Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÁLFKONUHVARF 19 - 203 KÓPAVOGUR
SÖLUSÝNING Í DAG MILLI KL. 15:00 - 15:30.
Glæsileg 3ja herb 96,3 fm íbúð í nýlegu lyftuhúsi með stæði í bílageymslu.
Eikarparket á öllum gólfum nema baðherbergi, þvottahúsi og forstofu en
þar eru flísar á gólfi. Útgengi út á stórar suðursvalir með fallegu útsýni.
Verð 24,7 millj.
Bjalla Anna Lára og Guðjón.
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Viðskiptastjóri
elsa@domus.is
s. 664 6013/440 6013
www.domus.is Laugavegi 97 | 101 Reykjavík | sími 440 6000
Sími 533 4800
Góð 164,7 fm, 6 herbergja neðri sérhæð ásamt helmings hlutdeild í 36 fm,
tveggja hurða bílskúr. Staðsett í botnlanga á rólegum stað. Tvö baðher-
bergi, nýstandsett. Eldhús glæsilegt og rúmt, mikið skápapláss. Stofan er
stór og samliggjandi borðstofu, þaðan er gengið út í fallegan, afgirtan og
gróinn garð. Hjónaherbergið með glæsilegum skápum, þar inn af er sér-
baðherbergi. Einnig þrjú barnaherbergi og sjónvarpshol. V. 36,4 millj.
Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Lækjarsel - sérhæð
Björt 97 fm, 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í fallegu fjórbýli með góðum
sólpalli. Forstofa, bað, eldhús og þvottahús eru flísalögð með náttúru-
steini, fallegt hlynparket á gólfum. Stór sérafnotareitur er hellulagður og
með góðum skjólgirðingum. Öll gólfefni og innréttingar á baði og eldhúsi
endurnýjaðar árið 2005. Einstakt útsýni. Sérinngangur. V. 28,9 millj.
Blásalir – útsýni
Glæsileg 106 fm, 4ra herbergja íbúð á efstu hæð, með sérinngangi. Granít-
flísar í forstofu. Þrjú parketlögð svefnherbergi. Eldhús og stofur parketlagð-
ar, fallegar innréttingar í eldhúsi. Flísalagt baðherbergi með sérsmíðaðri
innréttingu frá Brúnás og sérþvottahús í íbúð. Sérgeymsla er í sameign.
Frábært útsýni er úr íbúðinni og rúmgóðar suðursvalir. Stór afgirtur garður
með leiktækjum. Stutt í þjónustu. Íbúð 207. V. 29 millj.
Opið hús í dag milli kl. 15:00 og 16:00. Benedikt sýnir, 847-3600.
Laufrimi 14a – opið hús
92,9 fm góð, 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð (efstu hæð) með auka
herbergi í kjallara sem getur gefið góðar leigutekjur. Tvö rúmgóð svefnher-
bergi með innbyggðum fataskápum. Frábært útsýni yfir borgina, suður-
svalir. Í kjallara er geymsla og sameiginlegt þvottahús. Góð fyrstu kaup.
V. 20,9 millj.
Hraunbær – útsýni
Vorum að fá í sölu mjög fallegt og mikið standsett 208 fm einbýlishús við
Þinghólsbraut í Kópavogi. Þar af er 39,5 fm bílskúr. Sjávarútsýni. Húsið
sem er á pöllum skiptist m.a. í stofu, borðstofu og fimm herbergi. Mikil
lofthæð er í húsinu að hluta til. Húsið hefur verið mikið standsett m.a. eld-
hús, gólfefni, gluggar, gler, rafmagn, lagnir og fleira. Mjög falleg eign í
vesturbæ Kópavogs. Verð 64,6 millj.
Nánari upplýsingar veitir Magnea Sverrisdóttir
fasteignasali í síma 861 8511.
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
ÞINGHÓLSBRAUT - VESTURBÆR KÓPAVOGS
HVERFISGATA 56 - TIL LEIGU
ÍBÚÐ/SKRIFSTOFA/
VINNUSTOFA/GALLERÍ
Til leigu 246 fm húsnæði á 2. hæð í steinhúsi í miðborginni. Hæðin
skiptist í opið rými, stofur, eldhús, tvö stór herbergi, tvö baðherbergi,
vinnu-rými og geymslu. Mikil lofthæð. Allur burður er í lofti og útveggjum
og því auðvelt að opna rýmið mikið.
Getur hentað sem "loft"-
íbúð, vinnustofa, gallerí eða
skrifstofa.
Laust til afhendingar strax.
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is
Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ÞAÐ er ánægjulegt að sjá hve
margir hafa áhuga á að lifa og starfa
á Akureyri þessi misserin. Þessi
áhugi endurspeglast í
mikilli uppbyggingu á
sviði verslunar, þjón-
ustu og framleiðslu.
Dæmi um þetta eru
fjárfestingar aðila í
byggingavöruverslun,
glæsileg endurbygging
bókabúðar í mið-
bænum, stofnun fjár-
festingabanka, stórar
fjárfestingar í mat-
vælaiðnaði og loks fyr-
irhuguð aflþynnuverk-
smiðja sem taka mun
til starfa um mitt næsta
ár. Á sama tíma hefur
íbúum fjölgað mun meira á þessu ári
en mörg undangengin ár og mikið
verið byggt af íbúðarhúsnæði.
Af þessu má ráða að full ástæða er
til bjartsýni fyrir hönd Akureyringa
og þessi bjartsýni endurspeglast í
framkvæmdaáætlun Akureyr-
arbæjar fyrir komandi ár. Þá mun
bærinn hefja framkvæmdir við nýjan
skóla, Naustaskóla, sem og við
íþrótta- og fimleikahús
við Giljaskóla. Jafn-
framt verður haldið
áfram byggingu Menn-
ingarhússins Hofs og
lokið verður við fjöl-
nota íþróttahús og end-
urbætur á sundlaug í
Hrísey. Síðast en ekki
síst verður á árinu 2008
hafist handa við viða-
mikla uppbyggingu á
íþróttasvæðum bæj-
arins þannig að sum-
arið 2009 mun keppnis-
og æfingaaðstaða
knattspyrnu- og frjáls-
íþróttamanna hafa tekið stakka-
skiptum. Þessar framkvæmdir end-
urspegla vöxt og bjartsýni í
samfélaginu. Með miklum fram-
kvæmdum á vegum sveitarfélagsins
er komið til móts við stækkandi bæ
og fjölgun íbúa um leið og undirstrik-
aður er vilji bæjaryfirvalda til þess
að bjóða bæjarbúum og gestum
þeirra ávallt uppá bestu mögulegu
aðstöðu til náms, starfa og tóm-
stunda og laða fólk og fyrirtæki til
bæjarins.
Í þessu ljósi skýtur skökku við sá
neikvæði tónn sem orðið hefur vart í
fjölmiðlum uppá síðkastið. Hann er í
litlum takti við þá mynd sem dregin
er upp hér að ofan um stöðu og horf-
ur bæjarins. Í flestum tilfellum má
þó rekja umræðu af þessu tagi til
þeirrar staðreyndar að Akureyri er
sveitarfélag í vexti. Þannig tekst fólk
t.d. á um hvar eigi að byggja, hvernig
megi byggja og hve miklum fjár-
munum skuli varið til þeirra verk-
efna sem unnið er að á vegum bæj-
arfélagsins. Vandamál af þessu tagi
eru lúxusvandamál og á vissan hátt
er það ánægjuefni að á Akureyri séu
ágreiningsefnin af þessu tagi. Það er
merki um þá verki sem fylgja vexti
og uppbyggingu.
Það er bjart yfir Akureyri. Bærinn
hefur alla burði til þess að vera
áfram í forystu sveitarfélaga hvað
varðar þjónustu við íbúa, vera ákjós-
anlegur staður fyrir atvinnu-
starfsemi af ýmsu tagi, spennandi
valkostur fyrir fólk hvaðan sem er úr
heiminum og standa undir nafni til
framtíðar sem höfuðstaður Norður-
lands. Bæjaryfirvöld munu hér eftir
sem hingað til taka sínar ákvarðanir
um þjónustu við bæjarbúa og fram-
kvæmdir í bænum á þessum for-
sendum.
Uppbygging og spennandi tímar
Hermann Jón Tómasson skrifar
um uppbyggingu á Akureyri » Af þessu má ráða aðfull ástæða er til
bjartsýni fyrir hönd Ak-
ureyringa og þessi
bjartsýni endurspeglast
í framkvæmdaáætlun
Akureyrarbæjar fyrir
komandi ár.
Hermann Jón
Tómasson
Höfundur er formaður
bæjarráðs Akureyrarkaupstaðar
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111