Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 29

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Aðrar rannsóknir á fræforða í íslenskri vist Niðurstöður okkar benda til að fræforði alaskalúpínu (260-6.365 fræ/m2) sé mikill í samanburði við fræforða annarra tegunda og plöntusamfélaga sem rannsökuð hafa verið hér á landi. Soffía Amþórsdóttir22 hefur rannsakað fræforða nokkurra plöntusamfélaga í nágrenni Reykjavíkur. Heildarfræforði í jarðvegi var 144-5.554 fræ/m2. Fræforði var minnstur í mel í Heiðmörk en mestur í lyngheiði í Vífilsstaðabrekku þar sem langmest var um krossmöðra (5.172 fræ/m2) í forðanum. Áslaug Rut Áslaugsdóttir23 rannsakaði fræforða í mýram og á framræstum svæðum og túnum í Landeyjum. Heildarfræforði reyndist vera 113-361 fræ/m2 og var hann mestur í óraskaðri mýri en minnstur í túni. Tæplega 20 tegundir voru greindar til tegunda í fræforða. Tegundir með mestan forða á einstökum svæðum voru mýrastör (165 fræ/m2), vallhæra (87 fræ/m2) og haugarfi (44 fræ/m2). í rannsóknum Sigurðar H. Magnússonar24 á fræforða á uppblásnu og gamalgrónu landi á Hranamannaafrétti reyndist heildar- forði vera 10-1.430 fræ/m2 á melum og moldum en 761-2.038 fræ/m2 á gamalgrónu landi. Um 40 tegundir fundust í fræforða. Mestur var fræforði tegundanna skurfu (934 fræ/m2), vallarsveifgrass (780 fræ/m2) og stinnastarar (485 fræ/m2) á einstökum svæðum. Rannsóknir Þóru Ellenar Þórhallsdóttur25 á fræforða í fjóram plöntusamfélögum í Þjórsárverum leiddu í ljós að fræforði var 16-875 fræ/m2 og era þar æxlilaukar meðtaldir. Fræforði var minnstur í jarðvegi rústa (0-127 fræ/m2) en mestur í víðiheiði (408 fræ/m2) og brokflóa (875 fræ/m2). Af fræi sem greint var til tegunda var mest af trefjasóley (863 fræ/m2), lambagrasi (178 fræ/m2) og stjömusteinbrjóti (127 fræ/m2). greining hefur verið gagnrýnd, en þó er ljóst að fræin voru ævagömul þar sem tegundin finnst ekki lengur á þessum slóðum.20 Þessi langi fræ- dvali er sennilega undantekning sem byggist á sérstökum aðstæðum, en sýnir engu að síður að fræ ákveðinna tegunda geta haldist spírunarhæf í ótrúlega langan tíma. Rannsóknir okkar sýna að alaska- lúpína myndar langlífan fræforða sem getur haldist spírunarhæfur í jarðvegi í áraraðir. Þessi fullyrðing er studd eftirfarandi niðurstöðum: a) Fræforðinn sem fannst í jarðvegi á Kvískerjum og Húsavík var mun meiri en sem nam árlegri há- marksfræframleiðslu (4. mynd). Að auki ber að hafa í huga að jarð- vegssýnatakan fór fram að sumar- lagi, áður en lúpínan hafði byrjað að dreifa fræjum þess árs. Því voru öll fræ sem fundust í jarð- veginum að mimista kosti ársgömul. b) Rannsóknin leiddi í ljós að hátt hlutfall þeirra fræja sem dreift er árlega getur ekki spírað næsta vor nema frækápan sé rofin með áhaldi. Þetta bendir sterklega til langlífis. Einnig er nú vitað að fræ sem geymd hafa verið innanhúss héldust spírunarhæf í allt að 16 ár (Olafur Sæmundssen, pers. uppl. 2002). c) Fræforði var 55%, 30% og 42% þar sem lúpína hafði (nær) hörfað í Heiðmörk, Varmahlíð og Hvera- völlurn, miðað við hvað hann var undir þéttum breiðum á sömu stöðum (1. tafla). Þetta háa hlutfall verður vart útskýrt með öðru en að þama sé um langlífan fræforða að ræða, sérstaklega þegar haft er í huga að engin mælanleg frædreifing var inn á svæðið þar sem lúpínan hafði hopað á Sauðási í Heiðmörk. d) Fimmta og veigamesta atriðið sem rennir stoðum undir að fræforði alaskalúpínu sé langlífur er aldursháð lóðrétt dreifing lúpínu- fræja í jarðvegi (7. mynd). Það að alaskalúpínan myndar langlífan fræforða hefur bæði í för með sér kosti og galla við notkun hennar til uppgræðslu. Það er þekkt að jarðvegi sem hefur í sér mikinn og langlífan fræforða er ekki jafn hætt við varanlegu rofi (jarðvegseyðingu) og jarðvegi sem hefur lítinn fræforða, þar eð fræ þurfa ekki að berast inn á svæðið til að græða það upp, ef rof byrjar að myndast, og sjálfgræðsla verður því hraðari.26 Okostimir em hinsvegar að fræforðinn gerir alla stjórn á dreifingu alaskalúpínu erfiðari, og þá jafnframt að nota hana sem markvisst uppgræðslutæki í takmarkaðan tíma. SUMMARY Seed ecology of the Nootka Lupin (Lupinus nootkatensis) The seed production, dispersal and seed bank of the introduced Nootka lupin (Lupinus nootkatensis) was investigated at 7 different sites in Iceland. Seed production within lupin patches varied with patch age and was highest in younger parts, close to the edge (maximum 1800 seeds/m2), but much lower in inner and older parts (ca. 400-700 seeds/m2). Seed dispersal started in early August, peaked in late September and ceased in early November. The Nootka lupin forms a persistent seed bank in the soil. The maximum numbers of buried seeds (6700 and 2900 seeds/m2) were recorded in old lupin patches. Sites where earlier patches had been completely replaced by grassland still had a large viable seed bank (760 seeds/m2). Viable seeds were also buried significantly deeper in older lupin patclaes, which indicates that the seeds may survive for many years in the soil. Tliis has both positive and nega- tive consequences for the use of the Nootka lupin in land reclamation. If soil erosion starts in the grassland that replaces the lupin, it can recolonize the area from the buried seed bank. Tlie long-lived seed bank, however, makes it difficult to control its distribution and clear areas of lupin where it is considered undesirable. 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.