Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 32
Sagnfræði
32 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
K
eflavíkurstöðin var um-
fangsmesta fram-
kvæmd Bandaríkja-
hers á Íslandi í síðari
heimsstyrjöldinni.
Hún var vettvangur mikilvægra
hernaðarumsvifa í styrjöldinni og
ört vaxandi alþjóðaflugs er Íslend-
ingar eignuðust hana í stríðslok.
Mikilvægi Keflavíkurstöðvarinnar í
varnaráætlunum Bandaríkjanna í
upphafi kalda stríðsins olli hat-
römmum deilum um afkastamesta
samgöngumannvirki þjóðarinnar og
samskipti Íslands og Bandaríkj-
anna.
Ég lýsi tilurð og starfsemi Kefla-
víkurstöðvarinnar, en sú saga er
uppfull af merkilegum þáttum og
þræðir frá þessum tíma lágu víða
og lengi og lögðu grunninn að komu
varnarliðsins.“
– Eins og …
„Landsins til stöðvarinnar var
aflað með eignarnámi en hvorugur
vildi una matinu. Þá ætlaði ríkið að
minnka svæðið, en landeigendur
sögðu annaðhvort allt eða ekkert. Í
samningnum, sem svo var gerður
1949 var tekið á ýmsum ófrágengn-
um þáttum og meðal annars samið
um að Bandaríkjamenn borguðu
kostnað íslenzka ríkisins af þessari
landtöku Ég hef fundið kvittanir
fyrir greiðslum Bandaríkjamanna
allt til 1951, en veit ekki hvort þess-
ar greiðslur féllu niður þegar varn-
arliðið kom eða ekki. Ég á eftir að
skoða það.“
– Þú segir meðal annars frá því
að sprengjuárásir voru gerðar frá
Íslandi á annað land.
„Já, þessu hefur ekki verið haldið
á lofti hér á landi, en frá Íslandi
voru farnar ferðir til loftárása á
norðausturströnd Grænlands, þar
sem ráðist var að bækistöð þýzkra
veðurathugunarmanna. Þetta voru
einu ferðirnar af þessu tagi sem
farnar voru frá Íslandi og bækistöð
Þjóðverjanna nyrzta skotmarkið
sem Bandaríkjamenn gerðu loft-
árásir á. Með frásögninni birtast
ljósmyndir, sem teknar voru í þess-
um árásarleiðöngrum.
Í bókinni birtast líka í fyrsta sinn
ítarlegar frásagnir af því þegar
flugvél Andrews hershöfðingja fórst
á Fagradalsfjalli og þegar þýzkri
flugvél var grandað á Strandar-
heiði.“
– Hvar aflaðir þú fanga?
„Það má segja að ég hafi verið að
safna efni til þessarar bókar í ein
tuttugu ár meðfram efnisöflun í
aðrar bækur sem ég hef skrifað.
Ég sótti efni í bandaríska þjóð-
skjalasafnið í Washington og skjöl
herstjórnarinnar frá stríðsárunum,
skjöl utanríkisráðuneytisins ís-
lenzka, bæði í ráðuneytið sjálft og
Þjóðskjalasafnið. Þá hef ég fundið
heilmikinn fróðleik frá þátttak-
endum; hermönnum og heima-
mönnum.
Þessi efnisöflun hefur verið æv-
intýri líkust og þá ekki sízt leitin að
ljósmyndum í söfnum erlendra
herja og einkaaðila. Það er ótrúlegt
hvað kemur upp í hendurnar á
manni, vinir mínir, sem eru safn-
arar og safna ljósmyndum eins og
frímerkjum, eru duglegir að kaupa
ljósmyndasöfn á uppboðum á ebay
og gauka að mér því sem þeir telja
að komi mér að gagni.
Ég get nefnt til dæmis ljós-
myndir af framkvæmdum Hamil-
ton-félagsins á Keflavíkurflugvelli
en mér tókst ekki að hafa uppi á
slíkum myndum fyrr en þær voru
allt í einu falar úr einkasafni ein-
hvers Bandaríkjamanns, sem hér
var á þessum tíma. Annað dæmi
eru ljósmyndirnar af Thunderbolt-
orrustuflugvélum sem hér voru
1944-45. Ég hafði undir höndum
ljósmynd af tveimur vélum við
Blönduós, en svo bárust mér marg-
ar fleiri myndir úr einkasafni Hin-
riks Steinssonar.
Þessar Thunderbolt-vélar voru
hér í stuttan tíma og þegar honum
lauk þótti ekki taka því að flytja
þær annað, svo þær voru bútaðar í
brotamálm innan við 2ja ára gaml-
ar. Hreyflarnir voru brenndir og
urðaðir, en Gunnar Jónsson í Stál-
húsgögnum keypti brotajárnshaug-
inn á 10 þúsund krónur. Hann og
vinir hans óku í heilt ár á bens-
índreggjunum úr flugvélunum, sem
urðu eftir í tönkum í vængjunum.
Þegar bensínið var búið, seldi hann
álhauginn aftur á 10 þúsund kall.
Það er sorglegt að ekki skyldi ein
einasta af þessum merkilegu flug-
vélum varðveitast á sínum tíma.
Þegar varnarliðið fór á síðasta
ári tókst þó að bjarga einni orr-
ustuþotu, sem bíður þess ásamt
fleiri hlutum að fá sinn sess á Flug-
og sögusetri Reykjaness, þegar það
fær hentugt húsnæði.“
– Er það í sjónmáli?
„Það er verið að athuga með hús-
næði á gamla varnarsvæðinu, en of
snemmt að segja, hvað af verður.“
– Aftur til fortíðar! Keflavíkur-
flugvöllur gegndi sínu hlutverki á
stríðsárunum.
„Já, Keflavíkurflugvöllur reynd-
ist þýðingarmikill í stríðinu, þegar
ferja þurfti þúsundir herflugvéla yf-
ir hafið. Eisenhower segir í ævi-
sögu sinni að Bandamenn hefðu
ekki getað ráðizt svo snemma inn á
meginlandið, ef þeir hefðu ekki haft
aðstöðu á Íslandi.
Hann var líka mikilvægur fyrir
brezkar Liberator-flugvélar, sem
skiptu sköpum í að sigur vannst á
þýzkum kafbátum á Atlantshafi.“
– En þegar kalda stríðið skall á?
„Í bókinni geri ég grein fyrir
upphafi kalda stríðsins eftir styrj-
öldina og hvernig Bandaríkjamenn í
takt við það vildu tryggja sér fram-
varðarstöðvar og aðstöðu áfram til
þess að ráða þessum stiklum yfir
Atlantshafið; Grænlandi, Íslandi og
Asoreyjum. Það hafði ekkert upp á
sig að vera með einhverjar skuld-
bindingar á meginlandi Evrópu, ef
herinn gat ekki athafnað sig.
Hugmyndir Bandaríkjamanna
um herstöðvar á Íslandi ollu mikl-
um deilum meðal þjóðarinnar sem
og herverndarsamningurinn og dvöl
varnarliðsins eftir það. En þá er nú
komið fram úr efni þessarar bókar.
Hins vegar má ekki horfa fram
hjá því að Keflavíkurflugvöllur kom
ekki aðeins herflugvélunum til
góða. Fljótlega eftir stríðið komst
skriður á almennt flug yfir Atlants-
hafið og þá var Keflavíkurflugvöllur
líka mikilvægur millilending-
arstaður þess og færði landið í al-
faraleið.“
Herstöð og
ekki herstöð
– Þú segir að menn hafi deilt um
það hvort flugvöllurinn hafi verið
dulbúin herstöð á tíma Keflavík-
ursamningsins frá 1946 eða ekki.
Hver er þín skoðun?
„Flugvöllurinn var herstöð í þeim
skilningi að hann hafði hlutverk
sem framvarðarstöð í áætlunum
Bandaríkjamanna. Samningurinn
um rekstur hans var gerður við
hermálaráðuneytið. Hins vegar var
hann ekki herstöð að því leytinu til,
að þar voru hvorki hermenn né víg-
búnaður.
Ég skrifaðist á við bandarískan
verkfræðing sem var hér í hernum
á stríðsárunum og síðan við eftirlit
með byggingaframkvæmdum á tím-
um Keflavíkursamningsins, en þá í
dularbúningi því hermenn máttu
ekki vera á svæðinu. Hann var
fulltrúi verkkaupans, sem var verk-
fræðideild hersins, og þeir vildu
hafa sinn mann á staðnum. Hins
vegar annaðist flugherinn eftirlit
með flugvallarrekstrinum og hafði
til þess borgaralega starfsmenn.“
– Einn kaflinn heitir fyrirgreiðsla
við íslenzk stjórnvöld vegna flug-
bækistöðvar.
„Þar nefni ég viðræður um kaup
Bandaríkjahers á saltfiski til að
fæða íbúa á hernámssvæði Banda-
ríkjanna í Þýzkalandi, þegar erf-
iðlega gekk að selja fiskafurðir í
Bretlandi og Sovétríkjunum. Þeim
viðræðum lauk svo, að Bandaríkja-
menn sömdu við Breta um fiskkaup
af Íslendingum og var það und-
anfari Marshall-aðstoðarinnar, en
af henni fengu Íslendingar sinn
skerf og rúmlega það.
Annað dæmi um fyrirgreiðslu,
var þegar Eimskipafélag Íslands
fékk Tröllafoss, en eftirspurnin eft-
ir skipum frá Bandaríkjamönnum
var slík, að á fundi nefndarinnar
Tuttugu ára efnissöfnun
Ljósm: Ásdís Ásgeirsdóttir
Herfróður Friðþór Eydal hefur skrifað bók um Keflavíkurstöðina 1942-1950 og leggur um leið línur að bók um
veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, en Friðþór var upplýsingafulltrúi þess í rúma tvo áratugi.
Frá heimsstyrjöld til herverndar, Keflavík-
urstöðin 1942-51 heitir bók eftir Friðþór Eydal.
Freysteinn Jóhannsson ræddi við höfundinn, sem
starfaði í tvo áratugi í aðalstöðvum bandaríska
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.
Sönn
sakamál