Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 34
Ektaskapar æru og trú allt veðsetti fyrir þig, af einni tröppu á aðra þú til ófarsældar leiddir mig. Einn af sérstæðari ljóða-flokkum síðari tíma á ís-lensku er ljóðabréf Skáld-Rósu til Natans Ketils- sonar. Það er liðið hátt á aðra öld frá því það var ort en það birtist enn í dag sem afar „nútímalegur“ og per- sónulegur kveðskapur. Um leið ber það hér og hvar svipmót fyrri tíma, kannski enduróm af sr. Hallgrími. Saga Vatnsenda-Rósu og kveð- skapur hefur lifað lengi með þjóðinni, þá einkum í munnmælasögum. Fá- einir fræðimenn og -konur hafa skrifað um Rósu, Brynjólfur frá Minna Núpi, Guðrún P. Helgadóttir í Skáldkonum fyrri alda og svo Tómas Guðmundsson í vinsælum bókaflokki þeirra Sverris Kristjánssonar. Þess- ar frásagnir hafa verið misjafnlega rómantískar, höfundar hafa hent á lofti ýmis munnmæli og svo skáldað í eyðurnar, kannski mest Tómas. Nú er komin út á vegum Sölku bókin Skáld-Rósa – Ljósmóðirin Rósa Guðmundsdóttir. Bók Gísla er annars eðlis en fyrri skrif um Rósu. Hún er öðru fremur tilraun til að finna lífi hennar og kjörum stað í ýmsum heimildum sem hann hefur viðað að sér um áratugabil. Þar er ekki síst fjallað um hana sem ljós- móður og yfirsetukonu. Þurfti að læra að lesa Þetta byrjaði allt saman þegar verið var að vígja minnismerki um Rósu árið 1965. Þá talaði sr. Gísli við athöfnina. Hann segir að þá fyrst hafi kviknað með sér sú hugsun að ófært væri að saga Rósu skyldi hvergi vera til. „Mér fannst merkilegt hvernig Kvennabandskonurnar í Húnavatns- sýslu höfðu varðveitt leiði Rósu, svo enn var vitað með fullri vissu hvar það var,“ segir Gísli. „Það gerði mig líka skyldugan til að fara í þetta að Rósa var líklega yfirsetukona þegar langamma mín fæddist, svo að ég fór að kíkja á þetta og nú eru öll þessi ár liðin. Þetta er í raun búið að vera 40 ára stopult starf. Fyrst í stað voru það stolnar stundir með preststarf- inu en síðastliðin 15 ár hef ég sinnt því meira. Þar þurfti ég meðal ann- ars að læra að lesa …“ Læra að lesa? „Já, já.“ Gísli dregur fram ljósrit af fáein- um 19. aldar handritum, hvert er með sinni sérstöku rithönd. Eitt ljós- ritanna er sýnu fágætast, það er af skjali með rithönd Rósu sjálfrar. Þar kvittar hún fyrir móttöku greiðslu fyrir störf sín sem yfirsetukona. „Mér hefur ekki tekist að finna neitt annað með hennar skrift en þetta,“ segir Gísli. „En safnamenn voru mjög glaðir fyrir mína hönd þegar ég fann þetta. Ég vil auglýsa eftir því hvort einhver annar veit um plagg með sömu rithönd. Það væri gaman ef einhvers staðar fyndist vísa sem hún hefur sjálf skrifað.“ Ótrúleg ferðalög Gísli játar því að hafa strax sem ungur maður orðið áskynja þess dá- lætis sem saga Rósu og kveðskapur hafði með þjóðinni. „Ég lærði vísurnar hennar hjá móður minni, þessar vísur sem sum- ar var raunar búið að afbaka hjá þjóðinni. Mér fannst skemmtileg vís- an sem Rósa er sögð hafa varpað fram þegar hún fékk far með tein- æringi úr Flatey og undir Jökul en hreppti aftakaveður. Þegar hún var spurð hvort hún væri ekki smeyk svaraði hún með vísu: Ég að öllum háska hlæ heims á leiðum ströngu. Mér er sama nú hvort næ nokkru landi eða öngu. Ég sá hana fyrir mér sitjandi í teinæringnum og varpa þessu fram. En hún var líka svo mikil ferðakona.“ En hún er sögð hafa ort jafnhratt og hún talaði? „Já, ábyggilega var hún það sem kallað er talandi hagyrðingur. En auk þess var dáðst að henni fyrir það að hún var svo örugg í sínu yfirsetu- starfi sem þá var sagt. Ég vissi ekki fyrr en seinna að hún hefði lært ljós- móðurfræðin. En það er ábyggilegt að hún var ákaflega vel gefin. Hún var snillingur. Þannig kenndi hún konum svo vitað er að taka á móti börnum. Og hún notaði líka munn við munn-aðferðina til að endurlífga barn. Það var svo erfitt á þessum ár- um hve ungbarnadauði var mikill. En auk þess er stórmerkilegt að sjá af heimildum hve mikið hún ferðaðist um landið sem yfirsetukona. Eitt sinn þurfti hún að fara til frumbyrju sem var orðin fullorðin. Þá fór hún gríðarlangt, frá Vatnsenda og inn fyrir Vatnsdalshóla. Það var ógn- arlangt ferðalag á þeirri tíð. Í bókinni sýni ég Rósu sem per- sónu í samfélagi og samtíð en ekki bara hana eina, heldur hitt hvernig hún er innan þessarar tilveru. Það er það sem vakir fyrir mér. Og ég held að ég beri ekkert lof á hana sem ég heyrði utan að mér. Mér fannst það ástæðulaust.“ Að finna vísum stað Í bókinni dvelur Gísli lítt við ýmsar þjóðsögur sem þjóðin hefur viðhaldið í gegnum tíðina, eins og söguna af ætluðu ástarsambandi hennar á unga aldri við Pál Melsteð, sem þá var skrifari hjá amtmanni á Möðruvöll- um og í þann mund að ganga í hjóna- band með Önnu Sigríði, dóttur amt- manns. Þegar þau hófu búskap fór Rósa ásamt Guðmundi föður sínum til þeirra að annast bústörf. „Enda var Páll Melsteð sjálfsagt lítill bú- maður,“ segir Gísli. „Anna Sigríður vildi hafa Rósu hjá sér á heimilinu. Hún var svo skapstór kona og stjórnsöm að hún hefði aldr- ei látið það gerast að kona sem væri að keppa um ástir við hana væri guð- móðir barns hennar. Þau Rósa og Páll geta hafa verið skotin hvort í öðru, það veit ég ekkert um. En það hefur varla verið meira en það.“ Það leiðir hugann að vísum sem kallaðar eru Vísur Vatnsenda-Rósu og þjóðin hefur sungið allt til þessa dags með rómantískum þunga. Þú segir í bókinni að Rósa hafi ort þær með allt öðrum hætti og þá til dóttur sinnar. Þar eru þær svona: Augun mín eru eins og þín með ofurlitla steina. Ég á þín og þú átt mín. Þú veist hvað ég meina. „Já, hin útgáfan gengur ekki upp. Kennarinn minn í gamla daga sagði líka „Ó, þá fögru steina, það hef ég aldrei skilið, að líkja augunum við steina“. En þetta er bara eins og ger- ist hjá þjóðinni. Fólk hefur haft gam- an af að hafa þetta svona. Hjá þjóð- inni getur margt breyst þegar menn sem eru kannski ekki ljóngáfaðir eru að hafa yfir kvæði – þá skolast þau svona til.“ Önnur kunn vísa Rósu er svona: Man ég okkar fyrri fund forn þó ástin réni. Nú er eins og hundur hund hitti á tófugreni. Tómas Guðmundsson vildi á sínum tíma heimfæra þessa vísu upp á síð- ari fund hennar og Páls Melsteð, en þú vilt meina að hún hafi orðið til er hún þurfti að hitta Ólaf fyrri mann sinn út af skilnaðarmálum síðar meir? „Já, Tómas býr það til að þau Páll hittist á Þingvöllum. Það er alveg til- efnislaust – “ En er það þá ekki svo með margar af hennar vísum að menn verða bara að gera því skóna af hverju þær séu sprottnar? „Jú, jú, og þjóðin hefur verið dug- leg að yrkja það hvernig á vísunum stendur.“ Og það verður bara að vera svo? „Já, já,“ segir Gísli og brosir við. Ástir og stríð kynjanna Það fer samt ekki hjá því að í bók um Skáld-Rósu grilli hvarvetna í bæði ástamál karla og kvenna og ekki síður vitnisburð um ólíka þjóð- félagsstöðu og hlutskipti kynjanna. Rósa gekk fyrst í hjónaband með Ólafi Ásmundssyni en það átti sitt- hvað eftir að mæða á því hjónabandi síðar meir. „Hún er ábyggilega mjög sátt og þykir vænt um Ólaf. Hann er iðn- aðarmaður, snjall vefari og hagleiks- maður. Og bóndadóttir gat ákaflega illa átt von á því að giftast embættis- manni. Þá var þetta næstbesti kost- urinn. Og hún tekur hann. Mér finnst Ólafur vera merkismaður að öllu öðru leyti en því að hann er bann- settur grútur! Hann vill ekki borga peninga sem menn eiga hjá honum. Ljósmóðirin ljóðmælta Kveðskapur Skáld- Rósu hefur verið Íslend- ingum hugleikinn. Nú er komin út ævisaga hennar. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Gísla H. Kolbeins, sem skráði sögu ljós- móðurinnar ljóðmæltu. Morgunblaðið/Sverrir Bókin Gísli H. Kolbeins fór að hugsa um að skrá þyrfti sögu Rósu 1965. ævisaga 34 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Eftir að kertalogi hefur verið slökktur getur ennþá leynst glóð í kveiknum. Góð regla er að væta kertakveikinn með vatni þegar slökkt er á kerti til að ekki leynist glóð. Munið að slökkva á kertunum i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.