Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 11
Agnes Eydal og Karl Gunnarsson Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags SVIFÞÖRUNGAR í Hvalfirði OG SKELFISKEITRUN Það er vinsælt að tína krækling sér til matar í fjöru, en það er ekki alltaf hættulaust. Nýlega fóru fram athuganir á framvindu svifþörungagróðurs í Hvalfirði og náðu þær samfellt yfir eitt ár1 (1. mynd). I rannsóknunum fundust nokkrar tegundir sem geta valdið eitrun, þar af voru tvær tegundir sem fundust í talsverðum mæli. I þessari grein er fjallað um niðurstöður rannsóknanna í Hvalfirði sem varða eitraða þörunga og mælingar á skelfiskeitrun sem gerðar voru samhliða þörungaathugununum. Isvifi sjávar eru margar þör- ungategundir sem geta myndað mjög þéttan blóma við ákveðnar aðstæður. í flestum tilfellum er slíkur blómi hluti af eðlilegum ferlum náttúrunnar og við verðum hans ekki vör. Sjór verður þó stund- um litaður af mergð þörunganna og ef um rauðleita þörunga er að ræða er fyrirbærið oft nefnt blóðsjór. Blómi svifþörunga getur snert okkur mennina eða starfsemi okkar og valdið skaða.2 Skaðsemin getur falist í að þörungablómi valdi eitrun í mönnum og eldisdýrum. í nokkrum tilfellum hafa þörungar til dæmis truflað starfsemi tálkna eða valdið sárum á eldisfiski og dregið hann til dauða. Einnig getur magn þörunga orðið svo mikið að við rotnun þeirra verði súrefnisskortur sem kæfir aðrar sjávarlífverur. Blómi svifþör- unga getur því valdið bæði efna- hagslegu og heilsufarslegu tjóni. Efnahagslegt tjón í heiminum vegna dauða eldisfisks og ósöluhæfs skel- fisks nemur hundruðum milljóna króna ár hvert. Þekktar eru um 5000 tegundir svifþörunga í sjó, þar af hafa um 300 valdið skaða þegar þær voru í blóma. Talið er að tegundir sem geta myndað þörungaeitur séu um 75 talsins.3 Um blóma eitraðra þörunga er víða getið í fornum sögnum. Til dæmis er minnst á eitraðan blóðsjó í biblíunni. Hér á landi eru til frá- sagnir í gömlum bókum af blóðsjó eða lituðum sjó sem líklega hefur stafað af þörungablóma. Til dæmis er getið frásagna fiskimanna um litaðan sjó í ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjama Pálssonar sem kom út árið 17724 og í ferðabók Ólafs Ólavíusar frá 17805 er frásögn af blóðsjó í Mjóafirði eystra. Allt fram á þennan dag hafa af og til heyrst fréttir af lituðum sjó hér við land. Skelfiskur lifir á svifþömngum og þegar um eitraðar þömngategundir er að ræða safnast eitur fyrir í skelfiskinum. Eitrið virðist ekki hafa áhrif á skelfiskinn sjálfan en gerir hann varhugaverðan til neyslu og í verstu tilfellum lífshættulegan. Fyrsta skráða tilvikið í heiminum um dauða manns vegna skelfisk- eitmnar er frá árinu 1793, þegar einn úr áhöfn landkönnuðarins Georg Vancouver lést eftir neyslu skelfisks. Atvikið átti sér stað þar sem nú heitir Breska-Kólumbía í Kanada.6 Um þessar rnundir em árlega skráð um 2000 tilfelli í heiminum þar sem eitraður skelfiskur veldur veikind- um og er talið að um 15% þeirra sem veikjast deyi.6 Utbreiðsla eitraðra sviþörunga- tegunda og tíðni skaðlegra blórna af þeirra völdum virðist hafa aukist undanfarna áratugi.7,8 Menn eru ekki á eitt sáttir um hvað veldur. Sumir nefna aukna útbreiðslu eitr- aðra tegunda af mannavöldum, m.a. vegna aukinna skipaferða og lestun- ar og losrmar kjölfestuvatns. Aðrir telja aukninguna stafa af því að aukið magn næringarefna berist til sjávar vegna mengunar af manna- völdum sem eykur vöxt þömnga. Náttúrufræðingurinn 72 (3^), bls. 97-105, 2004 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.