Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 80
SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2007
www.ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
7
-2
1
7
4
–bragðlaukarnir
Jólaostar
komast í jólaskap
Heitast 0 °C | Kaldast -7 °C
Fremur hæg austlæg
átt. Dálítil él við n- og a-
ströndina, fer að snjóa
suðvestanlands, þurrt
annars staðar. » 8
ÞETTA HELST»
SKOÐANIR»
Staksteinar: Með ESB-
stjörnur í augum
Forystugreinar: Gegn ölvunar-
akstri | Reykjavíkurbréf
Ljósvakinn: Hér á Bylgjunni …
UMRÆÐAN»
Kárahnjúkavirkjun innan
skekkjumarka
Launaseðlar á ýmsum tungumálum
Því að taka frá þeim góð gildi kirkju?
Uppbygging og spennandi tímar
Gagnsemi þróunaraðstoðar
Flughálka eða hálkublettir
ATVINNA»
TÓNLIST»
Devendra Banhart í
Sunnudagspoppi. »74
Yfir hundrað manns
af erlendum upp-
runa mættu í
áheyrnarprufu fyrir
nýjustu mynd Dags
Kára. »75
KVIKMYNDIR»
Margir
mættu
FÓLK»
Birgitta hélt einlæga
útgáfutónleika. »71
TÓNLIST»
Raggi Bjarna og Gunnar
Þórðar eru hressir. »70
Á vefsíðunni gofug-
yourself.typepad-
.com er misheppn-
aður klæðnaður
fræga fólksins tek-
inn fyrir. »77
Gagnrýna
klæðaburð
VEFSÍÐA VIKUNNAR»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 300 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Stórhætta á slysavettvangi
2. Fv. hr. Ísland endurheimtir ástina
3. Var ekki vitjað í rúma viku
4. Þrír í farbanni reyndu að flýja land
ÓLA G. Jóhannssyni listmálara á
Akureyri hefur verið boðið að halda
einkasýningu í Opera-galleríinu í
New York og verður hún opnuð 1.
maí næstkomandi. Galleríið er um-
boðsaðili Óla á er-
lendri grundu og
skemmst er að
minnast sýningar
hans á vegum þess
í Lundúnum sl.
sumar, þar sem öll
verkin, 14 að tölu,
seldust á opn-
unardaginn.
„Ég get ekki
neitað því að ég er spenntur. Það
verður gaman að sjá hvernig við-
tökur maður fær í henni Ameríku,“
segir Óli en það er ekki á hverjum
degi sem íslenskir myndlistarmenn
halda einkasýningu í New York. Óli
gerir það ekki endasleppt þessa dag-
ana því hann hefur fest kaup á
gömlu kartöflugeymslunni efst í
listagilinu á Akureyri af arkitekta-
stofunni Kollgátu og fær hann hús-
næðið afhent í janúar. Hyggst hann
opna þar listhús sem hlotið hefur
nafnið Festarklettur. | 36
Sýnir í New
York og
kaupir kart-
öflugeymslu
Óli G. Jóhannsson
NÚ UM HELGINA var skíðasvæðið í Bláfjöllum opnað í
fyrsta skipti í vetur, en opið hefur verið fyrir æfingar
frá því á fimmtudag. Lítill snjór er þó í brekkunum og
unnu starfsmenn að því að ýta snjó til á svæðinu til þess
að hægt væri að opna. Þannig eru einungis þrjár lyftur
í gangi, tvær í Suðurgili og byrjendalyfta við skálann.
„Á skíðum skemmti ég mér …“
Skíðasvæðin í Bláfjöllum opnuð í fyrsta skipti í vetur
Morgunblaðið/Frikki
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
EKKI er að sjá að Íslendingar séu
vantrúaðri á dulræn fyrirbæri í dag
en þeir voru fyrir aldarþriðjungi og
mjög stór hópur fólks hér á landi
telur sig hafa orðið fyrir dulrænni
reynslu af ýmsu tagi. Þetta kemur
fram í niðurstöðum nýrrar rann-
sóknar Erlendar Haraldssonar,
prófessors við Háskóla Íslands, en
Erlendur gerði sambærilega rann-
sókn fyrir 33 árum, árið 1974. Frá
niðurstöðunum er sagt í ritinu
Rannsóknir í Félagsvísindum VIII.
Yfirgnæfandi meirihluti svarenda
í rannsókn Erlendar, eða 78%, taldi
sig hafa orðið fyrir einhverri af þeim
tólf tegundum dulrænnar reynslu
sem spurt var um. Þetta er nokkru
meiri fjöldi en 1974, þegar 64% sögð-
ust hafa orðið fyrir einhverri
reynslu. Erlendur er að vísu varfær-
inn í öllum ályktunum og bendir á að
heimtur í könnuninni nú hafi ekki
verið nægilega góðar. „Okkur þótti
[þó] forvitnilegt hve lítið hafði
breyst, hvað þjóðarviðhorfin og þjóð-
arsálin eru svipuð hvað þetta snertir.
Þetta er eitthvað sem virðist eiga sér
djúpar rætur með þjóðinni og breyt-
ist ekki á nokkrum áratugum.“
Liggur djúpt í þjóðarsálinni
Íslendingar eru ekkert vantrúaðri á dulræn fyrirbæri en áður
og stór hópur fólks telur sig hafa orðið fyrir dulrænni reynslu
Í HNOTSKURN
»Spurt var um reynslu eins ogþá að fá hugboð um atburð,
búa í húsi sem reimt var í, verða
var við látinn mann eða fylgju og
sjá álfa eða huldufólk.
» Í alþjóðlegum samanburði ertíðni slíkrar reynslu afar há
meðal Íslendinga.
Óviðunandi skilyrði
Barnalegt er að halda að í versl-
unum hér á landi sé ekki að finna
vörur sem framleiddar hafa verið við
óviðunandi skilyrði þar sem mann-
réttindi hafa jafnvel verið brotin á
starfsfólki. »Forsíða
Básar klæddir dýnum
Nýtt og mjög nútímalegt fjós
verður tekið í notkun á bænum
Eyði-Sandvík í Árborg í þessari
viku. Þar er meðal annars hugsað
fyrir aðgengi fatlaðra, en einn ábú-
enda er fatlaður. Básarnir eru
klæddir dýnum og gúmmíklæddir
koddar við höfðalagið. »4
Skjálftar ótengdir Kötlu
Jarðskjálftar í vesturhluta Mýr-
dalsjökuls eru ótengdir kvikuhreyf-
ingum í eldstöðinni Kötlu, sam-
kvæmt víðtækum mælingum sem
fram hafa farið að undanförnu. At-
huganirnar benda til þess að skjálft-
arnir tengist íshreyfingum, sér í lagi
í Tungnakvíslarjökli. »6