Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 59 drauma ungu konunnar frá Flatey. En ekki var á henni að skilja að hún hefði farið á mis við margt þar sem hún notaði hvert tækifæri sem gafst til þess að þakka Guði fyrir börnin sín og lét þau finna að hjá þeim var hún hamingjusöm. Börnin hennar öll vissu að þau voru elskuð, það áttu barnabörn hennar líka eftir að skynja. Um jól og stórhátíðir lá leið allra, barna, tengdabarna og barna- barna, ár eftir ár í Ásabyggð 10 og erum við öll þakklát fyrir þær sam- verustundir. Beta var glaðlynd og skemmtileg kona með sterka nærveru. Hún var bæði fróð og minnug og hafði gaman af að rifja upp æskuminningar úr Flatey og hreif alla sem til heyrðu með sér á vit minninganna. Þegar ég kom til Flateyjar í fyrsta sinn í hópi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum var eins og ég hefði verið þar áður, svo skýrt hafði ég málað mynd af eynni í huga mér eftir sögum og lýs- ingum Betu. Hún hafði unun af lestri góðra bóka og var ljóðelsk og kunni ógrynni ljóða og kvæða sem hún hafði á hraðbergi hvenær sem var. Fáir sem ég hef þekkt hafa lýst nátt- úrunni og umhverfi af meiri hrifn- ingu og ást en hún gerði Beta hafði ákveðnar skoðanir á stjórnmálum og málefnum líðandi stundar og lét þær gjarnan í ljósi við sína nánustu, oft spunnust af fjör- miklar umræður þar sem mælska hennar naut sín. Síðustu ár átti Beta við vaxandi vanheilsu að stríða sem á tímum reyndust henni og fjölskyldu hennar erfið. Á þessum erfiðu tímum hefur enginn staðið fastar við hlið hennar en eiginmaður hennar. Nú að leiðarlokum þakka ég Betu samfylgdina og bið Guð að styrkja tengdaföður minn í sorg sinni. Blessuð sé minning Elísabetar Guðmundsdóttur. Jón Þór Sverrisson. Sterkir stofnar stóðu að Elísabetu tengdamóður minni. Hún fæddist og ólst upp til fermingaraldurs í Flatey á Skjálfanda og átti ættir að rekja til Flateyjardals; öll hennar ætt er og var mikið dugnaðarfólk. Hún ólst upp í stórum hópi systkina, átta bræður og fjórar systur og mannlífið í Flatey var gott, nóg að bíta og brenna og félagsskapur nægur ungri stúlku. Flatey á Skjálfanda var slík matarkista að menn gátu leyft sér þá sérvisku að borða ekki fugla, eggin voru nýtt og hvert mannsbarn í eynni kunni að meta fuglasöng, því var það harla gott að fiskurinn var nægur og stutt á fengsæl fiskimið. Ég kynntist Betu ekki fyrr en hún var komin yfir miðjan aldur, en glæsileikinn og léttleikinn minnti á unga stúlku, hún var alltaf glöð í fasi. Þótt hún vissi sínu viti og hefði skoð- anir á landsmálunum var það eins fjarri henni og hugsast gat að ráðsk- ast með annarra hag, hún var alltaf til taks fyrir börnin sín öll en lét þau samt sjálf taka sínar ákvarðanir. Hún undi sér best í faðmi fjölskyld- unnar og fann ekki hjá sér þörf til að trana sér fram. Hún naut ekki langr- ar skólagöngu en var betur að sér um íslenska menningu en margur menntamaðurinn. Henni voru töm ljóð góðskáldanna og hún hafði fín- gerðan ljóðasmekk. Sögur hennar af mönnum og málefnum úr æsku voru sannkallaðar skemmtisögur og orð- færi var einstakt. En ekki voru það allt gamansögur sem hún sagði af lífinu í Flatey. Mér er ljóslifandi frásögn hennar af því þegar eyjamenn skimuðu lengi eftir bát sem róið hafði og kom að landi í blíðu veðri með góðan afla. Þegar nær dró landi sáu menn að gleðisvip- inn vantaði á hina fengsælu fiski- menn. Einn úr áhöfninni kom ekki til baka. Svona var lífið, gleði og sorg. Ættbogi Elísabetar er orðinn glæsilegur og sá hópur sem kveður hana að leiðarlokum stór; sjö börn, 17 barnabörn og 5 barnabarnabörn, samband hennar við hvert og eitt þeirra var sterkt og gefandi. Það var alltaf hátíð fólgin í því að fara í heim- sókn í Ásabyggðina til afa og ömmu. Því miður fékk Beta ekki að njóta ávaxtanna sem skyldi, því síðustu ár- in reyndust henni erfið, og þegar hún lést var hún búin að fá „nóg af feita selnum“ eins hún hefði kannski orð- að það sjálf. En minningin lifir um einstaklega ljúfa og glaðlynda móð- ur, ömmu og tengdamóður. Kristján Árnason. Nú kemur kvöld og kufli steypir heldur húmleitum, fylgir þögn því. (Milton.) Tungutakið var ömmu okkar leikið og ekki sveik minnið hana. Hún fór með heilu ljóðabálkana án þess að mismæla sig, hún var ótrúlega mælsk og minnug. Við systkinin nut- um þeirra forréttinda að fá að dvelja hjá ömmu og afa á Akureyri, sumar, vetur, vor og haust. Alltaf fylltumst við tilhlökkun að fara norður í höf- uðstaðinn til elsku ömmu og afa. Þar var líf og fjör, fullt að fólki, bæði smáu og stóru. Frændgarðurinn stór, börnin sjö, barnabörnin sautján og barnabörnin orðin fimm. Þannig að það var oft mikið um að vera á stóru heimili. Alltaf voru amma og afi boðin og búin að taka á móti fólkinu sínu, ekki síst barnabörnunum. Jólin voru dýrðleg, kökur, ilmur og kær- leikur. Það er svo margs að minnast og þakka fyrir, elsku amma. Þið afi eru stór hluti af okkar lífi og fyrir það þökkum við og biðjum góðan Guð að blessa afa okkar og alla fjölskylduna. Daggir falla, dagsól alla kveður en mig kallar einhver þrá yfir fjallaveldin blá. (Unnur Bjarklind.) Ásgerður Arna og Guð- mundur Björn Sófusarbörn. Kær mágkona mín hefur kvatt þetta jarðlíf eftir löng veikindi síð- ustu ár. Hún var gift bróður mínum, Vigfúsi Björnssyni, og urðu þau þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast sjö mannvænleg og greind börn sem hafa menntað sig vel, verið lánsöm í sínu einkalífi og eignast bæði frá- bæra maka og börn. Er það ekki mesta gæfan? Mér er mjög minnisstætt þegar ég sá Elísa- betu fyrst; granna, spengilega og af- ar létta í hreyfingum. Yfir henni var mikill kvenlegur þokki. Eftir að þau bróðir minn giftust var ég eins og grár köttur á heimilinu, þá ógift og barnlaus, og sóttist eftir návist við indælu börnin þeirra. Var ég þá gjarnan kölluð „Imba frænka“. Þeg- ar ég var sjálf orðin mamma átti ég til að segja þetta við eldri dóttur mína, en vildi heldur vera mamma og var fljót að venja mig af því. Elísabet var fluggreind kona, ákaflega bókhneigð og ljóðelsk. Hún las mikið og var mjög næm á rétt málfar enda talaði hún sjálf góða og fallega íslensku. Einnig var hún sér- lega orðheppin og snjöll að svara fyr- ir sig og oft svo að maður veltist um að hlátri. Hún var létt og hláturmild og kunni að meta húmor annarra. Já, það var oft glatt á hjalla í Ásabyggð 10 og heimilislífið létt og frjálslegt, þó að nóg væri að gera í þá gömlu góðu daga við uppeldi sjö barna og koma upp stóru einbýlishúsi. Elísa- bet var góð og ástúðleg móðir barna sinna. Hún var tilfinninganæm kona og hjarta hennar sló mest með þeim sem bágast áttu. Þetta hefur verið þungur og erfiður róður hjá allri fjöl- skyldunni. En eiginmaður hennar og börn hafa annast hana af fádæma kærleik og ræktarsemi. Dóttir þeirra sagði mér að faðir sinn hefði varla vikið frá henni síðustu mánuði, verið með henni frá morgni til kvölds. Guð blessi minningu elsku Betu minnar. Við fjölskyldan þökkum all- ar góðu stundirnar sem við höfum átt á heimili þeirra hjóna og biðjum henni guðs blessunar í nýjum og betri heimi. Ástvinum hennar sendum við hjartans samúðarkveðjur. Ingibjörg R. Björnsdóttir og fjölskylda. Útfararþjónusta Davíðs Ósvaldssonar ehf. Davíð Ósvaldsson Útfararstjóri S. 896 6988 / 553 6699 Óli Pétur Friðþjófsson Útfararstjóri S. 892 8947 / 565 6511 ✝ Faðir minn, ÓLAFUR KRISTJÁNSSON, Rauðalæk 8, Reykjavík, lést sunnudaginn 25. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 10. desember kl. 13.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, María H. Ólafsdóttir. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGFÚS JÓHANNESSON múrari, Tjarnargötu 36, Keflavík, lést þriðjudaginn 4. desember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 12. desember kl. 13:30. Erla Árnadóttir, Valgerður Sigfúsdóttir, Guðmundur Karlsson, Sigurbjörg Sigfúsdóttir, Birgir Halldór Pálmason, Björg Elsa Sigfúsdóttir, Jóhannes Sigfússon, Lára Ágústa Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓTTARR PROPPÉ, lést fimmtudaginn 6. desember á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin verður auglýst síðar. Else A. Proppé, börn og barnabörn, Ólafur Proppé, Pétrún Pétursdóttir, Guðný Ásólfsdótttir, Friðbjörg Proppé, Hrafnhildur Proppé, Guðmundur Grímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg systir mín og móðursystir, GUÐBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ljósmóðir frá Kárstöðum, Helgafellssveit, lést á Hrafnistu við Brúnaveg 2. desember 2007. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju 14. desember kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent Orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Reikningur 309 18 930076, kt. 630269-0839. Minningarkort fást í Heimahorninu, sími 438 1110. Fyrir hönd aðstandenda, Aðalheiður Sigurðardóttir, Margrét Sigurðardóttir. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARÍA SIGURÐARDÓTTIR viðskiptafræðingur, lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 5. desember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. desember klukkan 15.00. Rannveig Rist, Jón Heiðar Ríkharðsson, Guðbjörg Rist Jónsdóttir, María Rist Jónsdóttir, Hólmfríður Vigdís Rist Jónsdóttir, Bergljót Rist, Sveinn Atli Gunnarsson, Hekla Rist, Kolka Rist.  Fleiri minningargreinar um El- ísabetu Guðmundsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.