Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ borginni í dag er eins og það er og fólk á skilið mannsæmandi húsnæði.“ Helmingur alls leiguhúsnæðis í New Orleans eyðilagðist í fellibylnum og flóðunum sem fylgdu. Í dag er gríðarlegur skortur á íbúð- arhæfu húsnæði á viðráðanlegu verði. „Til hvers að rífa niður hús sem skemmdust ekki í fellibylnum á sama tíma og skortur á hús- næði er eitt aðalvandamálið hérna?“ spyr raf- virkinn Ray mig og klórar sér í kollinum. Í hálft ár hefur hann unnið að því að gera upp heimili fólks í austurhluta borgarinnar og í efra níunda hverfi. „Það mun taka mörg ár að endurbyggja öll þessi skemmdu hús,“ segir hann og bætir hálfgáttaður við: „Þetta er svo ótrúlega tíma- frekt.“ Félagsráðgjafinn James Morris þykist viss um hvað býr að baki ákvörðuninni. „Núna á náttúrlega bara að nýta tækifærið og hreinsa til í borginni. Fegra hana,“ segir hann og er reiður. Þegar ég horfi spurnaraugum á hann bætir hann við: „Yfirvöld vilja einfaldlega fá- tæka blökkumenn burt héðan og nú hefur tæki- færið gefist.“ Hverjir fá að koma aftur? New Orleans var áður ein af fátækustu borg- um Bandaríkjanna og lagðist nánast í rúst eftir að varnargarðarnir í kringum hana brustu og vatn flæddi yfir 80% borgarinnar. Í framhald- inu leit fólk hvað á annað og velti fyrir sér hvað tæki við. Yrði borgin endurbyggð? Hvernig yrði hin nýja New Orleans? Rannsókn sem gerð var á vegum Brown Uni- versity á áhrifum fellibyljarins, nokkrum mán- uðum eftir hann, benti á að stefna stjórnvalda varðandi það hverjum yrði gert kleift að snúa til baka, til hvaða hverfa og með hvers kyns hjálp, myndi hafa mikil áhrif á hvernig borg New Or- leans yrði í framtíðinni. Rannsóknin sýndi það sem margir segja mér að þeir hafi reyndar vel vitað: Að blökkufólk, fólk í leiguhúsnæði, fátæk- ir og atvinnulausir hafi orðið hlutfallslega verr fyrir barðinu á fellibylnum og flóðunum en aðrir borgarbúar. Sökum þess að hverfi þar sem fá- tækt blökkufólk var í miklum meirihluta eyði- lögðust bentu skýrsluhöfundar á að aðkallandi spurning vaknaði: Borg hverra yrði endur- byggð? Í lok árs 2007 hefur borg þeirra sem reiða sig á almenningssjúkrahús að minnsta kosti ekki verið endurbyggð. „Þeir sem eiga peninga geta farið á sjúkrahús, en þeir sem eru án sjúkra- tryggingar hafa lítil úrræði í New Orleans í dag. Charity Hospital er enn lokaður. Annars staðar Þ að má heyra saumnál detta í stóru húsi við Freret-stræti. Í húsinu við hliðina sömuleið- is, raunar í öllu hverfinu. Á gólfinu liggur máð ljósmynd af þremur drengjum en inni í skáp hangir grár, lítið not- aður jakki. Þetta er hverfi fé- lagslegra íbúða sem stendur autt. Áður en fellibylurinn Katrína gekk á land í lok ágústs 2005 bjuggu rúmlega 5.000 fjöl- skyldur í New Orleans í slíkum íbúðum. Á fimmtudag í næstu viku verður byrjað að rífa niður 4.600 þeirra – ekki vegna þess að Katrína eyðilagði þær, heldur vegna þess að þær voru mörgum þyrnir í auga. Fellibylurinn þykir hafa opnað margvísleg tækifæri til að taka til hönd- um í borginni. Eins og einn af ríkustu við- skiptamönnunum í New Orleans, Joseph Caniz- areo, benti á, hefðu menn „í raun auða síðu til að byrja á. Og með því opnast gríðarstór tæki- færi“. Ekki eru allir sammála um hverjum tækifær- in og breytingarnar munu koma til góðs. „Guð gat það“ „Loksins hreinsuðum við upp félagslegu íbúðirnar í New Orleans. Við gátum ekki gert það, en Guð gat það,“ var haft eftir þingmann- inum og repúblikananum Richard Baker eftir fellibylinn Katrínu. Nokkru síðar voru kynntar áætlanir um að rífa niður fjögur stærstu hverfin með félagslegum íbúðum í borginni. Í þeirra stað skyldu einkaaðilar reisa blandaða byggð fólks með „blandaðar tekjur“. „Sem sé þeirra sem eiga meiri peninga,“ er hvíslað að mér á Freret-stræti. Aðrir hrista höf- uðið og benda mér á að ákveðin pláss í nýju byggingunum verði frátekin fyrir fyrrverandi íbúa. Auk þess geti ekki verið æskilegt að safna fátæku fólki saman í þar til gerð hverfi. Bill Quigley, prófessor og einn lögfræðinga íbú- anna, tekur undir það en bendir á að hafa verði í huga að fráteknu plássin muni einungis vera um 750 talsins og því sé um 82% skerðingu fé- lagslegs húsnæðis í borginni að ræða. Auk þess sé í millitíðinni búið að loka fólk úti af heimilum sínum. „Hvað verður um þá sem síðan komast ekki inn í nýju húsin er góð spurning,“ segir annar lögfræðingur, Hiroko Kusuda hjá Loyola Uni- versity Law Clinic and Center for Social Jus- tice. „Yfirhöfuð er ég ekki hrifin af því að safna fátæku fólki á afmarkaða staði, en ástandið í eru bráðadeildir yfirfullar og þurfa stundum að neita að taka við fólki,“ bendir Hiroko Kusuda á. Miðað við landsmeðaltal áttu óvenju fáir í New Orleans eigin íbúðir og raunar var meira en helmingur borgarbúa á leigumarkaðinum. Íhlutanir af hálfu yfirvalda í neyðarástandinu eftir fellibylinn hafa hins vegar fyrst og fremst snúið að þeim sem eiga eigin húsnæði. Þær að- gerðir hafa reyndar gengið afar hægt: Þótt 27 mánuðir séu liðnir frá fellibylnum bíða enn 64% eftir fjárhagsaðstoð til að endurnýja húsnæði sitt. Mér er ítrekað sagt að enn hægar gangi að vinna í málefnum þeirra sem áður leigðu. Tvöfalt fleiri á götunni Margir búa á götunni í New Orleans og hafa reyndar lengi gert. En heimilislausum fjölgar stöðugt. „Við sjáum greinilega aukningu. Fleiri eru á götunni en áður,“ segir starfsfólk hjá Oz- ana Inn-gistiskýlinu sem hýsir heimilislausa karlmenn og gefur um tvö hundruð manns að borða á dag. Regnhlífarsamtökin Unity of Greater New Orleans áætla raunar að um 12.000 manns séu heimilislausir í New Orleans í dag – tvöfalt fleiri en fyrir fellibylinn Katrínu. Á sama tíma hefur borgarbúum fækkað, enda vantar enn um þriðj- ung þeirra. „Það hverjir eru heimilislausir hefur breyst eftir Katrínu. Meira er um eldra fólk og fatlaða en áður,“ tjáir Lucinda Flowers hjá Unity mér. Að sögn samtakanna býr fólkið ýmist á götunni, í bílum, í tjöldum, í yfirgefnum byggingum eða í skýlum fyrir heimilislausa. Inni í þessari tölu eru ekki allar þær þúsundir sem síðan eftir felli- bylinn hafast við í húsvögnum frá bandarísku al- mannavörnunum, FEMA. Unity bendir á að mikill fjöldi fólks sé í bráðri hættu á að lenda í sömu stöðu og þeir sem þegar eru heimilislausir, meðal annars vegna þess að fólk búi í of dýru leiguhúsnæði sem það geti ekki haldið. Fyrir fellibylinn hafi 65 ára gömul mann- eskja venjulega ekki sést meðal útigöngufólks en nú finnist fólk allt að 88 ára við slíkar að- stæður. Upp á síðkastið hefur fólk í húsvagnabyggð- um þar að auki fengið tilkynningu um að yf- irgefa þær á næstunni. Þeir sem ekki hafa að- gang að húsnæði til að leggja húsvagninum við búa í slíkum byggðum. Þessar vikurnar er verið að loka mörgum þeirra og stefnt er á að loka öllu innan hálfs árs. Fjölmargir segja mér að þeir óttist hvað verði um íbúana. Öryggisverðir á vegum FEMA benda mér hins vegar á að ekki sé ástæða til að óttast  „málefnum allra verði Hvað mun rísa? Múrsteinströppur á auðri lóð í neðra níunda hverfi í New Orleans. Hvað verður byggt á lóðinni og í hvernig borg? NÝ ORLEANS? Fegrunaraðgerðir á kostnað þeirra fátæku, fullyrða sumir. Spennandi tækifæri, segja aðr- ir. Endurbygging New Or- leans er umdeild en stórir hlut- ar borgarinnar lögðust í rúst þegar flæddi yfir hana í kjölfar fellibyljarins Katrínu. Hvernig borg rís úr rústunum? Texti og ljósmyndir: Sigríður Víðis Jónsdóttir sigridurv@mbl.is Franska hverfið Svalir og blómaker í hinu sögufræga franska hverfi sem slapp við flóð- in eftir fellibylinn Katrínu árið 2005. Autt Yfirgefið hús nærri miðborginni. Húsvagnar Hluti af borgarlandslaginu. Heimili heimilislausra Fyrir utan ráðhúsið í New Orleans hefst fólk við í tjöldum. Á dýnu gista þau Melvin, Victoria, Daniel og Robert. HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.