Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 71

Morgunblaðið - 09.12.2007, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 71 SÖNGKONAN Birgitta Haukdal fagnaði útgáfu sinnar fyrstu sóló-plötu með rómantískum tónleikum á skemmtistaðnum Rúbín í Öskjuhlíðinni á miðvikudagskvöldið. Eins og við var að búast frá Birgittu sveif einlægur og glaðlegur andi yfir vötnum á tónleikunum en Birgitta flutti ekki einungis lög af plötunni sinni, sem nefnist Ein, heldur fengu nokkur jólalög að fljóta með. Þá stigu nokkrir leynigestir á svið og fluttu jólalög með söngkonunni. Birgitta tekur virkan þátt í laga- og textagerð á nýju plötunni en auk henn- ar koma margir af okkar færustu hljóðfæraleikurum við sögu. Má þar nefna Vigni Snæ Vigfússon sem einnig stjórnaði upptökum á plötunni, Bryndísi Jakobsdóttur, Jakob F. Magnússon, Trausta Bjarnason og Samúel J. Samúelsson. Morgunblaðið/Eggert Poppstjörnur Magni söng með Birgittu líkt og í Laugardagslögunum um síðustu helgi. Ljómandi Birgitta Haukdal ljómaði á skemmtistaðnum Rúbín þegar hún flutti lög af nýútkominni sólóplötu sinni sem nefnist Ein. Innilegt Kertaljósin sköpuðu þægilega og innilega stemmningu. Vinkonur Ragnhildur Steinunn, Yasmine Olsen og Elín Reynisdóttir mættu á útgáfutónleikana. Einlægir útgáfu- tónleikar Birgittu OPIÐ HÚS FROSTAFOLD 37- REYKJAVÍK VERÐ : TILBOÐ ÓSKAST Endaíbúð á jarðhæð, með sér inngangi og bílskýli. Laus við til afhendingar við kaupsamning. Jón Víkingur sölufulltrúi : 892 1316 sunnudaginn 9.des. kl. 14 - 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.