Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 30
sjávarútvegur 30 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S íldin er félagslyndur fisk- ur,“ segir í grein eftir Jak- ob Jakobsson fiskifræðing í hinu stórmyndarlega ný- útkomna riti Nesútgáfu: Silfur hafsins – Gull Íslands – Síld- arsaga Íslands. Félagslyndið hefur í tímans rás orðið síldinni dýrkeypt og Íslend- ingum að sama skapi dýrmætt – og svo er raunar um fjölmargar aðrar fiskveiðiþjóðir. En hver var aðdragandinn að því að þetta mikla rit er nú komið út? „Gunnar Flóvenz, framkvæmda- stjóri síldarútvegsnefndar, hafði for- göngu um það snemma á níunda ára- tug síðustu aldar að stofna sjóð, svokallaðan Síldarsögusjóð, til að greiða kostnað við samningu nýrrar síldarsögu,“ segir Jakob Jakobsson, sem er einn höfunda þessa mikla rits. Hinir höfundarnir eru Benedikt Sig- urðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson ritstjóri, Jón Þ. Þór og Steinar J. Lúðvíksson rit- stjóri. Rit þetta er í þremur bindum og eru greinar höfunda mislangar. Sem að líkum lætur hafa fjölmargir lagt útgáfu þessa rits lið með ýmsum hætti og er þeim, þ. á m. hundruðum heimildarmanna um land allt, þakkað í formála, sem og Gunnari Flóvenz sem sagt er þar að hafi lagt á sig ómælda vinnu til að gera ritið sem best úr garði. Skemmst er frá að segja að það hefur tekist mæta vel að gera þetta metnaðarfulla rit glæsilegt í alla staði. En hvers vegna var talið nauðsyn- legt að skrifa nýja síldarsögu Íslend- inga? „Síldarsaga Íslands eftir Matthías Þórðarson frá Móum kom út seint á þriðja áratug síðustu aldar en gríð- arlega margt hefur gerst eftir það í þessum efnum,“ svarar Jakob. „Um og upp úr 1980 var farið af stað með þetta verk og þá var fenginn til þess Hreinn Ragnarsson, sagn- fræðingur og kennari á Laugarvatni. Hann vann mikið undirbúningsverk í nokkur ár. Ég var m.a. fenginn til að skrifa um náttúru síldarinnar og síld- arstofna um þetta leyti og 1986 skil- aði ég inn handriti sem er í I. bindi hins nýja verks, aðeins lagfært í sam- ræmi við nýja vitneskju. Verkið mjakaðist áfram en lá svo að ein- hverju leyti niðri á tímabili. Um síð- ustu aldamót var hafist handa á ný og þá tók útgáfufyrirtækið Fróði að sér verkið. Steinar J. Lúðvíksson var þá aðalritstjóri. Ég kom að þessu 2001 en fór ekki að starfa að þessu að ráði fyrr en 2002. Svo gerðist það að Fróði varð gjaldþrota fyrir um tveimur ár- um og urðu menn þá harla vondaufir um áframhaldið þótt höfundar væru þá búnir að skila handritum að sínum köflum fyrir nokkru. Á þessu ári tók Nesútgáfan við verkinu og lauk því á nokkrum mán- uðum.“ Allt sem síldinni viðkemur Var lagt upp með að segja frá síld- inni frá sem flestum sjónarhornum? „Eins og bækurnar sýna er gerð grein fyrir síldveiðum, veiðarfærum sem notuð voru við síldveiðar, upp- hafi veiðanna fyrr á öldum – ekki síst á 19. öld eftir að síldveiðar fóru að verða stór atvinnuvegur. Veiði- aðferðum og tækni, sem og nýtingu síldar, verkun – söltun og bræðslu – frystingu, niðursuðu og sölusíld- arinnar. Lagt var upp með að gera grein fyrir öllu því sem síldinni við- kom. Árið 1991 kom út bókin; Svartur sjór af síld, sem er ákaflega vel skrif- uð og fjallar fyrst og fremst um síld og fólk. Sú bók er ekki skrifuð sem sagnfræðirit heldur sem ákaflega góð lýsing á viðbrögðum fólks og áhuga á síldinni – hvernig síldaræðið greip Ís- lendinga. Í hinu nýja riti er kaflinn Maður og síld, góð og lífleg skrif eftir höfund fyrrnefndrar bókar, Birgi Sigurðsson. Það var mikil stemning í kringum síldina, við veiðar og verkun hennar hittist fólk hvaðanæva af landinu. Fólk vann mikið og skemmti sér mikið og síldin hafði margvísleg áhrif á örlög landsmanna. Síldin var tónskáldum viðfangs- efni; samanber Síldarvalsinn og fleiri lög, Hvanneyrarskál varð t.d. þannig mjög þekkt. Minna fer fyrir loðnu- völsum eða öðrum lögum sömdum til annarra fiskitegunda. Rithöfundar gerðu síldinni líka hátt undir höfði í skrifum sínum, bæði Þórbergur Þórðarson og Halldór Laxness – til- vitnanir eru í bók þess síðarnefnda í nýja ritinu.“ Hverjum er þessi bók fyrst og fremst ætluð? „Henni er fyrst og fremst ætlað að vera uppflettirit um allt sem við- kemur síld. Mjög góð nafna-, staða-, og heimildaskrá fylgir henni. Einnig er gerð grein fyrir þeim áhrifum sem síldin hafði á þjóðarhag Íslendinga. Þar var hún mjög mikilsverð. Á fjórða áratug síðustu aldar voru þorskmarkaðir mjög lélegir, bæði vegna kreppunnar og líka vegna borgarastyrjaldarinnar á Spáni. Þá voru hins vegar síldarafurðir í háu verði og hver síldarvertíðin kom ann- arri betri. Þá voru síldarafurðir mjög mikilvægur hluti af útflutningi lands- manna. Oft er vitnað til þess að Ný- fundnaland, sem fékk sjálfstæði snemma á síðustu öld varð gjaldþrota þegar þorskmarkaðir hrundu, menn vilja meina að síldin hafi bjargað Ís- lendingum frá sömu örlögum. Veiðiaðferðir og rannsóknir Síldin gekk hér alveg upp á land á þessum árum og var fyrst og fremst veidd með snurpinót, en hún var fundin upp í Bandaríkjunum á fyrri hluta 19. aldar. Nótabátarnir voru opnir og ekki hægt að draga þá lengst út á haf. Þetta var hins vegar góð veiðiaðferð nærri landi og inni í fjörð- um. Reknetaveiðin sem hófst um aldamótin 1900 markaði líka stórt spor í síldveiðum landsmanna, eink- um hvað snertir Suðurlandssíldina. Hún óð ekki á sama hátt og fyrir norðan þar sem síldartorfurnar sáust á yfirborði sjávar. Þegar bergmáls- leitartækin komu fram breyttist þetta, árið 1959 var með aðstoð þeirra fyrst kastað hringnót á Suðurlands- síld. Hvalfjarðarsíldin var hins vegar veidd í hringnót á fimmta áratugn- um.“ Hvenær fóru Íslendingar að stunda markvissar rannsóknir á síld? „Bjarni Sæmundsson var skarpur og mikill vísindamaður og áttaði sig á mörgum einkennum síldarinnar. Áð- ur en hann kom til skjalanna var talað um marga síldarstofna eftir stærð. Menn héldu t.d. að síld í Eyjafirði yrði aldrei stærri en 15 sentimetrar. Bjarni áttaði sig á að þetta var ung- síld. Menn héldu að síldin stækkaði ekki af því að á hverjum stað var hún alltaf næsta svipuð að stærð. Þessi hugmynd lifði lengi. Árið 1958 til 1959 var ég að merkja síld í Eyjafirði og þegar merkin fóru að finnast nokkr- um árum seinna urðu Eyfirðingar ekkert sérstaklega hrifnir að heyra að þeirra síld færi suður fyrir land og yrði þar að Suðurlandssíld. Bjarni sá þetta hins vegar fyrir um 100 árum. Hann skildi líka að hér væru a.m.k. tveir síldarstofnar, annar sem hrygndi um hásumar og hinn snemma vors. Menn áttuðu sig á að Norðurlandssíld hrygndi snemma vors. Svo var farið að aldursgreina síld, það voru Norðmenn sem byrj- uðu á því á fyrsta áratug 20. aldar. Bjarni var mjög fljótur að tileinka sér þá aðferð. Þá kom í ljós að Norður- landssíldin gat orðið allt að 20 ára gömul, okkar Suðurlandssíld gat orð- ið um 15 ára. Eftir að Hafrannsóknaráðið var stofnað 1902 tók Bjarni mikinn þátt í þeim rannsóknum sem beindust að öllu sjávarlífi. Bjarni og danski leið- angursstjórinn Jóhann Smith urðu miklir vinir og samherjar. Hann var frægur maður og mikill Íslandsvinur. Þekktastur varð hann fyrir að finna hrygningarstöðvar álsins sem er vin- sæll fiskur í Danmörku. Hann fann hrygningarstöðvarnar í Þanghafinu. Þegar Árni Friðriksson kom og kvaddi sér hljóðs upp úr 1930 kom honum í hug að ef rétt væri að Norð- urlandssíldin færi til að hrygna fyrir Suðurlandi væri hægt að stunda hér Einn höfunda Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, er einn átta höf- unda að hinu nýja síldarsöguriti í þrem bindum Síldin er félagslyndur Silfur hafsins Síldin hefur löngum verið dýrmætt sjávarfang fyrir Íslendinga. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Kom til skjalanna Bjarni Sæ- mundsson var frumherji í fiski- rannsóknum á Íslandi. Silfur hafsins – Gull Íslands – Síldarsaga Íslend- inga, heitir nýútkomið og veglegt rit, skrifað af átta höfundum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við Jakob Jakobsson, fyrrverandi forstjóra Haf- rannsóknastofnunar, sem á tvo stóra kafla í ritinu og viðurkennir að síldin sé sinn uppáhaldsfiskur. » Síldin er spennandi.Hún þykir duttlunga- full. En þegar grannt er skoðað hefur hún ástæðu fyrir sínum duttlungum. Það hefur verið áhugavert að kynnast hegðun hennar. Síldarstúlkur Það var oft mikið um að vera og skemmtilegt á síldarplönum og margir kynntust á böllum. Ungur Jakob Jakobsson um það leyti sem hann var í óða önn að merkja síldir á sjó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.