst litla drengsins. Bana-slys í Kefla-vík Á mánu-daginn fagnaði Vladímír Pútín Rússlands-forseti stór-sigri flokksins síns, Sam-einaðs Rúss-lands, í þing-kosningum. Er-lendir þjóðar-leiðtogar og full-trúar þingmanna-samtaka Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) telja að fram-kvæmd kosn-inganna hafi ekki verið sann-gjörn. Þær hafi ekki staðist kröfur um lýðræðis-legar kosn-ingar og að ráða-menn í Kreml hafi mis-beitt valdi sínu. Stjórnarandstöðu-flokkarnir sökuðu yfir-völd um kosninga-svik. Sam-einað Rúss-land fékk tvö af hverjum þremur þing-sætum og það er nóg til að geta breytt stjórnar-skrá landsins. Pútín sagði að niður-staðan endur-speglaði einfald-lega þjóðar-viljann, væri „gott dæmi um pólitíska stöðug-leikann í Rúss-landi“ og til marks um að landið væri að eflast, „ekki bara efnahags-lega og félags-lega, heldur einnig pólitískt“. Flokkur Pútíns sigraði Reuters Ung-menni sýna Pútín stuðn-ing. Söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson er byrjaður aftur í hljóm-sveitinni Ný dönsk. Hann segist hlakka mikið til að skapa tón-list aftur með sínum gömlu fél-ögum. Hann hætti í sveitinni fyrir 12 árum, og stofnaði þá fjöl-lista-hópinn Gus gus. Daníel aftur í Ný dönsk Morgunblaðið/Eggert Sam-einaðir á ný. Íslenska kvenna-landsliðið í handknatt-leik er eitt af 20 liðum sem taka þátt í um-spili Evrópu-keppninnar í vor. Úr-slit keppninnar fara síðan fram í Makedóníu í lok ársins 2008. Í loka-leik for-keppninnar unnu þær Hvít-Rússa 31:30, en þær höfðu þegar tryggt sér sæti í umspilskeppninni með sigri á Bosníu 27:22. „Þessi árangur hefur gríðar-lega þýð-ingu fyrir liðið, nú hafa stúlkurnar sannað það fyrir sjálfum sér að þær geta unnið sterkar handknattleiks-þjóðir og þannig náð settum mark-miðum og kannski rúmlega það,“ sagði Júlíus Jónasson, landsliðs-þjálfari kvenna í handknatt-leik. Ísland í loka-keppni EM Rakel Dögg Bragadóttir í leiknum á móti Hvít-rússum. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.