Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 2004, Blaðsíða 26
Náttúrufræðingurinn 2. mynd. Svæði þnr sem rannsóknir á fræforða og frædreifingn fórn fram - Lupin study sites in Iceland. Eftir söfnun voru lúpínufræin skilin frá vikrinum í gildrunum með vatni (vikurinn flýtur) og þau talin og spírunarprófuð samkvæmt leið- beiningum gefnum út fyrir prófun lúpínufræja.14 Allar niðurstöður sem hér eru kynntar eru fjöldi spírunar- hæfra fræja í hverju sýni, nema annað sé tekið fram. Fræforði Sumarið 1993 var fræforði alaska- lúpínu metinn á sex stöðum á landinu; á Kvískerjum í Öræfum, Heiðmörk, Varmahlíð, Hrísey, Húsa- vík og Hveravöllum í Reykjahverfi (2. mynd). A hverjum stað voru afmarkaðir tveir reitir þar sem lúpínubreiðan var einsleit og á svipuðum aldri. Annar reiturinn var settur þar sem lúpínan var þéttust, oftast 3-5 m innan við jaðar viðkom- andi breiðu, en hinn í gisnasta hluta breiðunnar eða þar sem hún var elst. Reitimir voru 5x5 m (Heiðmörk) eða 1x8 m (aðrir staðir) að flatarmáli. Ytarlegri lýsingu á svæðunum er að finna í15,16. Jarðvegsbor var notaður til að taka tíu 38 cm2 kjama úr efstu 10 cm jarðvegs á tilviljunarkenndan hátt úr hverjum reit, nema í Heið- mörk þar sem teknir voru 65-72 kjamar úr hvomm reit. Kjömunum var skipt í þrjú dýptarbil (Varmahlíð, Hrísey og Húsavík) eða fjögur (Heiðmörk) til að athuga lóðrétta dreifingu fræja í jarðvegi. A Kví- skerjum var jarðvegur hinsvegar svo gmnnur ofan á gömlum áraurum að aðeins 3-5 cm náðust. Á Hvera- völlum var landgerð ólík í eldri og yngri hluta breiðu, svo að þar var lóðrétt dreifing fræja ekki borin saman. Heilir kjarnar eða hvert dýptarbil fyrir sig var skolað í gegnum misgróf sigti með köldu vatni. Það sem eftir sat í 2 og 1 mm sigtum var sett á bakka og skoðað nánar undir víðsjá. Fræin vom tínd upp og sett í petriskálar og geymd í kæli við +4 °C þar til þau vom spímnarprófuð samkvæmt stöðlum fyrir lúpínufræ.14 Niðurstöður OG UMFJÖLLUN Fræframleiðsla Fræfall í lúpínubreiðunni á Keldna- holti hófst í byrjun ágúst, náði hámarki seint í september og lauk í nóvemberbyrjun (3. mynd). Saman- lagt mældist fræfallið 400 fræ á hvem fermetra (m2). Það er svipað fræfall og mældist í breiðu á svipuð- um aldri á Sauðaási í Heiðmörk, en fræframleiðslan þar minnkaði eftir því sem lúpínubreiðan varð eldri og var 80-130 fræ/m2 þar sem hún var elst (gögn ekki sýnd). I 10-20 ára gömlum hluta breiðunnar á Háamel var fræframleiðslan einnig minni, eða 150 fræ/m2, en allt upp í 1800 fræ/m2 í yngsta hlutanum, þar sem lúpínan var 5-7 ára (4. mynd). Minni fræframleiðsla inni í eldri breiðum stafaði eflaust að hluta til af því að lúpínan þar var byrjuð að gisna, svo ekki voru eins margir fræberandi stönglar á fermetra. Eins og fram kom í fyrri grein þá telja höfundar að lúpínuplöntur á rannsóknasvæðun- um séu almennt jafngamlar breiðun- um4 og því sé einnig hægt að túlka þetta sem aldursháða breytingu í fræframleiðslu. I því sambandi má geta þess að Snorri Baldursson17 hefur sýnt fram á að ekki þroskast eins mörg fræ á gömlum lúpínu- plöntum og ungum, þar eð plönt- urnar draga úr fræmyndun með sjálffrjóvgun þegar þær eldast. Fræframleiðsla virðist því að jafnaði vera 100-500 fræ/m2 á ári í gömlum lúpínubreiðum en getur orðið mjög mikil, eða allt að 2000 fræ/m2 á ári, þar sem ungar lúpínuplöntur mynda þéttar breiður eða í út- breiðslujöðrum eldri breiðna (yngstu plöntumar). Frædreifing Þegar fræbelgir á lúpínu eru orðnir hæfilega þroskaðir að hausti og veður er þurrt, springa þeir og fræin 3. mynd. Frædreifing alaskalúpínu í 8-12 ára gamalli breiðu á Keldnaholti haustið 1993. - Seed dispersal ofNootka lupin in a 8-12 year old lupin patch in SW Iceland. 112
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.