Morgunblaðið - 09.12.2007, Page 44
44 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Á NÆSTU dögum munu Minjasafn-
inu á Akureyri berast um 50 ljós-
myndir og önnur skjöl úr fórum skip-
herrans á spítalaskipinu Leinster,
sem lá við bryggju á Akureyri á ár-
unum 1940 til 1941. Fullorðinn sonur
skipherrans, sem búsettur er í Kan-
ada, frétti af því á dögunum, að ná-
granni hans væri á leið til Íslands.
Hann fékk grannanum nokkrar
myndanna til að sýna hér á landi, með
það í huga að hér ættu þær helst að
vera. Og sú varð raunin; myndirnar
eru á leiðinni til landsins, hátt í 70 ár-
um eftir að þær voru teknar.
Þegar heimsstyrjöldin síðari
braust út var Leinster farþegaskip í
áætlunarsiglingum milli Liverpool og
Dyflinnar. Þar sem bandamenn ótt-
uðust innrás Þjóðverja á Ísland og
töldu að ekki væru nægilega stór
sjúkrahús á landinu ef til átaka kæmi,
var Leinster breytt í spítalaskip og
sent norður í höf. Var því komið fyrir
á Akureyri, þar sem fjörðurinn væri
tiltölulega auðvarinn og öll þjónusta
til staðar.
Young skipherra, sem hafði um
skeið stjórnað skipinu, sigldi því til
Íslands. Meðan hann dvaldi hér á
landi tók hann talsvert af ljós-
myndum af lífinu við höfnina, af her-
mönnum og bænum. Meðal annars
myndaði hann Leinster frosið inni á
pollinum og skipverjar voru að moka
snjó af ísnum til að hann yrði enn
þykkari. Það var gert til að flugvélar
gætu lent á honum ef á þyrfti að
halda.
Eftir vetursetuna hélt Young skip-
herra heim til Skotlands en var síðan
sendur til Bandaríkjanna að kaupa
skip og stýra skipalestum yfir hafið. Í
einum leiðangrinum, ári síðar, fórst
hann er tundurskeyti sökkti skipinu.
Skipti sköpum fyrir úrslit
styrjaldarinnar
Peter Young, sonur skipherrans,
flutti eftir stríðið til Kanada; mynd-
irnar frá Akureyri fylgdu honum.
Þegar nágranni hans var á leið til Ís-
lands til að taka þátt í kynningu á
ferðaþjónustu á Nýfundnalandi og
Labrador, sem var í Perlunni á dög-
unum, bað Young hann að sýna ein-
hverjum þessar myndir. Hann er
mjög ánægður með að þær eignist
samastað í bænum þar sem þær voru
teknar.
„Mér finnst að Íslendingar eigi að
sjá þessar myndir,“ segir Young þeg-
ar haft er samband við hann. „Ég er
viss um að mörg börn sem sjást á
þessum myndum, og eru fullorðin í
dag, muna eftir þessum tímum.“
Hann segir að hernám Íslands hafi
ekki verið stór frétt úti í heimi en hafi
skipt sköpum fyrir úrslit styrjald-
arinnar.
„Ef Þjóðverjar hefðu hertekið
landið og notað það sem heimahöfn
kafbáta og flugvéla, þá hefðu þeir
haft fulla stjórn á Norður-Atlantshaf-
inu. Bretar hefðu ekki getað nálgast
nauðsynlegar vistir og hergögn og
Þjóðverjar hefðu haft sigur.“
Hér má sjá nokkrar ljósmyndanna
sem Young skipherra og aðstoð-
armaður hans tóku á Akureyri.
Forvitnilegar heimild-
ir frá stríðsárunum
Gönguferð Bjartur vetrardagur og fólk á göngu eftir Eyrarlandsvegi.
Kalt Friðsæl vetrarstemning við höfnina. Báturinn Rúna er með íslenska
fánann málaðan á stýrishúsið.
Höfnin Kolareykur stígur upp af skipum í Akureyrarhöfn.
Ljósmyndir/Young
Akureyri Lækjargil í innbænum. Þar eru enn kartöflugarðar og súm húsanna standa enn.
Ljósmyndir sem
breskur skipherra
tók á Akureyri
eru á leið norður
Merkilegt Breskir hermenn marsera um Akureyri og fólk drífur að.
Innritun í kvöldskóla Iðnskólans í Reykjavík stendur yfir á netinu,
www.ir.is (Námsframboð – Kvöldnám)
Aðstoð við innritun verður í matsal skólans,
miðvikudaginn 2. og fimmtudaginn 3. janúar frá kl. 17:00–18:30.
Allar nánari upplýsingar á www.ir.is
Kennsla hefst miðvikudaginn 9. janúar.
Kvöldskóli Iðnskólans í Reykjavík – vorönn 2008
LEIKFÉLAGIÐ Hugleikur heldur
árlega jólaskemmtun sína í Þjóðleik-
húskjallaranum í kvöld, sunnudaginn
9. desember, og þriðjudaginn 11. des-
ember. Dagskráin hefur yfirskriftina
Aftansöngur jóla.
Alls verða fluttir þrír nýir leik-
þættir eftir félagsmenn, sem meira
eða minna tengjast jólunum. Verkin
sem sýnd verða eru: Á í messunni eft-
ir Árna Friðriksson, Nýjar bomsur
eftir Sigurð H. Pálsson og Þykist þú
eiga veski? eftir Fríðu Bonnie And-
ersen. Auk leikþáttanna verða flutt
ósköpin öll af jólalegri tónlist. Fram
koma einsöngvarar úr röðum Hug-
leikara, kammerkórinn Hjárómur
lætur sig ekki vanta, og á þriðjudags-
kvöldið stígur hljómsveitin Hraun á
stokk. Loks má gera ráð fyrir að
gestum gefist kostur á að spreyta sig
á föndri. Húsið opnar kl. 20:30, en
dagskráin hefst kl. 21:00 bæði kvöld-
in. Almennt miðaverð er 1000 kr.
Hugleikur í
Þjóðleikhús-
kjallaranum