Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 2
2 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Mikið úrval jólagjafa fyrir konur á öllum aldri Laugavegi 82, sími 551 4473 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is RÍKISSTJÓRNIN mun í framhaldi af fundi utanríkisráðherra NATO- ríkjanna í Brussel á föstudag taka til umræðu hver afstaða Íslands verði til væntanlegrar sjálfstæðisyfirlýs- ingar Kosovo. Jafnframt mun málið koma til kasta utanríkismálanefndar Alþingis. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra er hins veg- ar þeirrar skoðunar að ekki sé endi- lega ráðlegt fyrir Íslendinga að ríða á vaðið og verða meðal fyrstu þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Kosovo. Málefni Kosovo voru eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins á föstudag en allar viðræður Serba og Kosovo-Albana um samkomulag um framtíð héraðsins hafa farið út um þúfur og vænta menn þess að leið- togar Albana, en þeir eru um 90% íbúanna í héraðinu, lýsi yfir sjálf- stæði í framhaldi af því að skýrsla sáttasemjara Sameinuðu þjóðanna verður lögð fyrir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra SÞ, á mánudag. Serbar líta á Kosovo sem mikil- vægan hluta Serbíu og hafa stuðning Rússa en málið er eldfimt og óttast margir að einhliða yfirlýsing um sjálfstæði kunni að ýta undir óstöð- ugleika og átök á Balkanskaga. Ingibjörg Sólrún segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki tekið ákvörðun um það hver afstaða Íslendinga yrði, ekki frekar en önnur aðildarríki NATO, utan Bandaríkin, en þau styðja sjálfstæði Kosovo. Menn hafi hins vegar verið að ráða ráðum sín- um um það á fundinum í Brussel. Íslendingar voru í fararbroddi ríkja sem á sínum tíma viðurkenndu sjálfstæði annarra þjóða sem til- heyrðu gömlu Júgóslavíu, Króatíu, Slóveníu og Svartfjallalands, en spurð um það hvort hægt væri að færa rök fyrir því að Ísland ætti áfram að styðja sjálfsákvörðunarrétt þjóða með sama hætti benti Ingi- björg á að löndin þrjú hefðu verið sambandslýðveldi í Júgóslavíu en þá stöðu hefði Kosovo ekki haft. Dæmin væru því ekki fullkomlega sambæri- leg. Kosovo hefði jafnframt verið á ábyrgð SÞ og NATO sl. átta ár og að eðlilegt væri því að ríki sem þar kæmu að málum stilltu saman strengi sína varðandi framhaldið. Móta þarf afstöðu Íslands Líkleg sjálfstæðisyfirlýsing Kosovo-Albana fer væntanlega inn á borð ríkisstjórn- arinnar í kjölfar umræðna um málið á fundi utanríkisráðherra NATO í Brussel AP Málin rædd Fundurinn er fyrsti utanríkisráðherrafundur NATO sem Ingi- björg Sólrún sækir en hér er hún í góðum hópi starfsfélaga. FJÖGURRA ára drengur, Viktor Helgi Aðalsteinsson, lagði leið sína í Kirkjuhúsið í gær í fylgd afa og ömmu og gaf allt sparifé sitt, rúmar sjö þúsund krónur, til Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir börn í Afríku svo þau gætu fengið vatn. Biskup Íslands veitti peningunum viðtöku fyrir hönd hjálparstarfsins. Vill að börnin í Afríku fái vatn Gaf allt sparifé sitt til Hjálparstarfs kirkjunnar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá öku- manni jeppabifreiðar sem lenti í árekstri á Reykjanesbraut síðdeg- is á fimmtudag. Ökumaðurinn vill koma yfirlýsingunni á framfæri vegna „illgjarns og kvikindislegs bloggs“ á blog.is. Morgunblaðið hefur ákveðið að birta yfirlýs- inguna nafnlausa að beiðni send- anda, þar sem, að hans sögn, fram hafa komið hótanir á vefnum í hans garð. Yfirlýsingin „Ég er ökumaður jeppans í slys- inu við álverið í Straumsvík. Ég vil koma því á framfæri að EKKI var um glæfraakstur að ræða, þetta var slys og ég einfaldlega gerði mér ekki grein fyrir því hversu mikil hálka var á veginum. Við hjónin vorum á heimleið eft- ir að hafa farið með hvolpana okk- ar níu í bólusetningu. Þar sem þetta var fyrsta bílferð hvolpanna og þeir hræddir, þá reyndi ég að aka mjúklega. Ég hef verið á um 70–80 km hraða þegar bíllinn byrj- ar að skrika í hálkunni. Ég reyndi að beygja á móti en náði ekki stjórn og næsta sem ég veit er að það er allt fullt af sjúkra- og lög- reglubílum í kring og verið er að reyna að ná manninum mínum út úr bílnum. Ég heyri talað um mikil beinbrot og alvarlega áverka. Mér er hjálpað út úr bílnum, yf- ir í lögreglubíl og þaðan í sjúkrabíl sem flutti mig á sjúkrahús. Þegar ég hugsa til baka, þá ásaka ég mig fyrir að hafa ekki ek- ið hægar eða verið í framdrifinu, en við vorum búin að keyra um all- an bæinn og einu staðirnir sem ég hafði orðið vör við hálku á voru bílaplön og hliðargötur. Eins og staðan er núna þá liggja tveir menn mjög mikið slasaðir á sjúkrahúsi af mínum völdum, eig- inmaður minn og ökumaður hins bílsins. Það veit sá sem allt veit að illar hugsanir og ljót orð koma ekki til með að hjálpa þeim og ég vil biðja alla að beina bænum sín- um til þeirra beggja og biðja fyrir því að þeir nái báðir heilsu aftur. Við getum þakkað Guði fyrir að ekki fór verr og allir komust lif- andi frá þessu hræðilega slysi.“ Vegna illkvittnislegra kjaftasagna á vefsvæði Yfirlýsing ökumanns jeppa sem lenti í árekstri hjá Straumsvík BYGGINGARNEFND nýs Land- spítala hefur nú samþykkt að vinna við frumáætlun nýs háskólasjúkra- húss skuli nú miðast við að rann- sóknastofum sjúkrahússins og heil- brigðisdeilda Háskólans verði komið fyrir saman í einni rann- sóknastofubyggingu milli nýja sjúkrahússins og háskólabygging- anna. Jafnframt hefur nefndin sam- þykkt að skipulag legudeilda í frumáætlun verði þannig að hver legudeild samanstandi af þremur níu rúma þyrpingum sem myndi T-laga byggingu. Unnið í samstarfi við erlenda ráðgjafa Auk þeirra breytinga sem snerta rannsóknastofurnar og legu- deildirnar hafa einnig verið gerðar nokkrar breytingar á innra skipu- lagi s.s. á slysa- og bráðadeild, speglunardeild, myndgreiningu og starfsemi tengdri skurðdeild. Að sögn Ingólfs Þórissonar verk- efnisstjóra hafa erlendir ráðgjafar unnið með nefndinni, og við undirbúning frumáætlunar, sem hófst í mars sl., hafi komið í ljós að skynsamlegra væri að breyta staðsetningu rannsóknastofa spít- alans. „Jafnframt var fyrirkomulagi á legudeildum breytt,“ bendir hann á. „Það var farið fram á það við nefndina að hún samþykkti að vinna mætti að uppbyggingu rann- sóknastofa með öðrum hætti og sömuleiðis legudeildanna. Í þessu felast áherslubreytingarnar sem verða settar í frumáætlun sem skil- að verður í febrúar 2008.“ Sem stystar vegalengdir Ingólfur segir að markmiðið sé að ná meiri samtengingu milli há- skólarannsóknastofa og rannsókna- stofa spítalans. Þá hafi komið fram óskir frá hjúkrunarfræðingum spít- alans þess efnis að haga uppbygg- ingu legudeildanna þannig að allar vegalengdir yrðu sem stystar. Ein bygg- ing fyrir báðar deildir Breytt staðsetning rannsóknastofa LSH ÁRNI Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, vill birta öll tilboð sem borist hafa í eignir á gamla varnarsvæðinu á Miðnesheiði. Hann telur um- ræðu síðustu daga geta skaðað það stóra verk- efni sem þar er unnið að og því nauð- synlegt að svara dylgjum þingmanna strax og með afgerandi hætti. „Ég vil að við birtum þau tilboð sem borist hafa í eignir á svæðinu og geri mér grein fyrir að með því kann trúnaður við tilboðshafa að vera rof- inn sem aftur gæti haft í för með sér kostnað fyrir Þróunarfélag Keflavík- urflugvallar. En miðað við umræðu þingmanna og ásakanir tel ég afar mikilvægt að seinna megi það ekki vera,“ segir Árni og tekur skýrt fram að þetta sé sín skoðun, betur eigi eftir að ræða við Magnús Gunn- arsson, stjórnarformann þróunar- félagsins. Funda á um málið á morg- un. Vill birta öll tilboð Árni Sigfússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.