Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 32

Náttúrufræðingurinn - 2004, Síða 32
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Dauðir svartfuglar á Víkingavatnsreka. - Part of the auk wreck at Víkingavatn, Öxarfjörður. 16.1. 2002. Ljósm./Photo: Ólafur Karl Nielsen. hygli. í kjölfarið höfðu margir sam- band við Náttúrufræðistofnun íslands og greindu frá sams konar atburðum sem voru að gerast í þeirra heimahögum. Einnig var haft samband við nokkra aðila til að spyrjast fyrir um hvort þeir hefðu orðið varir við dauðan svartfugl á reki. Auk þess voru menn beðnir um að safna fuglum þar sem slíkt var hægt og senda til krufningar á N áttúrufræðistofnun. Krufningar Allir fuglar sem safnað var á taln- ingasniðum í Öxarfirði voru skoðað- ir í virtnustofu. Hluti þessara fugla var heill og voru þeir krufðir, en flestir voru vargbitnir og var þeim hent að lokinni skoðun. Vargbitnir fuglar voru ákvarðaðir til tegundar, svo og hver hefði étið af þeim og eins áætlað hversu langt var um liðið síðan fuglinn drapst. Einu vargamir sem vart varð við vom aðrir fuglar, mest máfar en einnig fálkar Falco rusticolus. Greint var á milli þessara tveggja hópa eftir því hvernig hafði verið gengið frá hræinu. Máfar höggva gat á fuglinn og éta síðan innan úr honum; stund- um er beinagrindin nær hreinsuð og hamurinn hangir við í heilu lagi, ranghverfur og dreginn fram yfir höfuð. Fálkinn, aftur á móti, reytir fuglinn og étur bringuna og yfirleitt er kjölurinn á bringubeininu nagað- ur og bitinn í sundur á nokkmm stöðum. Þegar rannsóknimar vom gerðar var tæpur mánuður liðinn frá því að svartfugl byrjaði að reka á þessum slóðum. Hræin vom sett í þrjá aldursflokka: nýtt hræ, þ.e. 5 daga gamalt eða yngra, 6-10 daga gamalt hræ og 11-30 daga gamalt hræ. Þessi flokkun var byggð á áferð, útliti og lykt hræjanna. Heilir fuglar vom kmfðir. Fyrir kmfningu vom hræin þurrkuð í um sólarhring. Ef sandur var í hamnum var fuglinn hristur duglega að þurrkun lokinni. Við kmfningu var fuglinn fyrst vigtaður (nákvæmni ±1 g) og vænglengd mæld (nákvæmni ±1 mm). Vænglengd var mæld með því að bregða reglustiku undir aðfelldan væng og síðan mælt frá vænghnúa (úlnlið) út á enda ystu handflugfjaðrar. Við vængmælingu var rétt úr sveignum sem er annars á þessum ysta hluta vængsins. Að lokinni mælingu var fuglinn opnað- ur og hamnum svipt af bringunni og fitulag metið og því lýst. Þessu næst var klippt á rifjagrindina og bringu- beininu lyft upp aftan frá þannig að opið kviðarholið blasti við. Iðrafita var metin á sama hátt og hér að ofan. Fuglinn var kyngreindur á kyn- fæmm og aldursgreindur á búrsu (bursa Fabricii) sem annaðhvort ungfugl eða fullorðinn fugl. Búrsa finnst eingöngu í ókynþroska fugl- um.1 Við aldursgreiningar á álku Alca torda og lunda Fratercula arctica var stuðst við neflag. Fullorðnar álkur em með hvíta nefskom og tvær eða þrjár svartar, ungfuglar eldri en á fyrsta ári em með eina hvíta skoru og annaðhvort enga svarta skoru eða aðeins eina, fuglar á fyrsta ári em ekki með neina skom í gogg.2 Lunda má á sama máta greina í nokkra aldursflokka eftir fjölda nefskora.3 Heilir fuglar, sem fundust utan sniða á Norðausturlandi, voru kmfðir á sama hátt og lýst er hér að ofan. Sama á við um alla fugla sem bámst annars staðar frá. Höfundar sáu um þessar kmfningar og mark- miðið var að kyn- og aldursgreina fuglana og meta líkamsástand þeirra. Undantekning vom 20 fuglar sem krufðir voru á Tilraunastöð Háskóla Islands í meinafræði að Keldum af Karli Skímissyni, Einari Jörundssyni, Jarle Reiersen og Sigurði Sigurðarsyni. Tilgangurinn með þeim krufningum var að fá sér- fræðimat á það hvort einhver sjúkleg einkenni væri að finna í fuglunum. Þar voru m.a. tekin sýni af líffæmm til bakteríuræktar og vefjaskurðar og eins var blóðvökva safnað hl mót- efnamælinga. Þá var leitað að sníkju- dýmm í meltingarvegi. Niðurstöður Fyrst verður fjallað um atburðarás- ina í tímaröð, síðan um niðurstöður útivinnu á Norðausturlandi í janúar 2002 og í lokin um niðurstöður kmfninga og hvaða ljósi þær vörp- uðu á örlög fuglanna. Atburðarásin Veturinn 2001-2002 rak óvanalega mikið af dauðum svartfugli á fjömr allt frá Rifi á Snæfellsnesi í vestri, norður og austur um allt til Mjóa- fjarðar á Austurlandi (2. mynd, 1. viðauki). Fyrstu merki um svart- fuglafellinn komu frá Kópaskeri 14. desember og þar rak mikið af fugli næstu daga á eftir. I lok desember og fyrstu tíu dagana í janúar varð vart við dauða svartfugla miklu víðar, 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.