Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 66

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 66
66 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞETTA VÆRI EKKI SLÆM VINNA ÞAÐ ERU ÞVÍ MIÐUR ENGAR LAUSAR STÖÐUR ÉG SKIL EKKI AF HVERJU ÞÚ ERT REIÐUR ÚT Í MIG ÞEGAR ÉG VERÐ NÍUTÍU OG FIMM ÁRA VERÐUR HÚN NÍRÆÐ! ÉG HEF ENGAN ÁHUGA Á SYSTUR ÞINNI! ÉG ER FIMM ÁRUM ELDRI EN HÚN! HEILUM FIMM ÁRUM! FIMM ÁR ERU KANNSKI EKKI SVO MIKIÐ NÚNA EN ÞEGAR VIÐ VERÐUM ELDRI... ÉG ER NÆST- UM BÚIN AÐ SÓPA UPP ÖLL GLERBROTIN ÉG SKAL FINNA EITT- HVAÐ TIL AÐ HYLJA GATIÐ HELDURÐU AÐ ÞAÐ SÉ ÖRUGGT AÐ VERA HÉRNA Í NÓTT? HVAÐ EF ÞJÓFARNIR KOMA AFTUR? LÖGGAN ÆTLAR AÐ KEYRA FRAMHJÁ OG VIÐ KVEIKJUM LJÓSIN ÞAÐ ER HRÆÐILEGT AÐ VITA AF ÞVÍ AÐ ÞESSIR ÞRJÓTAR HAFI VERIÐ HÉR ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA MJÖG HRÆÐILEGT FYRIR BARN EINS OG KALVIN ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR AÐ SEGJA ÖLLUM Í SKÓLANUM FRÁ INN- BROTINU! MUNDU AÐ SEGJA ÞEIM FRÁ ÞVÍ HVERNIG MÉR TÓKST AÐ HRÆÐA ÞÁ Í BURTU HVER ER TILGANGUR LÍFSINS? AF HVERJU ER ÉG HÉR? ERTU HÉRNA ÞVÍ BARÞJÓNNINN LEYFIR ÞÉR AÐ SETJA DRYKKINA ÞÍNA Á REIKNING? MUNDU AÐ ÞURRKA AF ÞÉR ÁÐUR EN ÞÚ KEMUR INN OG EKKI FARA ÚR HÁRUM Í SÓFANUM ER MAMMA BÚIN AÐ MISSA MÁLIÐ? ÉG ÆTLA AÐ ATHUGA HVORT ÞAÐ SÉU EINHVERJAR MYNDIR AF KALLA Á VEFSÍÐUNNI ÞEIRRA ÞARNA ER MYND AF HONUM Í MATSALNUM HANN ER EKKI BROSANDI, LALLI! HANN ER LEIÐUR! LITLA STRÁKNUM MÍNUM LÍÐUR ILLA! HVERNIG VEISTU HANN ER AÐ DREKKA ÚR GLASI Á MYNDINNI HETJAN OKKAR LÆTUR SIG HVERFA... FRÁBÆRT! ÉG LAUMAST INN TIL AÐ LEITA AÐ VÍSBENDINGUM... OG ÞAÐ ER SKOTIÐ Á MIG EN ÉG GET EKKI HÆTT... ÉG VERÐ AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ HVER REYNDI AÐ DREPA M.J. dagbók|velvakandi Frelsi Sigurðar Kára ÞINGMAÐURINN hefur þanið sig mikið út með hugtakinu frelsi og tel- ur það allra meina bót þegar frelsið hentar málstað hans. Sigurður Kári vill hafa frelsi til þeirra aðgerða er henta honum og hans stefnumálum og eru öll lög sem hefta hans hagsmuni í lífinu ólög. Hefur hann lagst gegn því að yf- irvöldum sé heimilt að birta upplýs- ingar er sýna misræmið í tekjuskipt- ingunni í þjóðfélaginu. Hann telur að frelsið felist í því að aðrir viti ekki af misréttinu sem hann sjálfur beitir aðra þegna þjóðfélagsins með sínum pólitísku aðgerðum. Þessi ungi maður virðist ekki skilja frekar en aðrir ungliðar Sjálf- stæðisflokksins að frelsi þeirra nær ekki lengra en nef þeirra nær. Þar fyrir utan er komið á svæði þar sem aðrir þegnar hafa jafnmikinn rétt og hann sjálfur. Maður þessi berst fyrir frjálsræði í gróðabraski fyrir sig og sína fylgj- endur en ef aðrir þegnar þessa lands hafa reynt að laga bágborin kjör sín hefur þessi engill Hvítliðahreyfing- arinnar snúist af öllu afli gegn þeirri ósvífni annars flokks borgara þessa lands að krefjast þess að lífskjör þeirra batni. Annars flokks borgarar eru að hans mati þeir sem ekki aðhyllast skoðanir hans á því hvað réttlæti er. Í hans augum er ekkert réttlæti nema það sem þjónar hagsmunum hans og þeim flokki er hann til- heyrir. Það þjónar frelsi Sigurðar Kára að hindra kjarabaráttu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu með því að banna verkföll þeirra eins og flokkur sá er Sigurður Kári tilheyrir hefur gert á undanförnum áratugum. Sumar stéttir þessa þjóðfélags hafa ekki fengið frið í áratugi til að semja um kaup og kjör fyrir yf- irgangi frelsisunnandi íhaldsmanna (frjálshyggjumanna) sem hafa bann- að með lögum allar aðgerðir af þeirra hálfu. Sigurður Kári og hans flokksbræður hafa á sama tíma og þeir banna öðrum að semja um sín kjör, í krafti aðstöðu sinnar í þingsal bætt kjör sín langt umfram það sem hægt er að réttlæta að teknu tilliti til breytinga á kjörum hjá öðrum í þjóðfélaginu. Þetta hefur Sigurður Kári gert ásamt félögum sínum í nafni þess frelsis er hann telur sig hafa. Frelsi Sigurðar Kára er sam- kvæmt hans mati fólgið í því að þar sem stjórnarskráin ekki bannar þingmönnum að bæta lífskjör sín á kostnað annarra þegna þjóðfélags- ins þá er það frelsi. Allt sem skerðir vilja og ætlanir Sigurðar Kára og hans meðreiðarsveina er ófrelsi. Af hverju berst Sigurður Kári ekki gegn því ófrelsi sem felst í banni á sölu og dreifingu á því sem kallað er ólögleg eiturlyf en berst af miklum þunga fyrir frekari dreif- ingu á þeim eiturlyfjum sem ráða- menn þjóðarinnar hafa dálæti á? Hefur þingmaðurinn gert sér grein fyrir að það er skerðing á frelsi fjölda þegna þessa lands, það ónæði og þau óþægindi sem notkun annarra á löglegum eiturlyfjum veldur? Hvar er frelsi þess fólks? Kristján Guðmundsson, fv. skipstjóri, Rauðagerði 39. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is YNGRI kynslóðin tekur snjónum alltaf fagnandi. Hvert tækifæri sem gefst er nýtt til að leika sér í snjónum og hér má sjá hressa krakka renna sér nið- ur brekku fyrir ofan Lindaskóla í Kópavogi. Morgunblaðið/Golli Ekkert slegið af FRÉTTIR STJÓRN Blaðamannafélags Íslands hefur ályktað eftirfarandi vegna málefna tímaritsins Ísafoldar og sent fjölmiðlum: ,,Blaðamannafélag Íslands for- dæmir allar tilraunir til ritskoðunar af hálfu verslana og eigenda þeirra. Ritstjóri tímaritsins Ísafoldar held- ur því fram að ákvörðun um að hætta að selja blaðið í verslunum Kaupáss hafi verið tekin í kjölfar umfjöllunar blaðsins um bæjarstjóra Kópavogs. Ákvörðunin hafi auk þess brotið í bága við gildandi dreifingarsamning milli Kaupáss og forsvarsmanna Birtings sem gefur út tímaritið, en honum hafi mátt segja upp með þriggja mánaða fyrirvara. Talsmenn útgáfunnar telja ljóst að draga þurfi saman seglin í kjölfarið. Blaðamannafélagið skrifaði Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra Kaupáss, fyrir mánuði og óskaði eft- ir skýringum á því að tímaritið Ísa- fold hefði verið tekið úr verslunum fyrirtækisins. Forstjórinn hefur ekki séð ástæðu til að svara. Þá vildi fé- lagið vita hvort hann gæti tekið und- ir það grundvallarsjónarmið, að það væri í hæsta máta óheppilegt að verslanir tækju blöð og tímarit úr sölu, þvert á gerða samninga, ef eig- endum þeirra líkaði ekki efni þeirra. Því var einnig látið ósvarað. Ef það reynist rétt að áhrifamenn í viðskiptalífinu ætli að stjórna lestri blaða og tímarita með því að fjar- lægja úr hillum allt lesefni með um- fjöllun sem ekki fellur að þeirra smekk og allt það efni sem kann að innihalda aðrar skoðanir en þeirra eigin, þá er það áhyggjuefni. Blaða- mannafélag Íslands telur óþolandi að áhrifamenn reyni í krafti valds síns, auðæfa eða viðskiptahagsmuna að hafa áhrif á skrif fjölmiðla. Mislíki mönnum umfjöllun fjölmiðla eiga þeir þess kost að leita til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands eða dóm- stóla. Með aðgerðum sínum gagn- vart tímaritinu Ísafold lítur út fyrir að stórfyrirtæki á Íslandi sé að beita áhrifum sínum á markaði til að kné- setja tímarit og veigri sér ekki við að brjóta gerða samninga til að ná markmiði sínu.“ BÍ ályktar vegna málefna Ísafoldar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.