Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 26

Náttúrufræðingurinn - 2004, Side 26
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Svæði þnr sem rannsóknir á fræforða og frædreifingn fórn fram - Lupin study sites in Iceland. Eftir söfnun voru lúpínufræin skilin frá vikrinum í gildrunum með vatni (vikurinn flýtur) og þau talin og spírunarprófuð samkvæmt leið- beiningum gefnum út fyrir prófun lúpínufræja.14 Allar niðurstöður sem hér eru kynntar eru fjöldi spírunar- hæfra fræja í hverju sýni, nema annað sé tekið fram. Fræforði Sumarið 1993 var fræforði alaska- lúpínu metinn á sex stöðum á landinu; á Kvískerjum í Öræfum, Heiðmörk, Varmahlíð, Hrísey, Húsa- vík og Hveravöllum í Reykjahverfi (2. mynd). A hverjum stað voru afmarkaðir tveir reitir þar sem lúpínubreiðan var einsleit og á svipuðum aldri. Annar reiturinn var settur þar sem lúpínan var þéttust, oftast 3-5 m innan við jaðar viðkom- andi breiðu, en hinn í gisnasta hluta breiðunnar eða þar sem hún var elst. Reitimir voru 5x5 m (Heiðmörk) eða 1x8 m (aðrir staðir) að flatarmáli. Ytarlegri lýsingu á svæðunum er að finna í15,16. Jarðvegsbor var notaður til að taka tíu 38 cm2 kjama úr efstu 10 cm jarðvegs á tilviljunarkenndan hátt úr hverjum reit, nema í Heið- mörk þar sem teknir voru 65-72 kjamar úr hvomm reit. Kjömunum var skipt í þrjú dýptarbil (Varmahlíð, Hrísey og Húsavík) eða fjögur (Heiðmörk) til að athuga lóðrétta dreifingu fræja í jarðvegi. A Kví- skerjum var jarðvegur hinsvegar svo gmnnur ofan á gömlum áraurum að aðeins 3-5 cm náðust. Á Hvera- völlum var landgerð ólík í eldri og yngri hluta breiðu, svo að þar var lóðrétt dreifing fræja ekki borin saman. Heilir kjarnar eða hvert dýptarbil fyrir sig var skolað í gegnum misgróf sigti með köldu vatni. Það sem eftir sat í 2 og 1 mm sigtum var sett á bakka og skoðað nánar undir víðsjá. Fræin vom tínd upp og sett í petriskálar og geymd í kæli við +4 °C þar til þau vom spímnarprófuð samkvæmt stöðlum fyrir lúpínufræ.14 Niðurstöður OG UMFJÖLLUN Fræframleiðsla Fræfall í lúpínubreiðunni á Keldna- holti hófst í byrjun ágúst, náði hámarki seint í september og lauk í nóvemberbyrjun (3. mynd). Saman- lagt mældist fræfallið 400 fræ á hvem fermetra (m2). Það er svipað fræfall og mældist í breiðu á svipuð- um aldri á Sauðaási í Heiðmörk, en fræframleiðslan þar minnkaði eftir því sem lúpínubreiðan varð eldri og var 80-130 fræ/m2 þar sem hún var elst (gögn ekki sýnd). I 10-20 ára gömlum hluta breiðunnar á Háamel var fræframleiðslan einnig minni, eða 150 fræ/m2, en allt upp í 1800 fræ/m2 í yngsta hlutanum, þar sem lúpínan var 5-7 ára (4. mynd). Minni fræframleiðsla inni í eldri breiðum stafaði eflaust að hluta til af því að lúpínan þar var byrjuð að gisna, svo ekki voru eins margir fræberandi stönglar á fermetra. Eins og fram kom í fyrri grein þá telja höfundar að lúpínuplöntur á rannsóknasvæðun- um séu almennt jafngamlar breiðun- um4 og því sé einnig hægt að túlka þetta sem aldursháða breytingu í fræframleiðslu. I því sambandi má geta þess að Snorri Baldursson17 hefur sýnt fram á að ekki þroskast eins mörg fræ á gömlum lúpínu- plöntum og ungum, þar eð plönt- urnar draga úr fræmyndun með sjálffrjóvgun þegar þær eldast. Fræframleiðsla virðist því að jafnaði vera 100-500 fræ/m2 á ári í gömlum lúpínubreiðum en getur orðið mjög mikil, eða allt að 2000 fræ/m2 á ári, þar sem ungar lúpínuplöntur mynda þéttar breiður eða í út- breiðslujöðrum eldri breiðna (yngstu plöntumar). Frædreifing Þegar fræbelgir á lúpínu eru orðnir hæfilega þroskaðir að hausti og veður er þurrt, springa þeir og fræin 3. mynd. Frædreifing alaskalúpínu í 8-12 ára gamalli breiðu á Keldnaholti haustið 1993. - Seed dispersal ofNootka lupin in a 8-12 year old lupin patch in SW Iceland. 112

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.