Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.12.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F yrir meira en áratug skaut Bríet Héðinsdóttir því að Atla Heimi Sveinssyni, hvort hann vildi semja ein- föld lög við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Hún var þá að semja þátt, sem hún kallaði Legg og skel, og ætlaði með í skólana, en féll frá, áður en úr því yrði. En börnunum eru kennd lögin og þau lyftast á tungum þeirra: Buxur, vesti, brók og skó. Það er engin tilviljun, að Atli Heimir skuli hafa samið sönglög við ljóð Jón- asar. Atli Heimir er rómantískur og hrifnæmur í eðli sínu. Mest hefur hann hrifist af Jónasi og Heine hinum þýska. Rómantísk tónlist 19. aldar rennur um æðar þessa framúrstefnulega, þýsk- menntaða tónskálds, sem kann best við sig í Flatey á Breiðafirði. Þess vegna tók hann þeim kosti fagnandi að útsetja Jónasarlögin fyrir söngvara og Vínar- kvartett, sem síðan kallaði sig Fífil- brekkuhópinn. Lögin voru frumflutt í lítilli sveitarkirkju á Skarði í Landsveit sumarið 1996. Næsta sumar fór hóp- urinn um Norðurland, í Bakkakirkju í Öxnadal, Grundarkirkju, Húsavík- urkirkju og til Grímseyjar. Signý Sæ- mundsdóttir söng með hópnum, frábær listamaður og sönn, – hún hafði hlýju í röddinni og einlægni hjartans sem mér fannst hæfa ljóðum Jónasar og laga- kornum mínum, segir Atli Heimir. Tón- leikarnir voru vel sóttir, lögin og flutn- ingur þeirra kom á óvart og allir hrifust með. Hjónin Auður Eydal og Sveinn R. Eyjólfsson gerðu það í raun og veru kleift að ráðast í svo mikið ferðalag og vel sé þeim. Fífilbrekkuhópurinn hefur nú aftur lagt land undir fót: Sigrún Eðvalds- dóttir leikur á fiðlu, Sigurður Ingvi Snorrason á klarínett, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Hávarður Tryggvason á kontrabassa ásamt söngvurunum Huldu Björk Garð- arsdóttur sópran og Eyjólfi Eyjólfssyni tenór. Þau hafa haldið tónleika hér á landi, í Sívala turninum í Kaupmanna- höfn, í Gimli og Berlín. Og síðast nú í London fyrir viku. Tónleikarnir voru í Leighton House Museum, glæsihúsi frá 19. öld sem heit- ir eftir höfundi sínum, sem var mikils- vert skáld á sínum tíma, listunnandi og listaverkasafnari, – glæsileg umgerð um minnisverða tónleika. Til þeirra efndu hjónin Austin og Ragna Ervin, sem áður hafa komið íslensku tónlist- arfólki á framfæri í London. Það er ekki ónýtt að eiga slíka að. Eða fyrir tónlist- arfólkið að fá slíkan tölvupóst frá Rögnu: Ég vissi strax í gærkvöldi að þið slóguð í gegn. Það lá í loftinu, töfrandi andrúmsloft meðan þið spiluðuð og sunguð og fagnaður á eftir. Jónas sendi Dalvísu til Kaup- mannahafnar frá Saurum og var hún lesin upp á fundi Fjölnismanna 20. jan- úar 1844. Á uppkastið hefur hann skrif- að neðanmáls: Ég ætla að biðja ukkur að láta búa til fallegt lag, ekki of dýrt, við vísuna mína. Og í hreinritinu stend- ur: Það er annars ógjörningur að eiga sér ekki lög til að kveða þess konar vís- ur undir; svona komast þær aldrei innhjá alþýðu. Síðan hafa mörg tónskáld orðið við bón Jónasar, sem betur fer. Af lögum Atla Heimis nefni ég þrjú, sem eru mik- ið sungin: Fífilbrekka gróin grund, Þið þekkið fold og Snemma lóan litla í. Önnur þrjú nefni ég, sem ég spái að einsöngvarar muni hafa gaman af að spreyta sig á: Ferðalok, Alsnjóa og Illur lækur. Og loks gleður það sanna ljóða- og söngvini að tvö af okkar fremstu tón- skáldum, Jón Nordal og Atli Heimir, skuli hafa samið einstaklega falleg lög við það erindi úr ljóðum Jónasar, sem okkur Íslendingum þykir hvað vænst um: Smávinir fagrir, foldarskart. Diskurinn Íslands minni, lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, er kjörgripur. Ljóðið fær meiri dýpt, ef lagið er því samboðið. PISTILL »Rómantísk tónlist 19. aldar rennur um æðar þessa framúrstefnulega, þýskmenntaða tónskálds, sem kann best við sig í Flatey á Breiðafirði. Halldór Blöndal Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Halldór Blöndal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is Jónasarlögin hans Atla Heimis FYRSTU niður- stöður af úr- vinnslu gagna úr tímabundnu jarð- skjálftamælineti, sem sett var upp við vesturhluta Mýrdalsjökuls í vor, benda til að skjálftarnir í Goðabungu teng- ist íshreyfingum, sér í lagi í Tungnakvíslarjökli, og séu ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlueld- stöðinni eins og áður hefur verið talið. Það er Kristín Jónsdóttir sem gerði mælingarnar í samvinnu við há- skólann í Uppsölum og Veðurstofu Íslands en hún leggur stund á dokt- orsnám í jarðeðlisfræði við Uppsala- háskóla. Virðast stafa af íshreyfingum Kristín segir í samtali við Morg- unblaðið að um bráðabirgðaniður- stöður sé að ræða og áfram verði unn- ið úr gögnunum. Kristín vann að mælingunum í apríl og maí sl. og er hún að vinna úr gögnunum um þessar mundir. „Ég fékk skjálftamæla lán- aða frá Háskólanum í Uppsölum og í samvinnu við Veðurstofuna settum við út 10 stöðvar í vesturhluta jökuls- ins með það að markmiði að fá betri mælingar á Goðabunguskjálftunum,“ segir hún. Kristín leggur áherslu á að þótt í ljós hafi komið að skjálftarnir í Goða- bungu og vesturhluta jökulsins virð- ist stafa af íshreyfingum og séu ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlu, verði að hafa í huga að langt er um lið- ið síðan Katla gaus síðast og hún er því komin á tíma eins og jarðvísinda- menn hafa oft bent á. Það sé því full ástæða til þess að vera á varðbergi. Eldstöðin Katla er ein virkasta og stærsta eldstöð landsins og hefur á sögulegum tíma gosið að meðaltali tvisvar á öld. Síðast gaus Katla 1918. Gosin eru oftast basísk en ísúr gos má einnig rekja til eldstöðvarinnar. Hún er hulin Mýrdalsjökli, fjórða stærsta jökli landsins. Vegna hinna miklu jökulhlaupa sem fylgja gosum er Katla verulega hættuleg eldstöð. Kristín segir að skipta megi jarð- skjálftum á svæðinu í tvo flokka, ann- ars vegar eru það skjálftar sem verða innan í öskjunni og hins vegar skjálft- ar sem eiga upptök í vesturhlutanum við Goðabungu. Þessir skjálftahópar haga sér mjög ólíkt, segir hún. Skjálftar innan öskjunnar eru hefð- bundnari, dreifast á allt að 15 km dýpi, auk þess sem þeir falla vel að líkönum skjálftafræðinnar varðandi stærð og dreifingu í tíma. Öðru máli gegnir um skjálftana við Goðabungu. Frá því mælingar á jarðskjálftum hófumst í nágrenni Mýrdalsjökuls hafa fræðimenn tekið eftir sérkenni- legum skjálftum sem eiga það sam- eiginlegt að eiga upptök sín í vest- urhluta Mýrdalsjökuls. Kristín segir skjálftavirknina þar óvenjulega að mörgu leyti og hún falli illa að hefð- bundnum líkönum skjálftafræðinnar. „Hún hefur þá sérstöðu að hún eykst verulega á haustin og nær yfirleitt hámarki í október. Þá mælist daglega fjöldinn allur af skjálftum allt upp í stærðina 3,5 en aldrei stærri. Hefð- bundin líkön skjálftafræðinnar spá einum skjálfta af stærðinni 4 fyrir hverja tíu af stærðinni 3, einum af stærðinni 5 fyrir hverja tíu af stærð- inni 4 o.s.frv. Einnig kemur í ljós þegar einstakir skjálftar eru skoðaðir að þeir eru óvenju langir og sveiflan óvenju hæg. Ógreinileg byrjun skjálftanna gerir það að verkum að erfitt er að stað- setja þá.“ Skjálftavirkni jókst í takt við hlýnandi loftslag Að sögn Kristínar mælast skjálftar sem eiga við þessa lýsingu á bylgju- formi stundum í nágrenni súrra eld- stöðva, gjarnan sem undanfarar goss. Einnig þekkist að slíkir skjálftar mælist í nágrenni skriðjökla. Nýlegar rannsóknir sýni að hraðskreiðir skriðjöklar á Grænlandi mynda stóra hæga skjálfta þegar þeir skríða fram og nuddast við undirlag sitt. Kristín kveðst hafa notað tíu há- tækni-jarðskjálftamæla þegar hún réðst í það verkefni sl. vor að mæla skjálftana við Goðabungu. Markmiðið var m.a. að fá betri skilning á eðli skjálftanna. Fyrstu niðurstöður benda eins og áður segir til að skjálft- arnir séu enn grynnri en áður hefur verið talið. Auk þess eiga flestir þeirra upptök ofarlega í Tungnakvísl- arjökli frekar en í Goðabungu. Jöklaskriðskjálftarnir í Grænlandi sýna svipaða hegðun og skjálftarnir í vesturhluta Mýrdalsjökuls, þ.e. árs- tíðabundna virkni, auk þess sem fjöldi þeirra jókst til muna eftir árið 2000 í takt við hlýnandi loftslag. Jöklarnir í vesturhluta Mýrdals- jökuls eru mjög brattir og ekki ósennilegt að þeir geti því hreyfst til- tölulega hratt, að sögn Kristínar. Of- arlega í Tungnakvíslarjökli fellur ís- inn fram af brún. Þetta íshrun virðist nægilega orkumikið til að mynda skjálfta á stærð við þá sem mælast. Skjálftarnir ótengdir kvikuhreyfingum í Kötlu Nýjar skýringar settar fram á jarð- skjálftum í Goðabungu eftir víðtækar mælingar á vesturhluta Mýrdalsjökuls                                   !  "      #     #          !     "  #  %  "#& "  '  ()* Kristín Jónsdóttir Ljósmynd/Jósef Hólmjárn Tungnakvíslarjökull Skjálfta í Goðabungu má líklega rekja til íshreyfinga. London. AFP. | John Darwin, maðurinn sem var talinn hafa látist í slysi á kanó á Norður- sjónum árið 2002, en gaf sig fram um síðustu helgi, bjó lengi í leyni heima hjá sér eftir að hann sneri heim til konu sinnar. Darwin faldi sig þegar gest- ir komu í heimsókn, jafnvel þegar synir hans heimsóttu móður sína. Anne Darwin segir að hún og bóndi hennar hafi verið komin í miklar skuldir. Maður hennar hafi sagt að eina leiðin til að leysa vand- ann væri fólgin í því að hann setti eigin dauða á svið. Darwin hvarf svo 22. mars 2002 og Anne Darwin segist sannarlega hafa talið hann af. Darwin bankaði hins vegar upp á í febrúar 2003 og gat hún ekki annað en hleypt hon- um inn, en hann hefði verið í slæmu ásigkomulagi. Þau ákváðu að halda endurkomu hans leyndri, þannig að jafnvel synir þeirra vissu ekki af því að faðir þeirra væri í raun og veru á lífi. Anne Darwin innheimti hins vegar tryggingafé vegna andláts bóndans. Darwin bjó lengi heima hjá sér, eyddi tíma sínum á vafri um netið og kynntist þá konu í Kansas í Bandaríkjunum sem hann fór og dvaldi hjá um tíma. Hjónalífið batn- aði hins vegar til muna þegar þau héldu til Panama í fyrra, að sögn Anne Darwin. Um síðir vildi Darw- in þó fara heim til Bretlands og þykjast hafa misst minnið. Var hann þá orðinn þreyttur á flótta- mannslífinu og vildi fá að hitta syni sína á ný. Darwin er í haldi bresku lögreglunnar og gera má ráð fyrir því að Anne Darwin verði einnig handtekin er hún snýr heim. Bjó heima, faldi sig fyr- ir sonunum John Darwin ♦♦♦ LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði akstur fjögurra ökumanna vegna gruns um ölvun aðfaranótt laugar- dags. Á Selfossi voru þrír drukknir undir stýri og þar af sextán ára stúlka, sem augljóslega hefur ekki ökuréttindi. Einnig voru tveir öku- menn stöðvaðir vegna gruns um að vera undir áhrifum vímuefna. Hjá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu fengust þær upplýsingar að nóttin hefði verið með rólegra móti. Drukkinn sex- tán ára bílstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.