Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 33
sem annaðist sölu 11 skipa fyrir
Bandaríkjastjórn í desember 1947
lágu fyrir 70 umsóknir. Íslendingar
hrepptu eitt þessara ellefu skipa.“
Frá heimsstyrjöld til herverndar
er 352 blaðsíður með rösklega 300
myndum. Meðal annarra efnisþátta
tíundar Friðþór Eydal; Flugvall-
argerð og varnarviðbúnaður, Orr-
ustuflugsveit á Patterson-flugvelli
og könnunarflug Þjóðverja, Bæki-
stöð í ferju- og millilandaflugi og
þýðing hennar í styrjöldinni, Mik-
ilvægt kafbátaleitarflug og kafbáta-
veiðar á Faxaflóa, Herstöðvabeiðni
og Keflavíkursamningur, Afhending
Keflavíkurflugvallar með gögnum
og gæðum, Flugvallarrekstur Am-
erican Overseas Airlines, Bygging-
arstarfsemi bandarískra verktaka –
Hamilton-félagið, Lockheed Air-
craft Overseas Corporation tekur
við rekstrinum, Áningarstaður í al-
faraleið, Leitar- og björgunarflug
Bandaríkjamanna og íslenzkra flug-
manna og Framvarðarstöð í hern-
aðaráætlunum og stofnun Atlants-
hafsbandalagsins.
freysteinn@mbl.is
komin á bók
Úr bók Friðþórs Eydal
Sagan Ólafur Thors utanríkisráðherra, Hermann Jónasson, forsætisráðherra og Sveinn Björnsson, ríkisstjóri og síð-
ar forseti, með yfirmönnum Bandaríkjaflota á Íslandi á þilfari USS Williamsburg í Reykjavíkurhöfn 7. marz 1942.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 33
(í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection)
Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355
Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355
Ný ver
slun
Nægbílastæði
Gleðileg jól
Glæsilegar jólagjafir
M
b
l 9
25
96
9
Nýtt kortatímabil
Opið alla daga til jóla
Jólasöfnun
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
er hafin
Þeir sem vilja leggja nefndinni lið vinsamlega
hafið samband á skrifstofutíma í síma 551 4349
eða á netfangið maedur@simnet.is.
Einnig er hægt að leggja framlög inn á reikning
nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12b.
Málstofa í Landbúnaðarháskóla Íslands
10. desember kl. 15 á Keldnaholti
Hraun í Öxnadal og
Jónas Hallgrímsson
Í erindinu fjallar Bjarni
Guðleifsson um jörðina Hraun
í Öxnadal, sögu staðarins
og landmótun þar og hvað
hefur verið að gerast þar á
undanförnum árum. Einnig um
það hvaða áhrif stórbrotin náttúra
hefur haft á náttúrufræðinginn og
skáldið Jónas Hallgrímsson.
Bjarni E. Guðleifsson flytur erindi
í málstofu LbhÍ 10. desember.
Bjarni tók doktorspróf við
landbúnaðarháskólann á Ási í
Noregi og sérhæfði
sig í jurtalífeðlisfræði.
Hann vann
tímabundið að
rannsóknum í
Kanada, Noregi
og Þýskalandi en
annars hefur hann
starfað allan sinn starfsferil hjá
Rala og síðan LbhÍ á Möðruvöllum
í Hörgárdal. Hann hefur fengist
við rannsóknir á kalskemmdum
og vetrarþoli plantna og einnig
rannsakað áhrif mannlegra
athafna á smádýralíf í gróðri
og mold. Bjarni er fjölfróður um
náttúru Íslands og hefur m.a. gefið
út bækur í ritröð undir nafninu
Náttúruskoðarinn, en þar eru ýmis
fyrirbæri kynnt í alþýðlegum texta.