Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 37
hef ég eitthvað upp úr þessu. Ég get ekki neitað því. Annars verður þú að spyrja eiginkonuna um það. Hún sér um fjármálin. Ég er enginn peninga- maður – ég er hugsjónamaður.“ Enda þótt hér sé talað með óræð- um hætti er það ákveðin vísbending um breytinguna á högum þeirra hjóna að eiginkona Óla, Lilja Sigurð- ardóttir, hefur sagt starfi sínu lausu á Akureyri til að geta ferðast með bónda sínum um heiminn – og haldið utan um budduna. Opera-galleríið færir hratt út kví- arnar. Þegar eru rekin gallerí í Lundúnum, París, New York, Miami, Feneyjum, Hong Kong, Seúl og Singapúr. Í vor verður svo opnað nýtt útibú í Monte Carlo og í kjölfar- ið í Peking, Bombay og Dubai. Að- spurður hvort hann muni sýna á þessum stöðum í bráð segir Óli það óákveðið. Þó hafi verið ámálgað við hann að hann leggi til verk fyrir opnunina í Monte Carlo. Bók á ensku og frönsku Um þessar mundir er í vinnslu bók um list Óla, Chessboard Of My Life eða Taflborð lífs míns, sem koma mun út á ensku, frönsku og jafnvel kínversku á næsta ári. Höf- undar texta eru Jean-David Malat hjá Opera-galleríinu í Lundúnum og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur. Útgerð Óla G. er orðin mikil og við þau skilyrði veitir ekki af að hafa góða vinnuaðstöðu. Hana hefur mál- arinn, 100 fermetra rými með mikilli lofthæð á hæðinni fyrir ofan Lista- safn Akureyrar. „Þessa aðstöðu hef- ur Akureyrarbær skaffað mér og eiga bæjaryfirvöld heiður skilinn fyrir að koma með þessum hætti upp að hliðinni á mér. Það er nauðsyn- legt að umhverfið sé gott því það er alltaf hægt að sækja í sollinn og has- arinn.“ Óli segir gott að finna velvilja frá þeim sem ráða og það sé engin til- viljun að listalífið á Akureyri styrk- ist ár frá ári. „Grunnurinn er auðvit- að Myndlistarskólinn en þaðan hefur komið breiðfylking myndlistarfólks sem setur í dag sterkan svip á listalíf landsins. Óvenju margir málarar.“ Kaupir kartöflugeymsluna Sjálfur lætur Óli ekki sitt eftir liggja við uppbyggingu listarinnar nyrðra en hann hefur fest kaup á gömlu kartöflugeymslunni ofarlega í listagilinu af arkitektastofunni Koll- gátu og mun opna þar listhúsið Festarklett á næsta ári. „Mér fannst að það þyrfti að loka listagilinu að ofan og þegar ég varð þess áskynja að gamla kartöflugeymslan væri til sölu stökk ég á þetta og fæ hús- næðið afhent í janúar,“ segir Óli en Festarklettur er nafn á klöppum við Gásir og Kaupang, þar sem land- námsmenn bundu skipin á sinni tíð. Unnið er að nýju deiliskipulagi fyrir svæðið ofan kartöflugeymsl- unnar og vonast Óli til að fá að reisa þar lítið hús til sýningahalds. „Ég er þegar búinn að fá þá Kollgátu- menn til að teikna þetta fyrir mig og finna því stað. Við sjáum svo hvað setur.“ Enda þótt Óli sé Akureyringur fram í fingurgóma er ómetanlegt fyrir listmálara að skipta annað veifið um umhverfi. „Uppgötva nýja liti og nýja birtu,“ eins og hann kemst að orði. Hann segir ýmsa glugga vera að opnast hvað það varðar. „Ég fékk nýverið boð um að vinna á grafíkverkstæði í Frakk- landi og það er greinilegt að það er mér til framdráttar að vera orðinn málaliði hjá Opera-galleríinu.“ Sú staðreynd þýðir þó að hann getur ekki lengur sýnt hvar sem er. „Þar sem Opera-galleríið er með starfsemi má ég ekki sýna hjá öðr- um. Þannig þurfti ég á dögunum af afþakka boð frá Montreal og New York. En ég hef frítt spil á Norð- urlöndunum og í Þýskalandi.“ Já, hálkan er ekki að tefja okkar mann í seinni tíð. Það er sumarfæri. hugsjónamaður orri@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 37 www.rumfatalagerinn.is Jólasveinarnir versla í Rúmfatalagernum! GLIMMERLJÓS Flott ljós með glimmeri. TUSKUDÝR Mjúk tuskudýr, margar gerðir. GLIMMERPENNAR 10 stk. í pakka. BRATZ SOKKAR Þykkir og góðir. JÓLASTYTTA Sætir jólakrakkar, hæð 18 sm. TUSKUDÝR Krúttleg tuskudýr, nokkrar gerðir. NÁTTFÖT Skemmtileg búninganáttföt fyrir stelpur og stráka. KÓRÓNUPÚÐI Sætur skrautpúði í herbergið. ÞVOTTASTYKKI Með Spiderman mynd. JÓLABANGSI Sætur sveinki, hæð 18 sm. LITAKASSI Fullur kassi af litum og fleiru. BARNASOKKAR Mikið úrval, margar stærðir. JÓLASOKKAR Mjúkir og sætir sokkar. 299,- 299,- 1 STK. 149,- 99,- 199,- 99,- 199,- 199,- 199,- 199,- 199,- 1 STK. 1 STK. 1 STK. 1 STK. 10 STK. 1 PAR 399,- 1 PAR 1.490,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.