Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 25
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
umar vom settar út 13. júlí og
vom tæmdar á hálfs mánaðar
fresti til loka nóvember.
b. Til að meta fræframleiðslu eftir
aldri lúpínu var 28 gildrum komið
fyrir á Háamel í Heiðmörk. Þar
var lúpína að breiðast út yfir lítt
gróinn mel, en jafnframt byrjuð að
gisna þar sem hún hafði fyrst
verið sett um 1965." I júlíbyrjun
var gildrum komið fyrir á 52 m
löngu sniði sem náði frá gisnum
elsta hluta breiðunnar, út í gegn-
um jaðarinn og 11 m út á melinn
fyrir utan breiðuna. Gildmmar
vom settar niður á 14 mismunandi
stöðum (tvær saman) og var not-
að meðaltal tveggja gildra þegar
fræfall var reiknað fyrir hvem
stað. Gildrumar vom fjarlægðar
29. nóvember, eftir að fræfalli var
lokið.
c. Til að meta frædreifingu inn á
svæði þar sem lúpína hafði hörfað
var Sauðaás í Heiðmörk valinn.
Þar var lúpínubreiða frá 1958 sem
byrjaði að láta undan síga fyrir
graslendi á árabilinu 1979-1987."
I byrjun júlí vom lögð út tvö 40
og 20 m snið sem mættust á miðju
því svæði sem lúpínan hafði hörf-
að af en náðu inn í gisna lúpínu-
breiðuna umhverfis. Gildrum var
komið fyrir þannig að 10 gildmr
vom í gisnum jaðri og lengra inni
í lúpínubreiðunni, en 10 gildrur
vom staðsettar á svæðinu sem
lúpínan hafði hörfað af. Gildrum-
ar vom fjarlægðar 29. nóvember.
1. mynd. Alaskaliípína í blótna - Floivering Nootka lupin. Ljósm./Photo:Bjarni Diðrik
Sigurðsson.
Hvað er fræforði og hvert er mikilvægi hans?
í flestum gróðursamfélögum eiga sér stað hægfara breytingar á tegundasamsetningu, svokölluð gróðurframvinda.
Jafnvel í hástigssamfélögum eru tegundir dauðadæmdar á ákveðnum stað þegar til lengri tíma er litið, nema þær
geti numið land á nýjum stöðum.12 Plöntur geta dreift fræjum sínum á tvennan hátt: í rúmi og tíma. Margar
tegundir hafa fræ sem eru vel aðlöguð því að berast langa leið með vindi, vatni eða dýrum. Þannig aukast líkur á
að einhverjir afkomendur hitti á bletti sem eru hagstæðir fyrir vöxt og nái að þroskast þar. Frædvali er hinsvegar
aðferð til að dreifast í tíma og hefur þróast hjá tegundum sem búa við óstöðug vaxtarskilyrði.12 Frædvali er
tiltölulega óalgengur hjá plöntum í hitabeltinu, þar sem uinhverfisskilyrði breytast lítið, en verður að jafnaði
algengari eftir því sem norðar dregur.13 Þannig getur planta aukið líkur á að afkomendur komist af með því að
tefja komu þeirra fram á sjónarsviðið. Flestar norðlægar plöntur nota báðar þessar dreifingaraðferðir að einhverju
marki og eftir frædreifingu tekur við tímabil frædvala, til dæmis fram til næsta vors. Hjá sumum tegundum getur
þó frædvalinn varað árum saman. Oft er í þessu sambandi talað um fræforða eða fræbanka (e: seed bank), sem
hefur verið skilgreindur sem: Forði spírunarhæfra fræja á yfirborði og í jarðvegi.
111