Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 14

Morgunblaðið - 09.12.2007, Side 14
14 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ við fjármuni í vörslu lífeyrissjóða sem eru að fjárfesta víða, meðal ann- ars í útlöndum. Í ýmsum löndum eru skýrar reglur um þetta enda kærum við okkur ekki um að verið sé að leika sér með lífeyrinn okkar á baki lítilla barna.“ Guðrún vekur athygli á að t.d. í Svíþjóð hafi ýmsir lífeyrissjóðir markað sér ábyrga fjárfesting- arstefnu þar sem sjóðirnir fjárfesta ekki í vopnaframleiðslufyrirtækjum, starfsemi sem veldur umhverf- isspjöllum eða eiga hlut í fyr- irtækjum sem eru meðsek um mannréttindabrot. Lítið verið rannsakað Jóhanna segir rannsóknarþætt- inum varðandi viðskipti og mann- réttindi víðast hvar ábótavant. Það séu helst rannsóknarblaðamenn, einkum í Bretlandi, sem hafi reynt að rekja slóð vöru allt frá fram- leiðslu þangað til hún er komin í hendur neytandans. Hún segir þó Amnesty æ meira vera að skoða ábyrgð fyrirtækja og fjármálastofn- ana þegar mannréttindi eru brotin. Sú stofnun sem líklega hefur gefið málinu mestan gaum er The Bus- iness & Human Rights Resource Centre í Lundúnum. Óháð stofnun sem fylgist með starfsemi hátt í fjögur þúsund fyrirtækja í 180 ríkj- um og greinir með reglubundnum hætti frá því hvernig þau umgangast mannréttindi – á jákvæðan hátt og neikvæðan. Tilgangurinn er að hvetja fyrirtæki til að virða mann- réttindi, auðvelda aðgang að upplýs- ingum, ýta undir upplýsta og upp- byggilega stefnumótun og stuðla að umræðu. Jóhanna segir næsta víst að í ís- lenskum verslunum sé að finna vörur sem framleiddar eru við bágar aðstæður. „Ég segi þetta með fyr- irvara um að það liggja ekki miklar upplýsingar fyrir en það er eigi að síður líklegt að einhverjar vörur sem við kaupum, einkum í fata- og leik- fangaiðnaði og svo flugeldarnir sem við skjótum upp um áramótin, kunni að vera framleiddar við óviðunandi aðstæður. Þá er ég ekki bara að tala um barnavinnu, sem kemur alltaf fyrst upp í hugann, heldur líka að- stæður fullorðins fólks sem starfar m.a. við fataframleiðslu við að- stæður sem uppfylla ekki lágmarks- viðmið um aðbúnað á vinnustöðum.“ Að sniðganga vörumerki En hvað geta neytendur gert vilji þeir axla félagslega ábyrgð? Guðrún bendir á þann kost að sniðganga fyr- irtæki og vörumerki sem illt orð fer af og hafa verið staðin að einhverju misjöfnu í mannréttindamálum. „Þegar allt kemur til alls er valdið hjá okkur, almenningi. Ef við höfn- um ákveðinni vöru bitnar það á fyr- irtækinu sem framleiðir hana og það neyðist til að fara yfir sín mál,“ segir Guðrún. Allir kannast við slagorðið „velj- um íslenskt“. Það er oftast samofið sjálfbærni eða þjóðernishyggju en hefur gildi í þessu samhengi líka. „Það er klárlega valkostur að kaupa íslenskar vörur því við vitum að það eru hverfandi líkur á því að þær séu framleiddar við óviðunandi skilyrði,“ segir Guðrún. Hún bendir einnig á að þekkt fyr- irtæki séu í auknum mæli farin að framleiða og auglýsa vörur eða vöru- línur sem eru framleiddar á ábyrgan hátt; mannréttindi verkafólksins eru virt í framleiðsluferlinu en einnig er reynt að fækka milliliðum þannig að fólkið sem býr til vöruna fái stærri hluta af ágóðanum. Skilgreint hefur verið við hvaða aðstæður fyrirtæki eiga helst á hættu að tengjast mannréttinda- brotum:  Þegar borgarastyrjöld geisar í landi þar sem fyrirtækið er með starfsemi.  Ef alvarleg þjóðernis- eða trúar- bragðaátök eru í landinu.  Ef stjórnmála- og stofnanaupp- bygging í landinu er veik.  Ef einræðisstjórn er í landinu.  Ef lög viðkomandi lands heimila ekki frjáls verkalýðsfélög. Við ofangreindar aðstæður er hætta á því að fyrirtæki tengist al- varlegum mannréttindabrotum á borð við barnaþrælkun, nauðung- arvinnu, lélegan aðbúnað á vinnu- stað, mismunun á grundvelli kyns, trúarbragða eða litarháttar, nauð- ungarflutninga og kúgun á verka- lýðsfélögum. Stór fyrirtæki eru víða drifkraft- urinn í efnahagslífi þjóða og fyrir vikið hafa þau mikil völd. Á umliðn- um árum og misserum hafa mark- aðir galopnast og mýmörg fyrirtæki starfa nú á alþjóðavísu. Þetta þekkj- um við Íslendingar vel en á skömm- um tíma hafa helstu fyrirtæki og fjármálastofnanir landsins fært hratt út kvíarnar. Þau setja sér nú hnattræn markmið í stað staðbund- inna og flest tölum við um „útrásina“ með blik í auga. Allur heimurinn er undir – frá Súðavík til Sjanghæ. Amnesty International hefur ver- ið að skoða áhrif þessarar al- þjóðavæðingar á mannréttindi og segir Jóhanna umfang vandans gríð- arlegt. Ekki svo að skilja að fyr- irtæki stuðli vísvitandi að mannrétt- indabrotum heldur dragist þau inn í brotin vegna aðstæðna í landinu þar sem starfsemin fer fram. Jóhanna kallar þetta neikvæð áhrif fyr- irtækja á mannréttindi og segir hún Amnesty hafa umtalsverðar áhyggj- ur af þessari þróun. „Við leggjum mikla áherslu á að opna augu fyr- irtækja fyrir þessu vandamáli og hvetja þau til að stuðla að framgangi mannréttinda á sínum starfs- svæðum.“ En það er hægara sagt en gert. Lög og reglur eru mismunandi frá einu landi til annars og með því að virða lög og reglur í viðkomandi landi telja fyrirtækin sig oftar en ekki vera á grænni grein. „Vanda- málið er að ríkjandi lög og reglur standast ekki alþjóðlegar kröfur um mannréttindi og vinnuvernd,“ segir Jóhanna. „Kína er gott dæmi um þetta. Þar er blátt bann við stofnun frjálsra verkalýðsfélaga. Það væri því fróðlegt að vita hvort íslensk fyr- irtæki, sem verið hafa að hasla sér völl þar eystra á undanförnum ár- um, hafa gert sambærilega samn- inga við starfsmenn sína þar og þeir gera við starfsmenn sína hér heima. Eða láta þau sér nægja að semja samkvæmt kínverskum lögum og reglum? Menn mega ekki gleyma því að áhrifum fylgir ábyrgð.“ Fyrirmynd annarra þjóða Jóhanna og Guðrún brýna fyrir ís- lenskum fyrirtækjum að setja mannréttindi á oddinn. „Mannrétt- indi eiga að vera í öndvegi í útrás- inni. Mannauður og ímynd eru styrkur fyrirtækja og með því að vera öðrum þjóðum fyrirmynd í þessum efnum getur Ísland skapað sér sérstöðu í heiminum,“ segir Jó- hanna. Þær Guðrún eru á einu máli um að samfélagsábyrgð fyrirtækja verði ofarlega á baugi í umræðunni um mannréttindamál á komandi árum. Samkvæmt skilgreiningu Mannrétt- indaskrifstofunnar merkir sam- félagsábyrgð í stuttu máli að fyr- irtæki starfa siðlega og gæta hagsmuna allra aðila sem starfsemi þeirra snertir. Í samfélagsábyrgð felst að fyrirtækin stuðla að efna- hagslegri velferð með viðskiptum og sjálfbærri nýtingu auðlinda ásamt því að reyna að bæta lífskjör starfs- manna sinna, fjölskyldna þeirra og þjóðfélagið almennt. Eða eins og segir í formlegri skil- greiningu Evrópusambandsins: „Samfélagsleg ábyrgð eru þær skuldbindingar sem fyrirtæki kjósa að taka á sig gagnvart starfsfólki, umhverfi og viðskiptavinum umfram það sem kveðið er á um í kjarasamn- ingum, lögum og reglugerðum.“ Samfélagslega ábyrgt fyrirtæki uppfyllir því ekki einungis lagalegar og samningsbundnar skyldur sínar gagnvart samfélaginu og við- skiptaaðilum heldur hefur frum- kvæði og starfar þannig að það mæt- ir væntingum hagsmunaaðila um siðferðilega rétta hegðun. Í þessu getur falist að sníða starfshætti eftir alþjóðlegum sáttmálum um mann- réttindi og umhverfisvernd, ásamt því að styrkja samfélagsverkefni og gefa til góðgerðarmála. Hnattrænt samkomulag SÞ Samfélagslega ábyrg fyrirtæki sem vilja stuðla að áframhaldandi framþróun sinni á því sviði hafa mörg gerst aðilar að Hnattrænu samkomulagi Sameinuðu þjóðanna (e. Global Compact), en það er samningur milli Sameinuðu Á sokkabandsárum Sigurðar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjón- ustu (SVÞ), var ekki óalgengt að gefið væri frí í skólum ef uppgrip var í fiskvinnslu í sjáv- arplássum landsins. Allir lögðust á eitt til að bjarga verðmætum. Börn og fullorðnir. Tímarnir breyt- ast og mennirnir með og Sigurður viðurkennir að senni- lega væri það ekki vel séð í dag að skólabörn vörpuðu frá sér námsbókunum og hlypu sem fætur toguðu niður í frystihús. „Viðhorfið til vinnu barna og ungmenna hefur breyst á undanförnum áratugum og að mínu mati er ekki óeðli- legt að við Íslendingar gerum sömu kröfur til annarra þjóða sem við skiptum við og við gerum til okkar sjálfra,“ segir Sigurður. Sigurður og Kristín Hulda Guðmundsdóttir, sam- starfskona hans hjá SVÞ, segja enga ástæðu til að ætla annað en að íslensk innflutningsfyrirtæki vilji kaupa vörur sem framleiddar eru við viðunandi aðstæður úti í heimi. Það geti þó verið þrautin þyngri að ganga úr skugga um þetta. Til þess hafi smærri aðilar takmarkað bolmagn og verði því að treysta sínum birgjum erlendis. Stærri aðilar hafa frekar burði til að kanna uppruna vöru og segja Sigurður og Kristín að sumir þeirra séu farnir að gera það, einkum þeir sem kaupi mikið inn frá Asíu. Erfitt getur þó verið að fá viðunandi upplýsingar enda samband íslenskra fyrirtækja við birgja í Asíu oft stopult. Í sumum tilvikum fara viðskipti aðeins fram einu sinni. Hvorki viðmið né reglur Sigurður og Kristín segja traust almennt ríkja aðila í millum í viðskiptum með matvöru. Þegar leikföng, fatn- aður og íþróttavörur séu annars vegar reyni aftur á móti meira á kaupendur vörunnar. Dæmin sýni að þess- ar vörur séu ekki alltaf framleiddar við mannsæmandi skilyrði. „Menn hafa ekki sett sér nein viðmið eða reglur hvað þetta varðar hér á landi ennþá en það gæti komið að því fyrr en síðar,“ segir Sigurður. „Umræðan um þetta hef- ur verið lítil sem engin en margt bendir til þess að það sé að breytast, t.a.m. hafa fréttir í fjölmiðlum vakið at- hygli. Við þessu þurfa fyrirtækin að bregðast.“ Umræðan er mun lengra komin í ýmsum nágranna- löndum okkar og í Noregi er t.a.m. starfrækt frjáls upp- lýsingamiðstöð, Initiativ for etisk handel, sem veitir að- ilum í verslun og þjónustu upplýsingar og leiðbeinir þeim í þessum efnum. Kristín bendir á að miðstöð af þessu tagi gæti orðið vísir að metnaðarfullu regluverki. Sigurður og Kristín segja eðlilegt að markaðurinn kalli eftir umræðu um mannréttindi og viðskipti en fram að þessu hafi hann aðallega haft áhuga á lágu verði á vöru og þjónustu. „Menn vilja alltaf lægsta verðið en skammast um leið yfir því að starfsfólkinu á kassanum séu ekki greidd hærri laun. Þetta er í sjálfu sér ákveðin mótsögn,“ segir Sigurður. „Fólk verður líka að hafa í huga að því ódýrari sem varan er, þeim mun meiri líkur eru á því að hún hafi orðið til við óviðunandi aðstæður.“ Frumkvæði almennings Sigurður og Kristín segja samtökin fylgjast með um- ræðunni um þessi mál en eigi þau að grípa til mark- vissra aðgerða verði frumkvæðið að koma frá aðild- arfyrirtækjunum og það gerist ekki fyrr en almenningur taki við sér og kalli eftir aðgerðum. Það sé rökrétt ferli. Þegar kallið kemur ríður á að fyrirtæki séu undir það búin að gefa mannréttindamálum meiri gaum. Sigurður veit til þess að ýmsir stjórnendur í fyrirtækjum hafi þeg- ar áhuga á þessum málum, einkum þeir yngri. „Ekki það að þeir séu endilega betri menn en þeir stjórnendur sem eldri eru, heldur fylgist yngri kynslóð stjórnenda ein- faldlega betur með í þessum efnum og er meðvitaðri um þessa nálgun. Svo eru menn í auknum mæli farnir að átta sig á því að þetta er ekki bara hreinn ídealismi, heldur nauðsynlegt fyrir ímynd fyrirtækja. Og ímyndin er það dýrmætasta sem fyrirtæki á.“ NAUÐSYN- LEGT FYRIR ÍMYNDINA Morgunblaðið/Brynjar Gauti Jólakjóllinn Veltum við því fyrir okkur hvaðan hann kemur? Voru mannréttindi brotin við framleiðsluna? Reuters Þrælar Það vakti heimsathygli þegar þessum mönnum og fleirum var bjargað úr múrsteinaverksmiðju í Henan-héraði í Kína. Aðbúnaður var ömurlegur. UPPRUNI VÖRU 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.