Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þér getið verið alveg afslappaðar við jólainnkaupin, frú, hann er jafnvel geymdur hér og í
„Guantanamo“.
VEÐUR
Athyglisvert er að fylgjast meðþingmönnum Samfylkingar-
innar, með viðskiptaráðherra í
broddi fylkingar,
ganga fram í fjöl-
miðlum með ESB-
stjörnur í aug-
unum, eins og að-
ild sé handan við
hornið. Fyrir ör-
fáum mánuðum
stóðu þeir að
stefnuyfirlýsingu
ríkisstjórn-
arinnar, þar sem
segir: „Samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið (EES) hefur reynst
þjóðinni vel og hann er ein af grunn-
stoðum öflugs efnahagslífs þjóð-
arinnar.“ Ekki virðist trúin á þessi
orð meiri en að Samfylkingin er þeg-
ar farin að banka á dyrnar hjá ESB.
Umræðustjórnmálin felast m.a. íþví að tala niður krónuna, að Ís-
lendingar þurfi að taka upp evru og
til þess þurfi að ganga í ESB. Þing-
maðurinn Árni Páll Árnason varar í
Viðskiptablaðinu við hægfara upp-
töku evru, sem „grefur undan efna-
hagslegum stöðugleika og dregur
enn úr virkni peningamálastefnu
Seðlabankans“. Valið stendur að
mati Árna Páls um upptöku evru eða
„úrsögn úr EES og afturhvarf til
endurupptöku gjaldeyrishafta og
skömmtunar fjármagns“.
Björn Bjarnason svarar spurning-unni í Þjóðmálum sem Árni Páll
sniðgengur og segir Íslendinga vel
geta tekið upp evru án þess að ger-
ast aðilar að ESB. El Salvador hafi
t.d. ákveðið einhliða að gera dollar
að gjaldmiðli landsins. Og vilji menn
kasta krónunni megi eins skoða aðra
kosti, s.s. sterlingspund, norska
krónu eða kanadískan dollar.
Hvað sem evru líður er EES-samningurinn hinsvegar enn
mikilvægur Íslendingum, að mati
Björns. Enda ljóst, eins og löngu er
fram komið, að með aðild að ESB
yrði aðeins tímaspursmál hvenær Ís-
lendingar misstu yfirráð yfir fiski-
miðunum. Og vilja Íslendingar það?
STAKSTEINAR
Árni Páll Árnason
Með ESB-stjörnur í augunum
SIGMUND
!
"
#$
%&'
( )
* (!
+ ,-
. / 0
+ -
! " "
! " "
#
12
1
3
4
2-2
* -
5 1
%
6!
(78
9 4 $ (
%
#
:
3'45;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@).?
&" "
$" &" "
*$BCD
!
"
#
$
*!
$$
B *!
'!( )
(
#%* #
<2
<! <2
<! <2
')
+,- . #/
-
E F8 F87
%
$
#
$ &#
'(
)
$
* +
"
6
2
)
$ $
#,(
,
,-
#& )
!
"
B
-. ,(
,
-
$
# /
'
(
#0
$##11# 01 ! #22
# % ! 3# %# +, 4 "
" $" Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Birkir Jón Jónsson | 7. desember
Kosið á næsta ári?
OECD, Standard og
Poors, Seðlabankinn,
fjármálafyrirtæki, aðilar
vinnumarkaðarins og við
framsóknarmenn höfum
varað eindregið við þess-
ari vinsældapólitík rík-
isstjórnarinnar. Þess vegna höfum við
framsóknarmenn ekki lagt til gríðarleg
útgjöld í fjárlagaumræðunni (sem er yf-
irleitt fallið til vinsælda um stund-
arsakir). Það er ólíkt öðrum stjórn-
málaflokkum á Alþingi sem keppast
við að yfirbjóða hver annan […]. Getur
það verið að ríkisstjórnarflokkarnir sjái
fram á kosningar á næsta ári?
Meira: birkir.blog.is
Marinó G. Njálsson | 7. desember
Upp og niður
Umhverfisvísitala
þýsku umhverfis-
samtakanna German-
watch fyrir árið 2008
hefur verið kynnt í Bali.
Þar er Ísland í 3. sæti
og hefur hækkað sig
einhver ósköp á milli ára, úr 14.
sæti í fyrra. Sé farið tvö ár aftur í
tímann, þá kemur í ljós að Ísland
hefur fallið um tvö sæti. Sam-
anburður á milli ára virðist ekki
mögulegur, því það er eins og gögn
um Ísland hafi breyst mjög mikið á
tímabilinu. Meira en svo að þeim sé
hreinlega hægt að treysta.
Meira: marinogn.blog.is
Sigurður Þorsteinsson | 8. desember
Vont fyrir umræðuna
Jóhannes í Bónus telur
að hann njóti ekki jafn-
ræðis í Morgunblaðinu
og Björn Bjarnason hjá
DV. Án þess að hafa
skoðað málið ítarlega
virðist mér báðir hafa
talsvert til síns máls. Slíkt er fyrst og
fremst vont fyrir lýðræðislega um-
ræðu. Sem betur fer skaðast fjölmiðl-
arnir á óvönduðum vinnubrögðum. Al-
menningur beinir viðskiptunum frá
þeim fjölmiðlum a.m.k. í einhverjum
mæli og pistlahöfundar vilja margir að
greinar þeirra birtist í vönduðum fjöl-
miðlum […]
Meira: ziggi.blog.is
Ómar Ragnarsson | 8. desember
„Second to none“
Ofantalin þrjú orð eru í
miklu dálæti hjá Banda-
ríkjamönnum þegar
hernaðarmáttur er ann-
ars vegar og dugði vel í
kalda stríðinu. Þegar
menn önduðu léttara
við fall Sovétríkjana og veikingu Rúss-
lands vildi hinn mikli kjarnorkuhern-
aðarmáttur landsins gleymast, en
hann gefur landinu sérstöðu miðað
við önnur öflug ríki eins og Japan og
Kína.
Gallinn við stefnu í varnarmálum öfl-
ugra ríkja er sú kenning sem menn
treysta sér ekki til að hafna, að ein-
hliða varnarviðbúnaður nægi ekki
nema til staðar sé líka geta til sóknar.
Líklega er besta dæmi hern-
aðarsögunnar um þetta einhliða varn-
arviðbúnaður Frakka og Breta við upp-
haf seinni heimsstyrjaldarinnar. Engin
áætlun var til hjá þeim um sókn inn í
Þýskaland og vesturveldin höfðu ekki
þorað að framleiða stórar sprengju-
flugvélar vegna þess að þær yrðu tald-
ar sóknarógnun.
Fyrir bragðið gátu Þjóðverjar ósköp
rólegir sent nær helming herafla síns í
innrásina í Pólland og lungann úr bryn-
sveitum sínum (panzer), skrið-
drekasveitum. Þeir luku leiðangrinum
á methraða og voru síðan komnir til
baka með heraflann til vest-
urlandamæranna á methraða eftir ný-
lögðum hraðbrautum.
Ráðamenn í austustu ríkjum NATÓ
telja líklega ekki nægja að hafa þar
hreinan varnarbúnað til að tryggja sig
gegn huganlegri ásælni Rússa heldur
þrýsta á sóknarbúnað í formi eld-
flauga.
Rússar telja sig á sama hátt ekki
getað látið sem ekkert sé og aðeins
treyst á varnarbúnað sinn heldur grípa
þeir að sjálfsögðu til kjarnorkumáttar
síns, eflingar sóknareldflauga og hefð-
bundins herafla í Evrópu.
Afleiðingin getur varla orðið nema
ein: Vígbúnaðarkapphlaup, enn eina
ferðina.
Það var dásamlegt að mannkynið
slapp við gereyðingarstríð þegar kalda
stríðið stóð sem hæst. Gallinn við það
er bara sá að úr því að mannkynið
slapp í það sinn fara menn að treysta
því sem gefnum hlut að vígbún-
aðarkapphlaup geti ekki endað í slíku
stríði. En lögmál Murphys lætur ekki
að sér hæða. Ef eitthvað getur farið
úrskeiðis mun það fyrr eða síðar ger-
ast.
Meira: omarragnarsson.blog.is
BLOG.IS
Smáralind • Sími 528 8800 • www.drangey.is
STÓRAR STÆRÐIR
Ítalskar mokkasínur
Margar gerðir
- frá kr. 9.800
M
b
l 9
45
70
0
FRÉTTIR
DÓMSTÓLL í Suður-Afríku hefur
dæmt Willie Theron, þrítugan Suð-
ur-Afríkubúa, fyrir morðið á Gísla
Þorkelssyni í Boksburg árið 2005.
Staðfesting þess efnis barst utanrík-
isráðuneytinu fyrir helgi og í fréttum
Stöðvar 2 á föstudag kom fram að
Theron hefði hlotið ævilangt fang-
elsi.
Á síðasta ári var Desereé Ober-
holzer dæmd í 20 ára fangelsi fyrir
aðild að morðinu. Yfirréttur í Jó-
hannesarborg komst svo að þeirri
niðurstöðu fyrir mánuði að Theron
hefði myrt Gísla
til fjár. Hann
sýknaði hins veg-
ar þrjá aðra sak-
borninga af
ákæru um aðild
að morðinu, þar á
meðal eiginkonu
Therons.
Lík Gísla
fannst í júlí 2005 í
ruslatunnu í garði
Therons. Tunnan hafði verið fyllt af
steypu.
Gísli
Þorkelsson
Í ævilangt fangelsi