Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 65 Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Bíóferð frá Bólstaðarhlíð 11. des. kl. 13.15, með rútu að sjá myndina Veðra- mót eftir Guðnýju Halldórsd. Miðaverð 1.000 kr., rútugjald kr. 500. Skráning og greiðsla á skrif- stofunni s. 535-2760. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofa FEBK Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10-11.30, s. 554-1226. í Gjá- bakka er opið á miðvikudögum kl. 15-16, s. 554-3438. Félagsvist í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, í Gjábakka á miðviku- dögum kl. 13 og föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur í kvöld kl. 20, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Gerðu- bergskórinn syngur við messu í Breiðholtskirkju kl. 14. Á eftir eru kaffiveitingar í safnaðarheim- ilinu. 12. des er ,,ljósarúntur“ í Reykjanesbæ, lagt af stað kl. 13, mæting kl. 12.45. 13. des. kl. 14 er jólahelgistund, fjölbreytt dag- skrá. S. 575-7720. Flugvirkjasalurinn | Kvenfélagið Keðjan heldur jólafund í Flug- virkjasalnum, Borgartúni 22, mánudaginn 10. desember kl. 20. Munið eftir jólapakka. Hraunbær 105 | Kortadagur 11. des., ljósaferð á Hellu 13. des. borðarður jólagrautur, Odda- kirkja heimsótt undir leiðsögn séra Guðbjargar Arnardóttur, jólaljósin í Reykjavík skoðuð á heimleiðinni, harmonikkuleikari verður með. Verð 2.400 kr., skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hæðargarður 31 | Ferð á kvik- myndina Veðramót 11. des. kl. 14, panta þarf far. Bókmenntahópur um kvöldið kl. 20. Gestur er Dagný Kristjánsdóttir bók- menntafræðingur. Jólahlaðborð 14. des. kl. 17. Miðasala í eldhús- inu. Uppl. 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthúsinu á mánu- og mið- vikudögum kl. 9.30-11.30. Hring- dansar í Kópavogsskóla á þriðjud. kl. 14.20. Ringó í Smáranum á miðvikud. kl. 12 og í Snælands- skóla á laugard. kl. 9.30. Línu- dans í Húnabúð á miðvikud. kl. 17. Uppl. í síma 564-1490. Korpúlfar Grafarvogi | Á morg- un, mánudag, er ganga í Egilshöll kl. 10. Kvenfélag Breiðholts | Jóla- fundur 11. desember kl. 19, í Safn- aðarheimili Breiðholtskirkju. Inn- gangur um suðurdyr (jarðhæð). Vigdís Grímsdóttir rithöfundur kynnir bók sína um Bíbí. Kvöld- verður og muna eftir jólapakka. Vesturgata 7 | Aðventuferð með Hannesi bílstjóra 18. des kl. 13. Hjördís Gissurardóttir í Englum og fólki á Vallá á Kjalarnesi tekur á móti hópnum, jólasýning og leiðsögn um húsið. Heimsókn í Lágafellskirkju. Kaffihlaðborð í Draumakaffi í Mosfellsbæ. Uppl. og skráning í síma 535-2740. Kirkjustarf Aglow | Aðventufundur Aglow Akureyri verður 10. desember kl. 20 í félagsmiðstöðinni, Bugð- usíðu 1. Ræðumaður sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Gospelkór Hjálpræðishersins syngur. Kaffi- hlaðborð. Bústaðakirkja | Starf eldri borg- ara í kirkjunni kl. 13-16.30 á mið- vikudögum. Spilað, föndrað, handavinna og gestur kemur í heimsókn. Fríkirkjan Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Samkoma kl. 14 sem barna- starfsmenn sjá um og munu þeir m.a. sýna leikrit. Á samkomunni verður lofgjörð og fyrirbænir og að henni lokinni kaffi og sam- félag. Grafarvogskirkja | Krakkakór, Barnakór, Unglingakór og Kór Grafarvogskirkju syngja jóla- og aðventulög kl. 16. Stjórnendur: Hörður Bragason, Gróa Hreins- dóttir og Svava Kr. Ingólfsdóttir Hljóðfæraleikarar: Birgir Braga- son bassi, Hjörleifur Valsson fiðla, Laugarneskirkja | Harðjaxlarnir (7. b.) koma saman í kirkjunni kl. 18.30 og undirbúa sig fyrir sýn- ingu eigin stuttmyndar við kvöld- messuna sem hefst kl. 20. Óháði söfnuðurinn | Aðventu- kvöld kl. 20. Kór safnaðarins undir stjórn Kára Allanssonar organista flytur tónlist og einnig kemur fram strengjakvartett nemenda út LHÍ. Ræðumaður kvöldsins verður Jakob Roland, prestur kaþólskra. Boðið upp á kaffi og smákökur að lokinni sam- veru. dagbók Í dag er sunnudagur 9. desember, 343. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Og ég veit að boðorð hans er eilíft líf. Það sem ég tala, það tala ég því eins og faðirinn hefur sagt mér. (Jh. 12, 50.) Það fer ekki framhjá neinumsem leggur leið sína í miðbæHafnarfjarðar í aðdragandajólanna að þar ræður jóla- stemningin ríkjum. Jólaþorpið í Hafnarfirði er nú risið í fimmta sinn og er vinsælla en nokkru sinni, eins og Marín Guðrún Hrafns- dóttir, menningar- og ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar, segir frá: „Við sem stöndum að viðburðinum verðum vör við að Jólaþorpið er orðið að föstum lið í jólaundirbúningi Hafnfirðinga og ná- granna,“ segir Marín. „Jólaþorpið er eins konar vin í hjarta bæjarins, þar sem hægt er að eiga notalega fjöl- skyldustund eða taka þátt í hressilegri skemmtidagskrá.“ Jólaþorpið er sett upp að evrópskri fyrirmynd, samanstendur af 20 þýsk- um smákofum þar sem kaupa má skemmtilegar gjafir og góðgæti: „Leik- skólanemendur í bænum hafa séð um að skreyta jólaþorpið með glæsilegum hætti og röð jólatrjáa myndar skjól fyrir veðri, en ef kalt er má alltaf finna söluhús með ilmandi kakói, kleinum eða pönnukökum til sölu,“ segir Marín. Jólaþorpið er opið laugardaga og sunnudaga fram að jólum: „Opið er frá 12 til 18 báða dagana, en á Þorláks- messu verður opið til kl. 22 um kvöld- ið,“ segir Marín. „Báða dagana er hald- in skemmtidagskrá milli kl. 14 og 15.30. Á laugardögum er skemmti- dagskrá á sviði með alls kyns tónlist, atriðum og leikritum, auk þess sem Grýla mætir á staðinn og sprellar með krökkunum. Á sunnudögum stýra Gunni og Felix jólahátíð með miklum bravúr, þar sem allir taka þátt í úti- jólaballi þar sem sungið er og dansað kringum jólatréð.“ Í kofunum í jólaþorpinu kennir ým- issa grasa, og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi: „Karmelsystur eru með ákaflega vinsælan bás þar sem þær selja framleiðslu klaustursins. Einnig eru líknarfélög og íþróttafélög með bása og er hægt að styðja gott málefni með því að kaupa hjá þeim jólaglaðning,“ segir Marín að lokum og hvetur alla til að leggja leið sína í vina- lega þorpið í miðbæ Hafnarfjarðar. Nánari upplýsingar um Jólaþorpið í Hafnarfirði, dagskrá og afgreiðslu- tíma, er að finna á heimasíðu Hafn- arfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. Hátíð | Skemmtidagskrá í Jólaþorpinu kl. 14 til 15.30 laugar- og sunnudaga Jólafjör í Hafnarfirði  Marín Guðrún Hrafnsdóttir fædd- ist í Reykjavík 1968. Hún lauk BA-prófi í íslensku frá HÍ 1992, meist- araprófi í bók- menntum frá Há- skólanum í Leeds 1994 og prófi í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ 1996. Hún starfaði sem blaðamaður á Degi- Tímanum en varð menningarfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar 1998, og frá 2004 menningar- og ferðamálafulltrúi bæj- arins. Marín er gift Steingrími Ólafs- syni framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Tónlist Bústaðakirkja | Aðventuhátíð Kórs Átt- hagafélags Strandamanna er kl. 16.30. Stjórnandi er Krisztina Szklenár, Hjörleif- ur Valsson leikur á fiðlu, Magnea Árna- dóttir á flautu og Bryndís Björgvinsdóttir á selló. Barnakórinn syngur og hugvekju flytur Kristín Árnadóttir, skólastjóri og djákni á Borðeyri. Miðaverð er 2.000 kr. fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Hallgrímskirkja | Jólatónleikar. Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskels- sonar og Björn Steinar Sólbergsson org- anisti flytja jólatónlist eftir J. S. Bach. Sálmforleikir J.S. Bach eru leiknir á stóra Klais-orgelið, en Schola cantorum svarar með samsvarandi sálmi í fjögurra radda útfærslu Bachs. Verð 2000 kr. listvina- felag.is. Langholtskirkja | Aðventutónleikar Söngsveitarinnar Fílharmóníu verða 9. og 12. desember kl. 20 báða dagana. Ein- söngvarar eru Nanna María Cortes og Ar- on Axel Cortes. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Stjórnandi er Magnús Ragn- arsson. Miðasala er á midi.is, hjá kór- félögum og við innganginn. Salurinn, Kópavogi | Systkinin Ingibjörg, Óskar og Ómar Guðjónsbörn halda út- gáfutónleika kl. 20. Með þeim spila Tóm- as R. Einarsson kontrabassaleikari og Matthías Hemstock trommuleikari. Ís- lenskar söngperlur hljóma í nýjum bún- ingi. Miðasala í Salnum, netsala á www.salurinn.is. Sölvhóll | Berglind María Tómasdóttir flautuleikari og Ríkharður Friðriksson tónskáld efna til tónleika í sal Tónlist- ardeildar Listaháskóla Íslands við Sölv- hólsgötu kl. 20. Á efnisskrá eru verk eftir Önnu S. Þorvaldsdóttur, Atla Heimi Sveinsson, Luciano Berio, Guðmund Stein Gunnarsson, Ríkharð H. Friðriksson, Þor- kel Sigurbjörnsson og Þorstein Hauksson. Aðgangseyrir er frjáls. Myndlist Kaffi Sólon | Elísabet Stefánsdóttir, Beta Gagga, opnar málverkasýninguna Sjálf- hverf. Beta útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild LHÍ með áherslu á graf- íklist árið 2002. Þetta er önnur einkasýn- ing hennar en hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin verður opnuð kl. 17. Leiklist Jafnréttisstofa | Í tengslum við 16 daga átak efna Leikfélag Akureyrar og Jafn- réttisstofa til sérstakrar sýningar á leik- segir frá ballettdansaranum Vatslav Nizh- inskíj. Hann var fæddur í Rússlandi 1890 og kom fram í stærstu leikhúsum landsins í nokk- ur ár að ballettnámi loknu, en 1911 gekk hann til liðs við dansflokkinn Djagílévs í París. Fréttir og tilkynningar AA-samtökin | Neyðarsími AA-samtakanna er 895 1050. Skemmtanir Skaftfellingafélagið í Reykjavík | Aðvent- ustund verður kl. 15 í Skaftfellingabúð, Lauga- vegi 178. Söngur, veitingar og gengið í kring- um jólatré. Börn Dimmuborgir | Jólasveinarnir taka á móti gestum á Hallarflöt í Dimmuborgum í Mý- vatnssveit alla daga í desember kl. 13-15. ritinu Ökutímum eftir Paulu Vogel. Á eftir verða umræður með þátttöku sérfræðinga, leikhúsfólks og áhorfenda. Sýningin hefst kl. 20 og eru allir velkomnir meðan miðar endast. Þjóðleikhúskjallarinn | Leikfélagið Hugleikur undirbýr komu jólanna. Á dagskrá verða fjórir leikþættir, tónlist og föndur. Dagskráin hefst kl. 21, en húsið opnar kl. 20.30. Miðaverð er 1.000 kr. Bækur Bókasafn Kópavogs | Lesið verður upp úr fjórum jólabókum í Kórnum kl. 14. Alma og Freyja lesa úr Postulíni, Bubbi Morthens les úr Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð, Edda Andrésdóttir les úr Í öðru landi og Einar Kárason les úr Endurfundum. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Bíósýning kl. 15, kvikmynd sem           1. Meiri virkni. 2. Mun meiri andoxunarefni. 3. Minni líkur á aukaverkunum. 4. Meiri stöðugleiki og mun lengra geymsluþol eða 10 ár samanborið við 3ja ára geymsluþol hvíts ginsengs.     !  "  #  $ #  $    % # &     %  ' ( ) www.ginseng.is Innritun í fjarnám Iðnskólans stendur yfir á netinu: www.ir.is (Námsframboð – Fjarnám) Innritun lýkur 20. janúarog kennsla hefst miðvikudaginn 23. janúar. Alls eru í boði 70 áfangar með áherslu á starfstengt nám. Fjarnám Iðnskólans í Reykjavík – vorönn 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.