Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ 11. desember 1977: „Þegar farið er ofan í saumana á þjóðfélagsumræðu líðandi stundar verða fyrir tvö meg- insvið, sem þó tengjast órjúf- anlega, manneskjan og sam- félagið. Ágreiningur um þjóðfélagsform byggist, þeg- ar grannt er skoðað, ekki sízt á því, hvort skuli meira meta: manneskjuna, sjálfræði hennar og hamingju, – eða ríkið, samfélagið, sem þegn- arnir mynda. Frjáls- hyggjufólk setur manneskj- una í öndvegið. Ríkið er til orðið vegna þegnanna, að þess dómi. Ríkið á að virkja samtakamátt þegnanna til að tryggja öryggi, frjálsræði, menningu og velferð, bæði heildar og einstaklinga. Það má aldrei þróast í ofstjórn, þar sem þegnréttindum er fórnað á altari annarlegra sjónarmiða. Í fyrradag kom til umræðu í Sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar, sem fimm þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins flytja, og snertir í senn mikilvægan þegnrétt ein- staklingsins og heildarhags- muni. Þessi tillaga lætur ekki mikið yfir sér, fljótt á litið, en vegur þeim mun þyngra sem hún er betur skoðuð. Efni hennar er, að ríkisstjórnin láti gera athugun á vinnuafls- þörf íslenzkra atvinnuvega í nánustu framtíð með sér- stöku tilliti til atvinnumögu- leika ungs fólks. Við gerð þessarar athugunar verði áherzla lögð á að ganga úr skugga um, hvort æskilegt jafnvægi sé milli menntunar ungs fólks annars vegar og eðlilegra þarfa atvinnuveg- anna hins vegar í þeim efn- um.“ . . . . . . . . . . 13. desember 1987: „Fram- undan eru miklar breytingar á öllu er lýtur að tekjuöflun ríkisins. Um áramótin geng- ur staðgreiðslukerfi skatta í gildi. Þá er að því stefnt að nú á síðustu dögum ársins sam- þykki Alþingi ný lög er gjör- bylti innheimtu tolla og op- inberra gjalda á vörum og þjónustu. með þeirri byltingu er stigið aðlögunarskref að nýju skattkerfi á þessu sviði, virðisaukaskatti. með þessum ráðstöfunum er verið að laga efnahagskerfi þjóðarinnar að sömu meginreglum og gilda í nágrannalöndunum, svo sem í ríkju Evrópubandalagsins. Við það bandalag eigum við mest viðskipti og á það vafa- laust eftir að auðvelda okkur þau, að hér á landi gildi sömu grundvallarreglur í skatta- og tollamálum og þar.“ . . . . . . . . . . 14. desember 1997: „Reyk- ingar eru dauðans alvara ein- ar og sér. Þær eru þegar eitt viðamesta heilbrigðisvanda- mál mannkynsins. Það sýnir stærð vandans að virt brezkt læknablað, Lancet, dregur þær ályktanir af niðurstöðum rannsóknar á áhrifum tób- aksreykinga, sem náði til einnar milljónar manna og stóð í sex ár, að af 1.250 millj- ónum íbúa þróaðri ríkja heims muni 250 milljónir manna deyja úr tóbaks- tengdum sjúkdómum. Síðari rannsóknir, m.a. rannsókn dr. Sigrúnar Aðalbjarn- ardóttur, sýna og, að ofan í kaupið leiðast unglingar sem reykja frekar en aðrir til áfengisneyzlu. Neyzla tóbaks og áfengis virðist og farvegur yfir í ólögleg og stórhættuleg vímuefni.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. GEGN ÖLVUNARAKSTRI Engum blöðum er að fletta umhættuna af ölvunarakstri, enengu að síður er ákaflega erf- itt að fá ökumenn til að hætta að setj- ast undir stýri undir áhrifum áfengis, hvernig í ósköpunum sem á því stend- ur. Í Morgunblaðinu í gær er fjallað um rannsókn Ágústs Mogensen, for- stöðumanns Rannsóknarnefndar um- ferðarslysa, og Helga Gunnlaugsson- ar, prófessors í félagsfræði og afbrotafræðings við Háskóla Íslands, á viðhorfum ökumanna, sem teknir eru fyrir ölvun við akstur. Þar kemur fram að þeir, sem hafa verið teknir, segi að skömmin og viðbrögð ætt- ingja, vina og fjölskyldu reynist þeim þungbærari en tilhugsunin um sekt, refsingu eða að missa prófið. Þetta sýnir að þrátt fyrir það að ökumenn skirrist ekki við að setjast undir stýri við skál fer ekki á milli mála í huga þeirra að ölvunarakstur er til skammar. Spurningin er hins vegar hvernig á að stimpla þessa hugsun það rækilega inn að ökumenn hætti að taka áhættuna á því að geta orðið fyrir þessari skömm. Það gæti orðið erfitt. Alvarlegasta niðurstaða rannsókn- arinnar er sú að ölvaðir ökumenn virð- ist telja það fjarstæðu að þeir geti lent í slysi. Rannsóknin fór þannig fram að rætt var við fólk, sem hafði verið tekið fyrir ölvunarakstur, á meðan það var enn ölvað. Ágúst Mogensen segir í samtali við Sigrúnu Ásmundsdóttur um rannsóknina í Morgunblaðinu í gær að aðeins sex af fjörutíu viðmæl- endum hafi velt því fyrir sér hvort lög- regla myndi ná þeim. „Þetta viðhorf er ákveðin vísbending um að fólk gerir mjög lítið úr hugsanlegum afleiðing- um ölvunaraksturs,“ segir Ágúst. Ökumenn, sem eru undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa, eru stórhættulegir í umferðinni. Þeir eru ekki aðeins hættulegir sjálfum sér, heldur öllum í kringum sig. Hætturn- ar í umferðinni eru nógu miklar þótt ekki bætist við ökumenn, sem ekki hafa fulla stjórn á sjálfum sér vegna ölvunar. Hörmuleg slys hafa orðið vegna ölvunaraksturs og kemur fram hjá Ágústi að rannsóknir árin 2005 og 2006 sýni að helming banaslysa í um- ferðinni hafi mátt rekja til ölvunar- aksturs. Þetta er hræðileg tölfræði, ekki síst vegna þess að þarna er einn- ig um að ræða fórnarlömb drukkinna ökumanna. Mikið hefur verið fjallað um ölvun- arakstur hér á landi. Ölvunarakstur er dómgreindarleysi og hætturnar ættu ekki að fara fram hjá neinum. Það er allra að koma því til skila að það verður enginn meiri maður af að aka fullur af stað. Enginn ætti að setj- ast fullur undir stýri og það er skylda hvers og eins að stöðva þann, sem ætl- ar að keyra fullur. Ef til vill sparast leigubíll eða strætómiði, en er það þess virði að taka áhættuna á að valda sjálfum sér eða öðrum ævilöngum ör- kumlum eða dauða? Eins og Ágúst bendir á má skipta þeim, sem aka undir áhrifum, í hópa og hvern og einn þeirra þarf að nálg- ast með sínum hætti. Eitt er að hjálpa þeim, sem eiga við áfengisvandamál að stríða, annað að brýna fyrir ungu fólki, sem er nýkomið með bílpróf, að það að aka ölvaður er eins og að stunda rússneska rúllettu. Mikilvæg- ast er að snúa bökum saman um að koma því til skila að ölvunarakstur verði ekki liðinn og fá fólk til að átta sig á að með hverjum sopa minnkar hæfnin til að aka bíl og hættan á slysi eykst. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Í Morgunblaðinu í dag, laugardag, birtist grein eftir Þorgerði Katrínu Gunnars- dóttur menntamálaráðherra þar sem ráðherrann fjallar um niðurstöðu nýrrar PISA-könnunar um námsframmistöðu 15 ára unglinga í löndum OECD og segir m.a.: „Ég lít ekki svo á að PISA-niðurstöðurnar séu áfellisdómur yfir íslenzka menntakerfinu, þótt vissulega valdi þær vonbrigðum.“ Þetta er óvarlega sagt hjá menntamálaráðherra og ekki skynsamlegt að horfa fram hjá þeim veru- leika, sem við okkur blasir eftir að niðurstöður þessarar rannsóknar liggja fyrir. Í frétt Morgunblaðsins sl. miðvikudag um þetta mál segir: „Frammistöðu íslenzkra grunnskólanema í lestri hefur hrakað frá árinu 2000 samkvæmt nið- urstöðu nýrrar PISA-könnunar. Skýrsla Náms- matsstofnunar um helztu niðurstöður varðandi Ís- land voru kynntar í menntamálaráðuneytinu í gær. Prófið er lagt fyrir á þriggja ára fresti og niður- stöðurnar að þessu sinni valda menntamálaráð- herra vonbrigðum. Í heild hefur staða Íslands miðað við aðrar þjóðir versnað nokkuð milli áranna 2000 og 2006. Frammistaða í stærðfræði er einnig marktækt lak- ari 2006 en 2003. Frammistaða í náttúrufræði hef- ur þó ekki breytzt marktækt en hins vegar hefur fjölgað íslenzkum nemendum í lægstu þremur hæfnisþrepum náttúrufræða og fækkað í efstu tveimur þrepunum. Árið 2000 voru 37% nemenda samtals í lægstu þrepunum en 2006 eru það 46%. Í efstu tveimur þrepunum voru 33% árið 2000 en 25% sex árum síðar. Þessi tilfærsla milli efri og lægri hæfnisþrepa nemur því um 8-9% eða nálægt 400 nemendum.“ Þessi niðurstaða er auðvitað stórfellt áfall fyrir okkur Íslendinga og „áfellisdómur yfir íslenzka menntakerfinu“, gagnstætt því, sem menntamála- ráðherra telur, en það er svo annað mál hvað veld- ur. Það er mikilvægt að ítarlegar umræður fari fram í samfélaginu um þessar niðurstöður og ástæða til að fagna því, að menntamálaráðherra hefur haft forystu um að hefja þær. En jafnframt skiptir máli að þær fari fram á málefnalegum grundvelli. Í gær, föstudag, fóru fram umræður utan dag- skrár á Alþingi um þessar niðurstöður og þar sagði ungur þingmaður, Höskuldur Þór Þórhallsson, m.a.: „Með þessari könnun er komin mæling á menntastefnu Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaðan er falleinkunn.“ Ef umræður á Alþingi um stóralvarlegt mál verða á þessu plani er betra að þær fari ekki fram. Það er ekki hægt að ræða niðurstöður PISA-rann- sóknarinnar út frá flokkspólitísku sjónarhorni. Það er í senn barnalegt og niðurlægjandi fyrir þingið. Í þeim umræðum, sem væntanlega fara fram um niðurstöður PISA-rannsóknarinnar, er þýðingar- mikið að við stundum ekki sjálfsblekkingar og það má gagnrýna menntamálaráðherra fyrir að ýta undir slíkar tilhneigingar með þeim ummælum í grein hennar í Morgunblaðinu í dag, sem hér hefur verið vitnað til. Það er stóralvarlegt mál, að á sama tíma og við Íslendingar erum orðin ein af ríkustu þjóðum heims og höfum nánast veltzt um í milljarðahrúg- um á undanförnum árum skuli menntun og þekk- ingu nýrra kynslóða Íslendinga hraka með aug- ljósum og afgerandi hætti. Við höfum aldrei í sögu þjóðar okkar haft jafn- mikla möguleika til þess að byggja upp eitt full- komnasta skólakerfi í heimi og gleymum ekki í þeim efnum þeirri stefnumörkun Háskóla Íslands að komast í röð 100 beztu háskóla í heimi. Þegar við sjáum, að við erum ekki að nálgast það mark að komast í fremstu röð í uppbyggingu skóla- kerfis okkar heldur erum við þvert á móti að fjar- lægjast það markmið, hljótum við að staldra við og spyrja hvað hafi farið úrskeiðis. Nágrannar okkar Finnar eru í fyrsta sæti í PISA-rannsókninni og nágrannar okkar Kanada- menn í því þriðja en við erum í 24.-33. sæti! Þegar niðurstöðurnar voru kynntar fyrir nokkr- um dögum sagði menntamálaráðherra: „Kerfið okkar er fínt …“ Hvað er svona fínt við kerfi, sem skilar okkur svo slökum árangri? Þetta gerist á sama tíma og þjóðin er meðvitaðri en nokkru sinni fyrr um mikilvægi menntunar. Þetta gerist á sama tíma og fólk kaupir húsnæði í hverfum, þar sem skólar hafa getið sér gott orð. Í Norðlingaholti er athyglisverður skóli, sem dregur kaupendur að fasteignum í því hverfi. Fólk vill góða menntun fyrir börnin sín og er áreiðanlega tilbúið til að borga meiri peninga fyrir það en sam- kvæmt niðurstöðu PISA-rannsóknarinnar býður íslenzka skólakerfið ekki upp á beztu menntun. Hvað veldur? Í grein sinni í Morgunblaðinu í dag minnir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á, að sveitarfélögin tóku við rekstri grunn- skóla árið 1996. Er þar einhverja skýr- ingu að finna? Tæplega, ef marka má orð ráðherrans, sem segir í grein sinni að frá þeim tíma „hafa sveitarfélögin, ríkið og kennara- samtökin tekið höndum saman um að byggja upp öflugt skólakerfi. Fjárveitingar opinberra aðila hafa stóraukizt á þessu tímabili, ekki sízt á vegum sveitarfélaga. Nú eru allir skólar einsetnir, nám- skrár hafa verið endurskoðaðar, kennurum hefur fjölgað umtalsvert, nýtt námsefni hefur séð dags- ins ljós og stoðþjónusta hefur verið aukin verulega, þar með talin aðstoð við þá, sem standa höllum fæti í skólakerfinu. Allt hefur þetta verið gert til að bæta aðstæður í skólum og skapa forsendur fyrir öflugu skólastarfi, þar sem nemendum er gefinn kostur á að þroska hæfileika sína eins og bezt verð- ur á kosið“. Ef þetta væri allt rétt væri niðurstaða PISA- rannsóknarinnar önnur en raun hefur á orðið. En kannski má finna í þessum orðum menntamálaráð- herra vísbendingu um, að markmiðin hafi verið góð og viljinn til að gera vel fyrir hendi en að fram- kvæmdin hafi ekki tekizt sem skyldi. Hefur „stoðþjónusta verið aukin verulega, þar með talin aðstoð við þá, sem standa höllum fæti í skólakerfinu“? Ef tekið er mið af lagabókstafnum og þeirri stefnumörkun, sem liggur honum að baki, er þetta rétt. Ef tekið er mið af veruleikanum, sem blasir við foreldrum og börnum, sem þurfa á þess- ari stoðþjónustu að halda, er þetta einfaldlega rangt. Þetta er mismunandi eftir skólum. En hér í Morgunblaðinu hafa verið rakin svo alvarleg dæmi á síðustu árum um, að sú stoðþjónusta, sem for- eldrar og börn þeirra eiga kröfu á lögum sam- kvæmt, er ekki veitt, að menntamálaráðherra verður að horfast í augu við þann veruleika. Það þarf ekki að tala við margra foreldra, sem eiga börn, sem þurfa á sérstakri þjónustu að halda, til þess að finna þessum orðum stað. Ef framkvæmdin á öðrum markmiðum, sem skólakerfinu hafa verið sett, er eitthvað í líkingu við það, sem snýr að stoðþjónustunni og þeim börnum, sem standa höllum fæti, er mikil hætta á ferðum. Falleg orð í stefnumörkun og lagabókstaf eru eitt. Framkvæmd þeirra er annað. Menntamálaráðherra segir í grein sinni: „Það er ljóst, að það er engin ein skýring á þess- ari útkomu og því engin allsherjarlausn til. PISA- rannsóknin veitir ein og sér ekki óyggjandi vís- bendingar um orsakaþætti námsárangurs en við teljum okkur vita með nokkurri vissu, að kennslu- hættir, tími, sem varið er til kennslu einstakra greina, menntun kennara og ýmislegt annað skipt- ir máli. Við munum fara vandlega yfir þá þætti, sem að okkur snúa, og er ég þá ekki sízt að hugsa um aðalnámskrána, viðmiðunarstundaskrána, kennaramenntunina og svo almennt eftirlit með skólakerfinu.“ Allt er þetta áreiðanlega rétt og þá ekki sízt mik- ilvægi almenns eftirlits með skólakerfinu. Síðan segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir: „En síðast en ekki sízt lagði ég nýverið fram á Alþingi frumvörp til laga um leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og menntun og ráðningu kennara. Með frumvörpunum er í fyrsta skipti orðin til heildstæð stefnumörkun um nám og kennslu allt frá leikskóla til háskóla. Á öllum skólastigum verð- ur lögð áherzla á að fylgt verði alþjóðlegum við- miðum um þekkingu og færni og komið verði til móts við ólíkar þarfir nemenda. Ég bind ekki sízt miklar vonir við eflingu kenn- aranámsins og tel, að hún muni skila sér í öflugri kennaramenntun og betri kennslu í skólum.“ Allt er þetta jákvætt og til bóta. Hvað um laun kennara? H ins vegar vekur athygli að hvergi í grein menntamálaráðherra er að finna nokkra tilvísun til stöðu kennara að því er varðar launa- kjör þeirra og almenna þjóð- félagsstöðu. Í forystugrein Morgunblaðsins sl. fimmtudag sagði m.a.: „Ekki er nóg að bæta menntun kennara, einnig þarf að bæta kjör þeirra þannig, að kennarar flæm- ist ekki úr stéttinni vegna lágra launa.“ Sjálfsagt hefur menntamálaráðherra þótt erfitt að fjalla um þennan þátt málsins vegna þess, að ný- ir kjarasamningar eru framundan og það er ekki beinlínis ætlazt til þess af ráðherrum að þeir ýti undir kaupkröfur. En um þetta mál er ekki hægt Laugardagur 8. desember Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.