Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 38
bókarkafli 38 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Danska varðskipið Tritonvar komið á strandstaðflutningaskipsins Wil-sons Muuga og átta menn höfðu verið sendir á gúmbát með dælu að strandaða skipinu. Þeg- ar samband rofnaði við bátinn reið á að fá hjálp sem fyrst. Ulf skipherra var mjög farinn að ókyrrast: „Mér var farið að liggja mikið á að fá þyrlu á staðinn. Klukkan 7.13 köll- uðum við í Landhelgisgæsluna til að fá upplýsingar um hvenær þyrlan kæmi. Okkur var þá sagt að það væru tíu mínútur í að hún færi í loft- ið. Við skildum það þannig.“ Nú var Ulf nóg boðið: „Ég tók sjálfur hljóðnemann og kallaði á Landhelgisgæsluna: „I need that helicopter now! Hurry up. I need it now. – Ég þarf þyrluna strax! Flýtið ykkur! Ég þarf hana strax.“ Klukkan 7.16 tilkynnti bakborðs- báturinn að stjórnborðsbáturinn okkar fyndist ekki. Þetta leit afar illa út.“ Þegar Ulf var sagt að tíu mínútur væru í flugtak þyrlunnar var vélin í rauninni lögð af stað. Leist ekki á blikuna Chano hugaði að Jan í sjónum: „Það hafði liðið drykklöng stund sem ég heyrði ekkert frá Jan og ég teygði mig því aftur að honum til að geta séð hann. Smástund var ég lóð- réttur í sjónum með vestið mitt til að geta náð taki á honum. „Stoppið þið, strákar, stoppið, það er eitthvað að Jan, líklega hefur liðið yfir hann,“ hrópaði ég. Mér leist ekki á þetta. Höfuð Jans lafði máttlaust niður og þegar ég horfði framan í hann sá ég að andlit- ið var orðið náhvítt. Það sást aðeins hvítan í augunum og varirnar voru orðnar bláar. Ég var ekki beint hræddur en mér brá vissulega og hugsaði hvað ég gæti nú tekið til bragðs. Skyndihjálp, hugsaði ég. Hér í sjónum, það er ekkert annað að gera. Ég tók nú Jan í skyndi og lagði bakið á honum á kviðinn á mér. Höf- uðið var upp úr sjónum rétt við höf- uðið á mér. Ég ákvað að reyna hjartahnoð, tók utan um Jan og byrjaði að toga og þrýsta á brjóst- kassann á honum aftan frá. Ég bað Niclas og Nicki að blása í hann lofti. Um leið og ég fór að þrýsta á brjóst- kassann á honum sáu þeir hins vegar að það kom gul froða upp úr honum. „Nei, þetta þýðir ekki,“ sögðu þeir. „Jan er dáinn.“ Niclas taldi útilokað að blása lífi í Jan því að ómögulegt væri að nota munn-við-munn-aðferðina þarna á fleygiferð í ölduganginum. Ég vildi ekki trúa þessu. Ég var örugglega búinn að synda með Jan og halda honum uppi í hálfa aðra klukkustund. Allan þennan tíma hafði ég reynt að berjast með hon- um, halda lífi í honum. Mér var um megn að kveðja hann, viðurkenna að hann væri dáinn, svo að ég hélt áfram að reyna hjartahnoð en það kom bara meiri froða út úr honum. Sjór. Þetta var hræðilegt, en ég vildi bara alls ekki sleppa honum.“ Sjómannanna var leitað úr lofti í þyrlunni, en í köldum sjónum þar sem öldurnar voru allt að átta metra háar var ástandið ískyggilegt. Í sálarstríði í sjónum Chano átti í miklu sálarstríði í sjónum með látinn félaga sinn: „Við vorum sammála um að Jan væri dáinn og við því væri ekkert að gera. En ég sleppti honum ekki. Ég hugsaði sem svo að ef ég hefði dáið þarna hefði móðir mín örugglega viljað fá mig heim. Hún hafði sjálf misst föður sinn og tvo eiginmenn. Ég hugsaði því til móður Jans. Hún vildi fá hann heim, og öll fjölskylda hans, ástvinir hans. Ég gat ekki sleppt honum. Hann var á vissan hátt orðinn hluti af mér þarna í sjón- um, nátengdur mér. Við syntum áfram.“ Þegar þyrlan átti skammt eftir á strandstað, klukkan 7.21, tilkynnti bakborðsbáturinn Triton að áhöfn hans hefði séð björgunarvesti úti í myrkrinu. Þetta gaf Ulf miklar von- ir: „Það fór um mig mikil gleði. Stuttu síðar sást þetta betur, en – vestið var tómt. Þetta voru gífurleg vonbrigði en um leið undruðumst við mjög að það skyldi vera tómt. Var þetta rétt? Hvers vegna? Hvað hafði gerst? Bátsmennirnir staðfestu að þetta væri eitt af vestunum okkar. Þarna var þá líklega ljósið sem við höfðum talið að væri gúmbáturinn. Þetta voru hræðilegar fréttir. Síðasti einn og hálfur klukkutími hafði auðvitað verið skelfilegur en nú – allt í einu – blasti ískaldur raun- veruleikinn við. Tómt vesti hafði fundist. Við hugguðum okkur þó við það að hafa nú einhvern útgangs- punkt frá vestinu. Mennirnir á bak- borðsbátnum tóku vestið upp í bát- inn og við báðum þá að sigla í norður.“ Marie Mortensen fylgdist með. Hún heyrði að bátur Sørens Søren- sen, „lille søster“, hefði fundið björg- unarvesti – eitt af vestum áttmenn- inganna – það eina sem hafði fundist. „Þegar hinn gúmbáturinn til- kynnti um loftlaust björgunarvesti vissum við að eitthvað mikið hafði farið úrskeiðis. Þetta fannst mér það versta af öllu. Ég þóttist viss um að strákarnir væru dánir. Þetta var yfirþyrmandi. Ég féll saman og grét.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar kem- ur á staðinn og hafist er handa við að ná dönsku sjómönnunum úr öldu- rótinu. Anders aðstoðaði Auðun við að setja lykkjuna utan um Jon. Auðunn var nú tilbúinn að vera hífður upp en það virtist ætla að verða bið á því: „Þegar ég var búinn að setja lykkjuna utan um manninn gaf ég merki um að við yrðum hífðir upp, lyfti upp þumlinum. En … það gerð- ist ekkert. Ég var klukkan tvö miðað við þyrluna, eins og það er kallað, og sex til sjö metra frá vélinni. Þannig á það að vera þegar hífing er und- irbúin. En þarna voru nætursjónaukarnir hættir að virka og þar sem við vor- um á svo mikilli ferð í sjónum undir vélinni gekk flugstjóranum eitthvað illa að elta okkur. Þeir áttu að vera í 50-60 feta hæð í svona aðgerð. En þeir misstu sjónlínuna við okkur, fóru til hægri þannig að ég fór undir vélina og síðan vinstra megin við hana. Þeir voru að missa vélina frá okkur. Aðstæður hlutu að vera mjög erfiðar.“ Erfiðar aðstæður Anders sá líka að aðstæðurnar voru erfiðar: „Eftir að ég hjálpaði sigmann- inum að setja lykkjuna á Jon sá ég að erfiðlega gekk að staðsetja þyrl- una fyrir ofan okkur. Andartak fannst mér hún fara mjög neðarlega. Ég hafði sjálfur oft verið í öldum á æfingum og við misjafnar aðstæður en aldrei upplifað aðstæður sem þessar.“ Jón Tómas átti að baki um 3.000 hífingar þegar þessi björgun fór fram. Hann hafði verið átta ár spil- maður og flugvirki á þyrlum Gæsl- unnar. Hann var því með mikla reynslu en nú reyndi verulega á: „Auðunn vissi ekki hvað fór fram í talkerfinu milli mín og Björns þann- ig að hann átti erfitt með að skilja hvers vegna hann var ekki hífður upp. Hann gaf bendingu um að ég hífði. En flugstjórinn var að reyna að finna út hvernig hann gæti fengið vélina og mennina í rétta afstöðu svo að það væri yfir höfuð mögulegt. Það má ekki hífa mann sem er í stærra Björgun við ískyggilegar Betina Fleron Útförin Félagarnir sjö og Dan, tvíburabróðir Jans, sem lést, bera kistu hans út úr Holmens kirke. Hilmar Snorrason Á strandstað TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, yfir Wilson Muuga. Þegar flutningaskipið Wilson Muuga strandaði rétt við Sandgerði fyrir ári þurfti að hafa snarar hendur. Danska varðskipið Triton fór til hjálpar og þegar skipverjar af því lentu í vandræðum var áhöfn þyrlunnar TF-Líf kölluð til. Hinni erfiðu björgun er lýst í bókinni Útkall, þyrluna strax! eftir Óttar Sveinsson. í öllum stærðum Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) • www.gala.is Opið mán. - föst. 11-18.00, laug. 11-16.00 Gina Bacconi Michaela Louisa Haust Pause Café Einnig, glæsilegir galakjólar frá BIBBIS. X E IN N E M 07 12 002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.