Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 33

Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 33
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags m.a. í Skagafirði, Grímsey, Keldu- hverfi, á Melrakkasléttu, Langanesi og Borgarfirði eystra. Vestan Skaga- fjarðar, þ.e. í Strandasýslu, á Vestfjörðum og á Snæfellsnesi, hófst fuglafellir um 20. janúar. Síðasta hrinan kom síðan um mánaðamótin janúar/febrúar en þá rak fugl m.a. í Steingrímsfirði, Skagafirði og á Tjömesi. Samkvæmt þeirri mynd sem hér er dregin upp hófst svartfugla- dauðinn fyrir Norðausturlandi um miðjan desember. Síðan koma a.m.k. þrjár hrinur á næstu sjö vikum. Fyrst var rekinn bundinn við Norður-, Norðaustur- og Austurland en breiddist svo út til Norðvestur- og Vesturlands. 2. mynd. Staðir á Islandi par sem staðfest var að óvanalega mikið hefði rekið af svartfugli veturinn 2001-2002. - Coastal areas in Iceland where alcid wrecks were confirmed during the winter 2001-2002. Fjöldi fuglshræja Fjöldi sniða Number of carcasses Number of transects 1 2 2 2 3 2 5 3 7 3 8 1 9 2 10 2 13 1 14 1 15 2 18 1 28 1 48 1 1. tafla. Niðurstöður talninga á sjó- reknum fuglshræjum á 24 sniðum (hvert 500 m langt) á strandlengjunni frá Lónsósi í Kelduhverfi austur að Rauða- núpi á Sléttu dagana 11.-16. janúar 2002. Eingöngu voru talin hræ sem voru innan við mánaðargömul. - The results of carcass counts on 24 500 m long transects on the coastline from Lónsós in Keldu- hverfi east to Rauðinúpur on Slétta 11-16 January 2002. Only fresh carcasses were counted (<30 days old). Meðaltal / mean = 10,21, dreifni / variance = 104,433, n = 24. Dreifingin var ekki marktækt frábrugðin neikvæöri tvíkostadreifingu (U-prófsbr. Krebs 1989:81), k-gildi = 1,62452, U-gildi = 30,077, staðalskekkja U = 37,7383. Til að hafna H0- tilgátunni um að neikvæð tvíkostadreifing lýsi dreifingu gagna parf U-gildið að vera a.m.k. 2x stærra en staðalskekkjan miðað við 95% öryggi; hér er hlutfallið 0,8x og H0 er sampykkt. - The distribution was not signiftcantly different from a negative-bino- mial distribution (U-test, U-statistic = 30.077, standard devia- tionofU = 37.7383). Rannsóknir á Norðausturlandi í janúar 2002 Þéttleiki hræja og ástand Talið var á 24 sniðum en eitt snið reyndist óaðgengilegt (undir sjávar- hömrum). Ný hræ, þ.e. yngri en mánaðargömul, fundust á öllum sniðum, samtals 245 hræ, minnst eitt og mest 48 hræ á sniði, meðaltalið var 10,2 (1. tafla). Heldur rneira fannst að jafnaði af fugli í sand- fjömm (meðaltal 12,7 fuglar, n = 14) samanborið við grjótfjömr (meðaltal 7,4 fuglar, n = 10). Munur á fjölda fugla eftir fjömgerðum var þó ekki marktækur (Kruskal-Wallis próf Hl24 = 3,7599, p = 0,053). Tíðni- dreifing hræja eftir sniðum var greinilega skekkt til hægri og töl- fræðipróf sýndi marktæka hnapp- dreifingu (yf = 235,294, frítölur = 23, p « 0,001). Samkvæmt þessu rak fleiri fugla á vissum sniðum en ef tilviljun ein hefði ráðið hvar hræin bar að landi. Dreifingin reyndist ekki vera marktækt frábrugðin neikvæðri tvíkostadreifingu (nega- tive binomial distribution; 1. tafla). Meðaltal fugla á sniði og efri og neðri 95% vikmörk voru því reiknuð út á log (x+k/2) vörpuðum tölum4 (bls. 94). Þeim niðurstöðum var svo aftur varpað yfir á uppmnalegan kvarða. Meðaltalið var 14,5 fuglar á hvem kílómetra og efri og neðri vikmörkin vom 9,8 og 21,1 fugl. Þessar tölur voru notaðar til að reikna út hversu mikið af fugli hefði rekið upp á ströndina við Oxarfjörð, á Melrakkasléttu og í Þistilfirði, sbr. hér á eftir. Ljóst var bæði af okkar athugun- um og annarra að fuglar sem bámst á land vom amiaðhvort nýlega dauðir eða í andarslitrunum. Máfar og fálkar vom skjótir til að nýta sér þetta æti og höfðu étið af 214 (87%) af 245 fuglum sem fundust á sniðunum (3. mynd). Þrjátíu fuglar vom heilir (12%) og einn var lifandi. I 188 tilvikum var ákvarðað hverjir hefðu verið að verki; algengast var að máfar hefðu étið af hræjunum, eða 169 tilvik (90%), en fálki í 19 tilvikum (10%). Við sáum fálka fimm sinnum athugunardagana, fjórum sinnum var um að ræða fugla á fyrsta vetri og einu sinni fullorðinn fugl. Einn ungfuglinn var að éta svartfugl. Guðmrmdur Öm Benediktsson taldi að a.m.k. tveir fálkar, annar ungur og hinn fullorðinn, hefðu legið í svartfuglum við Kópasker. Hann sá fullorðna fálkann einu sinni taka langvíu sem var að skríða á land. I önnur þrjú skipti fældi hann full- orðinn fálka af bráð og alltaf var um 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.