Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 21 aðurinn – hin ótrúlega velgengni gerði að verkum að menn hreinlega klóruðu sér í hausnum og eru reynd- ar að því enn. Ljósmyndin þar sem meðlimir Zeppelin standa fyrir framan einkaþotuna sem ferjaði þá á milli borga í Bandaríkjunum er táknræn fyrir þessa tíma. Þetta var árið 1973 en aðeins fimm árum áður var hljómsveitin að gigga í litlum klúbbum í Svíþjóð, þá undir nafninu The New Yardbirds. Hlutirnir gerð- ust hratt. Umboðsmaður sveitarinn- ar, Peter Grant, reyndist mikill brautryðjandi í sínu starfi og hann keyrði sveitina áfram á hnefunum og það bókstaflega. Grant nennti engu bulli og lifði fyrir sveitina nótt sem nýtan dag. Hann sá til þess að sveit- in fengi almennilega borgað fyrir tónleika og breytti raunverulega hugsunarhætti bransans, sem var á þá leið að hljómsveitir væru venju- lega aumingjalegir þrælar undir hælnum á útgáfuhákörlunum. Grant sneri þessu við og gerði umbjóðend- ur sína að milljónamæringum og sýndi fram á að það væri hægt að stórgræða á rokkinu. Hann átti þá hugmyndina að því að aldrei voru gefnar út smáskífur af plötum Zep- pelin, nokkuð sem væri óhugsandi í dag, ætlaði hljómsveit að ná árangri. Allt small Eftirlifandi meðlimir Led Zeppel- in eru á því að þeir hafi ekki komið saman aftur „almennilega“ fyrr en nú, 27 árum eftir síðustu tónleika sveitarinnar. Þeir Jimmy Page, John Paul Jones og Robert Plant hafa nefnilega leikið saman á sviði sem Led Zeppelin eftir 1980 en Page, sá af þeim sem hefur passað best upp á arfleifðina, gerir lítið úr þessum uppákomum. Sú fyrsta var á Live Aid: „Við æfðum ekkert. Og Phil Collins var uppi á sviði með okkur!“ Þá komu þremenningarnir, ásamt Jason, saman árið 1988 í veislu sem var haldin í tilefni af fjörutíu ára afmæli Atlantic-útgáfu- fyrirtækisins. Þeir léku svo sama leik árið 1995, er sveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins. Page tel- ur ekkert af þessu hafa verið alvöru gigg. Annað er hins vegar upp á ten- ingnum nú. Og aftur var það Atl- antic-fyrirtækið sem leiddi sveitina saman. Fráfall Ahmets Erteguns, stofnanda útgáfunnar, í desember 2006 kom hlutunum í gang en Zep- pelin-liðar voru allir með hann hátt á stalli, þar sem hann hafði raunveru- lega ástríðu fyrir tónlist, ekki bara peningum. Samkvæmt Page kom sveitin saman á æfingu, ásamt Jason Bon- ham, og allt small á fyrsta korterinu. Í nýjasta hefti Mojo er viðtal við Page, Plant og Jones (öll tekin sér) og það er merkilegt að sjá að allir hafa þeir mismunandi sýn á komandi tónleika. Page er auðsýnilega spenntastur fyrir endurkomunni og lýsir því yfir að hann hafi fulla trú á því að hann og félagar geti sýnt fólki hvað Zeppelin snýst um. Plant er værukærari, en hann hefur alla tíð rekið sæmilega farsælan sólóferil og ekki verið jafn beintengdur í Zeppel- in. Hann og Page hafa unnið þó- nokkuð saman en nýjasta plata Plants er plata sem hann gerir með bandarísku blágrasstjörnunni Al- ison Krauss (sem situr viðtalið með honum). Plant virðist þó klár í slag- inn og vel það og sama má segja um hinn hljóðláta John Paul Jones sem var ekki sáttur er Plant og Page komu saman árið 1994 og tóku upp nokkur Zeppelin-lög fyrir MTV Unplugged-þáttinn (UnLedded var hann þá kallaður). Jones er í verk- efninu af heilum hug en það er at- hyglisvert að hann segir að enn sé ekki búið að losa að fullu um spennuna sem er á milli hans annars vegar og Plants/Page hins vegar. Þessi (heilaga) þrenning er þó á því að það sé fyrst og fremst Jason Bon- ham, áhugi hans og ástríða, sem bindi verkefnið saman. Á nálum Endurkomutónleikarnir verða sumsé annað kvöld. Fréttir af frammistöðunni eiga eflaust eftir að rata inn á vefsíður um miðnæturbilið og „niðurstaðan“ verður ljós daginn eftir. Er fólk spennt? Eða skiptir það kannski minnstu máli hvort menn renna á rassinn eða ekki? Margir eru eflaust á nálum yfir því að glæstur ferill sveitarinnar verði dældaður á meðan aðrir liggja á bæn og óska þess að meðlimir komist í slíkan gír að ákveðið verði að leggja í nýtt efni – og frekari tónleika í kjöl- farið. Persónulega finnst mér þessir endurkomutónleikar ekki skipta mestu. Aðalmálið er umræðan sem þeir hafa hrundið af stað og það að nýir hlustendur séu kynntir fyrir þessari öndvegissveit. Ég nenni ekki einu sinni að fara út í pólitíkina og deilur um siðferðið varðandi enda- lausar endurpakkningar og endur- útgáfur. „Whole Lotta Love“ er á fullu blasti í stofunni þar sem ég rita þessi lokaorð. Ég er sáttur. Reuters Í ham Robert Plant og Jimmy Page fremstir meðal jafningja. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is Með Logitech fjarstýringunni líður þér eins og þú hafir öll völd í hendi þér. Þú stjórnar öllum tækjum heimilisins með einni fjarstýringu og með aðeins einum takka setur þú heilu aðgerðirnar af stað. Hentu öllum öðrum fjarstýringum, fáðu þér Logitech Harmony. Logitech Harmony fjarstýringar í miklu úrvali. Verð frá 24.995 kr. AÐ STJÓRNA Þú ætlar að horfa á flakkarann - einn takki Það kviknar á flakkaranum, sjónvarpið stillist sjálfkrafa inn á réttu rásina. Þú flakkar svo eftir það á Logitech fjarstýringunni. Auður Jónsdóttir og Þórarinn Leifsson audur@jonsdottir.com og totil@totil.com Loksins fékk ljóðlistin upp-reisn æru, sagði Þórarinnandaktugur yfir tölvunnisinni. Auður lyfti brúnum og spurði hvort hann væri að tala um tilnefningarnar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna. Ég er að tala um ljóðahryðju- verkamann sem heitir Samina Malik og hlaut níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir rétti í London, útskýrði hann. Hún var dæmd fyrir að yrkja ljóð sem yfirvöld álíta hreinan leir- burð – og ólöglegan samkvæmt lög- um um hryðjuverk. Malik þessi vann í sjoppu á Heathrow-flugvelli og hafði fyrir sið að hripa leirburðinn á kvittanir. Dæmigert ólánlegt ung- menni sem leiðist í vinnunni og iðar í hormónauppreisn, já gelgjugrey með bólur, bauga undir augunum og slæðu að hætti múslima, ef þetta er skýr mynd af henni á guardian.co- .uk. Eitt af ljóðunum sem fer fyrir brjóstið á breskum yfirvöldum hljóð- ar svo: Hvernig skal afhausa. Það er ekki eins subbulegt og erfitt og sum- ir halda – þetta snýst allt um lip- urlega hreyfingu úlnliðar. Uppveðruð fullyrti Auður að þetta væri með betri ljóðum sem hún hefði heyrt eftir afgreiðslugelgjur í sjopp- um. Þórarinn bætti þá við að Malik væri nú orðin heimsfrægt ljóðskáld fyrir tilstilli fjölmiðla, enda gætu margir fundið sig í ljóðinu því flestir hefðu einhvern tímann verið í vinnu þar sem þeim var skapi næst að af- höfða yfirmanninn. Fáránlegt að drösla ljóðskáldi fyr- ir rétt, fussaði Auður. Ólíklegasta liði er dröslað þangað, sagði Þórarinn. Í Napólí – borginni þar sem við trúlofuðum okkur forð- um – er búið að stefna Andrési Önd og Mikka mús fyrir rétt. Þeir heita reyndar Signor Peperino og Signor Topolino á ítölsku. Þetta má lesa á Corriere.it, heimasíðu ítalska blaðs- ins Corriere della Serra. Við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að ítalska búrókrasían hefur farið vill vegar. Ákærði var í raun kínverskur svika- hrappur sem gerði sig sekan um að selja ódýrar eftirlíkingar af leik- föngum með myndum af þeim Andr- ési og Mikka. Það er spurning hvort búrókr- asíunni á Ítalíu eða glæpamönnum skjöplist oftar, sagði Auður. Á mir- ror.co.uk las ég um John Darwin, mann sem hlaut uppnefnið Ræðarinn vegna þess að hann þóttist hafa drepist í kanóslysi. Hann var form- lega lýstur látinn árið 2003 og líf- trygging hans greidd út stuttu síðar. Nýlega birtist hann svo sprelllifandi á löggustöð í Englandi og kvaðst vera minnislaus. Brátt fóru menn að gruna hann og eiginkonu hans, Anne Darwin, um græsku. Það var síðan einstæð móðir sem fann hjónin á net- inu eftir að hafa gúglað orðin John, Anne og Panama. Á skjánum birtist strax mynd af skælbrosandi Darwin- hjónunum, tekin í Panama árinu áð- ur. Einstæðu móðurinni fannst að það ætti að tilnefna þau sem heims- ins heimskustu glæpamenn. Þau höfðu að minnsta kosti vit á að tolla í hjónabandinu, sagði Þórarinn kíminn. Á Ekstrabladet.dk var fjallað um rannsókn sem tveir vís- indamenn hjá Michigan State Uni- versity hafa verið að vinna. Þeir upp- götvuðu að þegar allir skilnaðir á árinu 2005 voru teknir saman kom í ljós að nauðsynlegt reyndist að hita og lýsa 38 milljónir herbergja auka- lega í heiminum handa öllum ein- hleypingunum sem streymdu út á kjötmarkaðinn. Að auki eyddu ein- hleypingarnir á þriðju billjón lítra af vatni og 73 milljörðum kílóvatt- stunda – sem hjón hefðu farið miklu betur með. Skilnaðir eru alls ekki umhverfisvænir. Auður sagði að sér þætti þessi frétt bera keim af áróðri gegn ein- hleypum og fremur líklegt að hjón upp til hópa væru hroðalegar um- hverfissubbur á öðrum sviðum. Ertu nú viss um það? sagði Þór- arinn. Eitthvað segir mér að hann hafi verið einhleypur innbrotsþjóf- urinn sem Ekstrabladet.dk sagði líka frá í vikunni. Sá var nú ekki vist- vænn. Hann braust inn í Strandp- arken-hótelið í Holbæk, rændi öllu lauslegu og skrifaði síðan bréf sem hann skildi eftir á vettvangi glæps- ins: Fávitar. Peningaskápurinn var opinn. Ha, ha. Óknyttir afgreiðslu- fólks og svikahrappa FÖST Í FRÉTTANETI»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.