Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
landi. Gildir þá einu hvort horft er til
almennings eða fyrirtækja og versl-
ana. Guðrún Dögg Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Mannréttinda-
skrifstofu Íslands, segir skrifstofuna
nýverið hafa sent fyrirspurn á fyr-
irtæki sem gefa til kynna á heima-
síðum sínum að þau aðhyllist fé-
lagslega ábyrga stefnu. Voru þau
beðin að gera grein fyrir stefnu sinni
í sambandi við mannréttindi og við-
skipti. Fátt varð um svör.
„Víða erlendis eru fyrirtæki með
heilu deildirnar sem hafa með sam-
félagslega ábyrgð fyrirtækisins að
gera. Hér á landi hafa fæst fyrirtæki
ráðið svo mikið sem einn starfsmann
til að fylgja eftir yfirlýstri stefnu
þess. Það segir sína sögu,“ segir
Guðrún en Mannréttindaskrifstofan
vinnur þessa dagana að kynning-
arbæklingi um mannréttindi og við-
skipti til að auka umræðu og upplýs-
ingu um efnið.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íslandsdeildar Am-
nesty International, tekur í svipaðan
streng. „Það hefur margsýnt sig að
Íslendingar eru almennt ekki með-
vitaðir neytendur og umræðan um
mannréttindi og viðskipti er í skötu-
líki hér á landi. Í Bretlandi og
Bandaríkjunum eru bankar með sið-
ferðisstefnu sem er í því fólgin að
viðskiptavinir geta fengið leiðbein-
ingar um að fjárfesta í fyrirtækjum
sem eru með skýra mannréttinda-
stefnu. Mér er ekki kunnugt um að
íslenskir bankar séu með stefnu af
þessu tagi,“ segir Jóhanna.
Hún veit að vísu til þess að lífeyr-
issjóðirnir hafi verið að velta þessu
fyrir sér enda ber þeim, að hennar
áliti, skylda til þess. „Öll eigum
AP
SNÚUM VIÐ KÁPUNNI
EFTIR VINDINUM?
Séu Íslendingar sjálfum sér
samkvæmir verður met slegið í
innkaupum fyrir jólin. Fatnaður,
leikföng, skartgripir og matvara
munu renna út eins og heitar
lummur. En hver er uppruni vör-
unnar sem við kaupum? Veltum
við því fyrir okkur? Hvaðan
kemur hún og við hvaða aðstæð-
ur er hún framleidd? Standast
þær aðstæður alþjóðlegar kröfur
um mannréttindi og vinnu-
vernd? Hafa íslensk fyrirtæki
sett sér skýra stefnu í þessum
efnum og hvaða leiðir hafa þau
til að fylgja henni eftir? Eru
mannréttindi almennt álitin
sjálfsagður þáttur í viðskiptum?
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
J
ólin eru að
koma. Sigga
vantar síðar
buxur og Sollu
bláan kjól. Þau
standa sig vel í
skólanum og
hegðun þeirra á
aðventunni hef-
ur verið til fyr-
irmyndar, þannig að mömmu og
pabba er ljúft og skylt að verða við
óskum þeirra. Haldið er í versl-
unarleiðangur. Systkinin eru fljót að
finna flíkurnar og ljóma eins og jóla-
tréð á Austurvelli þegar gengið hef-
ur verið frá kaupunum. Mamma og
pabbi eru alsæl líka.
En hvar eru buxurnar og kjóllinn
upprunnin? Veltir fjölskyldan því
fyrir sér? Varla. Fötin eru falleg og
góð til síns brúks. Er það ekki nóg?
Það er óþægilegt til þess að hugsa
að þau hafi mögulega verið fram-
leidd af litlu barni sem starfar við
erfið skilyrði í stórri verksmiðju í
fjarlægri heimsálfu fjarri foreldrum
sínum og systkinum – og veit, eins
og dæmin sýna, jafnvel ekki einu
sinni hvað það er gamalt. Það á ekki
hlutdeild í þeim veruleika sem við
Íslendingar lifum og hrærumst í.
Auðvitað er fjölskyldunni vor-
kunn. Það er ekki hlaupið að því að
rekja slóð vöru og venjulegur neyt-
andi hefur engar forsendur til þess
að gera það þar sem hann stendur
inni á miðju gólfi í verslun sem er ef
til vill í allt öðrum heimshluta en
varan var framleidd í.
Umræðan skammt á veg komin
Svo virðist sem umræða um þessi
mál sé skammt á veg komin hér á
UPPRUNI VÖRU