Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 39
horni en tíu gráður frá spilinu þegar
það er lóðrétt. Allt var í rauninni á
hreyfingu og það varð að fá afstöð-
una rétta áður en hægt var að hífa.“
Fann að eitthvað var í ólagi
Thorben, sem hafði tilkynnt Tri-
ton um fjórmenningana, fann að eitt-
hvað var ekki eins og það átti að
vera:
„Þegar Auðunn var kominn í sjó-
inn var ég við tækin á stýrimanns-
borðinu. Þá heyrði ég í talkerfi þyrl-
unnar að það reyndi mjög á menn.
Björn þurfti að hreyfa vélina mikið
til svo að hann tapaði ekki mönn-
unum. Ég fór aftur í dyr og horfði
niður. Þarna fyrir neðan voru þrír
Danir í sjónum en Auðunn var með
þann fjórða hjá sér og sá virtist vera
mjög þrekaður.“
Hörður læknir horfði líka niður
frá dyrunum:
„Það blasti við mér óvenju hrika-
leg mynd – við vorum yfir Auðuni í
öldunni eina sekúnduna og svo var
hann horfinn í næsta vetfangi. And-
artak óttaðist ég að aldan kæmi yfir
þyrluna? Mér leist ekkert á þetta.
Thorben var líka hræddur um vin
sinn þarna í sjónum. Þetta var ótrú-
lega erfitt.“
Auðuni leist ekki á blikuna:
„Ég sá að það var farið að syrta í
álinn hjá strákunum uppi í þyrlunni.
Og þar með líka hjá okkur þarna
niðri. Vélin fór alveg hægra megin
við okkur í sjónum þannig að ég
horfði á flugmanninn vinstra megin,
Snorre Hagen. Þetta var þveröfugt
við stöðuna eins og hún á að vera við
hífingu. Ég átti að vera hægra meg-
in við vélina – þar sem dyrnar eru,
spilmegin – og átti að sjá Björn flug-
stjóra. Ég sá að þeir þarna uppi áttu
erfitt með að staðsetja okkur. Þetta
boðaði ekki gott.“
Ískyggilega nálægt öldunum
Snorre heyrði bíp frá hæðarmæl-
inum:
„Ég vissi að hætta var á að við
snertum öldutoppana. Ég sagði
Birni að við værum að missa hæð:
„Við erum að lækka,“ kallaði ég.“
Vélin var komin mjög nálægt
öldutoppunum og hafði færst til
þannig að mennirnir í dyrunum
horfðu niður til sigmannsins og Dan-
anna.
Thorben horfði á vin sinn í brim-
inu:
„Þegar ég horfði á Auðun sýndist
mér á svip hans að honum litist ekk-
ert á ástandið. Við erum bestu vinir
og ég þekki hann mjög vel. Auðvitað
var hann hissa á að hann skyldi ekki
vera tekinn upp þótt hann hefði ver-
ið talsverðan tíma í sjónum, tilbúinn
með manninn. Hann þurfi að halda
Dananum uppi og hann íþyngdi hon-
um mjög.
Ég horfði beint á Auðun – það
voru ekki margir metrar á milli okk-
ar!
„Bjössi, passaðu hæðina, passaðu
hæðina?“ sagði ég strax við flug-
stjórann. Mér fannst við næstum
komnir niður að mönnunum í sjón-
um. Ég horfði bara á svipinn á Auð-
uni. Hann hélt auðvitað að hann væri
að fá vélina yfir sig í sjóinn.
Ég fór að undirbúa það sem ég
myndi gera ef vélin færi í sjóinn.
Hvernig ég ætlaði að losa beltið,
hvora höndina ég myndi nota, út um
hvaða glugga ég ætlaði að fara ef
vélin lenti í sjónum. Það verður hver
að hugsa um sig ef slíkt gerist.“
Hörður læknir fór yfir viðbrögðin
í huganum eins og Thorben:
„Meðan á þessu stóð horfði ég á
útgönguleiðirnar í þyrlunni og íhug-
aði hvað ég myndi gera og hvernig
ég kæmist út ef vélin færi í sjóinn.
Þetta er einmitt það sem við erum
þjálfaðir í að gera. Ég varð þó ekki
hræddur og var tilbúinn að taka því
sem að höndum bæri. Ég fór snöggt
yfir það í huganum hvernig ég losaði
mig úr öryggisbeltinu, hvar björg-
unarvestið væri … ég myndi blása
það út þegar ég væri kominn í sjó-
inn. Ég ætlaði að bíða stutta stund
og fara út þegar ég sæi hvernig þyrl-
an lenti í sjónum. Mér virtust vera
helmingslíkur á að við lifðum af ef
við lentum þar. Gallarnir okkar voru
ekki næstum því eins góðir og þeir
sem Danirnir voru í. Ég var ekki
heldur með húfu eða annað til að
hlífa höfðinu við köldum sjónum.“
Björn flugstjóri fylgdist með
mönnunum í sjónum en Snorre Hag-
en flugmaður var með hugann við
mælaborðið:
„Hæðarmælirinn bípti. Ég ákvað
að taka strax í aflarminn. Það varð
að gera strax. Við Björn toguðum
aflstýrin að okkur til að lyfta vélinni
upp í um 60 feta hæð yfir öldunum.
Ég var dauðhræddur um að við vær-
um að fara í sjóinn. Þetta er ekki
staður sem maður vill lenda á í sjón-
um.“
Áður en þeir hækkuðu vélina hafði
strekkst á vírnum hjá Auðuni:
„Í þessum látum drógumst við, ég
og Daninn þrekaði sem var fastur
við mig, heilmikið til í sjónum á eftir
þyrlunni. Nú leist mér ekkert á stöð-
una. Ég ætlaði að fara að losa mig
frá vélinni því að ég óttaðist að hún
væri að farast. Á sigbrókunum er
búnaður (quick release), sem gerir
manni kleift að aftengja sig með einu
handtaki. Þetta er til að geta losað
sig strax ef eitthvað kemur fyrir vír-
inn eða vélin er að fara.
Ég fálmaði eftir lásnum. Ég hélt
hreinlega að vélin væri að fara í sjó-
inn. Hún var greinilega að missa
hæðina og var komin allt of neð-
arlega. Flugmennirnir höfðu ekki
haft neina viðmiðun svo að vélin var
komin ískyggilega nálægt öldunum.
Og við vorum fastir við þyrluna og
vírinn strekktur. Hreyfingin var svo
mikil að Jón Tómas hafði ekki haft
ráðrúm til að slaka vírnum út.“
aðstæður
Útkall, þyrluna strax eftir Óttar
Sveinsson kemur út hjá Útkalli og er
207 síður með nafnalista.
Framtíðarsjóður Byrs
Gefðu bjarta framtíð!
Framtíðarsjóður Byrs er verðtryggður sparireikningur, bundinn
til 18 ára aldurs og ber hæstu vexti almennra innlánsreikninga.
Engin lágmarksupphæð er á innborgunum og kjör haldast óbreytt þótt
innstæða sé ekki tekin út við 18 ára aldur.
Á heimasíðu okkar www.byr.is getur þú reiknað út hve mikið
þú getur sparað með Framtíðarsjóðnum.
Kannski verður sjóðurinn lykillinn að fyrstu íbúðinni, bílnum,
draumaferðinni eða skólagjöldum.
Byr sparisjóður Sími 575 4000 www.byr.is
Með hverju 5000 kr. gjafabréfi
færðu 2000 kr. viðbótarframlag frá Byr.
Gjafabréfið kemur í fallegri öskju.