Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 10
Náttúrufræðingurinn Fréttir Nýr MANNAPI? I hitabeltinu í miðri Afríku, nyrst í Alþýðulýðveldinu Kongó, hafa heimamenn lýst gríðarstórum mannöpum, sem þeir kalla „ljónabana". Hugmyndir dýrafræðinga um þessi dýr eru enn óljósar. Bandarískur apafræðingur, Shelly Williams, varð fyrst vísindamanna til að sjá þá lifandi. Innfæddir leiðsögumenn fylgdu henni í júní 2003 inn á heimasvæði apanna, nærri bæjunum Bondo og Bili, og lokkuðu hóp þeirra til sín með því að herma eftir særðri smáantílópu, sem apamir hugðust veiða. Þegar þeir sáu að menn vom á ferð, forðuðu þeir sér þegjandi. Seint á 19. öld höfðu evrópskir veiðimenn með sér frá þessu svæði myndir og hauskúpur af stómm öpum, sem þeir töldu górillur, og ljósmynd af risaapa þaðan er í riti eftir þýskan landkönnuð frá fjórða áratug 20. aldar. Segir svo ekki af dýrunum fyrr en 1996, þegar sviss- neskur Ijósmyndari og áhugamaður um friðun marvn- apa, Karl Ammann, hélt til Kongó í leit að þessum „týndu górillum". Heimamenn greindu honum frá stómm og illvígum öpum, sem talið var að gætu drepið ljón, og hann komst yfir hauskúpu sem minnti í senn á górillu og simpansa. Það vakti forvitni Ammanns að apamir bmgðust allt öðmvísi við mönnum en górillur. Þegar menn koma að górillum snúast karlamir ævinlega til vamar og berja sér á brjóst og öskra, þótt þeir fylgi þessum hótunum sjaldan eftir. Okunnu apamir forðuðu sér hins vegar þegjandi þegar þeir urðu varir manna- ferða, og líktust í því simpönsum. Það er líka athyglisvert að heimasvæði apanna er langt frá öllum þekktum górilluslóðum. Austurmörk vestrænu sléttugórillunnar eru 500 km vestar, og austrænu sléttugórillumar og fjallagórillumar em álíka langt fyrir austan. Bondo og Bili eru hins vegar á miðjum heimaslóðum simpansa. Þegar Ammann kom til Kongó ríkti þar borgara- styrjöld. Að hvatningu hans hættu dýrafræðingar frá ýmsum löndum sér samt þangað árið 2001. Þeir sáu enga apa en uppgötvuðu bæli þeirra, sem eru á jörðu niðri eins og títt er hjá górillum, þar sem simpansar gera sér jafnan náttstað í trjám. En annað í gerð og legu þessara bæla minnir á simpansa, og líklega em þau niðri á jörð af því að apamir em - eins og górillur - of þungir til að trjágreinar beri þá. Og saursýni, sem fundust hjá bælunum, gefa til kynna fæðu sem minnir frekar á simpansa en górillur. Shelly Williams kom svo til Kongó í boði Ammanns. Hún hefur alls séð átta þessara stóm apa og fest þá á myndband. Sumt í útliti þeirra minnir á simpansa, annað á górillur. Margt bendir til að þetta séu simpansar. Hvatberagen úr hárum, sem fundust í bælum apanna, og úr frumum í saur dýranna, em sams konar og í simpönsum af þeirri undirtegund sem lifir á þessu svæði. Ekki hefur enn tekist að fá greinanleg sýni af kjamagenum aparuna. En stærðin vekur furðu dýrafræðinganna. Skepn- urnar eru um þriðjungi stærri en nokkur þekktur simpansi - og jafnvel stærri en stærstu górillur. Fótspor af þeim hafa í að minnsta mælst stærri en nokkur górilluspor. Þrjár skýringar hafa verið settar fram um eðli þessara dýra: Sjálf hallast Williams að því að um nýja tegund sé að ræða, en fáir fræðimenn aðrir em á því máli. Raunar er hugmyndin ekki eins fráleit og ætla mætti í fljótu bragði. Flokkun stóm mannapanna er alls ekki á hreinu. Menn deila um hvort órangútanamir á Bomeó og Súmötm séu ein tegrmd eða tvær, og það sem áður taldist undirtegund af simpansa, dvergsimpansinn í regnskógum Vestur-Afríku, hefur reynst vera sjálfstæð tegund, bónobó, Pnn paniscus. Stofnum hins eiginlega simpansa, Pnn troglodytes, hafa menn lengi skipt í þrjár undirtegundir, en nú þykir líklegt að þær séu fjórar eða jafnvel fimm. Og óljóst er hvort landfræðilega aðgreind- ir stofnar af górillu eiga allir að teljast undirtegundir eirtnar tegundar, Gorilln gorilla, eða hvort hinir austlægu, sumir eða allir, em betur settir sem sjálfstæð tegund, fjallagórilla, Gorilln beringei. Önnur tilgáta er að þessir stóm apar séu kynblend- ingar górillu og simpansa. Annað veifið finnast einstakl- ingar í stofnum simpansa með áberandi górillueinkenni, og þótt ekki hafi fengist staðfest að það séu kyn- blendingar, er það ekki útilokað, og jafnvel að þessir blendingar séu frjóir og geti haldið stofnum sínum við. Samkvæmt þessu ættu górillukarlar einhvem tíma í fymdinni að hafa reikað langt frá heimahögum sínum og getið afkvæmi með simpansakerlum, og stóru apamir í Kongó væm frjóir afkomendur þeirra. Þar sem hvatberagen erfast frá móður til afkvæma, aldrei frá föður, væm allir apar í slíkum kynblendingsstofni með simpansagen í hvatberunum. Þriðja skýringin er að þetta séu simpansar, kannski af sjálfstæðri undirtegund, sem orðið hafi af einhverjum sökum svona stórir. Þar til annað sannast telja flestir fræðimenn varlegast að styðja þá skoðun. Emma Young. The beast zvith no name. New Scientist 9. okt. 2004. Ömólfur Thorlacius tók saman. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.