Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 53 NOKKUÐ hefur verið fjallað um þróunarhjálp síðustu daga, innan bloggheima og utan. Þar hafa eink- um þrjár greinar vakið athygli mína; Sólrún María Ólafsdóttir ritar um þróunarhjálp og Malaví í Morg- unblaðið 29. nóvember, Hannes Hólmsteinn Gissurarson um gagns- lausa þróunaraðstoð í Fréttablaðið 30. nóvember og loks bloggar Ívar Pálsson um þróunarlausa aðstoð 1. desember. Það er mikill munur á þessum þremur greinum, Sólrúnar Maríu annars vegar og hinum tveimur hins vegar. Þær eiga það hins vegar allar sameiginlegt að í þeim er vitnað til orða þeirra landlæknishjóna Sig- urðar og Sigríðar í viðtölum eftir að þau komu heim eftir ársdvöl í Malaví. Sólrún María hefur það framyfir þá félaga Hannes Hólmstein og Ívar að hún þekkir málefnið sem hún skrifar um, enda starfar hún hjá Þróunarhjálp Sameinuðu þjóðanna. Hún veit hvað hugtakið þróun- araðstoð felur í sér. Það virðast þeir Hannes og Ívar hins vegar ekki gera; a.m.k. fer það svo, að þegar þeir leita dæma til að sýna fram á til- gangsleysi þróunaraðstoðar þá grípa þeir til dæma á borð við mat- argjafir og peningagjafir til spilltra valdhafa í þróunarríkjunum. Slíkar gjafir eru ekki þróunaraðstoð, ekki heldur fatagjafir sem oft hafa átt sér stað eftir velheppnaðar safnanir hér á landi og annars staðar. Þróun- araðstoð er aðstoð við uppbyggingu og getur tekið mörg ár í sumum til- vikum; fata- og matargjafir eru neyðarhjálp sem ætlað er að bæta úr brýnni, tímabundinni neyð. Ég vona að þeir Hannes Hólmsteinn og Ívar telji það ekki hugmyndafræðilega rangt að koma í veg fyrir að fólk deyi úr hungri eða krókni úr kulda. Það verður að segjast eins og er að þeir sem til þekktu furðuðu sig nokkuð á þeim ummælum sem höfð voru eftir landlæknishjónunum við komuna heim frá Malaví. Ekki vegna þess að þau væru í eðli sínu röng, heldur vegna þess að fram- setningin var slík að halda hefði mátt að stofnunin sem þau hjónin unnu hjá þetta ár í Malaví, Þróun- arsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ), iðkaði þau vinnubrögð sem þau voru að gagnrýna, m.a. gagnslausar pen- ingagjafir. Sem er alrangt. Íslendingar hafa markað ákveðna stefnu í þróunaraðstoð sinni. Stefn- an sú byggist á að gera heimamenn færa um að hjálpa sér sjálfir. Þessi stefna kristallast í starfi ÞSSÍ, sem tekið hefur þátt í fjölda verkefna í Afríkuríkjunum Úganda, Malaví, Mósambík og Namibíu, auk til- tölulega nýrra verkefna í Níkaragúa og á Sri Lanka. Þessi verkefni eru á sviði menntamála (fullorðinsfræðsla, leikskólar, barnaskólar, heyrnleys- ingjaskólar) og annarra félagslegra málefna. Ágætis dæmi um eðli starfsins eru t.d. sjómannaskólinn í Walvis Bay í Namibíu og Rannsóknarstofa fisk- iðnaðarins í Mapútó, Mósambík. Á báðum stöðum var starfsfólk mennt- að og þjálfað, kennarar og stjórn- endur á öllum sviðum í Walvis Bay og starfsmenn, rannsóknarfólk og stjórnendur víða að af landinu í Ma- pútó. Reksturinn er kominn í það horf að Namibíumenn hafa tekið al- farið við sjómannaskólanum í Walvis Bay, sem er viðurkenndur fullkomn- asti sjómannaskóli í Afríku og þótt víðar væri leitað. Í Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins í Mosambík hefur verið byggt upp öflugt vinnslu- og eftirlitskerfi með gæðum sjávarafla, þar sem lokamark- miðið er að ná þeim gæðastaðli sem þarf til að komast inn á markað Evrópusam- bandsins, ekki síst með risarækjur. Á báðum þessum stöð- um var lokamarkið að gera íslenska leið- beinendur þarflausa, þannig að heima- menn geti tekið við og rekið sínar eigin sjálfbæru stofnanir, með öruggum tekju- stofnum. Í Walvis Bay er því tak- marki náð og enginn Íslendingur eftir við skólann; Mósambík er farið að flytja fisk á Evrópumarkað, bein- línis vegna þess gæðastarfs sem rannsóknarstofan hefur verið að skipuleggja vítt um landið með aðstoð ÞSSÍ. Þetta er þróunarhjálp, þróunarsamvinna sem á sér stað í fullkominni samvinnu við sveit- arstjórnir viðkomandi svæðis og það ráðuneyti sem viðkomandi starf- semi heyrir undir, á for- sendum heimamanna. Að telja slíka aðstoða gagns- lausa (HHG) eða þróun- arlausa (ÍP) felur í sér fullkomna vanþekkingu á málefninu. Gagnsemi þróunaraðstoðar Haukur Már Haraldsson skrifar um þróunaraðstoð » Ágætis dæmi um eðli starfsins eru t.d. sjómannaskólinn í Walvis Bay í Namibíu og Rannsóknarstofa fiskiðnaðarins í Mapútó, Mósambík Haukur Már Haraldsson Höfundur er framhaldsskólakennari og á sæti í stjórn Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Framtíðarsjóður Byrs Gefðu bjarta framtíð! Framtíðarsjóður Byrs er verðtryggður sparireikningur, bundinn til 18 ára aldurs og ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga. Engin lágmarksupphæð er á innborgunum og kjör haldast óbreytt þótt innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur. Á heimasíðu okkar www.byr.is getur þú reiknað út hve mikið þú getur sparað með Framtíðarsjóðnum. Kannski verður sjóðurinn lykillinn að fyrstu íbúðinni, bílnum, draumaferðinni eða skólagjöldum. Byr sparisjóður Sími 575 4000 www.byr.is Með hverju 5000 kr. gjafabréfi færðu 2000 kr. viðbótarframlag frá Byr. Gjafabréfið kemur í fallegri öskju.Fréttir í tölvu- pósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.