Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 31

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Olafur K. Nielsen og Olafur Einarsson SVARTFUGLADAUÐINN MIKLI VETURINN 200L-2002 Veturinn 2001-2002 drápust tugir þúsunda af langvíu og stuttnefju í hafinu vestur, norður og austur af Islandi. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar Islands rannsökuðu þetta fyrirbæri og niðurstaðan var að hungur hefði drepið fuglana. Atburðir sem þessi eru sjaldgæfir en heimildir eru þó til um eitthvað þessu líkt allt aftur á 14. öld. ann 14. desember 2001 tók Guðmundur Orn Benedikts- son á Kópaskeri eftir því að langvíur Uria aalge voru að drepast í tugatali á sjónum við þorpið og aðrar að skreiðast deyjandi á land. Þetta voru fyrstu vísbendingar sem bárust um mikið fár fyrir ströndum Islands þar sem tugir þúsunda svartfugla í það minnsta féllu á um tveimur mánuðum (1. mynd). Sér- fræðingar Náttúrufræðistofnunar Islands fóru um Norðausturland til að rannsaka þennan felli. Einnig var aflað upplýsinga og sýna úr öðrum landshlutum. Hér er gerð grein fyrir þessum atburðum, m.a. fjallað um umfang þeirra, hvaða tegundir var um að ræða, um uppruna fuglanna, hvað varð þeim að aldurtila og ræddar mögulegar skýringar á þessari atburðarás. ÁÐFÖNG OG AÐFERÐIR Gagna var aflað með þremur að- ferðum: í fyrsta lagi með vettvangs- ferð til Norðausturlands; í öðru lagi hjálpuðu heimamenn víðs vegar um land við söfnun á fuglum og veittu upplýsingar um svartfugla- dauðann; í þriðja lagi fengust þýðingarmikil gögn við krufningu og skoðun á hræjum. Útivinna á Norðausturlandi Höfundar dvöldu á Norðaustur- landi við rannsóknir á svartfugla- dauðanum dagana 11.-16. janúar 2002. Farið var með ströndinni frá Lóni í Kelduhverfi og austur um að Þórshöfn á Langanesi. Markmiðið með leiðangrinum var að fá upp- lýsingar um hversu mikið af fugli hefði rekið á land og um tegunda- samsetningu fuglanna og einnig að grafast fyrir um ástæðu þessa fellis. Til að fá einhverja hugmynd um hversu mikið af fugli hefði rekið voru lögð út 25 snið á strand- lengjunni frá Lóni í Kelduhverfi að Rauðanúpi á Melrakkasléttu. Hvert snið var 500 m langt og breiddin var frá fjöruborði upp fyrir stórstraums- flóðmörk. Strandlengjan er um 70 km að lengd og sniðunum var raðað fyrirfram og af handahófi á hana, en þó var þeirri reglu fylgt að snið mættu ekki skarast. Úti á mörkinni var GPS-staðsetningartæki notað til að finna þekktan upphafspunkt sniðs og eins til að mæla lengd þess. Talningin sjálf fór þannig fram að tveir menn, annar efst í fjörunni og hinn neðst, gengu samsíða sniðið á enda. Fyrir botni Oxarfjarðar er mjög breið sandfjara; þar var þriðja manni bætt við í talninguna og sá athugaði miðbik fjörunnar. Öllum fuglum, bæði dauðum og deyjandi, var safnað og voru þeir síðan greindir og krufðir á vinnustofu. Fugla var leitað utan sniða víða við Öxarfjörð þar sem vitað var að mikið hafði rekið. Einnig var farið með ströndhmi frá Rauðanúpi að Þórshöfn og safnað á nokkrum stöðum, þ.e. við Sigurðarstaði, Höskuldarnes, Raufarhöfn, Svein- ungsvík, Hafralónsá og Þórshöfn. Hér var tilgangurinn ekki sá að fá mat á fjölda heldur að stækka úr- takið fyrir tegundargreiningu. Ein- göngu voru tekin hræ sem greini- lega voru ný, þ.e. innan við mánað- argömul. Gagnasöfnun utan N orðausturlands Fréttir af svartfugladauðanum á Norðausturlandi vöktu mikla at- Náttúmfræðingurinn 72 (3M), bls. 117-127, 2004 117
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.