Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ »Eins og ég sagði áður viðsvipuð tækifæri, þá horfi ég aldrei í baksýnisspegilinn. Hann er bara ekki til. Hannes Smárason , eftir að hann hætti sem forstjóri FL Group og tók sæti í stjórn fé- lagsins um leið og forsvarsmenn Baugs Group ákváðu að auka hlutafé sitt í FL Group um allt að 67 milljarða króna. » Tilfinningaleg fátækt er aðaukast, þeir sem búa við lök- ustu kjörin upplifa sig svo van- máttuga, því velmegunin er aug- lýst upp í samfélaginu og kröfurnar. Vilborg Oddsdóttir , félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. » Þetta er einhver skógarferðsem við vitum ekki hvar endar. Þórarinn Tyrfingsson , yfirlæknir á Vogi, um minnisblað sem formaður samninga- nefndar heilbrigðisráðherra lagði fram á fundi með forsvarsmönnum SÁÁ og felur að mati Þórarins í sér kostnaðarauka fyrir sjúklinga. » Þetta gæðir tilveruna meirilitadýrð og gleði. Freyja Haraldsdóttir þegar hún fékk Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands í flokki einstaklinga. »Menn ganga í bandalag meðallskonar viðbjóði án þess kannski að vera vondir, það er bara svo auðvelt að láta reka á reiðanum. Georg Viðar Björnsson , sem ungur var vistaðar á Breiðavík, í pallborðsumræðum eftir sýningu myndarinnar Syndir feðr- anna. »Núna treysti ég engum út-gefanda betur en mér. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson , ljóðskáld og tónlistarmaður, sem sem hefur rekið forlagið Dimmu í nokkur ár. Ummæli vikunnar Mómtæli Á Taívan var mótmælt til að þrýsta á loftslagsfundinn í Balí, sem á að marka framhald Kýótó. Einn mótmælandi setti upp hjálm með dauð- um greinum til að minna á hættuna af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Reuters Erlent | Á Spáni hafa verið sett lög til að stöðva dýrkun á Franco, en er slík löggjöf holl lýðræðinu? Tónlist | Hljómsveitin Led Zeppelin olli straumhvörfum í rokktónlist. Á morgun kemur hún saman á nýjan leik. Knattspyrna | Gengi Tottenham Hotspur hefur ekki verið í samræmi við væntingar og liðið þykir leika undir getu. VIKUSPEGILL» Eftir Ian Buruma New York Spænska þingið samþykkti í októberlöggjöf um sögulegt minni. Þar erkveðið á um bann við fundum og minn-isvörðum til heiðurs einræðisherran- um Francisco Franco heitnum. Falangista- stjórn hans verður opinberlega fordæmd og fórnarlömb hennar heiðruð. Setja má fram trúverðugar ástæður fyrir setningu slíkra laga. Fjöldi manns, sem fasistar myrtu í borgarastyrjöldinni á Spáni, liggur í fjöldagröfum án þess að nokkur minnist þeirra. Enn má finna ákveðna fortíðarþrá lengst til hægri eftir einræðisstjórn Francos. Fyrr á þessu ári safnaðist fólk saman við gröf hans og kyrjaði „Við unnum borgarastríðið!“ Um leið voru sósíalistar og útlendingar úthrópaðir, sér- staklega múslímar. Ætla mætti að þetta væri næg ástæða fyrir José Luis Rodríguez Zapa- tero forsætisráðherra til að nota lögin í því skyni að reka út djöfla Francos í þágu heil- brigðis lýðræðisins. Löggjöf getur hins vegar verið bitlaust vopn í viðureigninni við söguna. Umræða um söguna verður ekki óleyfileg á Spáni, en það gæti meira að segja verið of langt gengið að banna athafnir til að halda upp á fortíðina. Löngunin til að stjórna bæði fortíðinni og samtíðinni er vitaskuld nokkuð, sem einræðisríki eiga sam- eiginlegt. Þetta er hægt að gera með staðlaus- um áróðri, afbökun sannleikans eða yfirhylm- ingu staðreynda. Hver sá sem nefnir atburðina á Torgi hins himneska friðar (og mörgum öðr- um stöðum) í Kína í júní 1989 hafnar áður en langt um líður í fremur harkalegum faðmi ör- yggislögreglu ríkisins. Reyndar er margt af því sem gerðist í stjórnartíð Maós formanns enn ekki rætt. Opin sár fortíðarinnar Spánn er hins vegar lýðræðisríki. Stundum eru sár fortíðarinnar enn svo opin að meira að segja lýðræðisstjórnir knýja vísvitandi á um þögn til þess að hlúa að einingu. Þegar Charles de Gaulle blés nýju lífi í franska lýðveldið eftir síðari heimsstyrjöld hunsaði hann sögu Vichy- stjórnarinnar og samvinnu Frakka við nasista og lét eins og allir franskir borgarar hefðu ver- ið fyrirmyndar föðurlandsvinir og lýðveldis- sinnar. Frásagnir, sem voru nær sannleikanum, til dæmis framúrskarandi heimildarmynd Mar- cels Ophuls, Sorgin og vorkunnin, frá 1968 voru litnar hornauga, svo ekki sé meira sagt. Kvik- mynd Ophuls var ekki sýnd í franska ríkissjón- varpinu fyrr en 1981. Spánverjar hafa líka farið mjög varfærnum höndum um sögu sína frá andláti Francos 1975. En minninu verður ekki afneitað. Ný kyn- slóð í Frakklandi sem fæddist eftir stríðið rauf hina opinberu þögn með flóði af bókum og myndum um samstarfsvilja Frakka í helförinni og hina samstarfsfúsu stjórn í Vichy, sem á stundum var í anda rannsóknarréttarins. Franski sagnfræðingurinn Henri Russo kallaði þessa nýju afstöðu „Vichy-heilkennið“. Spánverjar virðast vera að ganga í gegnum svipað ferli. Börn Francos eru að bæta fyrir þögn foreldra sinna. Skyndilega er ekki hægt að þverfóta fyrir borgarastyrjöldinni, hvort sem það er í bókum, sjónvarpsþáttum, bíó- myndum, fræðilegum seminörum eða nú síðast í löggjöf landsins. Uppgjör í Suður-Kóreu Þetta er ekki bara evrópskt fyrirbæri og ber því heldur ekki vitni að gerræðislegir stjórn- arhættir séu að ryðja sér til rúms. Þvert á móti fylgir það oft auknu lýðræði. Þegar herforingj- ar réðu ríkjum í Suður-Kóreu var ekki minnst á samstarf Kóreumanna við hina japönsku ný- lenduherra á fyrri hluta tuttugustu aldar, að hluta til vegna þess að herforingjarnir, þar á meðal Park Chung Hee sjálfur, voru í hópi hinna samstarfsfúsu. Nú hafa ný sannleiks- og sáttalög Rohs Moohyuns forseta ekki bara leitt til opinberrar umræðu um opin sár sagnfræð- innar, heldur til þess að samverkamenn fortíð- arinnar eru eltir uppi. Búnir hafa verið til listar yfir fólk, sem gegndi mikilvægu hlutverki í nýlendustjórn Japana. Þeir ná yfir allt frá háskólaprófess- orum til lögreglustjóra og jafnvel barna þeirra í samræmi við þá speki Konfúsíusar að fjölskyld- ur beri ábyrgð á framferði einstakra fjöl- skyldumeðlima. Sú staðreynd að margir fjöl- skyldumeðlimir, þar á meðal dóttir Parks Chungs Hees, Geon-hye, styður Íhaldsflokk- inn, sem er í stjórnarandstöðu, er ekki talin til- viljun. Það að ljúka upp dyrunum að fortíðinni þannig að almenningur geti farið ofan í saum- ana á henni er hluti af því að viðhalda hinu opna samfélagi. En þegar ríkisstjórnir fara af stað getur sagan hæglega orðið að vopni til að beita gegn pólitískum andstæðingum og þar með orðið jafn skaðleg og að banna sagnfræðilegar rannsóknir. Það er ærin ástæða til að láta deil- ur um sagnfræði rithöfundum, blaðamönnum, kvikmyndagerðarmönnum og sagnfræðingum eftir. Eru afskipti stjórnvalda réttlætanleg? Afskipti stjórnvalda er aðeins réttlætanleg í mjög takmörkuðum skilningi. Mörg lönd setja lög til að koma í veg fyrir að fólk hvetji aðra til að fremja ofbeldisverk, þótt sum gangi lengra. Til dæmis eru hugmyndafræði og tákn nasista bönnuð í Þýskalandi og Austurríki og afneitun helfararinnar telst glæpur í þrettán löndum, þar á meðal Frakklandi, Póllandi og Belgíu. Í fyrra kom einnig fram í Frakklandi frumvarp um að banna afneitun þjóðarmorðs Armena. En þótt ýtrasta varkárni sé stundum skilj- anleg, getur verið að ekki sé skynsamlegt, sem almennt lögmál, að líta svo á að banna eigi ógeðfelldar eða einfaldlega sérviskulegar skoð- anir á fortíðinni. Það að banna tilteknar skoð- anir, sama hvað þær eru afbrigðilegar, hefur það í för með sér að talsmenn þeirra eru settir á stall andófsmanna. Í liðnum mánuði varð breski rithöfundurinn David Irving, sem settur var í fangelsi í Austurríki fyrir að afneita hel- förinni, þess undarlega heiðurs aðnjótandi að verja málfrelsi í umræðum í Oxford. Þótt borgarastyrjöldin á Spáni hafi ekki ver- ið neitt í líkingu við helförina má finna svigrúm til túlkunar í beiskri sögu hennar. Sannleik- urinn verður aðeins kallaður fram ef fólk hefur frelsi til að leita hans. Margt hugrakkt fólk hef- ur hætt lífi sínu – og glatað – til að verja það frelsi. Það er rétt hjá lýðræðisríki að afneita einræði og nýju lögin á Spáni eru orðuð með varfærnislegum hætti, en betra væri að fólk nyti frelsis til að hampa pólitískum skoðunum sínum, jafnvel þótt þær séu ógeðfelldar, vegna þess að lagaboð hlúa ekki að frjálsri hugsun, þau hefta hana. Lagaboð og söguskoðanir Spánverjar hafa sett lög sem kveða á um að ekki megi heiðra einræðisstjórn Francos  Sagan er við- kvæmt viðfangsefni og lætur illa að stjórn  Er lýðræðisríkjum hollt að lögbinda söguskoðanir? Reuters Bannað tákn Maður með fána með mynd af erni Jóhannesar skírara fyrir utan kirkju í Valle de los Caidos. Örninn er tákn um tíma Francos og í kirkjunni fór fram minningarathöfn um einræðisherrann fyrrverandi. Arnartáknið verður bannað þegar ný löggjöf tekur gildi á Spáni. ERLENT» Í HNOTSKURN »Francisco Paulino Hermenegildo Teó-dulo Franco Bahamonde fór fyrir þjóð- ernissinnum í borgarastyrjöldinni, sem stóð á Spáni frá 1936 til 1939. »Ódæðisverk voru framin á báða bóga íborgarastyrjöldinni, en aftökur stjórn- ar Francos á tugum þúsunda andstæðinga hans sem haldið var áfram eftir að stríðinu lauk þykja hans mesti glæpur. »Þegar heimsstyrjöldinni síðari laukfékk Franco stimpilinn síðasti fasíski einræðisherrann og var illa þokkaður. »Franco lét af embætti forsætisráðherraSpánar árið 1973, en gegndi stöðu þj́óðarleiðtoga til dauðadags 1975. »Franco ákvað 1969 að Jóhann Karlprins skyldi verða arftaki sinn. Eftir að Jóhann Karl varð Spánarkonungur hófst hann handa við að afnema einræðið og þremur árum síðar var komið á lýðræði. Höfundur er prófessor í lýðræði, mannréttindum og blaðamennsku við Bard College. Nýjasta bók hans heitir Murder in Amsterdam: The Death of Theo Van Gogh and the Limits of Tolerance. ©Project Syndicate.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.