Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 35

Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 35
En það er ekkert sem bendir til ann- ars en að þau hafi verið í fremur hamingjusömu hjónabandi er þau eignuðust þessi börn sín. En það gerðist raunar býsna hratt eins og vant var á þessum tíma.“ Það er eins og hjá móður hennar sem átti ein 12 börn? „Já, það gera harðindin. Það er ekki allt sem lifir, svo konur eign- uðust mikið af börnum.“ En svo birtast blikur á lofti. Fyrst er það ungur maður í sveitinni, Stein- grímur, sem fer að venja komur sín- ar til hennar á bæinn þegar Ólafur er fjarverandi. Kunn er sagan af því er Ólafur tók fyrir þær heimsóknir þeg- ar hann væri fjarri. Þá mun Rósa hafa svarað og glott við: „Þá verður annar Steingrímur.“ „Hún hefur ábyggilega verið dálít- ið samtalsskemmtin,“ segir Gísli um fundi hennar og Steingríms. Og þú vilt meina að Rósa hafi fyrst og fremst haft þörf fyrir andlegt samneyti? Annars konar samneyti en Ólafur var kannski fær um að gefa henni? „Já. Ég reyni hins vegar að varast að slá einhverju föstu sem ég get ekki rökstutt. Það gerir virðingin sem maður fer að bera fyrir verkefn- inu, ást á því sem maður er að vinna við.“ En svo dregur til tíðinda í hjóna- bandi hennar og Ólafs. Þá gerir Nat- an nokkur Ketilsson Ólafi boð um að taka sig sem vinnumann á heimili þeirra hjóna gegn greiðslu. Og líður ekki á löngu þar til hann hefur gert henni barn. „Hún er hrædd við Natan. Það er nokkuð öruggt. Hún var á móti því að Ólafur tæki hann inn á heimilið. Það sem mér finnst gefa mesta ábend- ingu um það hvernig maður Natan var er frásögn sem er staðfest af því þegar hval rak á land í héraðinu. Hann kemur þar fram eins og rakið fól við sér yngri og óstyrkari mann.“ Sú framkoma verður síðan hans bani, þegar ungi maðurinn, Friðrik Sigurðsson að nafni, fer síðar ásamt Agnesi Magnúsdóttur og drepur Natan eins og frægt er. En hvað heldur Gísli um Natan Ketilsson? Var hann einfaldlega fól? „Já, já. Enda eru það svo kaldlynd orð sem hann lætur dynja á henni fyrir það að hún lætur hann ekki fá að drekka á heimili þeirra Ólafs. Nat- an á líka börn með konum um allt og lítur svo ekki á þær meir. Hans saga er þannig.“ Hún hefur fundið á sér að koma Natans vissi ekki á gott? „Já. En mér þykir ákaflega senni- legt að hún hafi verið hrifnæm af hinu kyninu.“ Síðan dregur enn til tíðinda. Þá ræður Ólafur til sín annan vinnu- mann, Jón Jónsson frá Lækjamót- um, sem lánar honum peninga. Og það fer svo að Rósa og Jón fella hugi saman, flytja burt og hefja sambúð. En síðan þegar syrtir að í búskap þeirra flytja þau aftur heim að Vatnsenda til Ólafs, Jón enn sem vinnumaður. Það hefur verið býsna einkennilegt fyrirkomulag á einu heimili? „Já, og Ólafur var alveg sáttur við þetta! Ég held að þetta hafi hálfpart- inn verið þannig að Rósa hafi verið að vonast eftir því að Lækjamóta- Jón gæti verið sæmileg fyrirvinna. Hann var nógu vel gefinn. Hann var bara svo mikill vínmaður. En hann hefur ábyggilega verið skemmtilegur í samræðum.“ Hvernig heldurðu að samfélagið á þeirri tíð hafi litið slíkt heimilislíf? „Það er að minnsta kosti alveg öruggt mál að konurnar í Húna- vatnssýslu dáðu Rósu. Og þær komu engum slæmum sögum á loft um Rósu. En kannski karlarnir hafi gert það.“ Með eigin hendi Eini textinn sem sr. Gísli fann með rithönd Rósu. Hér kvittar hún fyrir móttöku greiðslu fyrir störf sem yfirsetu- kona. Í bréfinu segir: Ég undirskrifuð eiðsvarin yfirsetukona viðurkenni hér með að hafa með- tekið af herra sýslumanni A. Thorsteinsen 3 rbd. 48 # þrjá dali og trei- mark sem er mín hlutdeild af þeim 100 dölum sem allra náðugast eru veittir til útbýtingar meðal eiðsvarinna yfirsetukona á Íslandi. Ólafsvík þann 2. júlí 1847 Rósa Guðmundsdóttir eiðsvarin yfirsetukona Með eigin hendi. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 35 -hágæðaheimilistæki vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is Magimix - réttu tækin fyrir eldhúsið SAfApReSSuR fyRiR heilSunA MagiMix matvinnsluvél Magimix matvinnsluvélin er kraftmikil og endingargóð vél fyrir alla þá sem kunna að meta gæði og góðan mat. Vélin er auðveld í notkun og hárbeittir stálhnífar tryggja fullkominn skurð. Verð frá kr.: 39.000 stgr. MagiMix safapressa Með Magimix safapressunni má útbúa girnilega og heilsusamlega drykki með lágmarks fyrirhöfn. Verð frá kr.: 23.500 MAtVinnSluVélAR töfRAtæki í eldhúSið Aðrir söluaðilar:Kokka, laugavegi, Egg, Smáratorgi, Villeroy & Boch, kringlunni, Líf og list, Smáralind, Maður lifandi, Borgartúni og hæðarsmára

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.